Bæjarins besta


Bæjarins besta - 06.10.1993, Blaðsíða 9

Bæjarins besta - 06.10.1993, Blaðsíða 9
BÆJARINS BESTA * Miðvikudagur 6. október 1993 9 Bíldudalshöfii. Bíldudalur: Nýbrygga KAFLASKIL urðu í hafn- armálum Bílddælinga er ný bryggja var tekin í gagnið í ágústmánuði sem auðvelda mun alla þá starfsemi sem þar fer fram. Lokið var við nýju bryggj- una í apríl síðastliðnum og verktaki varbryggjusmiðurinn Jón Guðmundsson á Bíldudal. Bryggjan, sem erþrjátíu metra löng harðviðarbryggja, er staðsett í Bíldudalshöfn og eykst vinnusvæðið á höfninni um fimm hundruð fermetra við tilkomu nýju bryggjunnar. Kostnaður við verkið var rúmar fimmtán milljónir. SMÍÐI er hatin á nýju íþrúltahúsi á Bildudal. Húsið er línit résbygging og kostnaður við smíðina er áætlaður uni fjörtíu og fimm milljúnir. # Jarðvegsvinna hófst um miðjan septembermánuð og áætlaður byggingartími er þrjú tíl fjögur ár. Verðandi íþróttahús er staðsett við hlið afgirts fótbolta- og körfuboltavallar og er húsið hannað með tillítí til þess að byggja sundlaug við hlíð þess. Fyrsti áfangi í byggingu hússins, sem kláraður verð- ur í haust, nemur átta mill- jónum króna. íþróttahusinu sviparmjög til íþróttahússins sem Súðvíkingar reisa þessa dagana, scm. er samskonar límtrósbygging, en hús Bild- dælinga er þó sjónarmun stærra. Vélaleiga Hreins Bjarnasonar hf. sá um jarð- vegsvinnuna og Tréverk hf. sér um þá steypuvinnu sem nú er í fullum gangi. I í Sþróttahúsinu verður hægt að stunda allar helstu innanhús íþróttagreinar, svo scm körfubolta, fótbolta, handbolta, blak, badminton og flcira. Til þcssa hcfur féiagsheimíli þeirra Bíid- dælinga verið notað til leikfímiskennslu og binda heimamenn því miklar vonir við nýja íþróttahúsið. .hþ, ARNAR G. HINRIKSSON Silfurtorgi 1 • ísafirði • Sími 4144 Sundstræti 24: Önnur hæð. Rúmlega 120 m2 sérhæð. 3 svefnherbergi. Bílskúr fylgir. Strandgata7: Nýuppgeri.tvílyft einbýlishús úr timbri. Hjallavegur 1: Einbýlishús,. íbúðarhæðin er 120 m2. Bílskúr oggeymslaeru um 60 m2. Húsið er laust í haust. Pólgata 4: 5 herbergja íbúð á з. hæð. Bakkavegur 23: Einbýlishús, и. þ.b. 160 m2 ásamt bílskúr. Aðalstræti 22b: 2jaog 3ja herb. íbúðir á 2. og 3ju hæð. Tangagata 20: 3ja herb. íbúð. Laus eftir samkomulagi. Lyngholt2:140m2einbýlishús ásamt bílskúr. Laust eftir sam- komulagi. FASTEIGNAVIÐSKIPTI Aðalstræti 20:3ja herb. íbúð á 2. hæð, u.þ.b. 95 m2. Mjallargata 6: Norðurendi. 4ra herb. íbúð ásamt tvöföldum bíiskúr. Fitjateigur4:U.þ.b. 151 m2ein- býlishús á einni hæð ásamt bílskúr. Súðavík Aðalgata 60: Lítið einbýlishús. Bolungarvík Hlíðarstræti 24: Tvílyft ein- býlishús, 2 x75 m2. Hólastígurö: Rúmlegafokhelt raðhús. Selst á góðum kjörum. Hlíðarstræti 21: Gamalt ein- býlishús, 80 m2. Traðarland 24: Tvílyft einbýlis- hús, u.þ.b. 200 m2 með bílskúr. Vitastígur 8: Tvílyft einbýlis- hús, m.a. 4 svefnherbergi. ísafjörður: Sunnukórinn sexflugur AÐALFUNDUR Sunnu- kórsins á Isafirði verður haldinn á morgun, fimmtu- dagskvöld, klukkan níu ■ fundarsal Norðurtangans við Sundahöfn. Dagskrá fundarins erþríþætt, auk venjulegra aðalfundar- starfa og annara mála verður sextugsafmæli kórsins rætt en hann er stofnaður 25. janúar 1934. í tilefni af afmælinu hefur verið ákveðið að halda veg- Iegt afmæli Sunnukómum til heiðurs og er undirbúningur þess að komast á fullan gang. Þess má geta aö Sunnu- kórinn var stofnaður til að viðhalda söng í ísafjarðar- kirkju sem og almennum söng við ýmis mannamót og er í dag elsti starfandi blandaði kórinn á Islandi. Stjórn Sunnukórsins býður alla söngelska bæjarbúa vel- komna á aðalfundinn annað kvöld og hvetur nýja sem eldri söngmenn að koma til starfa í vetur því stefnt er að því að gera afmælið sem glæsilegast úr garði. fihþ. Reykhólar: Rcrfmagn lagt í jörð vegna ísingarhættu ORKUBÚ Vestfjarða leggur þessa dagana rafmagnsstreng neðanjarðar í Reykhólasveit á 3,2 kílómetra löngum kafla. Þessi aðferð, að leggja svona stóran rafmagnstreng í jörðu, er að ryðja sér til rúms en fyrir um þremur árum var fyrst farið að nota hana fyrir alvöru. Tryggvi Ólafsson hjá Orku- búi Vestfjarða á Hólmavík segir að á þessu svæði hafi staurar brotnað og loftlínur slitnað vegna ísingar og því sé þetta ágæt lausn. „Við höfum lagt talsvert mikið af raflínum neðanjarðar síðastliðin tvö ár, bæði í Arneshreppi og síðast á Snæfjallaströnd nú í sumar. Það er stefnan að línur sem eru undir nítján þúsund voltum séu lagðar í jörð á svona álagspunktum. Við sjáum fram á lagningu fleiri lagna sem þessara en engar eru fastákveðnar ennþá,” sagði Tryggvi. Jarðýtan sem notuð er við lagninguna hefur sér- útbúinn ripper sem plægir strenginn í um eins meters dýpt og áhald sem hristir fínt efni úr jarðveginum ofan á kapalinn. Tryggvi telur að með þess- ari aðferð sé komin nokkuð ábyggileg lausn á snjóflóða- vandamálum Orkubúsins, þeg- ar staurar brotna sem eldspýtur í fjallshlíðum víðs vegar. Hann bendir þó jafnframt á að lagningin sé mjög háð jarð- veginum og segir það einnig vera helsta vandamálið. Víða séu urðir, klappir og annað stórgrýti sem erfitt sé að plægja. „Upphaflega voru svona lagnir einungis framkvæmdir á einfasa línum en nú er farið að leggja þriggja fasa línur í jörð. Meðal annars er talað um að nýframkvæmdir á ís- ingarsvæðum verði í fram- tíðinni eingöngu í jörð en það er.þó háð því hversu stórar línurnar eru, ennþá. Sjálfsagt verður hægt að leggja sverari línur eftir nokkur ár,” sagói Ólafur að lokum. -hþ. Hiutavelta fyrir Rauða krossinn ÞESSAR ungu hnátur, Linda Dögg Þorbergsdóttir og Arna Ýr Kristinsdóttir, héldu fyrir skömmu hlutaveltu til handa Rauða krossi íslands, Salan var ágæt og alls söfiiuðu þær 1.430 krónum.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.