Bæjarins besta


Bæjarins besta - 28.01.2016, Blaðsíða 9

Bæjarins besta - 28.01.2016, Blaðsíða 9
fimmtudagur 28. JANÚAR 2016 9 Fjölbreytt verkefni eru á dag­ skrá í Bolungarvík á árinu 2016. Mörg þeirra miða að því að tryggja betur í sessi þau atvinnu­ tækifæri sem fyrir eru í sveitar­ félaginu og gera sveitarfélagið þannig meira aðlaðandi bæði fyrir núverandi íbúa og nýja, um leið og verið er að auka þjónustu við þá sem sækja staðinn heim. En það eru ekki bara verkefnin sem eru í sjónmáli sem eru mikilvæg. Við þurfum að hafa frumkvæði, sækja fram, vinna að nýjum tækifærum og nýta þá staðarkosti og fjölmörgu tæki­ færi sem svæðið hefur upp á að bjóða til lengri tíma litið, til að skapa atvinnu. Ráðhús – þjónustumiðstöð Í kjölfar þess að samningar náðust við bæði Landsbankann, Íslandspóst og Sýslumanninn á Vestfjörðum um áframhaldandi starfsemi í Bolungarvík verður hægt að sækja þjónustu þessarra aðila ásamt þjónustu félagsráð­ gjafa, byggingarfulltrúa og bæj­ arskrifstofu allt á einum stað. Nú þegar er þjónusta Landsbankans, Íslandspósts og Sýslumannsins í þjónustumiðstöðinni, en nú­ verandi aðstaða þessara aðila er í raun bráðabirgðaaðstaða. Gera þarf nokkrar breytingar á húsnæðinu til að það henti fyrir þessa margvíslegu þjónustu, því þótt talsverð þægindi fylgi því að sækja þjónustuna á einn stað, er ákveðinn aðskilnaður á milli þjónustuaðila skilyrði til að persónuvernd sé tryggð. Verið er að teikna breytingarnar og verður hafist handa um leið og þeirri vinnu lýkur. Það er ánægju­ legt að beiðni bæjarstjórnar til fjárlaganefndar Alþingis um fjárframlag til að setja upp þjón­ ustumiðstöð skuli hafa verið svo vel tekið sem raun ber vitni, en 10 m.kr var ráðstafað til verkefn­ isins á fjárlögum ársins 2016. „Vísindamiðstöð“ Kannski má kalla þá fram­ kvæmd „vísindamiðstöð“ sem heimild er fyrir í fjárhagsáætlun ársins 2016 vegna framkvæmda á efri hæð Vitastígs 1, en þar var félagsmiðstöðin Tópas áður til húsa. Félagsmiðstöðin hefur nú verið flutt á neðstu hæð Grunn­ skólans sem kunnugt er og er þar í nýendurbættu húsnæði. Þar er nú frábær aðstaða fyrir unglinga til að koma saman í hlýlegu og heimilislegu umhverfi. Innan­ gengt er úr félagsmiðstöðinni Tópas yfir í Íþróttamiðstöðina Árbæ. Í fjárhagsáætlun ársins 2016 er gert ráð fyrir að efri hæð Vitastígs 1 verði innréttuð sem skrif­ stofuhúsnæði fyrir Náttúrustofu Vestfjarða, Rannsóknasetur Há­ skóla Íslands, Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða og Minjastofnun og jafnvel fleiri, en einnig er gert ráð fyrir að þar verði aðstaða fyrir há­ skólanema sem eru t.d. í verkefn­ um á vegum Rannsóknasetursins eða jafnvel í tímabundinni vinnu fyrir Náttúrustofuna. Þar mun því verða einskonar vísindamiðstöð. Gert er ráð fyrir að sett verði upp lyfta fyrir hreyfihamlaða í húsnæðið sem myndi þá einnig nýtast Náttúrugripasafninu sem er til húsa á efri hæð Vitastígs 3, en innangengt er á milli húsanna. Áfram verður því gott samspil á milli Náttúrustofu Vestfjarða og Náttúrugripasafnsins. Leigutekj­ ur sem viðkomandi aðilar eru að greiða í dag munu nægja til að standa undir fjármögnun fram­ kvæmdanna. Mörg velheppnuð dæmi eru um að setja þannig margar stofnanir og vinnustaði saman á einn stað. Fyrirhugað er að makaskipti verði gerð við Landsbankann á húsnæði þjónustumiðstöðvarinn­ ar og húsnæðinu sem Náttúru­ stofan og Heilbrigðiseftirlitið er í núna, þ.e. Aðalstræti 21. Með því eignast Landsbankinn allt húsið að Aðalstræti 21 sem gefur þá alveg ný tækifæri í nýtingu þess húsnæðis sem er í hjarta bæjarins gegnt Félagsheimilinu. Ósvör Lengi hefur staðið til að koma upp þjónustuhúsi í Ósvör. Verk­ efnið hefur hinsvegar tafist af ýmsum ástæðum. Undanfarin ár hafa tafirnar stafað af því að nauðsynlegt var að ráðast í deiliskipulag fyrir safnið. Þá þurfti að fara fram ofanflóða­ mat á svæðinu áður en hægt var að fara í frekari uppbyggingu þar. Ósvörin hefur verið einn fjölsóttasti ferðamannastaður á Vestfjörðum um árabil og líklegt er að svo verði áfram. Unnið verður að því að koma upp þjónustuhúsinu á árinu. Atvinna og þjónusta við aldraða Atvinnumál og þjónusta eru í raun tveir kvistar af sama meiði, því aukin þjónusta skapar ný atvinnutækifæri. Á síðasta ári var opnað nýtt hjúkrunarheimili í Bolungarvík sem er auðvitað afar mikilvægt fyrir þjónustu við aldraða í bænum. En opnun þess tryggði í leiðinni vel á þriðja tug starfsmanna atvinnu í u.þ.b. 20 stöðugildum. Í samfélagi eins og Bolungarvík skiptir hjúkrunarheimilið því miklu máli sem vinnustaður og tryggir áfram meiri fjölbreytni atvinnu­ tækifæra. Þá voru einnig tryggð nokkur stöðugildi í bænum með þjónustumiðstöðinni í Ráðhús­ inu, sem annars hefðu farið úr bænum. Ný atvinnutækifæri Ný atvinnutækifæri felast bæði í hefðbundnum greinum og í nýj­ um sprotum. Fyrirtækin í bænum og frumkvöðlar eru stöðugt að vinna að nýjum hugmyndum. Mjólkurvinnslan Arna hefur farið mjög vel af stað og framleiðslan og vöruúrvalið aukist umfram væntingar margra að ég tel. True Westfjords sem framleiðir Dropa er að stíga sín fyrstu skref með sína framleiðslu á markað bæði innanlands og utan svo dæmi sé tekið. Kampi ehf hefur unnið með frumkvöðlum með því að leigja þeim heppilegt húsnæði fyrir starfsemi sína. Útgerðunum hefur verið að vaxa fiskur um hrygg og hafa á undanförnum árum verið og eru enn að stækka bátana úr litlum plastfiskibátum í stærri slíka auk þess sem nýir stálbátar hafa verið að bætast í flota Bolvík­ inga. Kvótalitlar útgerðir hafa verið að leigja til sín mikið af aflaheimildum sem skilar sér svo í miklum lönduðum afla og tekjum fyrir hafnarsjóð. Hvert nýtt skip eða bátur sem bætist í flotann hefur margfeldisáhrif í atvinnulegu tilliti, bæði vegna þeirra sem starfa við útgerðina og afleiddra starfa. Á næstu vikum er svo von á nýjum togara til stærsta sjávarútvegsfyrirtækisins á staðnum. Það er því óhætt að segja að undirstöðuatvinnugrein okkar hefur verið að styrkja sig verulega og þessi fjölbreytni í fiskiskipaflotanum þýðir í raun mun meiri áhættudreifingu í rekstri þar sem veiðarfærin eru fjölbreyttari og auðveldara er að sækja fisk, hvort sem hann er á grunnslóð eða dýpra. Bæjaryfirvöld hafa haft þá stefnu að veita góða þjónustu á höfninni og sinna þörfum útgerðanna sem best. Það hefur m.a. skilað sér bæði í ánægðari og fleiri viðskiptavinum. Fiskvinnslan er í stöðugri þróun og hefur fiskvinnslan hjá Jakobi Valgeir í Bolungarvík verið í gríðarlegum fjárfesting­ um á undanförnum mánuðum í nýjum tæknibúnaði. Fiskvinnsla almennt er smátt og smátt að breytast úr því að vera grein sem hefur mikla þörf fyrir vinnuafl í það að vera hátækniiðnaður sem krefst mikils fjármagns, en er ekki að sama skapi vinnuaflsfrek og áður. Það skiptir því miklu máli að um leið og fiskvinnslan í Bolungarvík tæknivæðist er ætl­ unin að auka vinnsluna um 40% sem þýðir að vinnuaflsþörfin verður svipuð áfram. Mun minni afli verður þá sendur óunninn burt af staðnum. Tækifæri í ferðaþjónustu Mikil ónotuð tækifæri liggja í ferðaþjónustunni í Bolungarvík. Eitt það nærtækasta er að taka á móti hluta þeirra 80–90 þús­ und ferðamanna sem hyggjast leggja leið sína til Ísafjarðar með skemmtiferðaskipum á árinu. Nú er unnið að verkefnum í þá veru í Bolungarvík. Þar er m.a. verið að vinna að verkefni sem miðar að því að Félagsheimilið verði einskonar þjónustumiðstöð ferðafólks eða viðkomustaður fyrir rútur sem aka með ferða­ menn, um leið og þar verði til staðar afþreying. Einn af stóru kostunum við að nýta Félags­ heimilið í slíkt er að þar er fjöldi salerna tiltækur og því fljótlegt að afgreiða stórar rútur hvað varðar þá sjálfsögðu og nauðsynlegu þjónustu. Gönguferðir um bæinn, á Náttúrugripasafnið, verslanir eða á höfnina yrðu svo með upphaf og endi í Félagsheimil­ inu þar sem afþreying yrði til staðar. Þá má ekki gleyma þeim tækifærum sem felast í Bolafjalli sem hefur gríðarlegt aðdráttarafl. Ósvör er þó líklega sá staður sem ferðamenn sem leggja leið sína til Bolungarvíkur þekkja best og vilja heimsækja. Reikna má með að tækifærum í ferða­ þjónustu fjölgi á næstu árum og rekstrargrundvöllur fyrirtækja í greininni styrkist, eftir því sem ferðamannastraumur á Vestfirði eykst. Unnið er markvisst að því að gera Bolungarvík meira aðlaðandi fyrir ferðamenn, t.d. með því að búa til göngustíga, bæta aðstöðuna í sundlauginni og aðstöðu og aðgengi að söfnunum. Aukin tækifæri í iðnaði Unnið er að því að koma af stað vinnslu á kalkþörungi í Bolungarvík. Slíkt verkefni er langhlaup, en kemst vonandi á gott skrið á árinu. Það eru hinsvegar ótal önnur tækifæri í iðnaði sem vert er að gefa gaum í Bolungarvík. Þau verkefni geta t.d. tengst starfsemi í fisk­ eldi, framleiðslu og dreifingu á fiskeldisfóðri og öðrum nýjum atvinnugreinum. Í aðalskipulagi Bolungarvík­ ur 2008 til 2020 er sett fram stefnumörkun sem unnin var af nefndum og ráðum bæjarins ásamt skipulagshópi sem í sátu ýmsir hagsmunaaðilar, en einnig voru niðurstöður íbúaþings lagð­ ar til grundvallar. Þar er gert ráð fyrir umfangsmikilli iðnað­ arstarfsemi á iðnaðarsvæðinu við innanverða byggðina. Þar er því um að ræða svæði sem getur tekið við ýmissi starfsemi. T.d. er þar mjög stutt fyrir stórnotendur að tengjast raforkunetinu þar sem aðveitustöð fyrir raforku er í seilingarfjarlægð, sambyggð varaflsstöðinni. Ekki má gleyma því að iðnaðarsvæðið er nálægt höfn, sem skiptir auðvitað miklu máli fyrir hafnsækna starfsemi. Nauðsynlegt er að skoða öll slík atvinnutækifæri vel, í viðleitni til að auka fjölbreytileikann í atvinnulífinu. Nýting slíkra valkosta sem hér um ræðir er augljóslega lang­ tímaverkefni sem óhjákvæmi­ lega mun tengjast umræðunni um virkjunarkosti fyrir raforkufram­ leiðslu á Vestfjörðum. Það er mikilvægt fyrir Vestfirðinga að tryggja það að hægt sé að nýta þau tækifæri sem felast í þeirri orku sem þar verður virkjuð. Rétti tíminn til þess er núna. Bolungarvík 22. janúar 2016 Elías Jónatansson, bæjarstjóri Ár tækifæranna Aðsend grein Elías Jónatansson.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.