Bæjarins besta - 10.11.1993, Blaðsíða 4
4
EÆJARINS BESTA • Miðvikudagur 10. nóvember 1993
Óháð vikublað
á Vestfjörðum,
Útgefandi:
H-prent hf.
Sólgötu 9,
400 ísafjörðin?
® 94-4560
O 94-4564.
Ritstjóri:
Sigurjón J.
Sigurðsson
® 4S77 &•
985-25362.
Ábyrgðarmenn:
Sigurjón J.
Sigurðsson og
Halldór
Sveinbj örnsson
® 5222 &
985-31062.
Blaðamaður:
Hermann Þór
Snorrason.
Útgáfudagur:
Miðvikudagur.
Prentvinnsla:
H-prent hf.
Bæjarins besta
er aðili að
samtökum
bæjar- og
héraðsfrétta-
blaða.
Eftirprentxm,
hljóðritun,
notkun ljós-
mynda og
annars efnis er
óheimil nema
heimilda sé
getið.
Viðhorf
bæjarbúa til okkar
hafa breyst til hins betra
LIFIÐ s
í BÆJSTUM
SORPHKEmSTfNARMAÐ URINN
BB KYNNIR starf sorphreinsunarmanna í Lífinu í bænum
þessa vikuna. Þeir eru tveir sem starfa á sorpbílnum, þeir
Hafþór Halldórsson og Ari Sigurjónsson. Hafþór á og rekur
sorpbílinn og hefur því verið eins konar verktaki hjá Isa-
fjarðarkaupstað og Bolungarvíkurkaupstað í þau fimm ár
sem hann hefur séð um sorphreinsunina í þeim kaupstöðum.
„Við mætum klukkan átta á
morgnana og vinnum oftast til
að verða sex. Við tökum heim-
ilissorpið á fyrstu fjómm dög-
unum og á föstudögum förum
við í gámalosun. Þetta er alltaf
sami rúnturinn sem við fömm
og við emm orðnir mjög „rútí-
neraðir” í þessu. Með flokkun á
heimilum og fullkomnari sorp-
bíl eram við fljótari yfirferðar,
en á móti kemur að magnið er
orðið meira,” sagði Hafþór.
Mikil hugar-
farshreyting
„Ég hef annast þessa starf-
semi í eigin nafni undanfarin
fimm ár en hef samtals unnið
við þetta í tólf ár. Ég tók vió af
föður mínum, Halldóri Geir-
mundssyni, sem sá um sorp-
hreinsunina í tuttugu og fimm
ár og ég hef því tengst starfinu
óbeint frá því ég var lítill strákur
og hef um leið upplifað margar
breytingar. Aðstaða okkar er öll
orðin miklu betri, við eram
komnirmeómjöggóðanbíl sem
pressar mesta loftið úr sorpinu
og þjappar því svo saman. Það
gerir okkur kleift að losa bílinn
helmingi sjaldnar en þegar við
voram á gamla bílnum. Fólk er
líka almennt orðið mjög dug-
legt að flokka sorpið í brennan-
legt og óbrennanlegt, þó auð-
vitað séu alltaf „sleðar” inn á
milli. En auk tæknibylting-
arinnar hefur orðið mikil hu gar-
farsbreyting. Hér áður fyrr lá
við að pokunum væri hent í
mann og það var lítil virðing
borin fyrir okkur og starfi okkar.
Öll sú umræða sem farið
hefur fram í fjölmiðlum um
mengunar- og sorpmál hafa
valdið því að betur er gengið
um sorp, hvort sem er á heim-
ilimum sjálfum eóa í bænum.
Fólki fannst raslið og allt sem
því tengdist eitthvað svo ógeðs-
legt og vildi ekkert nálægt því
koma.”
Höfum sloppið
ótrúlega vel frá
skakkaföllum
„Við höfum verið ótrúlega
heppnir á bílnum, hvað slys
varðar. Til dæmis hef ég bara
einu sinni lent í vandræóum á
Óshlíðinni, það var í fyrraþegar
ég var á heimleið úr Bolung-
arvík. Þá hafði fallið snjóflóð
Isafjarðarmegin við opið á
lengri vegskálanum og ég gat
ómögulega séð það og ók því
beint inn í snjóflóðið.
Helstu erfiðleikamir stafa
einmitt af snjónum og veór-
áttunni um veturtímann. Það er
alveg rosalega þreytandi að
vinna undir þeim erfiöu
kringumstæðum sem oft era.
Maður þarf ósjaldan að vaða
skafla upp undir mitti og baslast
marga metra í þeim til að komast
að tunnunum. Það kom fyrir
1983 aðskaflamirvora svoháir,
að maður náði upp fyrir sorp-
kassann á bílnum og gat látið
pokana detta ofan í hann.
Svo getur þetta líka verið
mjög gott yfir sumartímann, þá
er nú fínt að geta unnið úti í
sólinni. Þetta er líklega svipað
þreytandi á vetuma og það er
skemmtilegt á sumrin. Annars
er ég ánægður í starfi, ég hef
nóg að bíta og brenna og það er
nú það sem gildir,” sagði Haf-
þór Halldórsson að lokum.
-hþ.
Simdlaug Suðureyrar
Qpnunartímar í vetur
Mánudaga kl. 17:15-18:45 Almennur tími
kl. 19:00-20:30 Fullorðinstími
Þriðjudaga kl. 17:15-20:00 Almennur tími
Miðvikudaga kl. 17:15-19:00 Pottatími
Fimmtudaga kl. 17:15-18:45 Almennur tími
kl. 19:00-20:30 Fullorðinstími
Föstudaga kl. 17:15-20:00 Almennur tími
Laugardaga kl. 13:00-16:00 Almennur tími
Sunnudaga kl. 13:00-16:00 Almennur tími
Sundlaugargestir fari upp úr ekki seinna en
15 mín. fyrir auglýstan lokunartíma.
Leiðarinn:
Verkalýóshreyfingin hvarf frá fyrirhugaðri uppsögn
samninga. Þar með var launafólki foróað frá stórkostlegu
áfalli, semóhjákvæmilega hefði fyl ft f kjölfaruppsagnarinnar.
Vaxtalækkunin hjá bönkum og sparisjóöum, scm væntan-
lega tekur gildi á morgun, mun færa flestu launafólkí meiri
kjarabót en það sem hefði getað væi
að ekki sé talað um langvinn átök.
Til að greiða fyi'ir kjarasamning
Iækkun viróisaukaskatts á matvæli. Verkalýðslueyfingunni
var þá boðið upp á annan valkost. Hækkun persónuafsláttar í
skatti. Þessu höfnuðu verkaljösforingjamir. Þegar þessi leið
var í boði á ný fyrir nokkrum dögum var sama svariö. Nei. við
viljum „matarskattslciðina."
Hér skal ekki kveðinn upp dómur yfir vali verkalýös-
forustunnar. Ýmislegt bendir þó til að þeir hafi veðjað á
rangan hest. Nægir þar til að nefna, að það heftir sýnt sig, að
þeim mun flóknari sem lög cru, þeim mu n andsnú nari eru þau
venjulegu iaunafólki. Hriplek skattalög eru þar órækt vitni.
Þó ekki væri nema af þessari ástæðu er hætt við að reikni-
vonbrígðum með hlut launþegans þegar frammí sækir.
Þáttur Seöiahankans í vaxtalækkuninni vekur athygli.
Bankamir lýstu strax ylir aó þeir væru hlynntir vaxtalækkun,
en þeir treystu sér ekki til að ákveða eitt né neitt fyir en
afstaða þessa húsbóndavalds þeirra lægí fyrir. M.ö.o. þeir
slakað yrði á járnklónni, sem Seðlabankinn hcfur á þeim.
unni hjá viöskiptabönkunum. Bankamir fá vaxtauppbót á
bindiskylduna, semþar að auki verður lækkuö. Hvort tveggja
var
og staðan cr í fjármálum þjóðarinnar.
stjóra skiptir þessi fjárhæð ekki sköpum í aíkomu bankans,
þótt auðvitað muni um þetta Íítilræði.
Þessi blátt áfram yftrlýsing hins nýja seólabankastjóra
staðfestir það sem margir hafa haldið frant, að Seðlabankinn
hefur seilst æöi djúpt í vasa viðskiptabankanna á undan-
var fyrir „eigið fé” bankans sannar þessa kenningu.
síns? Já, eða færi sér hægar í skattheimtunni í framtíóinni.
En hvaó sém vangaveltum af þessu tagi líður var okkur
forðað frá hroðalegu slysi, sem uppsögn samninganna hefði
haft í för með sér. Og þegar betur er aó gáó, þá verða tvö
hundruð krónur til eða frá í launaumsiagi verkafólks ekki til
að kollvarpa þjóófélaginu frekar en tvö hundmð milljónirnar
af afkomu Seðlabankans.
s.h.