Fréttabréf Biskupsstofu - 15.02.1979, Qupperneq 2
2
4. MARZ
ÆSKULÝÐSDAGUR ÞJÓÐKIRKJUNNAR 1979
Hinn árlegi æskulýðsdagur hefur að þessu sinni yfirskriftina JESÚS og BARNIÐ.
Alþjóðaár barnsins 1979 hefur að sjálfsögðu mótað undirbúning og skipulag
dagsins.
Æskulýðsstarf Þjóðkirkjunnar hefur sent frá sér myndskreyttan bækling. Auk
messuforms og sálma er þar að finna ávarp frá biskupi og leiðbeiningar til
foreldra og uppalenda tim trúarlegt uppeldi.
Bæklingurinn er vandaður að frágangi og gæti gagnast við ýmis tækifæri á
barnaárinu.
Æskulýösdagurinn mun verða haldinn hátíðlegur í hinum ýmsu söfnuðum landsins
með sérstökum guðsþjónustum, fundum og samkomum.
SÖFNUN HJÁLPARSTOFNUNAR Á JÓLAFÖSTU
NAM 36 MILLJÖNUM KRÓNA
Eins og kunnugt er gekkst Hjálparstofnun kirkjunnar fyrir landssöfnun á jóla-
föstu undir einkunnarorðunim "Brauð handa hungruöum heimi". Söfnun þessi
gekk mjög vel og þegar þetta er skrifað hafa safnast nálega 36 milljónir króna.
Eins og fram hefur komið í fréttum fór Utanríkisráðuneytið þess á leit við
Hjálparstofnun kirkjunnar að hluta þess söfnunarfjár sem safnað yrði væri
varið til flóttamanna í flóttamannabúðum í Zaire, einkum 20 þúsund barna sem
þar hefðust við. í því sambandi var bent á að mikill skortur væri á eggja-
hvítuefnaríkri fæðu, og er nú í athugun, hvort um kaup á slíkum fæðutegundiam
hér geti verið að ræða.
Að öðru leyti mun það fé sem safnaðist verða varið til framhalds þeirra
verkefna sem byrjað var á á sl. ári á vegum LÚtherska heimssambandsins í
Súdan. Þess má geta, að það ár voru sendir 84.000 dollarar eða um 30 millj.
ísl. króna á núverandi gengi. Nánar verður skýrt frá þessum verkefnum innan
tíðar.
KIRKJULEG ÞJÓNUSTA MEÐAL HEYRNARSKERTRA
Fáir eru jafn einangraðir 1 íslenzku þjóðfélagi sem heyrnarskertir. í
kirkjunni hafa þeir verið utangarðsmenn til þessa, þar sem þeir hafa verið
afskiptir um kirkjulega þjónustu er miðast við þeirra sérþarfir.
Kristín Sverrisdóttir, sérkennari, hefur nú verið ráðin í hlutastarf meðal
heyrnarskertra á vegum Kristnisjóðs. Mun hún skipuleggja félagsstarf á
kristnum grunni meðal fullorðinna og annast um kirkjuskóla fyrir heyrnar-
skert börn. Hefur tekizt hið ágætasta samstarf við skólann og foreldrafélag
heyrnarskertra, sem mun hafa beðið um þessa þjónustu.
Kristín Sverrisdóttir stundaði sérnám sitt í framhaldsdeild Kennaraháskólans
og sxðan við sérkennaraskóla norska ríkisins í Oslo. HÚn lauk einnig prófi
í kristindómsfræðum við Safnaðarháskólann (Menighetsfakultetet) í Oslo.
Undanfarið hefur Kristín starfað í Bjarkarási.