Bæjarins besta


Bæjarins besta - 03.03.1993, Blaðsíða 10

Bæjarins besta - 03.03.1993, Blaðsíða 10
10 BÆJARINS BESTA • Miðvikudagur 3. mars 1993 Björn Hermanns SPAUGARI síðustu viku, Ólafur Örn Ólafsson, hótel- stjóri á Hótel Isafirði skor- aði á Björn Hermannsson, starfsmann FOS-Vest að koma með næstu sögu og hór kemur hún. Nokkur hjón tóku sig saman og fóru í sumarfrí til Dan- merkur. Þegar farangurinn kom úr flugvélinni á Kast- rupflugvelli í Kaupmanna- höfn, þá hafói læsing einnar töskunnar bilað og farangur- inn allur að detta út. Nú var úr vöndu að ráða, þar sem sá sem fór fyrir hópnum hafði brugðið sér frá og aðrir ekki góðir dönskumenn, eða ekki búnir að stilla inn á hana. Sá kjarkmesti ætlaði nú samt að bjarga málunum og eftir dálitla umhugsun um það hvernig best væri að orða beiðnina um bandspotta, þann- ig að afgreiðslumaðurinn skildi nú hans vönduðu og fínu dönsku, sem hann á sínum tíma lærði hjá Adda Tryggva, fer hann til afgreiðslumannsins og biður hann um band til að binda töskuna aftur. Sá sem fyrir svörum varð spurði ágóðri íslensku: „Hvað heldurðu að þú þurfir mikið?“ Eftir þetta notaði fyrir- spyrjandi sína fínu dönsku lítið eða ekkert það sem eftir var af ferðinni. Ég skora á Ola M. Lúðvíks- son, skrifstofustjóra hjá sýslu- manninum á Isafirði að segja nœstu sögu. Afmæli: 70ára GUÐMUNDUR FJías- son, Aðalgötu 16, Suður- cyri verður sjötugur laugardaginn 6. mars nk. Hann og kona hans Ingi- björg Jónasdóttir taka á móti gestum á heimili sínu eftir kl. 17 á afmælisdaginn. Krókalcvfi: Breytt í kvóta? í Verinu, sjávarútvegs- blaði Morgunblaðsins sem kom út í síðustu viku er meðal annars sagt frá því að Tvíhöfðanefndin svokallaða hafi sent frá sér tillögur sínar um breytingar á sjávarút- vegsstefnunni. I tillögum nefndarinnar er lagt til að losað verði um hömlur á erlendri fjárfestingu í sjávarútvegi, einkum er varðar óbeina eignaraðild. I>á er lagt til að krókaleyfi smá- báta verði afnumið og bát- arnir fái í þess stað fastan kvóta, sem ekki verði fram- seljanlegur til stærri báta. Báðar þessar hugmyndir hafa valdið deilum, en afstaða til þeirra verður ekki tekin fyrr en síðar. Hvalveiðar: eJapanir herða baráttmia Japanir búa sig nú af kappi undir ársfund Alþjóðahval- veiðiráðsins, sem haldinn verður þar í landi í maí í vor. Sérstök nefnd hagsmuna- aðila hefur verið skipuð og er markmið hennar að h val- veiðar verði hafnar á ný og að vernda fiskveiðihags- muni og neysluvenjur Jap- ana. Nefndinhefurtil ráðstöfunar rúmlega 52 milljónir króna til að tryggja árangur erfiðis síns. Fjármunir nefndarinnar verða notaðir til að framleiða og selja boli með slagorðum til stuðnings hvalveiða; dreifa veggspjöldum og veifum í búðir, skóla, söfn og opinberar byggingar; skipuleggja sam- komur og atburði ýmis konar í hvalveiðibæjum; auglýsa í erlendum blöðum og tíma- ritum; fá áhrifa- og skoðana- myndandi aðila til að hafa áhrif á meðlimi Hvalveiði- ráðsins og bjóóa vísinda- mönnum til ráðstefnu, sem yrði haldin af rannsóknar- stofnun sjávarspendýra í Japan. Fiskmarkaðirnir: Minnkandi útflutningur í nýjasta tölublaði Út- vegsins, fréttabréfi Lands- sambands íslenskra útvegs- manna sem nýkomið er út kemur m.a. fram að sala á erlendum fiskmörkuðum minnkaði í janúar á sama tíma og sala innanlands jókst. Útflutningur á ísuðum þorski og ýsu til Humber- svæðisins í Englandi hélt áfram að minnka í janúar og sem dæmi um það má nefna að í janúar 1990 voru flutt úr 3.300 tonn af ísuðum þorski og ýsu, 2.620 tonn árið 1991, 1.710 tonn árið 1992 og í janúar síðastliðnum var tonnafjöld- inn kominn niður í 1.230 t. A sama tíma hefur salan á fiskmörkuðum innanlands aukist verulega og má sem dæmi nefna að í janúar í fyrra voru seld 3.636 tonn af þorski og ýsu á þeim en 4.494 tonn í ár. Bakki hf: Þrjátíu og firrim tonn að landi í síðustu viku Átta rækjubátar lönduðu afla sínum hjá fiskvinnslu- fyrirtækinu Bakka hf. í Hnífs- dal í síðustu viku. Bryndís ÍS-69 landaði 4.232 kg., Finnbjörn ÍS-37 landaði 5.862 kg., Gunnar Sigurðsson ÍS-131andaði 1.522kg.,Gunn- vör ÍS-53 landaði 4.038 kg., Ritur ÍS-22 landaði 4.380 kg., Stundvís ÍS-883 landaði 6.288 kg., Sigurgeir Sig. ÍS-533 landaði 4.950 kg. og Sædís ÍS-67 landaði 4.132 kg. Básafell hf: Báran landaði rúmum átta tonnum Hjá fiskvinnslufyrirtækinu Básafelli hf. á ísafirði lönduðu aðeins þrír rækju- bátar í síðustu viku. Bára IS-66 var með mestan afla þeirra eða 8.158 kg. sem var næst mesti afli sem barst á land frá einu skipi í síðustu viku. Næst kom Guðrún Jóns- dóttir ÍS-400 með 5.210 kg„ og Donna ST-4 landaði 1.636 kg. Frosti hf: Valur afla- hæstur með 12,4 tonn Enginn rækjubátur lagði upp afla sínum í Bolungarvík í síðustu viku frekar en vikuna áður en hjá Frosta hf. í Súðavík Iönduðu þrír bátar. Aflahæstur þeirra var Valur ÍS-420 sem kom með 12.394 kg„ og var hann þar með afla- hæstur innfjarðar rækjubát- anna í síðustu viku. Hafrún ÍS-154 landaði 5.332 kg. hjá Frosta og Fengsæll GK-262 kom með 4.354 kg. að landi. • Togararnir Jöfur og Guðbjörg í rokinu í gær. ísafjördur: lönduðu samtals 520 tonnum sínum á ísafirði á mánudag og þriðjudag. Guðbjörg landaði á mánudag 165 tonnum af blðnduöum afla. Páll Pálsson kom með 155 tonn að landi á mánudag og Guðbjartur landaði 120 tonn- um, sðmuleiðis á mánudag. Hálfdán í Búó landaði síðan á þriðjudag 80 tonnum. Fyrir helgina landaði úthafsrækjuveiðiskipið J ðfur 80 tonnum af góðri rækju. Ritur hf: Fimmtíu tonn til vinnslu hjá Rit Alls lögðu þrettán rækju- bátar upp afla sínum hjá fisk- vinnslufyrirtækinu Rit hf. á ísafirði í síðustu viku. Heild- araflinn sem barst til fyrir- tækisins var tæp 50 tonn og var Halldór Sigurðsson ÍS- 14 aflahæstur með rúm 6,6 tonn. Nánari skipting á afla bát- anna var sem hér segir: Árni Óla ÍS-81 landaði 6.049 kg„ DagnýIS-341andaði 2.271 kg„ Dröfn ÍS-44 landaði 5.694kg„ Gissur Hvíti ÍS-114 landaði 5.715 kg„ Hafrún II ÍS-365 landaði 3.786 kg„ Halldór Sigurðsson ÍS-14 landaði 6.647 kg„ Húni ÍS-211 landaði 2.905 kg., Neisti ÍS-218 landaði 2.550 kg„ Páll Helgi ÍS-142 landaói 3.668 kg„ Sæ- björníS-121 landaði 3.580 kg„ Ver ÍS-120 landaði 1.302 kg„ Þjóðólfur ÍS-86 landaði 4.375 kg. og Örn ÍS-18 kom með 1.344 kg. að landaði. • Kristján Jóakimsson. Afmæli:' 50ára NÆSTKOMANDI sunnu- dag, 7.mars verður Krist- ján Jóakimsson, skipstjóri í Hnífsdal 50 ára. Hann og kona hans, Sig- ríóur Harðardóttir taka á móti gestum í kaffisal Hrað- frystihússins hf. í Hnífsdal á afmælisdaginn frákl. 15-18. ísafjarðardjúp: Rúm 834 tonn eftir af kvótanmn í lok síðustu viku áttu rækjubátarnir sem stunda veiðar í ísafjarðardjúpi eftir að veiða 834.196 kg., af leyfi- legum kvóta sem var 2.510.000. kg. Samkvæmt skýrslu Haf- rannsóknastofnunar á Isafirði áttu bátar sem leggja upp hjá Rit hf. á Isafirði eftir að veiða 329 tonn, Frostabátar 106 tonn, Básafellsbátar 177 tonn, Bakkabátar54tonnog 177tonn voru eftir af kvóta þeirra báta sem lagt hafa upp hjá Einari Guðfinnssyni hf. Barn skall í framrúðu Um klukkan 9 á föstu- dagsmorgun fékk lögregl- an tilkynningu um árekst- ur rétt innan við Græna- garð á Skutulsfjarðar- braut. I>ar ók bifreið aftan á aðra með þeim afleið- ingum að barn scm var í fremri bifreiðinni kastað- ist í framrúðuna. Barnið sem er I 1 ára var flutt á Fjórðungssjúkra- húsið á Isafirði með lítils- háttar áverka í andliti. Tölu- verðar skemmdir urðu á þeirri bifreið sem ók aftan á og var hún dregin af vett- vangi. Ekki er vitað um ástæðu óhappsins. Alexander Makarov á áskriftartónleikum AÐRIR áskriftartón- leikar Tónlistarfélags ísa- fjarðar á þessu starfsári verða haldnir í sal frí- múrara á fimmtudags- kvöldið klukkan hálf níu. Þaðer rússneski píanóleik- arinn Alexander Makarov sem þar lcikur. Makarov hefur haldið tónleika víða um heim og er íslendingum að góðu kunn- ur; hefur haldið hér tvcnna einleikstónleika og spilað með Sinfóníuhljómsveit Is- lands. Á efnisskrá tónleikanna á Isafirði veróa að mestu rússnesk verk. Áskriftarkort Tónlistarfélags ísafjarðar gilda á tónlcikana en miðar fást einnig vió innganginn. NemendurTónlistarskólans, tuttugu ára og yngri, fá ókeypis aðgang.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.