Bæjarins besta - 03.03.1993, Page 3
BÆJARINS BESTA • Miðvikudagur 3. mars 1993
3
Skýrsla vinnunefndar um sameiningu sveitarfélaga á Vestfjörðum:
Hagkvæmni er lykilorðið
Bættar samgöngur meginforsenda þess að af sameiningu geti orðið
pblög og • srmfnmm
Kennitöíur og
símanúmer
fyfírtækjaskra
Vöru- orj
þjónustöSkra
lícnfeöUaskra
VINNUNEFND Fjórðungssambands Vestfirðinga um sam-
einingu sveitarfélaga á Vestfjörðum hefur skilað skýrslu
sinni sem kunnugt er. I nefndinni voru, sem aðalmenn:
Guðmundur H. Ingólfsson Hnífsdal, Björgvin Sigurjónsson
Tálknafirði, Stefán Magnússon Reykhólum, Gunnar Jóhanns-
son Hólmavík og Bergur Torfason Mýrarhreppi. Varamenn
voru: Jónas Olafsson Þingeyri, Magnús Björnsson Bíldudal,
Bjarni P. Magnússon Reykhólum, Stefán Gíslason Hólmavík
og Jóhann T. Bjarnason Isafirði.
I skýrslu nefndarinnar kennir
ýmissa grasa og nefndin kemst að
þeirri nióurstöðu að sameina beri
sveitarfélög þannig aö Strandasýsla
verði eitt sveitarfélag nieð sam-
einingu Ames-, Kaldrana-, Hólma-
víkur-. Broddanes-, og Bæjar-
hreppa.
Norður- og Vestur- ísafjarðar-
sýslaog Bolungarvíkurkaupstaður
og Isafjaróarkaupstaður verði eitt
sveitarfélag með sameiningu Þing-
eyrar-, Mýra-, Mosvalla-, Flateyrar-
Suðureyrar-, Súðavíkur-, Ogur-,
Reykjafjarðar-, Nauteyrar- og Snæ-
fjallahreppa og Bolungarvíkur-
kaupstaðar og Isafjaróarkaup-
staðar.
Vestur-Barðastrandasýsla verði
sameinuð í eitt sveitarfélag með
því að sameina Barðastrandar-,
Rauóasanda-, Patreks-, Tálkna-
fjarðar- og Bíldudalshreppi.
Austur-Barðastrandasýsla, sem
þegar hefur verið sameinuð í
Reykhólahrepp verði áfram eitt
sveitarfélag.
I niðurstöðum segir ennfremur
að sameining sveitarfélaga á Vest-
fjörðum sé æskileg ,,til þess að
hægt verði að vinna skipulega aó
því að styrkja búsetu innan fjórð-
ungsins og marka helstu viðfangs-
efnum þar að lútandi þann farveg
sem nauðsynlegt er.”
Óttast að ríkið standi ekki
við samninga
Nefndin hélt fundi með öllum
sveitarstjórnum á svæðin þar sem
sameiningarmálin voru rædd. Fram
kemur í skýrslunni að vissra efa-
senida hafi gætt meðal sveitar-
stjórnarmanna en tekið fram að
viðtökurnar hafi verið jákvæðar í
flestum tilvikum. Meðal þeirraefa-
semda sem fram komu má nefna
ótta vió að ríkisvaldið „...standi
ekki við gerða samninga og erfitt
sé að tryggja samningagerð við
þann aðila.”
Sagt er að fyrsta atriðið sem
fram kom á fundum með sveita-
stjórnunum hafi verið að reynslan
af samningageró við ríkió sé ekki
góð;....var bent á fjölmörg atriði
þar sem ríkisvaldið, í krafti lög-
gjafarvaldsins, legði byrðar á
sveitarfélögin án þess að séð væri
fyrir tekjum til að mæta kostnaði
þeirra.”
Þá leggja sveitastjórnarmenn
áherslu á að góðar samgöngur séu
helsta forsenda sameiningar og vilja
að þær verði tryggðar.
Atvinnuleg sérstaða hinnaýmsu
byggóa verði virt og hún jafnframt
styrkt eftir því sem kostur er. Og þá
leggja sveitastjómarmenn áherslu
á að: „Unnið verði gegn sam-
þjöppun stjórnvalds hins nýja
sveitarfélags á einn stað eða fáar
hendur, og gerð tilraun til að vega
upp aðstöóumun íbúanna á fjar-
lægustu stöðum.”
Sterkari sameinuð
gagnvart ríkinu
En sveitastjómarmenn sjá fleira
jákvætt en neikvætt við sam-
einingu:
Sameinað sveitarfélag yrði
sterkari samningsaðili gagnvart
ríkinu.
Sveitarfélögin gætu veitt betri
þjónustu sameinuð en sundruó.
Nýting mannvirkja og tækja ætti
að verða hagkvæmari og sömu-
leiðis undirbúningur hinna ýmsu
framkvæmda og fjármálastjóm öll.
Oll tengsl íbúa, atvinnuleg,
félagsleg og menningarleg myndu
aukast sem jafnframt myndi hafa
góð áhrif á búsetuþróun.
Auðveldari yrði að hafa yfir-
sýn í öllum veigamestu málum
sveitarfélaganna, eins og; skipu-
lags-. hafnar og umhverfismálum.
Bættar samgöngur
meginforsenda sameiningar
I umsögn nefndarinnar um hvert
sameiningarsvæðanna fyrir sig
segir meóal annars um vestur- og
norður-ísafjarðarsýslu:
„Forsendur til sameiningar innan
þessa svæðis, sem í eru 10 hreppar
og 2 kaupstaðir. verða fyrir hendi
hvaðsamgöngursnertirárið 1995,
þegar heilsárssamgöngur tengja
þessar byggðir með jarðgöngum
undir Breiðadals- og Botnsheiðar.”
Fram kemur að mikil áhersla var
lögó á að hjá sveitastjórnar-
mönnum að af sameiningu
svæðisins gæti ekki orðið fyrr en
jarðgangagerðinni væri lokið og
búið væri að að taka þau í notkun.
Hugsanleg sameining gæti því ekki
orðió fyrr en á árunum 1995 eða
1996.
I skýrslunni kemur ítrekað fram
- hvort sem rætt er um Vestfirðina
í heild eða hvert sameiningar-
svæðanna fyrir sig - að bættar
samgöngur eru meginforsenda þess
að af sameiningu geti orðið.
Astand vegamála er vitanlega
nokkuó mismunandi á hverju
svæði fyrir sig en ljóst að á hverju
svæði þarf að bæta þær eitthvað
og sumsstaðar verulega til að af
sameiningu geti orðið.
Vantraust ríkt milli ríkis
og sveitarfélaga
I skýrslunni er kafli um tekju-
stofna sveitarfélaga. I þeim kafla
segir aó tilflutningur verkefna frá
ríki til sveitarfélaga gangi ekki
nenia sveitarfélögunum séu
tryggðar tekjur til að mæta út-
gjöldum vegna verkefnanna:
„...sveitarfélög takaekki vió verk-
efnum bara til létta útgjöld ríkis-
sjóðs. Það geta þau einfaldlega
ekki,” segir í kaflanum. Þar kemur
einnig fram að fái sveitastjórnirnar
úthlutað því fé ríkisins til tiltekins
verkefnis og framkvæmi það, sem
ríkið hefði ella framkvæmt. megi
ætla að sveitastjórnirnar geti
ráðstafað peningunum á hag-
kvæmari hátt; fari betur með þá en
ríkið og þá peninga sem sparast
megi nota til að bæta þjónustu við
íbúanna.
-framhald á bls. 5.
[ L. - ' ( L 1 — 1 1 1 11 1 “ I L
b i lC 1 _ \ LL LL LL
E d d a H e 1 fi a s o n . f r a rn k v œ rn d a t j ó r i H a n d s a I s b f.
Upplýsingahandbókiti ÍSLENSK FYH IRTÆKt er handbók sem inniheldur grunnupplýshigar um
flestöli starfándi fyrirtæki, félög og stofnanir landsins, t.a.m. nafn, heimilisfang, símanúmer og kennitölu.
Þessi lx>k er ómissandi fyrir stjórnendur og annaö starfsfólk íslenskra fyrirtækja
lippbygging bókarinnar er þannlg:
lj Kennítöiur og símanúmer fyriitækja.
2) Fyrirtækjaskrá.
3) Vöru- og þjónustuskrá ÍGular-síftur).
4) Umiroftaskrá (Gular stftur).
5) Ijtllytjenda.skrá (Gtilar síftur).
t'róftí hf, Ármúla 18, 108 Reykjavík
Einingaverö bókarinnar ef keypt er:
- 1 eintak: Kr. 4.950,-
- 2 eintftk: Kr. r, |50,-
- 3 eintök: Kr. 3.950,-
- 5 eintftk: Kr. 3.450,-
- 10 eintök: Kr. 2.950,-
OHISSRNDII VlflSHIPTUM
Pantanasímí: 91-812300 i'.ix 91-812946
• Rafn Jónsson trommu-
leikari, fyrsti formaður
MND-félagsins á Islandi.
Rafn formaður
MND-félagsins
Rafn Jónsson, hljóm-
listarmaður var fyrir
stuttu kjörinn formaður
MND-félags Islands á
stofnfundi félagsins sem
haldinn var í Sjálfsbjargar-
húsinu í Reykjavík.
MND-félagið mun vinna
að velferð þeirra, scm
haldnir eru sjúkdómnum
MND-hreyfitaugahrörnun
og er það öllum opið. Rafn
er einn þeirra sem eiga við
þennan sjúkdóm að stríða
og var hann í sérstakri undir-
búningsnefnd fyrir stofnun
félagsins. I lögum félagsins
segir, að það skuli m.a. vera
félags-, hagsmuna- og
kynningarvettvangur fyrir
félagsmenn, stuðiaað bygg-
ingu á sérhönnuðu húsnæði
fyrir MND-sjúklinga og
standa að útgáfustarfscmi.
Undirbúningur að fyrsta
félagsblaðinu er þegar haf-
inn.
Tvennt flutt á
sjúkrahús
Aðfararnótt síðastlið-
ins sunnudags var lög-
rcglan kvödd að vcitinga-
húsinu Krúsinni á Isafirði
en þar hafði komið til
slagsmála á milli tvcggja
dansgesta.
Tvennt var fiutt á sjúkra-
hús, annar mannanna sem í
slagsmálunum lenti og
stúlka sem átti í deilum við
fjölskyldumeðlim. hau fóru
bæði til síns heima að
lokinni skoðun. Um miðjan
dag á sunnudag fckk lög-
reglan síðan tilkynningu um
að veghcfill í eigu Isa-
fjarðarkaupstaðar hcfði
ekið utan í bifrcið sem stóó
vió Fjarðarstræti á Isafirði.
Nokkrar skemmdir urðu á
bifreiðinni. Taliðer aö vcg-
hefilinn hafi runnið til vegna
mikillar hálku.
Aðfararnótt mánudags fór
lögreglan síðan til Þingeyrar
og sótti þar ölvaðan mann
scm hafði sinnast vió aðra
íbúa í húsinu sem hann bjó í.
Hann var fluttur í fanga-
geymslur á Isafirði þar sem
hann fékk að sofa úr sér
vímuna.