Bæjarins besta - 28.01.2016, Blaðsíða 7
fimmtudagur 28. JANÚAR 2016 7
var ég í nokkur ár eini starfs
maðurinn á staðnum. Ég hafði
aðeins verið að vinna hjá Veiði
málastofnun fyrir sunnan en um
leið og þetta starf bauðst dreif
ég mig heim. Útibúið hefur þó
stækkað talsvert frá því ég kom
til starfa og fórum við mest upp
í að vinna þar sjö starfsmenn, en
við erum fimm í dag.“
– En voru þið Sigga Lára alveg
samstíga í að koma aftur heim að
námi loknu?
„Já eiginlega vorum við bæði
alveg staðráðin í því. Ég velti því
kannski ekkert fyrir mér þegar ég
fór að læra líffræði hvar ég ætlaði
að enda, en þegar að tækifæri
gafst þá var það ekki spurning að
koma heim aftur. Sigga Lára var
kannski enn harðari á því og var
alveg örugglega búin að ákveða
það þegar hún fór í nám að hún
ætlaði að koma heim aftur. Þetta
lá sjálfssagt alltaf í loftinu og ég
hef ekki séð eftir því í eina mínútu
að snúa aftur heim.“
– Í hverju er starfið fólgið?
„Það er mjög fjölbreytt. Við
tökum beinan þátt í mörgum
stærri rannsóknarverkefnum
stofnunarinnar. Við förum mikið
út á sjó að sjálfssögðu og tökum
þátt í hinum ýmsu röllum eins
og fólk þekkir. Síðan höfum
við verið í smærri verkefnum
hér heima við. Við höfum um
nokkurt skeið einbeitt okkur
talsvert að veiðafærarannsókn
um og síðan hafa öll veiðarfæri
stofnunarinnar komið til viðhalds
hingað á Ísafjörð, sem Fjarðarnet
sinnir og starfsmenn okkar hafa
umsjón með.
Svo höfum við haft umsjón
með, hýst og haft með höndum
viðhald á öllum neðansjávar
myndavélabúnaði stofnunarinn
ar, sem eru fjarstýrðir kafbátar
og slíkt. Búnaðurinn hefur m.a.
verið notaður við myndatökur
á veiðarfærum og kortlagningu
búsvæða á hafsbotni, þar sem
athyglinni hefur sérstaklega ver
ið beint að kaldsjávarkóröllum
við suðurströndina. Í verkefn
inu er ástand svæðanna skoðað
og reynt að afmarka þau. Slík
svæði hafa verið friðuð á seinni
árum. Það kemur kannski fólki
á óvart að kóral sé að finna í svo
köldum sjó sem hér er, en það
er kórall bæði hér sem og langt
norður eftir Noregi. Þetta eru
ótrúlega falleg svæði, þó þau séu
kannski ekki alveg jafn skrautleg
og kóralsvæðin í Suðurhöfum –
aðallega þar sem hér eru ekki eins
skrautlegir fiskar í kringum þau.
En þar er fjölbreytt lífríki engu
að síður.“
– Blaðamaður hugsaði strax
um tækifærin sem kynnu að felast
við skoðun á þessum svæðum
meðal kafara, en það er víst ekki
svo gott þar sem svæðin eru flest
á meira en 500m dýpi!
Nú ertu talsvert á sjónum í
vinnunni, varstu eitthvað á sjón
um þegar þú varst yngri?
„Nei, ekki get ég sagt það. Um
fermingu byrjaði ég að vinna
með skólanum í Íshúsfélaginu
og var þar í nokkur ár með skóla.
Svo var ég bæjarkarl hér nokkur
sumur og fannst alveg ógurlega
gaman að vinna í Áhaldahúsinu
með gömlu hetjunum sem þar
voru, Magga Dan og þessum
körlum. Svo var ég nokkur
sumur á flugvellinum og vann
fyrir Flugleiðir þegar þær voru
og hétu.“
Formaður hins nýja Vestra
Hvað skyldi hafa ýtt Hjalta
út í ötult starf fyrir íþróttahreyf
inguna á svæðin?
„Ég hef brennandi áhuga
á málinu og hef verið þeirrar
skoðunar lengi að það færi betur
á því að íþróttafélögin störfuðu
saman undir einum hatti. Svo
æxlaðist það þannig að ég var
fenginn sem oddamaður í undir
búningsnefnd Vestra og þá leiddi
eitt af öðru. Það lá fyrir snemma
við vinnu nefndarinnar að ein
hverjir þyrftu helst að koma úr
henni í nýja stjórn.“
Fjórir úr undirbúningshópnum
fóru í stjórn Vestra. Stjórnin
Tvö félög, Körfknattleiksfélag
Ísafjarðar og Blakfélagið Skellur
eiga þó eftir að staðfesta endan
lega sameininguna á aðalfundum
sínum nú í byrjun árs. En hver
skyldu vera helstu verkefnin á
fyrstu metrum Vestra? „Það ríður
á að finna félaginu liti og merki.
Svo til að mynda fótboltinn geti
farið að skipuleggja sig fyrir
næsta tímabil. Aðrar deildir klára
sína vertíð eins og þau lögðu upp í
hana. Það er illmögulegt að skipta
um nafn á miðju keppnistímabili.
Félagið þarf svo að sjálfsögðu
að marka sér stefnu og sýn til
einhverra ára, hvert beri að stefna
í uppbyggingu félagsins. Þó svo
við séum búin að liggja mikið
yfir lögum hins nýja félags og
þau í raun tilbúin þá er ýmislegt
eftir. Það er búið að sameina
félagið í orði og nú þarf að gera
það á borði, eins og með nýjum
búningum og heimasíðu og slíku.
Annars ætlar ný stjórn ekki að
vasast í innra starfi félaganna
þannig lagað. Það verða áfram
boðavinnu.“
– Breytir nýtt félag einhverju
fyrir hinn almenna iðkanda?
„Já, ég trúi því. Ég held að
það verði til dæmis bara mun
auðveldara í framtíðinni að vera
íþróttamaður hins nýja félags.
Þegar að krakkarnir þurfa ekki
lengur að æfa undir hinum og
þessum merkjum. Það er náttúru
lega markmiðið með þessu meðal
annars, að mynda samkennd og
samstöðu – að sem flestir geti
fylkt sér á bak við eitt nafn og
eitt merki. Það á þá ekkert að
fara á milli mála þegar krakkarnir
eru á ferðinni að þau eru í þessu
félagi, en ekki í þessu félagi einn
daginn og öðru félagi þann næsta.
Nýtt félag mun auka félagsvitund
og tilfinningu krakkanna fyrir
samstöðu.“
– Verða æfingagjöld sam
ræmd?
„Ný stjórn er varla tekin til
starfa, svo það er ekki búið að
taka slíkar ákvarðanir. Bæjarfé
lög víða um land koma inn í að
niðurgreiða íþróttastarf krakk
anna og kemur sveitarfélagið
hér að íþróttaskóla HSV með
rausnarlegum hætti og tekur
þannig til hendinni. Það þarf
bara að skoða öll þessi mál og
sjá hvernig þau þróast.“
Kostnaðarsamar keppnisferðir
og knattspyrnuhús
– Hvernig finnst þér staðan
almennt vera á íþróttamálum á
svæðinu?
„Ég held að hún sé almennt
séð góð. Íþróttalífið hér er í
miklum blóma, en það er erfitt
að halda úti svona mörgum
greinum í svona litlu samfélagi.
Það þekkja allir sem hafa verið
í forsvari fyrir íþróttagreinarnar.
Það er alltaf verið að bítast um
sömu bitana, hvort sem það eru
iðkendur eða fjármagn. Kostnað
urinn er gríðarlegur við að taka
þátt í keppnum og mikið um
ferðalög. Það hefur verið ódýrt
að iðka íþróttir á þessu svæði,
æfingagjöld eru ekki há miðað
við flesta staði á landinu. Á móti
kemur að við þurfum að fara í
mjög dýr keppnisferðalög, sem
er stór biti að kyngja. Í raun erum
við hér með algjöra sérstöðu á
landsvísu, höfum engan til að
keppa við í nágrenninu. Ekki
einu sinni æfingaleiki.“
er stór, sjö manna nefnd með
tveimur varamönnum. Auk hans
voru kosin í stjórn þau Gísli
Jón Hjaltason, Sigurður Jón
Hreinsson, Guðfinna Hreiðars
dóttir, Guðni Guðnason, Sólrún
Geirsdóttir og Pétur Markan.
Varastjórn skipa Jón Páll Hreins
son og Anna Lind Ragnarsdóttir.
Hjalti segir afar mikilvægt við
upphaf nýs félags að stjórnin sé
fjölmenn þar sem mörg og stór
verkefni liggi fyrir höndum.
Fjórar deildir eru í hinu nýja
fjölgreinafélagi, knattspyrnu,
blak, körfubolta og sunddeild.
deildarstjórnir og þær sinna
starfsemi deildanna beint, hvað
varðar hluti eins og iðkun hverrar
greinar og fjáraflanir, sem verðar
með svipuðum hætti og áður. Að
alstjórnin verður svona regnhlíf
yfir allar deildir og ekki hvað síst
mun hún veita deildunum stuðn
ing og aðhald í málum sem kunna
að koma upp og geta verið erfið
viðureignar vegna nálægðar.
Ný stjórn mun líka veita aðhald
í fjármálum, það verða áfram
starfandi gjaldkerar í félögunum
en bókhaldið verður fært mið
lægt, þannig að aðalstjórn hafi
yfirsýn yfir fjármál deildanna –
nánast í rauntíma– en það getur
verið beiskur kaleikur að vera
gjaldkeri í svona íþróttafélagi,
það á taka þann kaleik úr fangi
fólks og verður þessi þjónusta
aðkeypt, í fyrstu allavega.“
– Verður ráðinn starfsmaður
til félagsins?
„Það væri auðvitað alveg frá
bært að geta ráðið manneskju í
hlutastarf við þetta og kannski
þegar að nýju félagi vex fiskur
um hrygg verður það hægt, en
tíminn verður að leiða slíkt í
ljós.“
–Er það ekki eðlilegt framhald
þegar félagið er orðið svona
stórt?
„Jú það er það eflaust. Þá gæti
aðalstjórn líka farið að veita meiri
þjónustu niður í deildirnar, en
þegar þetta er allt gert í sjálfKrakkarnir og Sigga Lára.
Straumnes. Fljótavík í baksýn.
Merkingar á þorski.
Séð ofan í Hattver.