Bæjarins besta


Bæjarins besta - 28.01.2016, Side 2

Bæjarins besta - 28.01.2016, Side 2
2 Fimmtudagur 28. JANÚAR 2016 ÍBÚAFUNDUR UM SNJÓFLÓÐAVARNIR Í KUBBA! Ísafjarðarbær boðar til íbúafundar um snjóflóðavarnir í Kubba með bæjaryfir- völdum og sérfræðingum Ofanflóðasjóðs og Veðurstofu Íslands. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 28. janúar á 4. hæð Stjórnsýsluhússins á Ísafirði og hefst klukkan 20.00. – Sjónarmið – Kristinn H. Gunnarsson Óvenjulegir tímar eru í þjóð­ félaginu. Rúmum sjö árum eftir gjaldþrot íslenska fjármála­ kerfisins er fjarri því komið á jafnvægi og sæmileg sátt um stóru málin. Það sést best á mælingum á fylgi stjórnmála­ flokkanna. Gamlir og grónir flokkar eða arftakar þeirra eiga allir í miklum vandræðum og njóta lítils fylgis en nýr flokkur eykur stöðugt fylgi sitt og nálg­ ast nú 40% fylgi. Vissulega eru þetta enn sem komið er aðeins kannanir, en það fer ekki á milli mála að kjósendur eru afar óánægðir með núverandi og síðustu stjórnarflokka og eru að setja fram ákveðnari kröfu en áður um breytingar. Í rúmt ár hefur þessi þró­ un verið og með hverjum mánuðinum sem líður verður krafan um breytingar skýrari að því leyti að hefðbundnu stjórnmálahreyfingarnar fá samanlagt æ minna fylgi og óhefðbundni flokkurinn fær meira fylgi. Nú er svo komið að Sjálfstæðisflokkurinn er farinn að fá minna en 20% og Framsóknarflokkurinn, Sam­ fylkingin og Vinstri grænir eru hver um sig um það bil 10% flokkur. Þessi staða á sér engin fordæmi í 100 ára sögu íslenska flokkakerfisins.Fylgið við nýja flokkinn, Pírata, er að einhverju leyti byggt á frammistöðu þing­ manna hans og því að flokkurinn svarar að einhverju leyti kröfum um breyttar málefnaáherslur og starfshætti. En líklega er samt stærsta skýringin á fylgi þeirra, enn sem komið er, megn óánægja með „gömlu“ flokkana. Meðan þeir skynja ekki kröfur kjós­ enda og gera ekki trúverðugar breytingar á stefnu sinni og for­ ystusveit munu allar líkur benda til stórfelldrar fylgissveiflu í næstu Alþingiskosningum í takt við skoðanakannanirnar. Heilbrigð opin stjórnmál Listin er að lesa rétt í kröfur kjósenda og bregðast við þeim. Lykilhugtakið í þjóðfélagsmál­ um er vald. Mikil óánægja almenn ings með flokkana sem hafa haft valdið í sínum höndum eftir bankahrunið bendir til þess að gagnrýnin beinist að verulegu leyti að meðferð valdsins, hvernig vald hafarnir hafa beitt því og í þágu hverra. Peningar eru ætíð nálægir þar sem er vald. Af þeim sökum hafa verið settar reglur sem eiga að takmarka möguleika á því að misnota valdið og hygla útvöldum, stundum á kostnað almennings. Í lögum eru ítarleg ákvæði um hæfi og vanhæfi þeirra sem hafa með opinbert vald að gera og eins eru nokkur laga ákvæði sem varða viðskiptalífið. Meginlínan er að stjórnvaldsákvarðanir séu teknar fyrir opnum tjöldum, málefnalegar og hlutlausar. Þá á ráðstöfun verðmætra réttinda og verkefna að vera samkvæmt reglum um jafnræði og jafna möguleika. Þegar út af er brugðið og ákvarðanir teknar bak við luktar dyr og handvöldum aðilum færð­ ir gróðamöguleikar á silfurfati, jafnvel af þeim sem beinna hagsmuna eiga að gæta verður útkoman spilling. Spilling er oftast afleiðing af misbeitingu valds. Spilling er líka á kostnað almennings. Flokkarnir sem eiga í erfiðleikum gagnvart kjósend­ um um þessar mundir gjalda því fyrir aðild að eða ábyrgð á misbeitingu valdsins. Þar liggur hundurinn grafinn. Einstakir hagsmunir virðast eiga svo sterk ítök í þessum stjórnmálaflokkum að þegar þeir eru við völd ráða hagsmunaaðilarnir mikilvægum ákvörðunum, jafnvel þótt þær gangi þvert gegn grundvallarat­ riðum í stefnu flokkanna. Fyrir vikið missa stjórnmálaflokkarnir trúverðugleika sinn, þeim er ekki lengur treystandi fyrir valdinu. Misnotkun valds Það er enginn skortur á málum undanfarin ár sem hafa varpað spillingarskugga á stjórnmála­ flokkana. Síðustu dæmin eru ein og sér nóg að nefna til þess að skilja gremju almennings. Á síðasta ári seldi Arion­ banki hlut í Símanum. Áður en almennt útboð hófst var völdum hópi valinna einstak­ linga færður hlutur á lágu verði. Gróðinn er talinn vera um 400 milljónir króna af þeim hluta­ bréfum sem nú er heimilt að selja. Ávinningurinn verður enn meiri ef gengi bréfanna lækkar ekki þegar kaupendurnir geta innleyst önnur hlutabréf síðar. Það var engin ástæða til þess að viðhafa þessa aðferð. Það voru ekki hagsmunir Arionbanka að selja hluta af hlutabréfunum á lægra verði en fæst á almennum hlutabréfamarkaði. Þessi ráðstöf­ un var einfaldlega klíkuskapur. Nokkrir gróðapungar fengu gef­ ins peninga með þessum hætti. Þetta er ekkert annað en spilling í skjóli leyndar. Það er hlutverk stjórnmálamanna að setja reglur á þessu sviði sem öðru og sjá til þess að viðskipti verði opin og gegnsæ og að allir eigi sömu tækifæri. Stjórnmálamennirnir brugðust hlutverki sínu. Þeir brugðust almenningi en þjón­ uðu sérhagsmunum. Annað dæmi af sama toga er sala Landsbankans á hlut bankans í Borgun. Bankinn seldi á sama tíma hlut í öðru greiðslukorta­ fyrirtæki Valitor og gætti þess þá að áskilja sér verðaukningu sem kynni að verða eftir söluna. En þessi áskilnaður var ekki gerður þegar Borgun var seld. Fyrir vikið tapar Landsbankinn og þar með ríkið af háum fjár­ hæðum. Talið er að verðmætis­ aukningin á hlutnum geti numið á annan tug milljarða króna. Svo kemur óvænt í ljós á einn af þeim sem fær þessa peninga gefins á silfurfati er föðurbróðir fjármálaráðherra, manns sem fer með þessi málefni og á öðr­ um fremur að gæta hagsmuna almennings. Þessi sami fjár­ málaráðherra og ríkisstjórnin öll hefur allt síðasta ár sagt að ekki séu til meiri peningar í heilbrigðiskerfið. Þarna reynir á öll atriðin, vald, peninga og spillingu með skýrri niðurstöðu. Kristinn H. Gunnarsson MA í stjórnmálaheimspeki Vald, peningar, spilling KRÓNAN VEITIR 99% AFSLÁTT fyrir barnið aðra leiðina + flugvallarskattar. Greiða þarf flugvallarskatta og eru þeir 1.700 kr. frá Reykjavík og 1.350 kr. frá öðrum áfangastöðum innanlands. FERÐATÍMABILIÐ ER FRÁ 1. FEBRÚAR – 15. MARS BÓKANLEGT FRÁ 26. JANÚAR – 15. MARS Sláðu inn í bókunarvélina flugsláttinn KRONA til að trygg ja þér þetta tilboð. ÞETTA EINSTAKA TILBOÐSFARGJALD • gildir til Reykjavíkur, Akureyrar, Ísafjarðar, Egilsstaða, Grímseyjar, Vopnafjarðar og Þórshafnar • er fyrir börn, 2–11 ára, í fylgd með fullorðnum og í sömu bókun • býðst eingöngu þegar bókað er á netinu, www.flugfelag.is • ekki er hægt að bæta barni við bókunina eftir á • ekki er hægt að nota tvo flugslætti í sömu bókun Is le ns ka /s ia .is F LU 7 81 87 0 1/ 16 AF BARNA FARGJÖLDUM INNANLANDS 99%afsláttur FJÖLSKYLDAN FLÝGUR SAMAN Á VIT ÆVINTÝRANNA FLUGFELAG.IS BARNGÓÐAR KRÓNUR TAKA Á LOFT Enn ein rósin bættist í hnappa­ gat sundkonunnar Kristínar Þor­ steinsdóttur er hún var útnefndur íþróttamaður Ísafjarðarbæjar. Er þetta þriðja árið í röð sem hún hampar þeim titli og er hún fyrst til að vera íþróttamaður hins sameinaða sveitarfélags þrjú ár í röð. Mikið hefur verið fjallað um frækileg afrek Kristínar á síðasta ári er hún rakaði inn verðlaunum á Evrópumeistaramóti DSISO sem fram fór á Ítalíu Í nóvem­ bermánuði. Þar gerði hún sér Kristín Þorsteinsdóttir íþróttamaður Ísafjarðarbæjar þriðja árið í röð lítið fyrir og setti hvorki fleiri né færri en tvö heimsmet, í 25m flugsundi og 100m skriðsundi, og níu Evrópumet. Í umfjöllun um Kristínu við afhendinguna var sagt „Kristín hefur verið fremsti íslenski sundmaðurinn í sínum flokki undanfarin ár og er enn að bæta árangur sinn. Árangur hennar á erlendum mótum ársins sýnir ennfremur að hún er ein sú besta í Evrópu og á heimsvísu.“ Kristín hélt ræðu við af­ hendinguna þar sem hún lýsti stolti sínu og þakklæti yfir valinu, sem og þakklæti til bæjarbúa vegna valsins á Vestfirðingi ársins og valinu á íþróttamanni ársins á Vísi þar sem hún var í öðru sæti. Skíðagöngukonan Anna María Daníelsdóttir var valin efnileg­ asti íþróttamaðurinn úr glæstum hópi hinna efnilegu, en hún hefur verið að gera mjög góða hluti í sínu fagi og var hún þre­ faldur unglingameistari Íslands í skíðagöngu árið 2015, jafnframt því sem hún landaði bikarmeist­ aratitli SKÍ í sínum aldursflokki og sigraði í 25 km. göngu kvenna í Fossavatnsgöngunni. Anna María er í fremstu röð skíða­ göngukvenna á Íslandi í dag og setur hún markið hátt og stefnir til Noregs í nánustu framtíð til náms og æfinga í íþróttinni við bestu mögulegu aðstæður. Tryggvi Sveinbjörnsson var heiðraður fyrir framlag sitt til íþróttastarfs í sveitarfélaginu. Tryggvi hefur starfað að íþrótta­ og æskulýðsmálum frá unga aldri. Hann spilaði fótbolta með meistaraflokki á árunum 1963­ 1976 utan eitt sumar er hann spilaði í Danmörku. Hann hefur spilað keppnisgolf og badminton hefur hann spilað í um 40 ár, einnig hefur Tryggvi stundað hlaup og skíði sér til ánægju til margra ára þó nú golfið eigi hug hans allan, en hann lét nýverið af störfum sem formaður Golf­ klúbbs Ísafjarðar eftir tæp 10 ár í því starfi. annska@bb.is

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.