Bæjarins besta


Bæjarins besta - 03.03.1993, Page 5

Bæjarins besta - 03.03.1993, Page 5
RÆJARINS BESTA • Miðvikudagur 3. mars 1993 5 Ók á og stakk af Síöasta helgi var fremur róleg að sögn lögreglunnar á ísafirði. Aðfararnótt síðastliðins laugardags fékk lögreglan tilkynningu um ónæði í heimahúsi á Isafirði og fór hún á vettvang og róaði þann sem þar átti hlut að máli. Klukkan 16. 20 á laugar- dag barst lögreglunni síðan tilkynning um árekstur og afstungu við Strandgötu 5 í Hnífsdal. Einhverjar skemmdir urðu á bifreiðinni sem ekið var á en sá sem þar var að verki hefur ekki fundist enn. Kvöldið áður fór brunavarnarkerfi Vöru- markaðarins Ljónsins í gang og virðist sem spennufall hafi sett kerfið í gang. Að- fararnótt sunnudags að- stoóaði lögreglan síðan ökumann sem hafði ekið út af Djúpvegi við Engidal. Mikil hálka var á veginum um nóttina. Dráttarvél ók í veg fyrir flutningabfl Sama dag um kl. 15.15. hringdi bifreiðastjóri hjá Vöruflutningum Armanns Leifssonar í lögregluna og tilkynnti um að hann hefði lent í árekstri viðdráttar- vél við bæinn Ögur í Isa- fjarðardjúpi. Svo virðist sem að dráttarvélinni hafi verið ekiö afturábak frá heim- keyrslunni og út á Djúpveg þar sem hún fór í veg fyrir vörufiutningabílinn sem var á leið til Reykjavíkur. Flutningabíllinn skall á aftur- hjóli dráttarvélarinnar með þeim afleiðingum að öku- maðurinn hennar kastaðist af henni. Hann var fiuttur á Fjórðungssjúkrahúsiðáísa- firði þar sem hann liggur enn. Ökumaður vöruflutn- ingabílsins gaf skýrslu um áreksturinn á Hólmavík. Nýtt neyðarnúmer fyrir Yestfírði Undanfarna daga hafa starfsmenn Pósts og síma á Isafirði verið við prófanir á nýju stafrænu símkerfi fyrir hluta norðanverðra Vestfjarða. Hafa þcir m.a. verið við prófanir í Bolungarvík þar sem stafræna kerfið á að vera komið í garig. Sam fara uppsetningu staf- rænu stöðvarinnar hefur nýtt samnorrænt neyðarnúmer verið tekið í notkun og er þaó nú þegar orðið virkt. Númerið erOl 12 og verður svarað í það samfara gamla númerinu 000. Aætlað er að því verði kippt út síðar en þaó hefur ekki reynst eins vel og gert var ráð fyrir í upphafi. Nánar verður sagt frá því þegar að því kemur. Sameining sveitarfélaga: Hagkvæmni er lykilorðið - frh. af bls. 3 „Athyglisvert var í öllum við- ræðum við sveitastjórnir á Vest- fjörðum hversu mikil áhersla var lögó á að samskipti ríkis og sveitar- félaga verði góð. A það var ítrekað minnt, að ríki og sveitarfé- lög væru samstarfsaðilar um að þjóna íbúum þessa lands og alls ekki mætti setja málin upp þannig, að um andstæður væri aö ræða,” segir í kaflanum. Þrátt fyrir vilja sveitastjórnar- mann til að eiga góð samskipti við ríkisvaldið kemur fram að menn treysta ríkinu ekki allt of vel og er niðurstaðan sú að mikil upp- stokkun þurfi að eiga sér stað ef sveitarfélög eigi að taka við verk- efnum ríkisins í miklum mæli: „Megingrundvöllur að breyt- ingum eins og sameiningu sveitar- félaga er því sá, að samkomulag geti orðið milli þessara tveggja stjórnsýslustiga um skiptingu tekna og verkefna með eðlilegum hætti...Stærsta málið er að fyllsta gagnkvæmt traust geti ríkt milli þessara aðila. Að mati sveitar- stjómamanna hefur á þetta skort,” segir í lok kaflans um tekjustofna sveitarfélaga. Breytingar á skólahaldi Eins og áður hefur verið getið voru það samgöngumálin sem mönnum varð hvað tíðræðast um. Skólamál og heilbrigðismál voru líkaofarlegaíhugumsveitastjómar- manna. Um skólamálin segir meðal annars: „Það má ljóst vera að í skólamálum ríkir víða mikil fast- heldni. Fæstir telja sér fært að missa neitt af því sem þeir hafaí dag. Það er þó alveg víst, aó til að gæta fyllstu hagkvæmni í rekstri skóla gæti þurft að koma á annarri skipan skólastarfs. Hér er ekki átt við skerðingu á þjónustu, heldur að meó skipulagsbreytingum megi ná fram bættri þjónustu á svæðinu. Það mun hinsvegar verða gagn- rýnt, ef skólar verða lagðir niður og kennsluhald flutt til nærliggjandi skóla. En þetta verður að ske á sumum svæðum, og er liður í hagræðingu og breyttri verka- skipan innan héraðsins sem heildar. Það er ljóst, að hér er um við- kvæmt tilfinningamál að ræða, sem verður að leysa með ýtrustu gætni og að höfðu samráði við við- komandi aðila.” Hérervarfæmis- lega talað en ljóst að einhverjir verða að sjá á bak skólum í krafti hagræðingarinnar. Og sjálfsagt gildir það um fleiri málaflokka. Hagræðing og hagkvæmi eru lykilorðin í skýrslunni. Sveitar- stjórnarmenn sjá marga kosti við sameiningu en jafnframt marga ókosti. Mörgum spurningum er ósvarað á en sameiningarhug- myndir þær sem hér hefur verið drepið á verða að veruleika en skýrslan gefur ótvírætt til kynna þá niðurstöðu að fyrir Vestfirði í heild verði sameining sveitarfélaga til að styrkja þá og efla í atvinnu- og menningarlega tilliti. -hj- ísafjörður: „Rokbörninu hittast í SÍ ÐASTA tölublaði BB rifjuðum við upp er barnaskóla- húsið í Hnífsdal fauk ofan af 38 börnum með þeim af- leiðingum að nokkur þeirra auk skólastjórans slösuðust. Síðastliðið föstudagskvöld komu fjórtán þeirra sem voru í skólanum þegar atburðurinn átti sér stað, saman á Hótel Isa- firði og rifjuðu upp atburðinn og var glatt á hjalla hjá þeim þegar ljósmyndari blaðsins leit við. Þrátt fyrir margar sögur og margar minningar gáfu þau sér tíma til að sitja fyrir á ljósmynd og birtist hún hér að ofan. Þau sem mættu á Hótelið á föstudagskvöldið voru, talið að ofan: Jósef Vernharðsson, Sigríður Þórðardóttir, Halldór As- geirsson, Hermann Skúlason, Kristín Kristjánsdóttir, Jónína Högnadóttir, Jón Kristjánsson, Sóley Sigurðardóttir, Ósk Hannesdóttis Elínóra Asgeirsdóttir, Sigrún Vemharðsdóttir, Hansína Einarsdóttir, Karl Geirmundsson og Grétar Þórðarson. Leiðrétting: Ekki Þorsteinn J. heldur í FRÉTT BB í síðustu viku um fyrirhugaðar brey tingar á fy rirkomulagi heimahjúkrunar og heim- ilisþjónustu við aldraða á Ísafirði var sagt að Guð- rún Gunnarsdóttir deildar- stjóri heimahjúkrunar hefði hætt störfum vegna deilna við Þorstein Jó- hannesson yfirlækni. Þetta er ekki allskostar rétt. Þorstein Jóhannesson kom hvergi nálægt þessu máli og hefur ekkí átt í neinum deilum við Guðrúnu um eitt eða neitt. Hið rétta er að ágreiningur var milli Guð- rúnar annars vegar og fyrr- verandi yfirlæknis heilsu- gæslustöðvarinnar, Þor- steins Njálssonar, hins veg- Blaðamaður biður Þor- stein Jóhannesson afsökunar á þessum mistökum. Jafn- framt harmar blaðamaður hafi Þorsteinn Jóhannesson orðið fyrir óþægindum vegna þessa og ítrekar að Þorsteinn Jóhannesson og Guðrún hafa ekki átt i deilum af neinu tagi. Isafjarðarkaupstaður HLKYNNING á leikskóla/ skóladagheimili Isafjarðarkaupstaðar Eftirf arandi reglur um innritun bama á staðar hafa verið samþykktar: 1. Skilyrói fyrir leikskóladvöl/skóladag- heimilisdvöl er að viðkomandi eigi lög- heimili áísafirði. 2. Heimilt er að sækja um leikskóladvöl á því ári sem barnið verður eins árs. 3. Böm einstæóra foreldra, námsmenn (mióað við fullt nám), börn sem búa við félagslega erfióleika njóta forgangs. 4. Leikskólaplássum er úthlutað eftir aldursröð umsóknar. Þó getur aldur bams ráðið nokkm um. Oski leikskólastjóri eftir ákveðnumaldribams/bama á leikskólann, skal tekió tillit til þess. Fulltrúi félagsmálastjóra, Helga B. jóhannsdóttir. Kjólar, dragtir, kápur, jakkar, buxur, blússur. Fermingargjöfin væntanleg }ONm GUNNA Ljóninu, Skeiði, simi 3464

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.