Bæjarins besta - 20.01.1993, Síða 5
BÆJARINS BESTA • Mióvikudagur 20. janúar 1993
5
Sláturfélagið Barði:
Framleiðslunni vel tekið
SLATURFELAGIÐ Barði
hf. sem stofnað var árið 1988
hefur nú í eitt og hálft ár
starfrækt kjötvinnslu í húsi
Norðurtangans á Isafirði.
Þar fer fram ýmiss konar
framleiðsla á kjötvöru og eru
flestir Vestfirðingar farnir
að kannast við Barðakæfu
og Barðakjöt.
Að sögn Hallgríms Sveins-
sonar framkvæmdastjóra í
Sláturfélaginu Barða hefur
vörunni verið vel tekið og fólk
virðist almennt kunna að meta
það sem þeir hafa uppá að
bjóða. Markmið félagsins
hefur verið að selja alla fram-
leiðsluvöruna hérna heima.
Það tókst nokkurn veginn á sl.
ári en þó þurfti að senda hluta
af kjötinu suður.
Það er fjölbreytileg vara sem
þeir hjá Barða bjóða upp á og
má þar nefna kindakæfu,
hnoðmör, rúllupylsu, lamba-
skinku, kjötfars og fiskfars og
svo mætti lengi telja. „Þetta er
viðkvæm vara sem við erum
að vinna með þar sem þetta er
matvara og það er aldrei hægt
að gera öllum til hæfis. Við
einsetjum okkur þó að gera
sem flestum til hæfis og reynum
að selja vöruna á viðráðan-
legu verði” sagði Hallgrímur.
„Okkar keppikefli er einnig
að reka félagið á eins hag-
kvæman og ódýran hátt og hægt
er til hagsbóta fyrir neyt-
andann. Ná niður kostnaði
eins og mögulegt er. Ef dilka-
kjötið er of dýrt hefur fólk
einfaldlega ekki efni á að kaup
þaö. Svo einfalt er málið. Það
er mikil samkeppni í þessari
grein og við verðum að standa
okkur í þeirri samkeppni. Til
að ná árangri verðum við að
sýna ákveðna þjónustulund.”
Það má geta þess í lokin og
í tilefni þess að þorrinn fer að
ganga í garð að Sláturfélagið
Barði er með margskonar
þorramat á boðstólum og
verður hægt að vitja hans í
matvöruverslunum á Vest-
fjörðum þegar nær dregur
þorra.
-ma.
Mesta atvinnuleysi á Vestfjörðum um þessar mundir er á Þingeyri.
Atvinnumál á Vestfjörðum:
81 á atvinnuleysisskrá
SAMKVÆMT atvinnu-
leysisskráningu í síðustu viku
eru nú 81 á atvinnuleysisskrá
á Vestfjörðum. Aukningin er
langmest á Þingeyri en þar
eru um 30 manns á skrá. Bol-
víkingar, Súðvíkingar og
Tálknfirðingar mega vel við
una því á þessum stöðum er
ekkert atvinnuleysi.
Atvinnuleysisskráningum
hefur fækkað töluvert á Pat-
reksfirði og Bíldudal. A Pat-
-flestir á skrá á Þingeyri
reksfirði eru einungis 14
manns á skrá nú sem er helm-
ingi færra en verið hefur
undanfarið. A Bíldudal eru 19
manns á skrá sem er einnig
minna en verið hefur.
Sömu sögu er ekki að segja
frá Isafirði, Suðureyri og Þing-
eyri því þar er mun meira at-
vinnuleysi nú en verið hefur.
A Isafirði voru í síðustu viku
23 á atvinnuleysisskrá. A
Suðureyri eru 17 manns en á
Þingeyri 30 manns sem er 20
fleira en var í nóvember.
Menn voru þrátt fyrir mikið
atvinnuleysi sums staðar,
bjartsýnir á nýja árið. Menn
sögðu að yfirleitt væri þetta
mikla atvinnuleysi tímabundið
og áttu ekki von á öðru en að
með hækkandi sól færi að
lagast atvinnuástandið og því
ekki ástæðu til annars en horfa
björtum augum á framtíðina.
Bíldudalur:
Hlutafélag stofnað
um saltfiskverkun
-starfsemi hófst eftir áramót
NYVERIÐ tóku þrír aðilar
á Bíldudal sig til og hófu
verkun á saltfiski. Stofnað
var hlutafélag sem ber nafnið
í Nausti hf. og fer starfsemin
fram í Strandgötu 79 þar sem
gamla matvælaiðjan var
starfrækt.
Hlutafélagið eiga þrír ein-
staklingar þeir Tómas Ardal,
Magnús Björnsson og Viðar
Friðriksson ásamt hlutafélag-
inu Ými hf. sem gerir út tvo
báta á Bíldudal og á einnig
húsnæðið þar sem saltfisk-
verkunin fer fram.
Fyrir jólin var undirbúnings-
vinna í fullum gangi en nýlega
var farið að salta. Fiskurinn
sem verkaður hefur verió var
keyptur af linubátnum Geysi
sem gerður er út frá Bíldudal.
Gert er ráð fyrir að í fram-
tíðinni verði allir möguleikar
varðandi fiskkaup kannaðir
svo sem fiskmarkaðir og
annað. Saltfiskurinn er seldur
í gegnum SIF og þá aðallega
til Spánar og Portúgals.
• Frá Bíldudal.
Að sögn Tómasar verður
ekki margt starfsfólk í fyrstu
en tíminn verði að leiða í ljós
hvernig þau mál þróast. Hann
segir að þeir séu bjartsýnir á
framtíðina þrátt fyrir að á móti
blási á Bíldudal.
Vclslcðafolk <M aðrir sem leggja leið sína um fjöll
og aðrar torfsrar slóðir ó Vestfjörðam!
Víða er mikill snjór á línuleiðum háspennulína á Vestfjörðum
og sums staðar er lítil hæð upp í háspennuleiðara.
Vinsamlega lesið eftirfarandi ábendingar.
Með ósk um góía ferí,
Orkubú Vestfjarða
Tilsölu!
Vörubifreið,
jeppabifreið,
fólksbifreið
og iðnaðar- og
skrifstofuhúsnæði.
Til sölu er Scania 6 hjóla vörubifreiö í toppstandi,
UAZ frambyggöur rússajeppi, árgerö 1989, ekinn
aöeins 33.000 km. BMW 320i árgerö 1984, ekinn
95.000 km. Case 580G árgerö 1984, OK-RH-9
beltagrafa, árgerö 1974 og Andrews 100
olíuhitablásari. __ _ __
Einnig er til sölu um SOO m* HAHDTAK HF.
hSsnæöi°áefríhæö.U' SjNDRAGÖTU G, ÍSAFIRÐI
SIMAR 943853 QG 94-3556