Bæjarins besta


Bæjarins besta - 20.01.1993, Blaðsíða 8

Bæjarins besta - 20.01.1993, Blaðsíða 8
8 BÆJARINS BESTA • Miðvikudagur 20. janúar 1993 Samkeppni um merki og slagorð Ferðamálasamtök Vestfjarða og Fjórðungssamband Vest- firðinga efna til samkeppni um hönnun merkis og slagorða sem lýsir ímynd Vestfjarða. Hér með er auglýst eftir hugmyndum að hvoru tveggja. Markmið samkeppninnar er að leita eftir merki og slagorðum semverðasamnefnariferðaþjónustunnarífjórðungnum.Merkinu er ætlað að prýða minjagripi, umbúðir, auglýsingar og annað sem tengist ferðaþjónustu. Slagorðin eru fyrst og fremst ætluð til nota í auglýsingar og kynningar. Merkið skal umfram allt vera stílhreint og einfalt og mikilvægt er að í því birtist hreinleiki fjórðungsins. Skila skal teikningum af því og skriflegri lýsingu á hugmyndinni að baki þess. Samkeppni þessi er öllum opin og er heimilt er að skila inn hugmyndum að merkinu einu sér eða slagorði eða hvoru tveggja. Hugmyndum ber að skila í lokuðu umslagi merktu dulnefni en nafn höfundar fylgi með í lokuðu umslagi. Verðlaun eru kr. 100.000 fyrir merki og kr. 5.000 fyrir hvert slagorð (alls verða 5 slagorð verðlaunuð). Veitt verða tvenn aukaverðlaun fyrir merki: Kvöldverður og gisting fyrir tvo eina nótt í hótel Flókalundi og Hornstrandaferð fyrirtvo með m/s Fagranesi. HugmyndumskalskilaðtilferðamálafulltrúaVestfjarða.Önnu MargrétarGuðjónsdóttur, Byggðastofnun Ísafirðí, Hafnarstræti 1, 400 ísafirði, sími 94-4633, sem einnig veitir nánari upp- lýsingar. Skilafrestur er til 15. mars 1993. Dómnefnd skipa eftirtaldir aðilar: Áslaug Alfreðsdóttir, formaður ferðamálasamtaka Vestfjarða, Björk Jóhannesdóttir, myndmenntakennari, Gunnar Jóhannsson, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga. Dómnefnd áskilur sér rétt til að nýta, að höfðu samráði við höfunda, hluta hugmyndar eða hafna þeim öllum. GOSI Sjoppa og billjardstofa að Mánagötu 6, ísafirði er til sölu. Upplýsingar í slma 3425. SVÆÐISSKRIFSTOFA MÁLEFNA FATLAÐRA VESTFJÖRÐUM Mjallargötu 1 • 400 ísafjörður • Sími 94-3244 Samgöngumál á Vestfjörðum: • • „0skiibusM‘ veslfirska vegakeifisins ■segir Hallgnmur Sveinsson um Vesturleiðina HALLGRÍMUR Sveinsson bóndi á Hrafnseyri við Arn- arfjörð er mörgum kunnur og þá ekki síst fyrir skoðanir sínar á samgöngumálum á Vestfjörðum. Blaðamaður leitaði fanga hjá Hallgrími og fckk hann til að segja sína skoðun á þessum málum og þá sérstaklega þeim málum sem að honum snéru. „Eg og fleiri teljum að upp- bygging vesturleiðarinnar, þ.e. leiðin frá Þingeyri í Vatns- fjörð, sé mjög mikilvæg fyrir okkar byggðarlag. Því er ekki að leyna að ýmislegt hefur verið gert og það má engan veginn vanþakka, en það er hægt að gera betur á ýmsan hátt. Það sem fólk hér á mið- hluta Vestfjarða finnur einna helst fyrir er að geta ekki notfært sér flóabátinn Baldur á leið sinni suður eins og það kysi og er þá samgöngumálum um að kenna. Baldur þarf að geta flutt bæði fleira fólk og bíla til að geta staðið undir sér. Eg tel að að þeim málum beri að huga betur. Hvað viðkemur snjó- mokstursmálum þá finnst okkur héma á svæðinu að allt of oft og sérstaklega á haustin sé einn skafl látinn kljúfa Vest- firði í tvennt, sem oft kemur fyrir á Hrafnseyrarheiði á haustin. Þessi mál eru erfið og hlutverk vegagerðarmanna er oft ekki auðvelt.” -Ef þú mættir ráða hvað gert yrði á þessu svæði, hvað myndir þú þá gera? „Ef ég mætti ráða kæmi aðeins eitt til greina og það væru jarðgöng í gegnum Hrafnseyrarheiði sem yrðu um kílómeters löng og síðan upphleyptur vegur á Hrafns- eyrardal og Brekkudal. Við teljum að hægt sé að gera upp- hleyptan, snjóléttan veg fram dalina báðum megin.” -Heldurðu að draumurinn verði að veruleika? „Það var talað um það á sínum tíma að þegar jarð- gangagerð á Vestfjörðum lyki yrðu Austfirðirnir næstir en hver veit nema hægt yrði að skjóta þessu svona inn í milli þar sem þeir eru staddir hérna á annað borð. Ef slíkt yrði gert væri hægt að Iáta draum allra sveitarstjórnarmanna hérna á svæðinu verða að veruleika, þ.e. að koma upp heilsárs samgöngum á Vest- fjörðum. Eftir að jarðgöngin í Tungudal verða komin í gagnið verður Hrafnseyrar- heiðin versti farartálminn hér á Vestfjörðum. Ef draumurinn um jarðgöng í gegnum Hrafns- eyrarheiði verður að veru- leika þýðir það stórfelldar breytingar fyrir fólk á sunnan- verðum Vestfjörðum upp á samskipti norðurávið. Veginn frá Þingeyri yfir í Vatnsfjörð hef ég leyft mér að kalla ösku- busku vestfirska vegakerfisins og tel það vera réttnefni. Eg hef oft vitnað í það að á dögum Persakeisara lagði hann mikið upp úr því að leggja vegi um sitt víðlenda ríki og var með hraðboða á sínum snærum. Sama gerðu Rómverjar en það er ekki fyrr en fyrst núna sem Islendingar eru að átta sig á nauðsyn þess aðhafagóðarsamgöngur. Um leið og samgöngurnar eru komnar í gott horf kemur allt hitt á eftir. Samgöngur eru undirstaða sameiningar sveitarfélaga sem svo mikið hefur verið rædd upp á síð- kastið. Vió búum á erfiðu svæði og því skiptir samstaða heima- manna miklu máli. Menn verða að líta á Vestfirði sem eina heild og vinna út frá því. Eg geri mér grein fyrir því að það er ekki hægt að gera allt í einu en leikmannsþankar cru saklausir og það kostar ekkert að láta sig dreyma.” Og því má bæta við í lokin að sökum þess hversu snemma fór að snjóa þá hefur Hrafnseyrarhei verið lokuð frá því í byrjun nóvember og er lítið útlit fyrir að hún opnist fyrr en í apríl/ Súðavík: Nýr oddviti N YR odd viti hefur verið kjörinn t hreppsnefnd Súðavíkur í stað Hálfdáns Kristjánssonar sem ný- verið tók við stöðu bæjar- stjóra á Ólafsfírði. Hinn nýi oddviti er Elvar Ragnarsson verkstjóri og hlaut hann þrjú atkvæði hreppsnefndar en Heiðar Guðbrandsson hlaut tvö at- kvæði. Sigríður Hrönn Elíasdóttir sveitarstjóri var kjörin varaoddviti á fundi hreppsnefndar sem haldinn var á miðvikudag í síðustu viku. -S. Afmæli: 75ára MARGRÉT Magnús- dóttir Ibúðum aldraðra Höfðastíg Bolungarvík verður 75 ára 22. janúar næstkomandi. Hún tekur á móti gestum á heimili sonar síns og tengdadóttur að Völusteins- stræti 22 í Bolungarvík sunnudaginn 24. janúareftir kl. 16. Svœðisskrifstofa óskar eftir starfsmanni í fímabundið starf við tvœr íbúðir í Pollgötu. Starfið felstí því að vera stuðningur við íbúa varðandi athafnir daglegs íífs. Umsóknarfrestur er til 25. janúar 1993. Upplýsingar gefa Birna og Laufey ó skrifstofunni í síma 3224. Átthagafélag Strandamanna Þorrablót Átthagafélags Strandamanna verður haldið laugardaginn 30. janúar kl. 20.00 í Félagsheimilinu í Hnífedal. Ath. Húsið verður opnað kl. 19.30. BG-flokkurinn spilar íyrir dansi. Trog. Miðasalan íer fram fimmtudaginn 28. janúar í anddyri Hraðfrystihússins Norðurtanga milii kl. 18 og 19. Miðapantanir: Dísa Hjartar í síma 7379, Anna Torfadóttir í síma 7266, Anna Björgmundsdóttir í síma 7475 og Sjöfn Guðmundsdóttir í síma 7215 og 7255. Nefhdin. Gísla Björg Einarsdóttir skrífar: Á UNDANFÖRNUM vikum og mánuðum hafa verið þónokkur blaðaskrif í okkar ágæta Vestfirska fréttablaði um hreppsnefndarmál í Broddaneshreppi á Strönd- um. Fyrir þá sem ekki þekkja til málsins, þá var kært til félagsmálaráðu- neytis kosmnghreppsnefnd- ar í störf við Broddanes- skóla. Þar sem mér finnst margt hafa skolast til hjá frétta- mannínum ætla ég að reyna að bæta aðeins úr því. Broddaneshreppur er ný- stofnaður hreppur sem varó til vió sameiningu Fells- og Óspakseyrarhrepps um ára- mótin 1991-2. Vegna þessa varð að breyta stjórnskipan hreppsins og var því öllu starfsfólki við skólann sagt upp, utan kennara og stöður þeirra auglýstar. Mikið var gert úr þeirri staðreynd aó skólabílstjóra og matráós- konu hafði verið sagt upp og aðrir ráðnir í staðinn. Skólabílstjórinn sótti um starfið ásamt tveimur öðrum og var kosið á milli þeirra, þar sem of lítið þótti koma í hlut hvers og eins ef starFmu væri skipt milli umsækjenda pgátti það sama við um starf við ræstingu skólans. Um stöðu matráðskonu sótti aðeins ein manneskja. I ræst- ingu var sama manneskja og hefur verió undanfarin ár ráðin. Þá er það ,,aðal” ráðningin að mati frétta- ntanns: Skólabílstjórinn. • Gísla Björg Einarsdóttir. Að sjálfsögðu hefði þar ýmislegt rnátt bctur fara og tengdafaðir umsækjandans átti að víkja af fundi. En nú langar mig að benda á dálítið. Þetta er ekki nógu stórt sveitarfélag og mikið um skyldleika og tengsl fólks. Það hefði oróið erfitt að manna hreppsnefndarfund ef enginn hefði átt að kjósa um sitt fólk. Það cru fimm í hreppsnefnd en aðeins 3-4 af bæói aðal- og varamönnum óskyldir einhverjum um- sækjendanna. Ég heid varla að fundur þar sem skipta þarf mönnum út, óttogtítt, sé traustvekjandi til afspurnar. Að lokum langar jyAð sjálfsögðu hefði þarýmislegt mátt beturfara og tengdafaðir umsœkjandans átti að víkja af fundi. En nú langar mig að benda á dálítið. Þetta er ekki stórt sveitarfélag og mikið um skyldleika og tengslfólks. Það hefði orðið erfitt að manna hrepps- nefndarfund ef enginn hefði átt að kjósa um sittfólk.” mig til að bæta því við að ráðning skólabílstjórans var staðfest á öðrum fundi, þó svo að tengdafaóirinn sæti ekki þann fund. Ráðningin var staófest með sama at- kvæðisfjölda og á fyrri fund- inum. Eg hygg ekki á fleiri blaðaskrif um þetta mál. Gísla Björg Einarsdóttir.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.