Bæjarins besta - 05.08.1993, Page 5
BÆJARINS BESTA • Fimmtudagur 5. ágúst 1993
5
Baldur leggur að bryggjunni á Brjánslæk á laugardaginn.
Breiöafjöröur:
JFerðir Baldurs gerast sívinsælli
TOLUVERÐUR ferða-
mannastraumur hefur verið
í sumar í Breiðafjarðar-
ferjuna Baldur og eru það
jafnt innlendir sem erlendir
ferðamenn sem nýta sér
þennan ferðamáta þó ís-
lendingar séu náttúrulega í
meirihluta.
Að sögn Rósu Ivarsdóttur
hjá Baldri hf. var umferðin í
júní ekki alveg nógu góð en
júlímánuður bætti það upp en
sveiflur í rekstri ferjunar eru
vanalegt fyrirbæri sem for-
ráðamenn Baldurs kippa sér
ekki upp við.
Verslunarmannahelgin gekk
mjög vel fyrir sig hjá Baldri,
enda einmuna blíða og mikil
umferð á láði og legi. Það
virðist sem sífellt fleiri vilji
upplifa þá sérstöku
stemmningu sem ríkir í þessum
ferðum. Það eru ekki allir sem
nota Baldur til þess éins að
stytta aksturvegalengdina.
Margir fara bara hálfa leið,
stíga í land í Flatey, fá sér kaffi
og meðlæti hjá heimamönnum
um leið og þeir njóta fegurðar
fjarðarins. Frá Flatey eru í
boði klukkutíma útsýnis-
siglingar um eyjar fjarðarins
með leiðsögumanni. Því næst
er haldið heim á leið í baka-
ferð Baldurs. Þar með hafa
viðkomandi fengið frábæra
dagsferð sem lengi verður í
minnum höfð.
Baldur siglir daglega og far-
gjaldið er 3000 krónur fyrir
bíl og bílsstjóra. Frítt er fyrir
börn yngri en tíu ára, 500
krónur fyrir tíu til fjórtán ára
og 1000 krónur fyrir þá sem
eru eldri en fjórtán ára.
-hþ.
ísafjörður:
íelagsbakaríið hefur star semi sína
NÝTT bakarí, Félagsbak-
aríið, tók til starfa fimmtu-
daginn 22. júlí síðastliðinn í
húsnæði fyrrverandi „Fél-
agsbakarís“ og síðar Oðins
bakarís, að Silfurgötu 13.
Félagsbakaríið sem rekið er
af Bakaranum hf. hefur á að
skipa tíu starfsmönnum og þar
af þremur bökurum. Eigandi
Bakarans, Guðbjartur Guð-
bjartsson sagði í samtali við
BB að reksturinn gengi vel og
margir hafi lagt leið sína í
bakaríið bæði til að skoða
það og stunda innkaup sín.
Eins og flestir bæjarbúar hafa
tekið eftir, þá hefur hús Félags-
bakarísins tekið miklum út-
litsbreytingum í sumar og eru
áætluð verklok um næstu
mánaðamót.
Þetta gamla og virðulega
hús mun nú fá á sig nær upp-
runalega mynd ef frá eru taldar
svalirnar, því þær verða ekki
alveg með sínu upprunalegu
handriði. Engu að síður hefur
hefur verið unnið mikið og
þarft verk við húsið sem nú
mun halda áfram hlutverki sínu
sem bakarí.
-hþ.
Guðbjartur ásamt hluta starfsfólks síns í bakariinu.
SANDBLASTUR
Hvert á land sem er
Sandblásum
hús - steypumannvirki
skip - tanka - stálverk
og vinnuvélar
Rás hf.
Fitjabraut 4,260 Njarðvík, símar 92*1305$, 11882 og 985*21482
Erum á Vestfjördum
núna og næstu vikur
/
Isafj arðar kaupstaður
Deiliskipulag í Engidal
Bæjarsjóður ísafjaröar auglýsir kynningu
á deiliskipulagi fyrir hluta af Engidal á
ísafiröi.Skipulagssvæöiðerfyrirausturhluta
Engidals.
Skipulagiö mun liggja frammi á
bæjarskrifstofunum, Hafnarstræti \, næstu
fjórar vikurnar, eöa til föstudagsins 3.
september. Á þeim tíma geta þeir sem þess
; óska kynnt sér það þar og komið á framfæri
skrifl egum a thugasem d u m.
Bæjarstjórinn á Isafirði.
1 dpula.gr
Bæjarsjóóur ísafjaróar auglýsir kynningu
ábreyttu aöalskipulagi á ísafiröi. Breytingin
er á svæði í Engidal.
Skipulagið mun liggja frammi á
bæjarskrifstofunum, Hafnarstræti 1, næstu
sex vikurnar, eða til föstudagsins 17.
scptember. Á þeim tíma geta þeir sem þess
óska kynnt sér það þar og komið á framfæri
skriflegum athugasemd um.
>
Bœjarstjórinn á Isafirði.
MARINS BESTA
blaö í þjóðbraut
Nám í svæðishundinni
leiðsögn á Vestfjörðum
Farskóii Vestfjarða og Ferða-
málasamtök Vestfjarða munu bjóða
uppá nám í svæðisbundínni leiðsögn á
Vestfjörðum í vetur, ef næg þátttaka
fæst. Hér er um starfsnám að ræða,
sem veitir fólki réttindi til að starfa
sem leiðsögumenn í fjórðungnum.
Nárniö hefst í september og lýkur í
maí. Því er skipt í tvo hluta og þurfa
nemendur að standast próf á fyrri
hlutanum til að geta haldið áfram á
þeim síðari. Fyrri hluti námsins fer
fram á eftirtöldum stöðurn: í Vatns-
firði, á Reykhólum, á Núpi, á Tálkna-
firði, á Hólmavík og á ísafirði.
Nemendur sjá sjálfir um að koma sér á
milli staða.
Námsgjald fer eftir fjölda þáttakenda,
en verður þó ekki lægra en kr. 50.000,-
(gisting og fæði innifalið). Boðið er upp
á raðgreiðslur með greiðslukortum.
Eyðublöð og allar nánari upplýsingar
veitir ferðamálafulltrúi Vestfjarða,
Anna Margrét Guðjónsdóttir, Byggða-
stofnun ísafirði, s. 94-4633.
Umsóknarfrestur er til 80. ágúst nk.