Bæjarins besta


Bæjarins besta - 20.01.1993, Blaðsíða 6

Bæjarins besta - 20.01.1993, Blaðsíða 6
6 BÆJARINS BESTA • Miðvikudagur 20. janúar 1993 íþróttamaður ísafjarðar 1992: Asta S. Halldórsdóttir skíða- kona hlaut sæmdarheitið - átján aðrir íþróttamenn heiðraðir KJÖR á íþróttamanni ísafjarðar fyrir árið 1992 fór fram í hófi sem haldið var á vegum Isafjarðarkaupstaðar á Hótel Isafirði á fimmtudag í síðustu viku. Fjölmenni var á hófínu sem hófst með ávarpi Höllu Sigurðardóttur, formanns Iþrótta- og æskulýðsráðs Isafjarðar, en að jjví loknu af- henti Gylfí Guðmundsson viðurkenningar frá Iþróttabanda- lagi Isafjarðar til átján íþróttamanna sem sýnt höfðu góðan árangur á árinu. Þeir íþróttamenn sem hlutu viðurkenningar voru Helga Sigurðardóttir sundkona sem þríbætti Islandsmetið í 50 metra skriðsundi og setti Is- landsmet í 100 metra skrið- sundi á árinu, og náði þar með lágmarki til að keppa á Olym- píuleikunum í Barcelóna, þar sem hún stóð sig með prýði, Pálína Björnsdóttir sundkona, sem er í A-landsliði Islands í sundi eins og Helga, Halldór Sigurðarson sem sett Islands- met í 4x100 metra flugsundi, Hlynur Tr. Magnússon sem setti einnig Islandsmet í 4x 100 metra tlugsundi, Viðar Þor- láksson sem setti Islandsmet í 4x100 metra flugsundi og Edward Orn Hoblyn sem sett Islandsmet í 4x 100 metra flug- sundi og Islandsmet í 4x100 metra flugsundi pilta. Þá fengu þrír aðrir sund- menn viðurkenningar fyrir að hafa sett Islandsmet í 4x100 metra flugsundi á árinu en það voru þeir Bjarki Þorláksson, Þorri Gestsson og Valur Mag- nússon. Asta S. Halldórsdóttir skíðakona fékk viðurkenningu fyrir að hafa verið Islands- meistari á skíðum í svigi, stór- svigi, alpatvíkeppni og sam- hliðasvigi auk þess sem hún var Bikarmeistari SKÍ í alpa- greinum kvenna. Asta var valin til að taka þátt í Olympíu- leikunum í Albertville í Frakk- landi á árinu og stóð sig með prýði. Þá fékk Arnór Þ. Gunn- arsson skíðamaður viður- kenningu en hann er í A-lands- liði Islands á skíðum. Aðrirskíðamenn sem fengu viðurkenningu voru Sigríður B. Þorláksdóttir sem varð Unglingameistari í svigi í 13- 14 ára flokki og Bikarmeistari í alpagreinum 13-14 ára stúlkna, Bjarki Egilsson sem er Unglingameistari í svigi og alpatvíkeppni í 13-14 ára flokki, Róbert Hafsteinsson sem er Unglingameistari í svigi 15-16 ára pilta, Amar Pálsson sem er Unglingameistari í 5 km. og 7,5 km. skíðagöngu 15-16 ára piltaog Bikarmeistari SKÍ í 15-16 ára flokki, Gísli Einar Amason sem er unglinga- landsliðsmaður í skíðagöngu, Daníei Jakobsson sem er ís- landsmeistari í 15 km. göngu í karlaflokki, og í flokki 17-19 ára og er í A-landsliði Islands • Asta S. Halldórsdóttir nýkjörin íþróttamaðurísa- fjarðar 1992. í skíðagöngu og Auður Ebeneserdóttir sem er Islands- meistari í skíðagöngu kvenna. Tveimur íþróttamönnum úr Iþróttafélaginu Ivari, sem tóku þátt í vinabæjarleikum í Sví- þjóð á síðasta ári voru veittar viðurkenningar fyrir frábæran árangur, en þar voru þeir Kjartan I. Kjartansson sem vann til gullverðlauna í lang- stökki og 60 metra hlaupi og Guðmundur Þórarinsson en hann vann gullverðlaun í kúlu- varpi. Áætlað hafði verið að Ellert Schram, forseti Iþrótta- sambands Islands myndi flytja ávarp en að því gat ekki orðið þar sem ekki var flugfært til Isafjarðar á fimmtudag. Eftir að viðstaddir höfðu gætt sér á þeim veitingum sem í boði voru var komið að stóru stundinni, það er kjöri Iþrótta- manns Isafjarðar og sá Einar Garðar Hjaltason forseti bæjarstjórnarumþákynningu. Iþróttamaður Isafjarðar 1992 var kjörin Ásta S. Halldórs- dóttir skíðakona frá Bolung- arvík sem verið hefur félagi í Skíðafélagi Isafjarðar í tæp 10 ára eða frá haustinu 1983, en þá var hún 13 ára gömul. Veturinn 1984 varð Ásta unglingameistari í stórsvigi og alveg síðan þá hefur hún verið í fremstu röð íslenskra skíða- manna. Fjögur undanfarin ár hefur hún orðið Islands- meistari í svigi og í allt orðið þrettán sinnum Islandsmeistari frá árinu 1987 er hún byrjaði að keppa í fullorðinsflokki, þá ári yngri en venja er. Á síðasta ári varð Ásta fjórfaldur Islandsmeistari, hún varð einnig bikarmeistari SKI í svigi og stórsvigi og á alþjóða- mótum sem haldin voru í apríl varð hún í þriðja sæti í saman- lögðu á þessum mótum. Ásta keppti fyrir Isafjörð á Olym- píuleikunum í Albertville í Frakklandi í febrúar og var fánaberi liðsins. Á heimslista (punktalista) er Ásta nr. 97 í svigi af 2500 en þess má geta að frá því að núverandi punktakerfi var tekið upp árið 1984 hefur enginn annar Is- lendingur náð þeim árangri. Ásta var ekki viðstödd at- höfnina þar sem hún er á æfinga- og keppnisferð á Italíu og Austurríki og voru það því foreldrar hennar, þau Halldór Benediktsson og Steinunn Annasdóttir, sem tóku við viðurkenningunni. BB óskar Ástu og öllum þeim íþrótta- mönnum sem fengu viður- kenningar á hófinu til hamingju sem og velfarnaðar í fram- tíðinni. -s. • Þjálfarar íþróttafólksins fengu blómvendi sem virðingarvott fyrir þeirra starf. F.v. Þorlákur Baxter Kristjánsson, Hafsteinn Sigurðsson, Gunnar Bjarni Ólafsson, Auður Ebenesardóttir, Sigga Maja Gunnarsdóttir, Málfríður Hjaltadóttir og Albert Magnússon. • Foreldrar Ástu, Steinunn Annasdóttir og Halldór Benediktsson taka hér við viðurkenningu dóttur sinnar úr hendi Einars Garðars Hjaltasonar forseta bæjar- stjórnar á ísafirði. • íþróttamennirnir sem fengu viðurkenningu á hófinu og aðstandendur þeirra sem ekki gátu verið viðstaddir, að veitingu lokinni. F.v. Steinunn Annasdóttir, móðir Ástu S. Halldórsdóttur, Sigurborg Þorkelsdóttir, móðir Arnórs Þ. Gunnarssonar, Sigríður B. Þorláksdóttir, Róbert Hafsteinsson, Albert Magnússon, bróðir Hlyns Tr. Magnússonar, Arnar Pálsson, Viðar Þorláksson, Gísli Einar Árnason, Edvard Örn Hoblyn, Bjarki Egilsson, Kjartan I. Kjartansson, Þorri Gestsson, Guðmundur Þórarins- son, Halldór Sigurðsson og Bjarki Þorláksson. Á myndina vantar þau Pálínu Björnsdóttur, Helgu Sigurðardóttur, Val Magnússon, Daníel Jakobsson og Auði Ebeneserdóttur. - segir skíðakonan snjalla er blaðið náði sambandi við hana í Austurríki á mánudaginn þar sem hún var í æfínga- og keppnisferð KINS og kemur fram annars staðar hér í blaðinu, þá varðskíða- konán snjalla úr Bolungarvík, Ásta S. HalMórsdóttirkjörin f þrótta- maður ísafjarðar 1992 f hófi sem bæjarstjórn ísafjarðar hélt á Hótel ísafirði á fimmtudag í síðustu viku. Ásta sem verið hefur félagi í Skíðafélagl ísafjarðar um tíu ára skeið gat ekki verið viðstödd útnefninguna, vcgna þess að hún hefur verið f æfinga- og keppnisferð á ftalíu og í Austurríki frá því f byrjun janúar með góðum árangri en BB náði samband við hana á mánudag þar sem hún var stödd á skíðahóteli í Austurríki og var að undirbúa sig undir mót sem fram átti að fara daginn eftir, í gær þriðjudag. Fremur sl;em! símasanihand ágætlega. ÍVÍér héfursjálfri gengíð var við Austurríki en þegar hún varð spurð að því hvernig henni hefði orðið við þegar hún frétti af útnefningunni sagði hún að sér hefði verið brugðið en því væri ekkt að neita að útnefning sem þessi værí ánægjuleg oghvetti hana til dáóa. En hvernig hefur æfingarferðin gengið? „Hún hefur gengið ágætlega. Víð fórum til Italíu 2. janúar og vorum þar við æfingar í sex daga. Síðan þá hðfum viö verið hér í Austurríki, bæði við æfingar og keppni og okkur hefur gengið ágætlega. þó syo aó það hafi ekki verið urn neinar stórar bætingar aó ræða. Ég hef tekið þátt í fjðrúm mótum og er þokkalega ánægð með ú tköm una. Ég varð í 5., 14. og 15. sæti í þremur mótúm en hef ekki fengió niðtir- stöðu úr þvt fjórða og svo er fimmta mótið á morgun (þriðjudag), svokallað Low- Lander mót eða Láglandamót og ég vona að mér takist vel upp í því.” -Hvað verðið þið lengi við æfingar í Austurríki? ♦ Ásta S. Halldórsdóttir ,,Eg reíkna með að fara heim tíl Svíþjóðará morgun því það er enginn snjór hér. Þaó er búið að festa öllum mótum hér út mánuðinn og því er ekkert annað að gera en að koma sér heima,” -Og hvað er svo frantundan? „Það eru mót bæði í Svíþjðð Og Finnlandi og síðan er það Landsmótió heima á íslandi í apríl ” -Og þar ætlarþú að sjálfsögðu að hreinsa öll gullin? „Ég veit það ekki, ég lofa engu en ég geri mitt besta” sagði Ásta. Hún vildi eínnig koma á fram- færi bestu þókkum fyrir veittan heiður sem hún sagðist vona aó hún gæti staóið undir og þá bað hún fyrir bestu kveójur heim og sagði að sér og öllum sem væru þarna úti liði vel. Blaöið ítrekar hamingjuóskir sínar til Ástu og óskar henni velfarnar í fram- tíðinni. -s.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.