Bæjarins besta - 03.03.1993, Síða 1
VESTFJÖRÐUM
AÐILIAÐ
SAMTÖKUM BÆJAR- OG
HÉRAÐSFRÉTTABLAÐA
IMIÐVIKUDAGUR
3.MARS 1993
9. TBL. • 10. ÁRG
Verðkr. 150,-
Jarðgöngin:
Opnuð
ári fyrr?
- sjá baksíðu
ísafjörður:
Sigurðarbúð
ranglega staðsett
- sjá baksíðu
Bolungarvík:
Hvað gerðist
fyrir 30 árum?
- sjá bls. 6
Sveitarfélög:
Hagkvæmni
er lykilorðið
- sjá bls. 3
Fegurð:
Fjórar stúlkur
kynntar
- sjá bls. 7
OPID KL. 09-12
OG KL. 13-17
FLUGLEIDIR
- SÖL USKRIFSTOFA -
MJALLARGÖTU 1 • ÍSAFIRDI
Barinn opinn á Neðribæ
til ki. 01.00 öll laugardagskvöld
Mánagötu 1
ísafirði, S 4306
Sléttanes ÍS-808:
Kom óeinangrað
frá Slippstöðinni
Handvömm, segir útgerðarstjórinn. Skipið smíðað í góðri
samvinnu við Kaupfélag Dýrfírðinga,
segir forstjóri Slippstöðvarinnar á Akureyri
NÚ ER unnið að því úti í
PóIIandi að breyta togar-
anum Sléttanesi ÍS-808 frá
Þingeyri í frystiskip. I þeim
breytingum hefur komið í
ljós að lestargólf skipsins er
óeinangrað en útgerðarstjóri
Fáfnis sem gerir skipið út
segir að samkvæmt samningi
útgerðarinnar við Slipp-
stöðina á Akureyri, sem
smíðaði skipið á sínum tíma,
hafi gólfið átt að vera ein-
angrað.
„Þetta kom okkur hér mjög
á óvart þegar við fréttum þetta
því við vissum ekki annað en
þessir hlutir væru í Iagi.
Samkvæmt samningi á gólfið
að vera einangrað,” sagði
Kristján Eiríksson útgerðar-
stjóri Sléttanessins í samtali
við BB.
„Það hlýtur að vera, ekki
báðum við um að þetta yrði
gert svona,” sagði Kristján að-
spurður um hvort hann teldi
þama um handvömm Slipp-
stöðvarinnar að ræða. Krist-
ján sagði engar ákvarðanir
hafa verið teknar um hugsan-
legar skaðabótakröfur á hendur
Slippstöðinni á Akureyri né
hvort leitað yrði til dómstóla
vegna málsins. „Það mál er
alfarið í höndum fram-
kvæmdastjóra útgerðarinnar.
Það er unnið að því höróum
höndum að breyta skipinu í
frystiskip og þetta þýðir ein-
hverja töf þar sem erfiðara er
að brjóta upp úr lestinni. En sú
töf er ekki það mikil að veru-
lega máli skipti,” sagði Krist-
ján.
„Eg veit að skipið var
smíðað í góðri samvinnu við
Kaupfélag Dýrfirðinga fyrir tíu
árum. Skipinu var breytt mikið
meðan á smíði þess stóð frá
því upphaflega um var samið,
meðal annars var lestinni
breytt. Eg veit ekki annað en
menn hafi verið sammála um
það sem gert var og þegar
skipið var afhent voru engar
aðfinnslur gerðar. Skipið er
1628
• Sléttanes ÍS-808.
tíu ára gamalt og við þurfum
því að fara ofan í okkar plögg
og kanna þau vel - það man
enginn lengur nákvæmlega
hvemig þetta var. En það er
alveg ljóst að menn gleyma
ekki að setja í einangrun, hún
er stærra mál en svo,” var það
eina sem Sigurður Gísli Ring-
sted forstjóri Slippstöðvar-
innar á Akureyri vildi segja
um málið.
Ekki náðist í Magnús Guð-
jónsson framkvæmdastjóra
Fáfnis en hann er nú staddur í
Póllandi.
Ólafur Kristjánsson um EG:
Verðum að taka skrefin
hægt og örugglega
„Á fimmtudaginn var fórum
ég og Olafur Bcncdiktsson,
formaður bæjarráðs suður og
á fund með ncfnd þeirri scm
forsætisráðhcrra skipaði. Við
gerðum henni grein fyrir því sem
við höfum verið að vinna að og
eins langaði okkur að vita um
starfssvið nefndarinnar og eiga
við hana viðræður um þá stöðu
sem upp er komin,” sagði Olafur
Kristjánsson, bæjarstjóri í
Bolungarvík í samtali við BB.
I nefnd þeirri sem Davíð Odds-
son forsætisráðherra hefur skipað
til að fjalia um þá alvarlega stððu
sem upp er komin í Bolungarvík í
kjölfar Gjaldþrots EG, eiga sæti:
Birgir Guðlaugsson hæstaréttar-
lögmaður sem er formaður
nefndarinnar, Bjarki Bragason frá
Byggðastofnun og Friðgeir
Baldursson frá Landsbanka Islands.
Bjarki og Friögeir hafa átt í við-
ræðum við bæjarstjórn
Bolungarvíkur fyrir hönd sinna
stofnannaogþekkjaþví vel til mála.
„Við höfum verið að vinna að
því að ná leigusamningi vegna
skipanna og síðan í framhaldi af
því vegna fiskvinnslunnar. Það er
bæjarstjórnarfundur á morgun,
fimmtudag, og ég á von á því að
við leggjum fyrir þann fund
einhverjar tillögur varðandi þessa
leigusamninga. Okkar lög-
fræðingur og rekstrarráðgjafi
verða væntanlega komnir til
Bolungarvíkur á morgun og við
munum gera bæjarráði og bæjar-
stjóm grein fyrir stöðunni.”
Ólafur sagði að fyrst og síðast
þyrfti að horfa til þess að leysa
máiið til frambúðar; um bráða-
birgðalausnir væri ekki að ræða.
„Það eru bæði tæknileg, lögfræði-
leg og fjárhagsleg vandamál sem
við erum að glíma við og ég held
að umfram allt þurfum við núna
aö taka skrefin hægt og örugglega
og hrasa ekki á leiðinni. Hvort
vinnslan fer af stað einni viku fyrr
eða síðar er minna mál. Meira mál
er að leysa þetta til lengri tíma til
að menn lendi ekki í sömu stöðu
eftir fáeinar vikur og standi þá
jafnvel enn verr að vígi heldur en
nú,” sagði Ólafur. Hann kvaðst
bjartsýnn á aö mál myndu leysast
farsællegaog sagði að allir virtust
af vilja gerðir til aó leysa málin.
Haffærniskírteini Heiðrúnar
rann út um mánaðarmótin en
Stefán Pálsson, skiptastjóri EG,
sagði í samtali við BB að verið
væri að skoða það hvort skipið
yrði sett í slipp. „Það þarf að
reyna að nýta tímann. Hvort sem
skipið verður selt eða leigt þá
þarf það að vera í lagi,” sagði
Stefán.
-hj.
ísafjörður:
Suðvestan rok og bræla við Hafnarstrætið
• • Hlýmdalægðin, sem kom íyrir helgi er farin sína leið og í kjölfarið komu kuidaskil
yfir landið með tilheyrandi roki. í gær mseldist meðalvindur á ísafjarðarflugvelli um
60 hnútar og sterkustu hviðurnar reyndust 80 hnútar eða 14 vindstig. Ekki var þó
vitað til þess að neitt tjón hefði hlotist af er blaðið fór í prentim. Ljósmyndari
blaðsins var á ferð í baenum í gær og tók þá þessa mynd af ágjöfinni við gatnamót
Pollgötu og Hafnarstrætis. Má líkja saltaustrinum sem þessu fylgdi við það sem verst
gerist í Reykjavik.
RITSTJÓRN © 4560 - FAX ® 4564 - AUGLÝSINGAR OG ÁSKRIFT O 4570