Bæjarins besta


Bæjarins besta - 06.10.1993, Side 2

Bæjarins besta - 06.10.1993, Side 2
2 BÆJARINS BESTA • Miðvikudagur 6. október 1993 Hvað myndir þú gera ef þu mættir ráða öllu í einn dag? Kristrún Sif Gunnarsdóttir: „Ég myndi láta fella niður skólann svo að allir krakkarnir fengu frí og gætu leiluð sér.” Brynja María Ólafsdóttir: „Láta allt vera ókeypis í búðunum því þá væri hægt að fá meíra sælgæti.” BB spyr: Óskar Gunnar Karlsson: „Ég myndi leyfa að koma með nammi í skólann.” Karen Ragnarsdóttir: „Láta vera frítt í strætó.” Reynir Öm Reynisson: „Ég myndi láta rífa gömlu húsin í bænum og byggja ný í staðinn.” Bygging sorpbrennslustöðvar í Engidal: lilboð Naglans hf. í veifdð 83% of kostnoðaráæfluii - bygginganefnd leggur til að tilboðinu verði tekið FIMM tilboð bárust í byggingu nýrrar sorpbrennslu- stöðvar sem áætlað er að reisa í Engidal í Skutulsfirði. Þrjú tilboðanna voru undir kostnaðaráætlun en hún hljóðaði upp á kr. 15.893.070.- og hefur byggingarnefnd sorpbrennslustöðvarinnar lagt til að lægsta tilboðinu, sem kom frá Naglanum hf., á ísafirði, verði tekið. Tilboð Naglands hf„ hljóð- aði upp á kr. 12.900.780 sem er 83% af kostnaðaráætlun. Næst lægsta tilboðið kom frá Auðni Guðmundssyni hf., kr. 13.929.680 og þriðja lægsta tilboðið kom frá Eiríki og Einari Val hf.,kr. 14.320.000. Einnig buöu í verkið Véla- verk hf., sem bauð kr. 16.000.000. og ístak hf., sem bauð kr. 21.234.593. A fundi byggingarnefndar sorpbrennslustöðvarinnar sem haldinn var 24. september síðastliðinn var samþykkt að ganga til samninga við Yl- einingu hf., í Reykjavík, um klæðningu í hús stöðvarinnar oghefur byggingarnefndin lagt til aó sú ráðstöfun verði samþykkt af bæjarráði Isa- fjarðar. A sama fundi var lögð fram tillaga að auglýsingu um sam- keppni að merki fyrir sorp- brennslustöðina, auk annarra gagna. Var þeim Elísabetu Gunnarsdóttur arkitekt og Hans Georg Bæringssyni falið að vinna endanlega tillögu að samkeppnisreglum um kerkið. í dómnefnd við val á merkinu verða þau Eyjólfur Bjarnason, formaður, Gísli Gunnlaugsson og Pálína Aðólfsdóttir. -s. Patreksfjöröur: íbúðir aldraðra afhentar Á PATREKSFIRÐI var nýtt og glæsilegt hús, Kambur - íbúðir aldraðra, tekið í gagnið á svokölluðum Kambi niður á Vatneyri við Patreksfjörð. Lyklar íbúðanna voru afhentir íbúunum við formlega athöfn síðastliðinn sunnu- dag og var kaffisamsæti haldið í félagsheimilinu af því tilefni og um leið kynnt áform um byggingu þjónusturýmis fyrir aldraða í vetur. „Búið er að úthluta öllum íbúðunum og komust færri að en vildu. Það eru alls átta íbúðir í Kambi, fjórar 68 fer- metra einstaklingsíbúðir og fjórar 75 fermetra hjónaíbúðir. Áætlaður byggingarkostnaður er um fimmtíu milljónir. Ibúð- imar eru í kaupleigukerfinu og eru því metnar inn í félagslega almenna kaupleigukerfið,” sagði Olafur Arnfjörð Guð- mundsson, sveitarstjóri á Pat- reksfirði. Byggingartími Kambs spannar fimmtán mánuði, framkvæmdir hófust í maí- mánuði í fyrra og þeim lauk í júlímánuði síðastliðnum. Verktaki var Byggir hf. á Pat- reksfirði. „Aðilar frá Hús- næðisstofnun tóku út verkið fyrir skömmu og voru mjög hrifnir af frágangi verktaka, sögðu vel að verkinu staðið og að allt væri til fyrirmyndar,” sagði Olafur. Byggingin hefur ekki mikil áhrif á stöðu sveitarsjóðs þar sem fjármagnið kemur annars staðar frá. Sveitarfélagið fékk framkvæmdalán upp á níutíu prósent frá Húsnæðisstofnunu og íbúarnir b.orga hin tíu prósentin sem sveitarsjóður þarf að borga í miilitíðinni. Félagsstarf aldraðra hefur verið með ágætum undanfarin ár. Vikulega er starfrækt svo- kallaó Eyrarsel í íbúð einni í bænum, mikið starf hefur farið þar fram en aðstaðan ekki verið nógu góð. Patreks- firðingar eru því ánægðir með að geta bætt úr aðstöðunni því stefnt er að því að hefja byggingu þjónusturýmis fyrir aldraða í haust. „Hús þjónusturýmisins veröur við hlið Kambs og samtengt honum. I þjónustu- rýminu fá íbúar margs konar þjónustu, verslun, félagsstarf og fleira. Þarna er um að ræða 230 fermetra byggingu og við gælum við þá hugmynd að hefja byggingarframkvæmdir núna í haust. Við munum miða smíðina við það fjármagn sem verður vió hendi á hverjum tíma,” sagði Olafur Arnfjörð Guðmundsson. uu Magnús Reynir Guðmundsson skrifar: Athugosemd vegna fréttar . í * * Magnús Reynir Guðmundsson, framkvæmdastjóri Togaraútgerðar ísafjarðar hf., segir tjónið á Skutii vart undir fimm milljónum króna. í BB, sem út kom í síðustu viku, er getið um tjón er varð á Skutli IS-180, þegar Arnar- fell sigldi á togarann þar sem hann lá við bryggju á Isa- firði. Haft er eftir verkstjóra skipa- smíðastöðvar Marsellíusar að tjónið sé varla meira en ein milljón. Hér er heldur frjáls- lega farið með þar sem líkur eru nú á að tjónið verði vart undir fimm milljónum auk aflatjóns. T.d. má geta þess, að nýir toghlerar kosta u.þ.b. tvær milljónir, en Arnarfellið eyðilagði annan hlerann við áreksturinn og reyndarekki að vita hvernig farið hefði, ef hlerinn hefði ekki tekið af mesta höggið. Við áreksturinn gekk stjórnborðsgálginn fram um hálfan metra, auk þess sem ýmsar fleiri skemmdir urðu á Skutli og hafa nokkrar þeirra verið að koma í ijós þar sem skipið er nú að veiðum út af Vestfjörðum. I framhaldi af umfjöllin um tjónið á Skutli, sem varð eins og fram hefur komið algjör- lega vegna gáleysislegrar siglingar skipstjórans á Arn- arfelli, sem var með skipið í sinni fyrstu ferð til ísafjarðar, er rétt að geta þess að for- ráðamenn Samskipa virðast vilja gera sem minnst úr tjóninu og torvelda forráðamönnum Togaraútgerðar Isafjarðar, sem gerir út Skutul, að bæta það fljótt og vel. Hefur því reynst nauðsynlegt að ráða lögmann til að fara með málið fyrir Togaraútgerðina. Þegar óhappið varð voru fjölmargir menn að störfum um borð í Skutli m.a. menn við löndun við lúguop og veróurað teljast mildi aðekki skyldi verða manntjón. Það ættu forráðamenn Samskipa og skipstjórinn á Arnarfellinu að þakka forsjóninni fyrir. Magnús Reynir Guðmundsson, framkvcemdastjóri Togaraútgerðar ísafjarðar hf. Afmæli: Fimmtug FRIÐGERÐUR Péturs- dóttir, til heimiiis að Völu- steinsstræti 3, Bolungarvík, fagnar fimmtugasta aid- ursári sínu þann 11. okt- óber næstkomandi. Friðgerður tekur á móti gestum sunnudaginn 10. októbcr í Félagsheimilinu í Bolungarvík miili klukkan þrjú og sex. Afmæli: Sexlugur GUÐMUNHl R H. Ing- ólfsson Holti, Hnífsdal verður sextugur miðviku- daginn 6. október næst- komandi. Eiginkona Guðmundar er Jóna Valgerður Kristjáns- dóttir og eiga þau f i m m börn. Guðmundur veröur að heiman á afmælisdagínn en tekur ámóti gestum í tilefni afmæiisins í Félagsheim- ilinu í Hnífsdal laugardaginn 8. október frá klukkan 16. ísafjörður: AÐ SÖGN lögreglunnar á ísafirði var fremur ró- legt á götum bæjarins um helgina. Fremur lítið bar á ölvun og lítið var um óspektir. Lögreglan fékk tilkynn- ingu um tvær minniháttar líkamsárásir en þær höfðu ekki verið kærðar á mánu- dag er blaðið hafði sam- band við lögregluna. Önnur líkamsárásin mun hafa átt sér staó við Landsbankann og hin í veitingastaðnum Krúsinni.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.