Bæjarins besta


Bæjarins besta - 06.10.1993, Qupperneq 10

Bæjarins besta - 06.10.1993, Qupperneq 10
10 BÆJARINS BESTA • Miðvikudagur 6. október 1993 Laugi Baldurs SPAUGARI síðustu viku, Halldór Jónatansson verkstjóri innanbæjarkerf- is Orkubús Vestfjarða í Bolungarvík skoraði á Sigurlaug Baldursson vörubifreiðarstjóra á ísa- firði að koma með næstu sögu og hér kemur fram- lag hans: Vörubílstjóri einn um fimmtugt sem hafði verið í vegavinnu í um þrjátíu ár, þar að auki í um tuttugu til sjós, þótti kaupið orðið fjári lélegt og því stundum talið að hann þyrfti ekki að keyra mjög hratt. Það var svo fyrir nokkrum árum þegar hann var að keyra möl ofan í bratta brekku, að verk- stjórinn tekur eftir því að vörubíllinn fer mjög hægt upp brekkuna. Hleypur verk- stjórinn því til bílsins og spyr bilstjórann hvort ekki sé til nema fyrsti gir á druslunni? „Ef ég ætti annan lægri,” sagði kappinn fúllyndur, „þá væri ég í honum!” og skellti hann hurðinni við svo búið. - Og hér er ein önnur; Einu sinni var vörubíl- stjóri við vegavinnu í Djúp- inu. Einn daginn var hann fenginn til aðflytja tvo vega- vinnuskúra. Annar þeirra var á hjólum og átti vörubillinn því að draga hann en hinn skyldi faraávörubílspallinn. Þegar bilstjórinn hafði ekið um stund datt annað hjólið undan skúrnum sem hann dró án þess að verða þess var. Menn sem óku á eftir vörubílnum reyndu að stoppa manninn en hann hvorki heyrði til þeirra né sá þá fyrr en þegar loks hægði á bílnum í brekku einni. Þeir eftirtektarsömu sem fylgdu bílnum tjáðu bíl- stjóranum að annað hjólið vantaði á skúrinn. „Nú hver skrambinn, það var undir þegar ég fór af stað!” svar- aði bílstjórinn snöggur. Eg skora á Þorbjörn Jó- hannesson bœjarverkstjóra að koma með nœstu sögu. Bessinn kláraði 30% af þorskkvóta sínum í tveimur túrum SKUTTOGARINN Bessi frá Súðavík kom til heimahafnar sinnar á sunnudag með 37 tonn eftirfimm dagaveiði. Bessinn kom íland vegna brælu, þeirrar fyrstu áþessu hausti. Mjög lítill afli hefur fengist á Vestfjarðamiðum undanfarna daga, ölíkt því sem var í byrjun september er togaramir fylltu sig á tveimur til þréfriur dögum. í þeirri adalin>tu fékk Bessirm 150 tonn í öðrum túrnurn og 180 tonn í þeim síðari sem svarar til um 30% af heildarþorskkvóta skipsins, sem er um 900 tonn. Ósvör í Bolungarvík: Bolungarvík: Bylgjan óskar eftir afriti af samningum Skipstjóra og stýrimannafélagið Bylgjan hefur sent for- ráðamönnum útgerðarfyrirtækisins Ósvarar hf., í Bolungarvík bréfþar sem óskað er eftir afriti af samningum fyrirtækisins við sjómenn á togurunum Heiðrúnu og Dag- rúnu, ef slíkir samningar hafa verið gerðir eða að gerð verði grein fyrir samkomulagi við þá sé um munnlegt samkomulag að ræða. Björgvin Bjarnason, framkvæmdastjóri Ósvarar hf., sagði í samtali við blaðið að sjómenn á togurum félagsins fengju sambærileg kjör og tíðkuðust á Vestfjörðum en ef hagnaður y rði af fyrirtækinu kæmi sá hagnaður til sjómannanna og þá jafnvel í formi hlutafjár. Hvað varðar fyrirspurn Bylgjunnar um að veikindadagar væru ekki greiddir sagði Björgvin það vera rugl.'„Eg var afar óhress með þessa spurningu og ég veit af hverju þetta er til komið. Það er vegna þess að ég sagði einhvern tímann að við hefóum ekkert efni á að hafa annað en heilsuhrausta menn,” sagði Björgvin. Þingevri: Sléttanesið komið með 11 milljónir Sléttanesið hefur að undanförnu verið við veiðará karfa í Skeijadýpinu og hefúr veiðin gengið heldur illa að sögn útgerðarmanns skipsins AndrésarGuðmundssonar. Skipið hefúr verið 19 daga á veiðum og er búið að fá 100 tonn upp úr sjó að verðmæti um 11 milljónir króna. Sléttanesið kom til Reykjavtkur í gærdag og skipti um troll. Það er væntanlegt í land aftur um miðjan mánuðinn. Framnesið landaði 30 tonnum afkarfa á sunnudaginnoger nú á veiðum. Línubátar staðarins fengu samtals 4,5 tonn í síðustu viku og var Bibbi Jóns aflahæstur með 1,4 tonn í einni ferð. Dragnótabátarnir fengu 7,2 tonn í þremur róðrum og var Mýrarfell aflahæst með 3,9 tonn í einni ferð. Einn Þingeyrarbátur hefur hafið veiðar á hörpudisk og fékk báturirin Máni 9 tonn í sfóustu viku. Aflinn fékkst í þremur veiðiferðum. Lítill afli hjá togurunum í Víkinni Skuttogarar Bolvíkinga komu með lítinn afla að landi í síðustu viku eða rétt rúm 50 tonn til samans. Heiðrúnin hefur landað tvisvar frá því sögðum síðast fréttir frá aflabrögð- um í Bolungarvík, samtals 13 tonnum auk þess sem sett var í einn gám. Dagrúnin hefur á sama tíma landað 18,5 tonnum auk eins gáms og fór aíli beggja togaranna til vinnslu hjá Djúpfangi og hjá fisk- verkun Magnúsar Snorra- sonar. Eitt loðnuskip landaði í Bolungarvík í síðustu viku. Kap VE kom með 356 lestir en gera má ráð fyrir að þau verði fleiri næstu daga því þokkaleg loðnuveiði er nú á Halanum og á Kögurgrunni, fjögurra klukkustunda sigl- ingu frá Bolungarvík. Einn rækjubátur landaði í Bolungarvík í síðustu viku. Flosi IS kom með 17 tonn. Þrír netabátar komu með 2,5 tonn úr átta róðrum og var Hafrún aflahæst með 1,5 tonn í fimm róðrurn. Tólf línubátar komu með 25,1 tonn úr 33 róðrum og var Snorri afi aflahæstur með 6,6 tonn í þremur róðrum. Tíu færabátar lönduðu samtals 4,3 tonnum og var Guð- mundur Einarsson afla- hæstur með 600 kg. í tveimur róðrum. Fjórir dragnóta- bátar komu með 24,5 tonn í tíu róðrum og var Páll Helgi aflahæstur með 11,7 tonn í fjórum róðrum. Vestfirðir: Guðbjörgin með 238 milljóna króna aflaverðmæti Aflaskipið Guðbjörg IS-46, var með 2.604 tonn upp úr sjó fyrstu átta mánuði ársins og var meðalskiptaverðmæti á úthaldsdag 690 þúsund krónur, en brúttóverðmæti 238 milljónir króna. Bessi IS-410 var með 2.569 tonn og var meðalskiptaverð- mæti á úthaldsdag 670 þúsund krónur og heildarverð- mætið nam 202 milljónum króna. Sé miðað við sama tímabil í íýrra er töluverður samdráttur hjá Guðbjörgu sem þá var með 3.362 tonn upp úr sjó og 261,3 milljónir króna brúttóverðmæti. Bessi er hins vegar með sem nemur 8,5 milljónum hærra brúttóverðmæti í ár þrátt fyrir að aflinn sé 100 tonnum minni en í fyrra. Þessar upplýsingar koma fram í nýjasta tölublaði Fiskifrétta. Súðavík: Haffari tapaði trollinu Líkt og Bessinn, komu rækjuskip Súðvíkinga inn á sunnudag vegna brælu. Haffari var með 1,5 tonn en skipið hafði verið tæpan sólarhring úti er það tapaði trollinu. Haffari kom þó ekki alislaus í land því skipið kom með rækjuskipið Guðmund Péturs í togi eftir að síðarnefnda skipið hafói fengið trollið í skrúfuna. Ofrinn kom einnig inn á sunnudag með 16 tónn af rækju og Kofrinn kom með 35; tonn af rækju. Haffari landaði aftur á móti 37 tonnunr af rækju á laugardag og kotn inn aftur á sunnu- dag eins og að frarnan greinir. ísafjörður: Guðbjörgin með 55 tonn Isfirsku togararnir hafa fengið lítinn afla að undan- förnu líkt og önnur skip á Vestfjörðum. 1. október síðast- liðinn kom Hálfdán í Búð með 35 tonn af blönduðum afla og daginn eftir kom Guðbjörg með 55 tonn, mestmegnis þorsk. A sunnudag komu síðan Páll Pálsson með 30 tonn, Guð- bjartur með 15 tonn og Stefnir með 15 tonn. Hálfdán í Búð kom einnig inn á sunnudag vegna brælu og var afli skipsins rétt fimm tonn. Á föstudag kom Sigurður Þorleifsson með 25 tonn af rækju. Daginn eftir kom Hersir með 23 tonn og sama dag kom Gissur Ár með 50 tonn af frystri pokarækju sem fór til vinnslu hjá Bakka. Hafbergið kom síðan á mánudag með 19 tonn af rækju og Guðmundur Péturs landaði 17 tonnum af rækju á sunnudag.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.