Bæjarins besta


Bæjarins besta - 03.03.1993, Qupperneq 6

Bæjarins besta - 03.03.1993, Qupperneq 6
6 BÆJARINS BESTA • Miðvikudagur 3. mars 1993 Hvað gerðjst á íslandi fyrir 30 árum? Fréttapunktur frá árinu 1963 * Þann 14. nóvember 1963 kl, 07.15. komu skipverjar á vb. Isleifi auga á neðansjávargos um þrjár sjómílur vestur af Geirfuglaskeri. Samkvæmt mælingum sem gerðar voru á þessum slóðum kom í ljós aó gos var á 65 faðma dýpi á Hraununum og stóð gosmökkurinn um 6 km. í loft upp. Myndast hafði á botninum allt að 800 metra löng sprunga og þeytti hún upp hrauni á tveimur stöðum. Tveimur dögum síóar tók að myndast lítil eyja. Sást í barm eyjarinnar eóagígsins af varðskipinu Albert, og var barmurinn hæstur að norðanverðu, 8 metra hár, Margar hugmyndir komu upp um nafn á eyjuna s.s. Hóllinn, Oley, Hólsey, Kokksey og Gosey en henni var síðar gefió nafnió Surtsey. * Þann 9. apríl lenti varðskipið Oðinn í eltingarieik við breskan landhelgisbrjót sem var að ólöglegum veiðum innan fiskveiðimarkanna undan Skeiðarárósum. Togara- menn hjuggu á vörpuna þegarþeir urðu varðskipsins varir, sigldu til hafs og stöðvuðu ekki þrátt fyrir aðvörunarskot frá varðskipinu. I eitt skiptið þegar varðskipið gerði tilraun til að sigla upp að togaranum sem bar nat'nið Millwood og var frá Aberdeen, sigldi hann á varðskipið, en skemmdirurðuekki verulegar. BreskaherskípÍðPalliser kom síðan togaranum til aðstoðar og kom honum undan varðskipinu. ’ Þann 6. október samaár var greint fráþví að í laut einni við Dýrafjörð yxu krækiber, sem væru að því leytinu frábrugðin öðrum krækiberjum, að þau væri hvít að lit. Ingólfur Davíósson grasafræðingur sagði í blaðaviðtali á þessum tíma, að þetta fyrirbrigði væri sama eðlis og þegar fyrir koma í náttúrunni hvítir hrafnar eða hvítt blágresi. Vex þannig upp á mjög afmörkuðu svæði lyng af hvítum berjum og verða berin hvít. Þá segir að hér á landi finnist slík lyng á fjórum stöðum - í Hjarðardal í Dýrafirði, í Flatartungu í Skagafirði, á einum stað á Austurlandi og öðrum fyrir austan Hellisheiði. * Þann 15 apríl fórst síðan Hrímfaxi, Viscount-flugvél Flugfélags Islands í aðflugi að Fomebuflugvelli hjá Osló og fórust allir, sem í vélinni voru eða 12 manns. - 5 manna áhöfn og 7 farþegar. Flugvélin var að koma frá Kaup- imannahöfn og var á leið ti 1 Reykjavíkur með viðkomu í Osló og Bergen. Meðal þeirra sem fórust var leikkonan góðkunna, Anna Borg. * Þann 25. júní var greint frá því að fjórir Isfirðingar hefðu nokkrum dögum fyrr fellt bjamdýr í Homvík, er þeir voru þar við eggjatöku. Mennirnir voru nýlega komnir í Iand, er þeir veittu athygli dýri rétt utan við Hombæinn. Héldu þeir í fyrstu að þar færi hrútur en sáu brátt að þama var ísbjörn á ferð. Mennirnir sögðu í viðtali við blöð á þessum tíma að björninn hefði farið sér að engu óðslega en þeir komist 1 mikinn veiðihug, og björninn hafði ekki orðið þeirra var fyrr en í þann mund sem þeir hleyptu af úr byssum sínum. Dýrið féll þegar. Reyndist þetta vera birna, um 500 kg. á þyngd og um 2.40 metrar á lengd. ís- firðingamir flógu strax björninn, grófu kjötið í fönn nema hvað þcir steiktu séreinn kjötbita. Þótti þeim hann bragðast vel, vera einna líkastan nautakjöti. Einnig átu þeir hjartað. Þegar til Isafjarðar kom urðu ýmsir til að fá hjá þeim félögum kjðtbita til að smakka en kjötió þótti bragðast misjafnlega. * Þann 20. febrúar er greint frá því að sjaldgæfur hiarta- úppskurður hafi verið gerðúr á íslenskum manni, Herði Gestssyni í héraðssjúkrahúsinu í Arósum í Danmörku. Uppskurðurinn var í því fólgínn að leiðslur frá litlu rafmagnstæki voru saumaðar við hjartað og stjórnaði tækið upp frá því hjartaslögum. Var þetta í fyrsta skipti sem slíkur uppskurður var gerður á Islendingi. Læknirinn sem framkvæmdi uppskurðinn þennan var einnig íslenskur, Hans Svane, sonur Svane lyfsala á Isafirði. * Þann 26. ágúst er sagt frá þeim óvenjulega atburði er hákarl réðst á humarbát. Þegar Hafbjörg NK fráHornafirði sem stundaði humarveiðar var að enda við að draga inn trollió, kom mjög harður hnykkur á bátinn og hélt skip- stjórinn í fyrstu; að annar bátur hefði siglt á hann. Raunin var önnur, því að í ljós kom að stór og mikil skepna hafði hlaupið á upp á bátinn og m.a. brotið rekkverkið. Gátu skipverjar ekki greint annað en þarna hefði verið hákarl á ferð. Gerðist þetta allt meö leifturhraöa og fór hákarlinn út af hinni hiið bátsins. Bolungarvík 31. janúar 1963: Leyndardómurinn um kynj í Öldinni okkar segir svo Um leyndardóminn um kynja- þorskinn: 31.01.1963. í nótt bar svo til, að báturinn Heiðrún frá Bolungarvík fékk í afla sínum þorsk með þremur augum. Var þorskurinn allvænn, 80 sm. langur. Þriðja augað var milli hinna venjulegu tveggja. Varð það þó allfrábrugðið og líkast selsauga. Þorskurinn hefur verið frystur í heilu lagi og verður sendur Náttúru- gripasafninu. 13.02.1963. Fyrir nokkru birtu blöðin fréttir um að veiðst hefði þríeygður þorskur, og stóð til að senda hann Náttúrugripasafninu. Aldrei varð þó þorskurinn svo frægur, því að áður en til þess kom Ijóstraði einn skip- verja á Heiðrúnu því upp aö þetta væri grikkur einn. Hafði hann tekið auga úr steinbít, gert smárauf á þorskhausinn milli augnannaog þrætt stein- bítsaugað þar í. Sjómaðurinn hafði heyrt að þetta hefur áður verið gert og vildi sann- reyna hvort unnt væri að blekkja á þennan hátt þaul- vana og glögga fiskimenn, sem umgengist höfðu fisk alla ævi, með svo einfaldri brellu. Varð hann ekki fyrir neinum vonbrigðum aö því leyti Bolungarvík 3. mars 1993: „Hann er með þrjú augu, hann er með þrjú augu!(( Einn skipverjanna á Heið- rúnu og sá sem hafði sig kannski einna mest frammi við að viðhalda leyndar- dóminum umþríeygðaþorsk- inn er Guðmundur Halldórs- son skipstjóri í Bolungarvík. Gvendur Golli eins og hann er kallaður, var stýrimaður á Heiðrúnu þegar „þríeygði” þorskurinn vakti þjóðarat- hygli. Guðmundur tók því ljúfmannlega þegar blaðið bað hann að rifja atburðinn upp fyrir lesendur BB. „Það var Páll Vilhjálms- son sem var vélstjóri á Heið- rúnu á þessum tíma og fórst síðan með Heiðrúnu II sem framkvæmdi þennan verknað. Hann skar með rakvélablaói upp í grópina í þorskmunn- inum og renndi auganu undir skinnið og opnaði svo aftur fyrir augað með rakvéla- blaði, þannig að það virtist eins og að augað væri gróið í þorskinn. Þannig var ómögu- legt að sjá að um gabb væri að ræða. Minn hlutur í þessu máli var sá að ég kom þessu á framfæri. Fyrst átti þetta bara að vera til að gantast með um borð og verkið var svo vel unnið að ég var eiginlega fyrsti maðurinn sem var plataður á þessu enda sá ég ekkert athugavert við fiskinn annað en að hann var þrí- eygður. En ég fattaði svo hverskyns var því að skips- félagar mínir gátu ekki haldið í sér hlátrinum. Eg bað því skipsfélaga mína um að fara með fiskinn í land og vildi ég fá að stjórna verkinu. Fyrst þeim tókst að gabba mig taldi ég víst að það væri hægt að gabba þá í Iandi. Þegar viðkomum í land kemur að röskur bílstjóri sem tók alltaf lóðirnar fyrir okkur. Þetta var Armann Leifsson sem nú rekur flutningafyrir- tæki hér á staðnum. Þegar ég sé hann koma hugsa ég mér gott til glóðarinnar og ákvað að láta hann koma þessu óaf- vitandi á framfæri. Eg pakkaði því fiskinum inn og læt hann aftur í rennu og kalla síðan á Ármann. Eg segi við hann að • Guðimmdur Halldórsson. ég hafi aldrei séð svona fyrr og nefndi ekkert meira og það æsti upp forvitnina í Ármanni sem sagði strax: Hvað er það, hvað er það? Ég sagðist ekkert segja neitt til um það, hann yrði bara að sjá það með eigin augum. Hann fer og skoðar þorskinn og kemur síðan til baka hálf- stamandi: Hann er með þrjú augu, hann er meó þrjú augu. Síðan segir Ármann: Það væri gaman að sýna Ingimundi kennara hann, en þess má geta að Ingimundur var mikill á- hugamaður um náttúruna og allt sem kom frá henni. Ár- mann sem hafði verið voða- lega ódæll í skóla og átti í útistöðum viö Ingimund, tekur fiskinn og fer til Ingi- mundar. Þar var honum hent út því Ingimundur taldi að hann væri að gera at í sér. Þá fauk í Ármann og fer hann því niður í vigtahús til Halldórs og þaðan hringja þeir í blaða- menn. Þeir þyrptust síðan til Bolungarvíkur til að sjá þennan furðufisk og vakti hann strax þjóðarathygli. Haft hafði verið samband við Há- skólann og þar kom strax beiðni um að frysta fiskinn. Áætlað var að flugvél kæmi sérstaklega hingað vestur til þess að sækja fiskinn en ekkert varð af því, því að einn skipverja okkar hafói kjaftað þessu í slægjarana sem aftur á móti tróðu öðru auga í annan þorskhaus og hengdu ásnerilinnhjáGuðmundi Páli Einarssyni. Það var náttúru- lega illa gert en nóg til að glepja Gumma sem varð blóðillur. I framhaldi af því fóru að vakna grunsemdir um það væri einhver maðkur í mys- unni og erþá læknirinn sóttur. Hann sagði strax að þetta væri sjáandi auga en eina leiðin til þess að sjá hvort brögð væru í tafli, væri að ýta auganu til. Það var hins vegar ekki hægt vegna þess að fiskurinn var freðinn. Þegar við komum í land úr næsta róðri var ég tekinn fyrir sem stýrimaður og spurður út í þorskinn. Ég varðist allra frétta en menn fengu söguna síðan upp úr Jóni Eggert Sig- urgeirssyni sem var skipstjóri á Heiðrúnu. Nokkrir bæjar- búar voru óánægðir með þetta sprell okkar en flestir tóku þessu vel. Einar Guð- finnsson frændi minn og stofnandi Einars Guðfinns- sonar hf. var einn þeirra sem tók þessu létt. Þegar at- burðurinn átti sér stað var hann staddur í Hvcragerði en þegar hann kemur til Bol- ungarvíkurkcmurhann til mín og segir: Þið eruð nú meiri helvítis aumingjarnir. Þió hefðuð átt að láta vísinda- mennina í Háskólanum sprcyta sig á þessu því þeir hafa ekkert annað að gera. Hann vildi að við fylgdum þessu eftir. Það urðu engir eftirmálar af þessu sprelli okkar. Menn gerðu almennt grín af þessu og Svavar Gests tók þetta upp í skemmtiþætti sínum. Eftir þetta fóru menn að spá í hlutina og þá sáum við hvað feil við geróum. Þannig var að við fengum oft línu upp sem aðrir bátar áttu og það réttasta sem við hefðum getað gert var að hengja fiskinn á einhvern krók hjá öðrum og láta aðra áhöfn koma með fiskinn í land. Við sáum mikið eftir því” sagði Guðmundur Halldórsson í samtali við blaðið.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.