Bæjarins besta


Bæjarins besta - 10.11.1993, Blaðsíða 3

Bæjarins besta - 10.11.1993, Blaðsíða 3
BtfARINS BETA • Miðvikudagur 10. nóvember 1993 3 ísafjöröur: Ráðherra hefur ákveðið að friða húseignina að Aðalstræti 16 MENNTAMÁLARÁÐHERRA, Ólafur G. Einarsson tók í gær ákvörðun um að húscignin að Aðalstræti 16 á ísafirði skyldi vera friðuð. Tók ráðherra ákvörðunina að ósk Húsa- friðunarnefndar ríkisins, sem áður hafði beitt ákvæðum 38. gr. þjóðminjalaga um skyndifriðun svo ekki yrði farið út í niðurrif á húsinu eins og Póstur og sími á ísafirði hafði fyrirhugað. Bæjarráð Isafjarðar mótmælti ákvörðun Húsafriðunamefhdar um skyndifriðunina og fór þess á leit við menntamálaráðheiTa, að hann staðfesti ekki þessa ákvörðun nefndarinnar og benti í því sambandi á að Húsa- friðunamefndhefði ekki svarað erindi byggingarfulltrúa um niðurrif hússins innan tilskilins frests. Byggingarnefnd og bæjarráð höfðu samþykkt sam- hljóða niðurrif hússins og bæjarstjóm gerði ekki athuga- semdir við þær samþykktir. Bæjarráð beindi því þeim til- mælum til ráðherra að hann virti rétt bæjaryfnvalda til að taka ákvarðanir um sitt nánasta um- hverfi. Ráðherra tók hins vegar ákvörðun um að friða húsið eins og áður sagði og virðist því geta tekið fram fyrir ákvarðanir bæjaryfirvalda víðs vegar um landið, sýnist honum svo. Tilskipunarvaldið er greinilega í höndum manna eða nefnda fyrir sunnan. „Með þessari ákvörðun ráð- herraermáliðkomiðútaf okkar borði. Bæjarráð bókaði mót- mæli við þessari hugmynd Húsafriðunamefndar og því er ekki að leyna að þessi ákvörðun veldur okkur vonbrigðum,” sagði Smári Haraldsson í morg- un. „Við vitum ekki ennþá hvað við megum gera, vió höfum ekki séð friðunarskjalið ennþá. Mér þykir þó líklegt að við megum ekki hreyfa við húsinu en þar sem við höfum ekki fengið gögnin í hendumar er erfitt að segja til um málið. Við höfum ekki metið stöðuna, en við komum til með að meta hvaða kostir em í stöðunni. Allt okkar húsnæði er fullnýtt í dag og við þurfum því aukið pláss. Þetta var hagkvæmasti kosturinn fyrir okkur. Húsið var uppmnalega Aðalstræti 16 á ísafirði. Menntamálaráðherra í gær ákvörðun um að friða húsið samkvæmt beiðni Húsafriðunar- nefndar rikisins. keypt til að geta rýmkað um okkur og því veldur þetta okkur vonbrigðum. Okkur finnst það einnig skrýtið að ráðherra eða einhver nefnd í Reykjavík getið tekið fram yfir hendur bæjar- yfirvalda um sitt nánasta um- hverfi, það er umhugsunarvert og hvar endar þetta,” sagði Erling Sörensen, stöðvarstjóri Pósts og síma. -5. Núpur hf. og Gásar hf. HÉR og NU kynna eldhús- og baðinnréttingar Sérfræðingur frá Reykjavík kemur og kynnir frábærar innréttingar á verði sem kemur þægilega á óvart. Komið og fáið tilboð í nýtt eldhús og bað fyrir jólin. Opið laugardag kl. 10-15 Skeiði 1, ísafirðijr sími 3114- verslun sem býður betur

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.