Bæjarins besta


Bæjarins besta - 10.11.1993, Síða 7

Bæjarins besta - 10.11.1993, Síða 7
BíJARINS BBTA • Miðvikudagur 10. nóvember 1993 7 Skíðakolaport Skíðafélagsins: Gekk von- um framar SKÍÐAKOLAPORT Skíðafélags ísafjarðar seni haldið var um Inirð í Djúpbátiiuin Fagranesi síðastliðinn sunnu- dag heppnaðist injiig vcl að sögn aðstandcnda þess. Skipið fylltist strax við opnun kl. 14 og eftir það var jöfn uinferð fólks allt til loka markaðarins. Tólf til fjórtán aðilar buðu vörur sínar á Skíðakolaportinu að þessu sinni og voru þeir allir ánægðir með móttökumar. Að sögn Vigdísar Arsælsdóttur, eins af aðstandendum Skíða- kolaportsins var nokkuð minni kaffisala að þessu sinni, lieldur en í vor, en sala annarra aðila hefði gengið vonum framar. Ráðgert er að halda næsta skíðakolaport í mars á næsta ári. Ljósmyndari blaðsins leit inn í skíðakolaportið og tók þá meðfylgjandi myndir. Vigdís Ársælsdóttir einn aðstandenda kannar hér vöruúrvalið hjá Svönu í Krismu. Þær stöllur Halla Reynisdóttir og Friðgerður Ómarsdóttir frá Vestfiski seldu eigin framleiðslu, herta vestfirska ýsu. Hjónin Bjarni Jóhannsson og Anna Sigríður Jörunds- dóttir í Rafsjá í Bolungarvík voru með sölubás að þessu sinni og létu vel að aðsókninni. Ruth Tryggvason í Gamla bakaríinu var að sjálfsögðu með bás um borð í Fagranesinu og bauð m.a. uppá kókoslengjur, súkkulaðikossa og fleira góðgæti. ísafjörður: Bjórhátíðin lagðist vel í bæjarbúa SVO VIRÐIST sem ísfirðingar hafi tekið fjögurra daga bjórhátíð Sjallans með stakri ró og spekt. Lögreglan þurfti lítil afskipti að hafa af bæjarbúum sem fjölmenntu á barina þar sem hálfur Iítri af bjór bauðst á aðeins 250 krónur. Aðfaranótt laugardags gisti einn Norðmaður fangageymslur lögreglunnar og fékk að „sofa úr sér” eftir slagsmál við heima- menn. Sömu nótt var ökumaður stöðvaður grunaður um ölvun við akstur og fer mál hans hefðbundna leið gegnum kerfi dóms og laga. Aðafaranótt sunnudags gistu tveir menn fangageymslumar vegna ölvunar og óláta, sá fyrri 1 var fluttur inn klukkan fjögur og hinn seinni kom tíu mínútum síðar. Að sögn lögreglunnar var þetta annars mjög róleg helgi og lýsir hún ánægju sinni yfir því hve vel hún gekk fyrir sig. -hþ. ísafjaröardjúp: Rækjuaflinn kominn í tæp 677 tonn ALLS bárust 108 tonn af rækju á land úr ísaQarðardjúpi í síðustu viku. Heildaraflinn er því kominn í 676,9 tonn, sem er rúmlega 1/4 hluti heildarkvótans á þessari vcrtíð. Mestur afli hefur borist til Rits hf., eða 237,5 tonn, í öðru sæti er Bakki hf., með 155,2 tonn, þá Þuríður hf. í Bolungarvík með 126,2 tonn, Frosti hf., í Súðavík kemur síðan með 86 tonn og hjá Bása- felli hf., á ísafirði hafa verið 71,9 tonn, það sem af er þessari vertíð. Afiahæsti báturinn til þessa er Valur ÍS-420 með 42,4 tonn, þá kemur Halldór Sigurðsson IS-14 með 38,7 tonn, Haukur ÍS-195 með 36,3 tonn og í fjórða sæti er Sigurgeir Sigurðsson IS- 533 með 34 tonn. -s. RAFIÐNAÐARSAMBAND ÍSLANDS HÁALEITISBRAUT 68, 103 REYKJAVÍK, SÍMI (91) 681433, FAX (91) 39097 Til hvers erum við með öll þessi verkalýðsfélög? Rafiðnaðarsamband íslands boðar til fundar á Isafirði föstudaginn 12. nóvember kl. 20:30 í Súðinni á rafmagnsverkstæði Pólsins. A fundinn mæta forystumenn Rafiðnaðarsambands Islands og ræða starfsemi sambandsins, tilgang verkalýðsfélaga, félagsaðild, stöðuna í kjaramálum, starfsmenntamál og önnur mál, er upp kunna að koma á fundinum. Allir rafiðnaðarmenn eru eindregið hvattir til þess að mæta og taka þátt í umræðu um starfsemina og mótun stefnu Rafiðnaðarsambands Islands.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.