Bæjarins besta - 03.03.1993, Síða 2
2
BÆJARINS BESTA • Miðvikudagur 3. mars 1993
• Leikskólinn Hlíðar
skjól.
Breyttar
innritunarreglur
Breytingar hafa átt sér
stað á innritunarreglum
fyrir lcikskóla og skóladag-
hcimili á Isafirði. Eftir
hreytingarnar sem nú þegar
hafa verið samþykktar eru
reglurnar cftirfarandi:
1. Skilyrði fyrir leikskóla-
dvöl/skólaheimilisdvöl er að
viðkomandi eigi lögheimili á
Isafirði. 2. Hcimilteraðsækja
um lcikskóladvöl á því ári sem
barnið verðureinsárs. 3. Böm
einstæðra foreldra, námsmenn
(miðað við fullt nám), börn
sem búa við fötlun og/eða
veikindi, og börn sem búa við
félagslega erfiðleika njóta for-
gangs. 4. Leikskólaplássum er
úthlutað eftir aldursröð um-
sóknar. Þó getur aldur bams
ráðið nokkru um. Oski leik-
skólastjóri eftir ákveðnum
aldri barns/barna á leik-
skólann, skal tekið tillit til þess.
Kúttmagakvöld
Lions
Lionsklúbbur ísafjarðar
hcldur sitt árlega kútt-
magakvöld í fclagshcimilinu
í Hnífsdal nk. laugardags-
kvöld.
I fréttatilkynningu frá
Lionsklúbbnum segir m.a. að
allir fullveðja karlmenn séu
velkomnir en húsið mun opna
kl. 19. A kúttmagakvöldinu
verður boöið uppá girnilega
sjávarrétti auk glens, söngs og
ljúffengra veiga á vægu verði.
Aætlað er að allir verói
orðnir saddir um kl. 23.30 og
þá ntun rúta fara frá félags-
heimilinu og stoppa á Eyrinni
og í Holtahverfi.
Heiðar nánast
auðar
I hlýindunum sem hafa
gcngið yfir landið frá því á
sunnudag hcfur mikinn snjó
tckið upp af fjallvegum á
Vestfjörðum.
Blaðið frétti af ökumanni
sent fór yfir Breiðadalsheiði
á mánudag og var heiðin þá
nánast auð. Sömu sögu var
að segja af nánast öllum öllum
fjallvegum á Vestfjörðum, en
nú er víða orðið ófært á ný
vegna skafrennings. Blaðið
hefur einnig frétt af því að
snemma á sunnudag hafi öku-
maður sem var á leið frá
Suðureyri til Isafjaröar verið
sex klukkustundir á leiðinni
en þessa leið fara nienn undir
eðlilegum kringumstæðum á
rúmri hálfri klukkustund. Var
þarmikilli hálku um aókenna.
1 (\ 1 (} Í3 ' 3 1 3
> / > , \ v
h_ U íi_ v J . _J / h A . ,
ht the North Atlantic, farfrom lift li.tes, pollution, and Hability laws, is an
eccentric island waiting to be discovered by skiers.
BY MiKE FlNKFl. / PHOTOGRAPHS B Y HANK DE VRÉ
ft, •- /-■ v- rv
. v .• v "»• -s .
jm'* '»mr,r r-
■*»»■ - r--■íg!
THERE’S NO WAY IN HELL I’M GETTIN<| ÍN THIS AIRPLANE, I TOLD MY PHOTOGRAPHER AND
Ævintýraferð til ísafjaröar:
„Hverjum skiö amanni nauðsyn
legt aðkoma i tO Vestfjarða"
- segir blaðamaðurinn Mike Finkel um ferð sína með „brjálæðingnum” Erni Ingólfssyni
„ÞAÐ er ekki minnsti
möguleiki á að ég fari upp í
þessa flugvél, sagði ég við
ljósmyndara minn og ferða-
félaga, Hank De Vré ”
Þannig býrjar grein Mike
Finkel um Islandsferð þeirra
tvímenninganna í bandaríska
tímaritinu Skiing. Greinin
fjallar að mestum hluta um
heimsókn þeirra til Isafjarðar
en Mike segir Vestfirði ævin-
týraland og heimsóknina
ógleymanlega.
Flugvélin sem Mike talar um
í upphafi er Agn Arnar Ingólfs-
sonar flugmanns á Isafirði en
blessuðum blaðamanninum
leist ekki á að stíga um borð.
„Ég útskýrði fyrir Hank að
það væri ekki stærðin eða
liturinn eða það að flugvélin
er ekki beint flugvélarleg í út-
liti sem hræddi mig. Heldur
það að þcssi náungi smíðaði
gripinn í kjallaranum hjá sér.
Ég benti á Örn Ingólfsson til-
vonandi flugmann okkar þar
sem hann sýslaði við hreyf-
ilinn og flautaði eitthvert
íslenskt þjóðlag. Örn hefur ró
og yfirbragð hversdagslegs
rneöal geðsjúklings. Sem
skíðamaður laðast ég yfirleitt
að þannig fólki og ég leitaði
að ástæðu - einhverri ástæðu
- sem sannfærði mig um það
að vélin myndi ekki bera mig
rakleitt inn í eilífðina. En þá
varð mér litið á dyr vélarinnar,
fyrir neðan hana var snotur-
lega skrifað með svörtu letri:
TILRAUNAFLUGVÉL-.
Isafjörður hinn
fullkomni skíðabær
„Tilraun, svo sannarlega. Var
hægt að lýsa skíðaferð minni
til Islands á annan veg? Vissu-
lega hefur Island upp á bjóða
marga staði með venjulegum
meðaljónsbrekkum með
stólalyftum og því öllu. En ef
þú rogast með skíðin þín alla
leið til Islands þá gerirðu það
af sömu ástæðu og við Hank;
vegna þess að þar eru þúsund
metra lóðréttar brekkur með
púðursnjó, brekkur sem láta
hárin rísa á stöðum sem þú
vissir ekki eini sinni að þú
værir hærður á; vegna þess að
á Islandi er meiri snjór einmitt
núna en hefur nokkurn tíma
verið í Colorado.
Og vegna þessa var ég
staddur á flugvellinum á Isa-
firði með brjálæðingi sem hét
Örn og var sannfærður um að
hann gæti lent flugvélinni sem
hann pantaði upp úr príslista á
fjallstoppi svæðis sem engin
hafði skíðað á áður,” segir
Mike snemma í grein sinni.
Hann fer síðan nokkrum
orðum um komunatil Iandsins
og kvöldverð á Naustinu þar
sem þeir félagar drukku svarta-
dauða og átu hákarl, blóðmör,
hrútspunga og fleira þjóðlegt.
Brennivíninu er hann hrifinn
en gefur svo sem ekki mikið
fyrir hinn þjóðlega mat.
„Fyrir skíðamenn er nauð-
synlegt að fara til Vestfjarða,”
skrifar Mike og tæpir á ægi-
fegurð landslagsins og stað-
háttum á ísafirði sem hann
segir vera:
„Hinn fullkomna skíðabæ,
sé hann á annað borð að finna.
Fullkominn að öllu leyti
nema einu: Vissulega eru þar
skíðalyfturí nokkrum brekkum
en til að komast upp í fjöllin
þarf aó beita öórum og
óhefðbundnari aðferðum.
Og þar kemur Örn Ingólfs-
son hinn geggjaði ísfirski flug-
maður til sögunnar.”
Ertu reyndur skíðamaóur?
„Við hittum Örn I matsal
HóteIsins...Hann erfertuguren
lítur ekki út fyrir að vera degi
eldri en þrítugur. Hann sagði
að það væri miklu skynsam-
legra fyrir okkur að fljúga upp
í vélinni hans hcldur en að
eyða mörgum klukkutímum í
að klifra upp. Hann ætlaði að
sýnaokkur vélinadaginn eftir,
sagði hann. Samtal okkar var
nálægt því að vera óraunveru-
legt:
-Hvar keyptirðu vélina
þína?, spurði ég.
-Ég pantaði hana og fékk
hana senda. Hún kostaði ellefu
þúsund dollara án vélar.
-Hvað með vélina?
-Hún er úr snjósleða.
-Hefurðu látið skoða flug-
vélina?
-Já, ég skoðaði hana sjálfur.
-Er óhætt að lenda henni á
snjónum?
-Já, og ef okkur hlekkist á þá
er snjórinn mjúkur.
-Ertu reyndur flugmaður?
-Já, ert þú reyndur skíða-
maður?
-Já.
Við tókumst í hendur. Engir
samningar undirritaðir, ekki
minnst á neina greiðslu.”
Þá er komið því að setjast
upp í relluna litlu og þá fær
Mike blessaður hland fyrir
hjartað fyrir alvöru:
„Égkíkti inn. I mælaborðinu
vorufjórirmælar; hraðamælir,
hitamælir, hæðarmælir og
snúningshraðamælir. Þar var
líka startsnúra snjósleða-
vélarinnar og gegnsær bensín-
geymir úr plasti og auðvelt að
sjá hversu mikið bensín var á
vélinni („ Við þurfum þá ekki
bensínmæli.” útskýrði Örn.)
Þarna var líka miði: AÐVÖR-
UN TIL FARÞEGA. ÞESSI
FLUGVÉL ER HEIMASMÍÐ-
UÐ OG UPPFYLLIR EKKI
ÖLL SKILYRÐI SEM GERÐ
ERU TIL ÖRYGGISBÚNAÐ-
AR FLUGVÉLA.
-Ekki séns, sagði ég við
Hank sem bókstaflega slefaði
yfir skilyrðunum til mynda-
töku. „Það eru fleiri hundruð
metra brekkur þarna fullar af
snjó,” sagði hann og greip í
arm mér. „Og það hefur enginn
skíðað þarna áður. Aldrei.”
Ég sá snjóinn allan speglast í
gleraugunum hans. Mikinn
snjó baðaðan í sól. Mikinn
óskíðaðan snjó baðaðan í sól.
Ég stökk upp í vélina.”
Og Mike sáekki eftirþví að
hafa farið upp í vélina. Hann
segir skíðafcrðina þá bcstu
sem hann hafi nokkurn tíma
farið í og er gjörsamlcga
heillaður af Vcstfjöröum og
því sem þeir bjóða upp á. Og
öðrum skíðamönnum til leið-
beiningar birtir hann eftir-
farandi undir yfirskriftinni
Where to start:
Iceland Tourist Board, 655
Third Ave., New York, NY
10017; (212) 949-2333.
Icelandair, 610B Fifth Ave.,
Rockefeller Ccnter, Ncw
York, NY 10020; (212) 967-
8888.
Add Ice Adventure Tours,
Álftaland 17, 108 Reykjavík,
Iceland; (011) 354-1-676755.
Örn Ingólfsson, P.O. Box
424, 400 Isafjördhur. Iceland;
(011) 354-4-4400.