Fréttabréf Biskupsstofu - 15.02.1979, Side 6
6
ÁSTAND KIRKJUGARÐA
FER BATNANDI - EN ER EKKI NÓGU GOTT
Aðalsteinn Steindórsson hefur verið eftirlitsmaður kirkjugarða undanfarin ár.
Er hann ráðgjafi um skipulag þeirra og viðhald, "hvati til þess að hugsað sé
vel um garðana". Hann er til húsa hjá HÚsameistara ríkisins, sími: 27177.
Aðalsteinn er að skipuleggja ferðastarf sitt á sumri komanda og ættu þeir sem
vildu fá heimsókn hans að hafa samband sem fyrst.
Nýr kirkjugarður fyrir Reykjavíkursvæðið er nú í undirbúningi í grennd við
Gufunes. Það er meira verk en flestir ætla, m.a. hefur kostað um 100 millj.
að ræsa fram kirkjugarðsstæðið. Ætlað er að þessi garður dugi Reykjavík og
íbúum nágrennis til 2030.
NÁMSKEIÐ UM BOÐSKIPTI í KIRKJULEGU STARFI
í SKÁLHOLTI 14.-16. ÁGÓST
Dr. James Engel, forstjóri fjölmiðlunardeildar Wheaton College í Chicago,mun
stjórna námskeiði í sumar í Skálholti. Fjallað verður um boðskipti (kommun-
ikation) og boðun (evangelisation) í samfélagi nútímans og hversu nýta má
fjölmiðla þar til.
Dr. Engel var lengi prófessor í markaðstækni við Michigan-State og formaður
bandarísku samtakanna um þau mál. (American Association of Marketing).
Dr. Engel er nú í Afríku, þar sem hann er ráðgjafi ýmissa kirkna og kristni-
boðsfélaga í leit þeirra að nýjum aðferðum við kristniboð. Hingað kemur hann
frá Noregi, þar sem hann stjórnar námskeiðum á vegum norskra kristniboðssamtaka.
KIRKJURÁÐ FUNDAR
Kirkjuráð er á fundi nú um mánaðarmótin febrúar - mars. Meginefni fundarins
er rekstur Skálholts, úthlutun starfsstyrkja úr Kristnisjóði og framkvæmd
og vinnsla ýmissa samþykkta kirkjuþings, sem kom saman á s.l. hausti.
Kirkjuráð er kostið af Kirkjuþingi, sem kemur saman annað hvert ár og er
framkvæmdaraðili þess.
í Kirkjuráði sitja: Gunnlaugur Finsson, Hvilft, Önundarfirði
Vilhjálmur Hjálmarsson, Brekku, Mjóafirði
Sr. Pétur Sigurgeirsson, Akureyri
Sr. Eirikur Eiriksson, Þingvöllum og
Sigurbjörn Einarsson, biskup, sem er forseti Kirkjuráðs.
ÞJÓÐKIRKJAN RÆÐUR FRÉTTAFULLTRÚA
Kirkjuþing hefur tvívegis samþykkt ályktunartillögu um það að fela Kirkjuráði
að útvega kirkjunni blaðafulltrúa (betra starfsheiti er trúlega fréttafulltrúa).
Vegna fjárhagsörðugleika hefur ekki getað orðið úr framkvæmd meðan allur þunginn
af rekstri Skálholtsskóla hvíldi á Kristnisjóði. NÚ hefur nokkur fjárhagsgrund-
völlur verið tryggður og var sr. Bernharður Guðmundsson ráðinn til starfans
fyrir nokkru. Hann lauk meistaraprófi í fjölmiðlunarfræðum (Mass Communications)
við S. Illinois háskóla í Bandaríkjunum, en starfaði áður við útvarpsstöð
LÚtherska heimssambandsins í Eþíópíu. Áður gegndi hann prestsþjónustu innan
íslenzku Þjóðkirkjunnar.