Bæjarins besta


Bæjarins besta - 03.03.1993, Blaðsíða 12

Bæjarins besta - 03.03.1993, Blaðsíða 12
meö elsta starfandi áætlunarflugfélagi á íslandi. ernírp ÍSAFJARÐARFLUGVELLI &4200 m 4688 TBYCGINB HF | Umboð: ^ Björn Hermannsson Hafnarstræti 6, sími 3777 Áfengis- og tóbakssala: Vestfírðingar drekka og reykja minna AÐ SÖGN Jónatans Arn- órssonar útbússtjóra Afcngis- og tóbaksverslunar ríkisins á Isafirði virðast Vestfirð- ingar stöðugt vera að minnka við sig áfengis- drykkju og tóbaksbrúk. Ekki er gott aó segja hvað veldur minnkandi hylli manna á þessum lífsnautnum en sjálf- sagt spilar efnahagsástandið inn í þetta eins og annað. Þó reyndar hafi kannanir erlendis frá sýnt að menn blóta Bakkus iðulega meira þegar kreppir að. Jónatan segir áfengissölu í febrúar í fyrra hafa verið 11,6 milljónir en í ár er nam salan í febrúar 11 milljónum. Salan hefur því minnkað um 6 hundruð þúsund í krónum talió en samdrátturinn er í raun meiri því áfengi hefur hækkað um í kringum 5 prósent milli ára. Sala tóbaks minnkar einnig stöðugt en 12 prósent sam- dráttur varð í sölu nú í febrúar miðað við febrúar 1992. -hj. • Jónatan Arnórsson, útsölustjóri ÁTVR á Ísafírði segir áfengissölu hafa minnkað á milli ára. Slysavarnarsveitin Skutull ísafirði: Leitar að nýju húsnæði Núverandi húsnæði orðið of lítið og auk þess ekki gert ráð fyrir því á núverandi skipulagi „VIÐ erum ekki óánægðir með húsið, það er langt því frá. Hitt er annað þegar þetta var byggt þá var ákveðið þarna athafnasvæði fyrir Slysavarnarfélagið og smábáta- höfn átti að rísa þarna líka og aðstaða fyrir þá. Það fór upp fyrir þannig að húsið hefur staðið þarna eitt og sér síðan. Síðan kom nýtt skipulag fyrir bæinn og þar er þetta hús ekki inná. Þannig að húsð á sennilega að fara verði þetta skipulag að veruleika en þarna á að koma íbúðahverfi. Eg talaði við bæjarstjórann og hann er alveg sammála því að þær forsendur sem voru fyrir hendi þegar húsið var byggt séu brostnar. Þar af lciðandi hef ég farið af stað og leitað að húsnæði hér í bænum,” sagði Kristinn Haraldsson í slysavarnarsveitinni Skutli á Isafirði í samtali við BB. Skutulsmenn sóttust á sínum tíma eftir lóð á Eyrinni en var synjað um hana og gert að fara út á Skeið á þeim for- sendum að þar myndi koma smábátahöfn og þar meó að- staða fyrir björgunarbátinn Daníel Sigmundsson. Hug- myndir um smábátahöfn voru lagðar á hilluna og því ljóst að aðstaðan á Skeiði verður aldrei sú sem upphaflega átti að vera. Kristinn segir aó þar sem húsið er oróió of lítið, sé annaðhvort um það að ræða að stækka það eða finna nýtt húsnæði og þá helst á Sunda- höfninni. Hann segirauðvitað ljóst að ekki borgi sig að stækka húsið eigi það síóan að fara þegar farið verður að byggja á svæðinu. „Það hefur staðió til að selja húsnæðið sem fiskmarkaðurinn er í og það hefur líka staðið til að selja í Niðursuðuverk- smiðjunni þannig að það er um nokkur svæði að • Smári Haraldsson, bæjarstjóri á Isafirði. ræða hér í bænum til að kaupa en við þurfum auðvitaó að losna við húsið innfrá til að geta keypt. Vió erum mjög illa staddir gagn vart björgunar- bátnum Daníel Sigmundssyni því allt sem hann snertir er annað hvort úti í Hnífsdal eða inni í Firði. Og það er auð- vitað ekki þægilegt. Við erum með gúmmíbát og vél fyrir hann sem við getum ekki geymt um borð en þetta þarf að vera á stað nálægt bátnum þannig að hægt sé að grípa það með sér um borð ef í ferð þarf að fara. Ef við hefðum gott svæði á Sunda- höfninni þá gætum við líka verið þar með verkstæði fyrir bát og bíla,” sagði Kristinn. Smári Haraldsson bæjar- stjóri sagði í samtali við BB að honum væri kunnugt um áhuga Skutulsmanna á að fá nýtt húsnæði en ekkert form- legt erindi hefði borist frá þeim. Aðspurður um hvort bærinn yrði að kaupa sveitina út úr núverandi húsnæði sagði Smári að það þyrfti aó ræða betur og komast að samkomu- lagi þar um. „Bærinn hefur nokkrum skyldum að gegna í þessu máli við lítum ekki framhjá því,” sagði Smári. -hj. J -.1» • Björgunarbáturinn Daníel Sigmunsson. Jarðgöngin undir Breiðadals- og Botnsheiðar: Opnuð fyrir umferð ári fyrr? SAMKVÆMT Öruggum heimildum BB eru nú uppi hugmyndir um að opna jarð- göngin undir Breiðadals- og Botnsheiðar rúmu ári fyrr en upphaflega var ráð íýrir gert. Allar áætlanir við gerð gangnanna hafa staðist og er verkið á áætlun bæði hvaö varðar framkvænidir og kostn- að við þær. BB hefur fyrir því áreiðanlegar heimildir um að til standi að flýta jafnvel framkvæmdunum og opna þá göngin fyrir umferð seint á næsta ári eða ári fyrr en gert er ráð fyrir í framkvæmdaáætlun. Þetta yrði gert með ákveðnum tilfærslum og auknum mann- skap. Göngin yrðu þá opin um- ferðveturinn 1994 til 1995en lokað aftur vorið 1995. Sum- arið yrói notað til að ganga ÓHÁÐ FRÉTTABLAÐ / A VESTFJÖRÐUM ísafjarðardjúp: Kennsl borin á lík LIKIÐ sem kom í vörpu rækjubátsinsDonnu ST frá ísafirði er skipið var á veiðum utan við Sandeyri í ísafjarðardjúpi mánu- daginn 15. febrúar sl„ reyndist vera af Ólafi Ægi Ólafssyni sem fórst með rækjubátnum Dóra ÍS-213, 14. febrúar 1989. Þá hefur verið borið kennsl á líkió sem kom upp í vörpu Gunnbjörns ÍS frá Bolungarvtk er skipið var á veiðum utariega við Stiga- hlíð í ísafjarðardjúpi. Það reyndist vera af Vagni Mar- geir Hrólfssyni sem fórst af vélbátnum Hauki IS-195 frá Bolungarvík, 18. desember 1990.“ Útför Vagns hefur þegar farið fram í kyrrþey. frá í göngunum og koma þeim í endanlegt horf og aftur opnað að hausti. Samkvæmt heimildum BB hefur ekki verið tekin endanleg ákvörðun um að í þctta verði ráðist en það verður að teljast mjög líklegt þar sem málió er komið langt á veg og aðilar flestir lýst sig þvi fylgjandi að framkvæmdum verði flýtt. -hj- RITSTJÓRN ffi 4560 ■ FAX S 4564 ■ AUGLÝSINGAR OG ÁSKRIFT ® 4570

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.