Fréttabréf Biskupsstofu - 15.02.1979, Síða 5
5
"Prófastsdæmin sem starfsheildir undir stjórn prófasta" er aðalmál ráðstefnunnar
að þessu sinni. Auk þess munu hinir sérhæfðu starfsmenn kirkjunnar hitta
prófasta að máli og ræða störf sín og áform.
Prófastar Þjóðkirkjunnar eru 15 talsins.
STARFSáÆTLUN SÖNGMÁLASTJÓRA
Heimsóknir söngmálastjóra til kirkjukóra munu verða sem hér segir árið 1979:
Febrúar: Kjalarnesprófastsdæmi
Marz: Reykjavíkurpróf.dæmi
Apríl: Árnesprófastsdæmi
Maí: Múla- og Austfjarðapróf.dæmi
Ágúst: Árnesprófastsdæmi
Sept./okt.: HÚnavatnsprófastsdæmi
Nóv./des.: Eyjafjarðarprófastsdæmi
Námskeið:
23.-26. ágúst: KÓra og organistanámskeið í Skálholti
Október: Námskeið í raddbeitingu í Reykjavík
7.-21. júní: Kynnisför organista og annarra áhugamanna til Leipzig og V.in.
Tilgangur fararinnar, sem jafnframt er hugsuð sem námsför, er
einkum sá að þátttakendum gefist kostur á að heyra það bezta sem gerist erlendis
í kirkjutónlist og öðrum tónlistarflutningi. Ennfremur að kynnast þvi hvernig
guðsþjónustur fara fram í þeim borgum sem ferðast er til með þeim vandaða ton-
listarflutningi sem þar tíókast. Skoðuð verða Bachorgel svonefnd og margir
sögustaðir sem tengdir eru tónlistarmönnum, svo sem Baoh, Mozart, Schubert,
Beethoven og öðrum meisturum. Þá verður komið til staða tengdra k.irkjunni,
svo sem Erfurt, þar sem LÚther nam.
dreifing notaðs fatnaðar
Á VEGUM HJÁLPARSTOFNUNAR
Allt frá stofnun hefur Hjálparstofnun kirkjunnar boðist verulegt magn fatn-
aðar, bæði nýs og notaðs og er nú í athugun hjá stofnuninni hvort eðlilegt
sé að stofnað verði til dreifingarmiðstöðvar á þessum fatnaði tii landsmanna.
Er nú unnið að athugun á þessu máli og er niðurstöðu að vænta í lok þessa
mánaðar.
prestastefnan á ísafirði
19.-22. JÚNÍ
í ár verður prestastefnan haldin á ísafirði og verður viku fyrr en venjan er.
^erður hún sett þriðjudaginn 19. júní kl. 14.
Efni stefnunnar hefur ekki verið endanlega ákveðið, er. verður tilkynnt innan
tíðar.
Undanfarin ár hafa nokkrar prestastefnur verið haldnar úti á landi, þótt
Reykjavík sé algengasti fundarstaðurinn. Verður þetta fyrsta prestastefna
á Vestfjörðum. Sköpuð verður aðstaða fyrir presta að kcma með fjölskyldur
sínar til stefnunnar, enda barnaárl - og þá væntanlega eitthvað gert fyrir
börnin líka .'