Bæjarins besta - 06.10.1993, Qupperneq 3
BÆJARINS BESTA • Miðvikudagur 6. október 1993
3
Reykjanes við Djúp:
Þjálfunar-
námskeið AfS
sláplinema
AFS SKIPTINEMASAM-
TÖKIN á íslandi héldu sitt
árlega þjálfunarnámskeið
um síðustu helgi og fór það
fram í Reykjanesi við Isa-
fjarðardjúp að þessu sinni.
Skiptinemarnir komu til ís-
lands í ágústmánuði síðast-
liðnum og hafa búið hér á
Fróni í rúmar sex vikur. Nám-
skeiðið stóð frá föstudegi til
sunnudags og með í för voru
starfsmenn AFS skrifstofunnar
í Reykjavík, stjórn AFS, deild-
arstjórar og tengill erlendu
skiptinemanna á Islandi.
Tveir skiptinemar voru frá
Isafirði en Isafjarðardeildin er
sú elsta af landsbyggða-
deildunum og án efa sú virk-
asta. I febrúar verður annað
sambærilegt námskeió fyrir
sama hóp haldið í Reykjavík.
Þá verður höfuðborgin í
brennidepli og merkir staðir
sóttir heim.
BB hafði samband við
Sigrúnu Vernharðsdóttur for-
Ánægður §ölþjóðahópur í Reykjanesi. Á myndinni má meðal annarra þekkja Kristínu Bjömsdóttur og Sigrúnu
Vemharðsdóttur frá Isafirði.
mann Isafjarðardeildar AFS
samtakanna á Islandi og spurði
hana hvað hafi verið gert á
námskeiðinu um síðustu
helgi. „Skiptinemunum voru
kennd nokkur af helstu orðum
og setningum á íslensku auk
þess sem útskýrð var fyrir
þeim þjóðfélagsbygging okk-
ar, siðir og venjur. Þau hafa
þegar kynnst íslensku skóla-
starfi og fengu þarna tækifæri
til að bera saman bækur sínar
og tala um sín heimalönd og
- bæi og segja hvernig þeim
líkar vistin hér á landi auk þess
sem þau efndu til nýrra vin-
skapa við hina skiptinemana.
Einnig var þetta námskeið
haldið fyrir þá íslensku skipti-
nema sem lokið hafa dvöl
erlendis í eitt ár og eru þeir
þjálfaðir í sjálfboóaliða-
störfum sem tengjast sam-
tökunum en þau byggjast
einmitt mikið á sjálfboða-
vinnu ýmis konar. Til dæmis
þurfa íslensku krakkarnir að
taka viðtöl við tilvonandi
skiptinema og útskýra hvernig
umsóknarferillinn fer fram,”
sagði Sigrún Vernharðsdóttir.
Yfir sextíu erlendir skipti-
nemar tóku þátt í þjálfunar-
námskeiðinu og samanstóð
hópurinn af mörgum ólíkum
þjóðlöndum, svo sem Vene-
zúela, Ghana, Austurríki,
Bandaríkjunum, Noregi og
mörgum öðrum.
„Þjálfunarnámskeið sem
þetta eru oftast nær haldin úti á
landi en þó yfirleitt nær höfuð-
borginni. Forsvarsmenn nám-
skeiðsins eru sammála um að
á þessu námskeiði hafi hóp-
urinn þjappast betur saman en
venjulega. Reykjanesskóli þótti
vel við hæfi því að hann er
ónotaður og aðstaðan er
hreint frábær. Þar er íþrótta-
salur, sundlaug og fyrirtaks
herbergi enda voru þátttak-
endurnir mjög ánægðir með
hvernig til tókst þótt sumum
hafi fundist svolítið frumstætt
að koma í Djúpið,” sagði
Sigrún að lokum.
-hþ.
Endurbætur á anddyri FSÍ
NÚ ERU hefjast endur-
bætur við aðal inngang
Fjórðungssjúkrahússins.
Skipt verður um útihurð, sú
gamla víkur og ný rafknúin
tekur hennar sess.
Einnig verður aðgengi og
umhverfi við innganginn bætt
á ýmsan hátt auk þess sem lögð
verður hitalögn í stéttina þar
fyrir framan. Framkvæmdir
þessar taka um þrjár vikur og á
meðan er þeim sem erindi eiga
á sjúkrahúsið eða á heilsu-
gæslustöðina bent á að ganga
um aðaldyr í kjallara.
s/f
Hjálmar R. Bárðarson
gefur út Vestfjarðabók
ÞESSA dagana er að koma út á vegum Islenskrar bóka-
dreifingar hf., bókin Vestfirðir eftir Hjálmar R. Bárðarson.
I kynningu útgáfunnar segir m.a. að það hafi verið fyrir
rúmri hálfri öld að nýstúdentinn Hjálmar R. Bárðarson
gekk í fjórar vikur um Hornstrandir með Rolleycord mynda-
vél og farangurinn á bakinu. Þá var slíkt ekki farið að
tíðkast og þótti ekki efnilegt að ungur maður flæktist um
hábjargræðistímann og „ekkert að vinna”.
Hjálmar tók myndir meðan
þarna var enn byggð og síðan
hefur hann í ótal ferðum sínum
þangað tekið myndir og ekki
aðeins á Ströndum, heldur líka
um alla Vestfirði og efni-
viðurinn er orðinn að einni af
þessum vönduðu bókum
Hjálmars. Vestfjarðabókin er
480 blaðsíður að stærð með
920 ljósmyndum, gömlum og
nýjum, teikningum og kortum,
þar af 647 litmyndum. Bókin
byrjar á Breiðafjarðareyjum,
síðan er farið um Vestfirði
að Isafjarðardjúpi og áfram
um Hornstrandir og Strandir í
Hrútafjörö.
Sumarið 1939gekkHjálmar
úr Jökulfjörðum, um Horn-
strandir og Strandir í Stein-
grímsfjörð, en þaðan yfir í
Isafjarðardjúp. Hann hafði
breytt myndavélinni til að
spara filmurnar, þannig að
hann gat tekið 18 myndir á
filmuna í stað 12. Hann mynd-
aði fólk, landslag og bæi, en
segiraðef honum hefði dottið
í hug að þarna færi allt í eyði,
þá hefói hann einbeitt sér
meira að fólkinu. Af því hann
átti svona mikið af myndum,
langaði hann til að gefa út
bók um Homstrandir. Og þær
eru kjaminn í bókinni en á
undanförnum árum hefurhann
verið að bæta í þaó sem
vantaði frá öllum Vestfjörð-
um. -s//.
14 ATRIÐI
TIL At> AUÐVELPA ÞÉR VETUMNN
OC ÞÉR LÍÐUR MIKLU BETUR, AÐ EKKI SÉTALAÐ UM BÍLINN
CZMD VERP5AMANBURt>
| Gegnframvísun þessa miða veitist handhafa hatis
vetrarskoðu
Gildir til 20. október 1993
Suðurgötu 9, Isaflrði, sími 4580
Pöntunarsíminn er 4580
Kynntu þér vetrarskoðunina
Fast verð okkar, áður en þú ákveður annað.
4 cyl. kr. 6.985,-
6 cyl. kr. 8.250,-
8 cyl. kr. 9.650,-
Viljir þú fá skipt um olíu og síu,
greiðir þú aðeins eflti.
Suðurgötu % Isafirði
Bifreiðoverkstæði s. 4580 - Bílosalo 3800
Útgáfa:
ísafjörður: