Bæjarins besta


Bæjarins besta - 28.01.2016, Side 8

Bæjarins besta - 28.01.2016, Side 8
8 Fimmtudagur 28. JANÚAR 2016 Eyjasól ehf. 2ja- 3ja herb. íbúðir í Rvík til leigu alla daga fyrir íslendinga og erlenda gesti. Allt til alls og verið velkomin.. eyjasol@internet.is S: 6989874 S. 8986033 „HEIMILI Í BORGINNI“ Útboð Fyrir hönd verkkaupa Blakknes ehf óskar Tækniþjónusta Vestfjarða ehf eftir tilboðum í að einangra og klæða húseignina að Árbæjarkanti 3 í Bolungarvík. Þakkanta og súlur að utan með litaðri stálklæðningu og veggfleti með alusink klæðningu. Helstu magntölur eru: klæddir þakkantar og súlur 165 m2, klæddir veggfletir 424m3. Verklok 1. júní 2016 Útboðsgögn verða seld á 5.000,- hjá Tækni- þjónustu Vestfjarða ehf, Aðalstræti 26, Ísafirði frá og með 29. janúar 2016. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Tækniþjónustu Vestfjarða ehf, Aðalstræti 26, Ísafirði miðviku- daginn 10. febrúar 2016, klukkan 14:00 Tækniþjónusta Vestfjarða ehf Aðalstræti 26 400 Ísafirði Sími 456 3902 – Reglulega kemur upp um­ ræða um þessi mál og síðast undir lok síðasta árs var umræðan ansi hávær í fjölmiðlum um kostn­ aðarsöm íþróttaferðalög sem sér í lagi kom illa við efnaminni fjölskyldur. Stendur eitthvað til að breyta þessu? „Já, þetta er afar mikilvægt mál fyrir íþróttafélög sem stað­ sett eru fjarri suðvesturhorninu, þar sem flest liðanna eru. Félög eru stöðugt að leita leiða til að minnka þann kostnað er af ferðalögunum hlýst, líkt og að keyra á einkabílum. Mörg félög annarsstaðar á landinu eiga sín farartæki fyrir keppnisferðalög. Til að mynda á ÍBV, sem er mjög stöndugt félag, nokkra bíla skilst mér. Önnur félög eiga líka sína bíla, en það er oft þannig að fyr­ irtæki á stöðunum hlaupa undir bagga með þeim og leggja til fé, eða jafnvel heilu farartækin. Það skiptir auðvitað miklu máli í rekstri svona félags og léttir mikið undir, ekki síst með for­ eldrunum. Þetta er einn af þeim hlutum sem verða auðveldari viðfangs með sameinuðu félagi og ég vonast til að það þurfi ekki að líða of langur tími áður en hið nýja félag geti eignast einhver slík farartæki. Þó svo að það sé í sjálfu sér ekki markmiðið, helsta markmiðið er draga úr kostnaði við keppnisferðir. Ríkisvaldið var með miklar fyrirætlanir um að koma til móts við þennan kostnað og veit ég að Jói Torfa er búinn að setja gríðarmikla vinnu í undirbúning fyrir það. Þessar áætlanir gengu svo ekki eftir eins og lagt var upp með þær, það hægði náttúrulega á öllu í hruninu. En plönin voru engu að síður metnaðarfull.“ Það er búið að liggja fyrir í einhvern tíma hér á svæðinu að endurnýja úr sér sparkað gervi­ gras og koma knattspyrnu undir þak og er það eitt af forgangs­ málunum. Það er sannarlega ekki einungis fyrir knattspyrnu­ iðkendur því það yrði öðrum íþróttagreinum sem og almenn­ ingi til hagsbóta. Það eru komin mörg gríðarstór hús víðsvegar um landið til knattspyrnuiðkunar og við orðnir eftirbátar margra sveitarfélaga. Við erum ekkert að hugsa um slíkt hús, önnur félög hafa farið í byggingu minni húsa. Þetta er ekki hugsað sem keppn­ isaðstaða heldur aðstaða til æf­ inga. Það gæti verið hálfur völlur til að mynda. Þetta myndi vera íþróttaiðkun á svæðinu til mikilla bóta. Sumir hafa miskilið þetta á þann veg að slíkt hús myndi bara þjóna fótboltanum. Það er hinsvegar alrangt því húsið yrði íþróttastarfi öllu til gríðarlegra bóta – alls ekki bara fótboltanum. Með því að létta á íþróttahúsinu á Torfnesi myndi skapast mikið svigrúm þar sem knattspyrnan færi að mestu leyti út. Það myndi skipta miklu máli fyrir íþróttafé­ lögin, auk almennings sem fengi meira aðgengi sér til heilsubótar. Svo má heldur ekki gleyma að svona hús geta þjónað öðrum en knattspyrnumönnum, eins og t.d. golfurum.Víða á landinu hafa svo eldri borgarar verið að nýta þau til göngu innandyra í vályndum veðrum. Einnig er hægt að hugsa sér að nota húsið til ýmiskonar uppákoma.“ – Mun svona hús vera baráttu­ mál hjá Vestra? „Já ég reikna með því að þetta mál verði eitt þeirra sem aðalstjórn kemur til með að veita stuðning. Ég held að það liggi fyrir almennur vilji íþróttafélag­ anna á svæðinu til að sjá þetta verða að veruleika. Stundum þurfa góðir hlutir að gerast hratt.“ Vestra vel tekið – Nú hefur sameining verið reynd áður, hvers vegna gekk hún ekki eftir í fyrstu atrennu? „Sameiningin á þeim tíma var felld mjög naumlega í atkvæða­ greiðslu. Þannig fór það nú bara.“ – Er þetta búið að vera mikil vinna? „Já. Við funduðum 25 sinnum sameiningarnefndin. Vinnan hófst árið 2014 og mest af henni fór fram á síðasta ári. Auðvitað er heilmikil vinna fólgin í að sameina ólíka þræði og útræða öll hugsanleg vandamál og fyr­ irstöður. Við þurftum náttúrulega að vera í sambandi við fjölmarga aðila. Sérsambönd íþróttahreyf­ ingarinar, auk ÍSÍ og UMFÍ. Við þurftum að fá lögin samþykkt hjá ÍSÍ. Við vorum líka í samskipt­ um við félögin hér og héldum tvo opna kynningarfundi. Þetta fékk talsvert mikla umræðu og athygli, ekki síst kosningin um nafnið á félaginu. Það að við skyldum hafa netkosningu vakti athygli út fyrir svæðið og þátttaka mjög góð, líka að það skyldu vera tvær umferðir í kosningunni. Þetta vakti mikla athygli á þeirri vinnu sem var í gangi og fór í raun enginn varhluta af því að hún væri að eiga sér stað.“ –Hvernig hefur þér fundist hljóðið í fólki almennt vera við undirbúningsvinnuna í þetta skiptið? „Það hefur verið mjög jákvætt. Auðvitað hafa menn áhyggjur af hinu og þessu. Mestum áhyggj­ um hefur valdið hin sameiginlega ábyrgð. Sameinað félag ber sam­ eiginlega fjárhagslega ábyrgð, en með öflugu aðhaldi og gegnsæi eiga deildir ekki að lenda í alvar­ legum fjárhagskröggum. Það er rétt að nefna, að ekki taka öll íþróttafélög á svæðinu þátt í sam­ einingunni núna, en þau félög sem gengu að samningaborðinu eru vel stödd fjárhagslega. Svo tímasetningin er ljómandi góð og enginn að koma með langan skuldahala inn í félagið. Staðan er almennt séð góð á öllum víg­ stöðvum. Það hefur reyndar gerst bæði hér sem og annarsstaðar á landinu að íþróttafélög hafa hreinlega farið á hausinn. Félög í litlum samfélögum lifa ekki í neinu tómarúmi, fari eitt á hausinn er það nokkuð víst að það hefur áhrif á önnur með einum eða öðrum hætti. Sumstaðar hafa sveitarfélögin hlaupið undir bagga með þeim félögum sem fara illa. Hvað gerist við það? Þá bæði minnka framlög sem og velvilji í garð annarra félaga. Svo segja má að við séum öll á sama báti og þurfum öll að bera þessa sameiginlegu ábyrgð. Svo ég hef ekki stórar áhyggjur af þessari sameiginlegu ábyrgð sem talsvert hefur verið rædd.“ ­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­­ Án nokkurs vafa er hægt að ræða mál Vestra enn frekar, já sem og að reka garnirnar enn betur úr Hjalta, en því verður ekki komið við að sinni. Mikið er að gera og tíminn hlaupinn frá okkur og hinn nýskipaði formaður Vestra þarf að hlaupa á útnefningu íþróttamanns Ísa­ fjarðarbæjar. Það er nokkuð ljóst að Hjalta þarf ekki að leiðast eina einustu stund í lífinu með öll þau verkefni sem hann er að fást við. Bæjarins besta óskar Hjalta velfarnaðar á þeim nýju slóðum sem hann fetar nú með Vestra. Skíðaútilega á Snæfjallaströnd.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.