Bæjarins besta - 16.03.1994, Page 9
MJARINS BESTA • Miðvikudagur 16. mars 1994
9
hljóðum og við fórum beinustu
leið inn í eldhús.
Þar var mér sagt til verka og
ég hófst strax handa. Skömmu
síðar hafði ég verið kynnt fyrir
öllum vinnufélögum mínum,
sem fljótlega urðu mínir bestu
félagar.
Að loknum fyrsta vinnu-
deginum spurðu þeir hvar ég
byggi og ég sagðist hvergi búa
og mundi að öllum líkindum
bara sofa út í skógi. Þau tóku
það auðvitað ekki í mál og for-
stöðukonan kom mér fyrir
heima hjá systur sinni. Viku
seinna fékk ég svo varanlegt
gistihúsnæði í kofa sem nefndur
var „Rotna húsið“ skammt frá
úti í skógi. Þar bjó ég hjá ein-
fættum, rosknum trommara,
ásamt tveimur svörtum köttum
hans.“
Eftirminnilegt
afmælisteiti
- Og þá liggur beinast við að
spyrja, hvernig líkaði þér að
vinna í sænsku fangelsi með
einfættan trommara fyrir sam-
býlisfélaga?
„Sá einfætti var mér mjög
góður og ég átti afar vingott við
kettina hans. Reyndar hafði ég
öllu meiri afskipti af nágranna
okkar í næsta kofa, sextugum
hundaljósmyndara og -þjálfara.
Við elduðum oft saman, ég fór
með honum á hundasýningar
og hann kenndi mér góða
sænsku og ensku.
En hvað fangelsið varðar, þá
kynntist ég þarna í fyrsta sinn
„vondu" fólki á ævinni. Þarna
var samankominn hluti af helstu
krimmum Svíþjóðar, eða um
fimm hundruð fangar. Þetta var
fjölbreyttur hópur afbrota-
manna og svindlara og ég
skynjaði alltaf óttann og hræðsl-
una í augum flestra starfs-
mannanna og þá sérstaklega
varðanna."
- Þú hefur þá ekki náð að
kynnast sjálfum föngunum af
neinu ráði?
„Jú og nei. Ég hafði smá-
vægileg afskipti af alveg indælis
náunga þama sem annars var í
heimspekinámi, því að þar sem
um tilraunfangelsi var að ræða,
var sumum leyfilegt að stunda
nám.
En svo voru þarna líka menn
sem virtust ekki vilja manni
neitt gott og þá er mér efst í
huga einn ófrýnilegur maður
sem hugsaði um það eitt að
sleppa út úr fangelsinu og fá sér
vel að borða. Hann var eigin-
lega sá eini af öllum föngunum
sem við starfsfólkið hræddumst
verulega við.
Og ein finnsk starfsstúlka í
eldhúsinu stóð í voða spennandi
og skemmtilegu bréfasambandi
við einn fanganna og af þeim
sökum fékk þessi fangi alltaf
sérstakan mat og betri að-
hlynningu af hálfu finnsku
stúlkunnar en aðrir fangar. Svo
var það á afmælisdegi fangans,
að við stúlkumar í eldhúsinu
bökuðum fyrir hann dýrindis
köku og fengum leyfi til að færa
honum hana sjálfar. Þetta til-
stand kostaði sérstakan fylgdar-
vörð sem gekk með okkur til
hans og við fengum að halda
smá afmæliskaffi í einu her-
bergja varðanna. Svo tók vörð-
urinn hníf upp úr læstri skrif-
borðsskúffu sinni og skar kök-
una í sneiðar fyrir okkur. Þessi
óvenjulegi vinur finnsku stúlk-
unnar reyndist hið mesta Ijúf-
menni og við skemmtum okkur
vel og áttum ánægjulega sam-
verustund. En í öllum glaumn-
um þaut skyndilega stór og
mikill fangi inn um rimladymar,
sem vörðurinn hafði til allrar
óhamingju gleymt að læsa, og
þreif hnífinn af borðinu án þess
að við kæmum neinum vömum
við. Okkur brá auðvitað alveg
óskaplega við þetta og skildum
á augabragði að hér var mikil
hætta á ferð. Fanginn hélt
hnífnum á lofti yfir verðinum
sem stóð aðgerðarlaus af undr-
un og hræðslu. Hann otaði
hnífnum í sífellu að verðinum
og gleðisvipurinn sem fyrir ör-
fáum augnablikum var á andliti
varðarins hafði nú breyst yfir í
skelfingarsvip.
Þegar fanginn hafði loks sýnt
okkur óskorað vald sitt yfir
okkur, skellti hann upp úr, lagði
hnífinn á borðið og gekk út.
Hann var einungis að sanna getu
sína fyrir verðinum.
Eftir þennan atburð var ég
öllu meðvitaðri um að það var
ekki að ástæðalausu sem þessir
menn voru hafðir þama á bak
við lás og slá.“
Vann á heimili
fyrir vangefna
„Ég vann í fangelsinu fram á
vor og kom þá aftur heim til
íslands, skrapp svo stuttu síðar
til New York í heimsókn til
bandarísks vinar míns, kom
heim aftur og eftir stutta við-
dvöl hér á landi fór ég á ný til
Svíþjóðar í leit að atvinnu.“
- Þú notar orð eins og að
„skreppa“ þegar þú talar um
heimshornaflakk þitt eins og
þaðséekkerttiltökumál. Hvem-
ig gekk þér að fjármagna þessa
„skreppitúra“ á unglingsár-
unum?
„Ég náði alltaf að vinna mér
inn góðan pening í ferðum
mínum enda tilkostnaður nánast
enginn, ég borgaði til dæmis
engaleigu í „rotna húsinu", svo
dæmi sé nefnt.
Og þegar ég flutti öðru sinni
til Svíþjóðar, ákvað ég að fara
aftur til Ákersberga og þar beið
rúmið mitt enn í „rotna húsinu“.
Hins vegar fékk ég aðra vinnu,
ég starfaði á heimili fyrir vang-
efna. Þetta var mér ótrúleg lífs-
reynsla og þarna lærði ég meira
að segja ýmislegt um sjálfa mig.
Þessi dvöl mótaði mína eigin
persónu meira en ég gerði mér
grein fyrir þá, og um leið
opnuðust fyrir mér nýjar dyr að
sjálfu lífsgildinu og tilverunni
almennt.
Maður getur auðveldlega séð
á vangefnu fólki hvort því líður
vel eða illa og okkar markmið
var að gera þeirra daglega líf
sem gleðilegast og auðveldast.
Ég man sérstaklega vel eftir
einum manni, sem átti erfitt með
allar líkamshreyfingar og tján-
ingu. Hann vissi ekkert þægi-
legra og unaðslegra en að láta
blása í andlit sér, sem ég og
stundum gerði til að gleðja
hann. Á þeim stundum sýndi
hann mér þá mestu gleði sem
ég hef nokkurn tímann orðið
vitni að hjá nokkurri manneskju
eftir það. Hann sýndi okkurekki
þakklæti því að hann vissi ekki
hvað það var, þetta var aðeins
óskert gleði.“
Forðast hættur
„Ég vann á heimilinu fram á
vor, kom þá aftur lieim til Is-
lands og næsta vetur var ég á
flakki um alla Evrópu með
einum útúrdúr til Bandaríkj-
anna.“
- En nú ferðast þú alltaf ein,
er það ekki hættulegt?
„Nei, það hefur ekki verið
hingað til. Frænka mín spurði
eitt sinn hvort ég væri virkilega
svona hugrökk en þá hafði ég
aldrei hugsað út í það. Núna í
seinni tíð hef ég áttað mig betur
á því, að líklega hefur þurft
hugrekki til.
Af því fólki sem ég á annað
borð kynntist náið í ferðum
mínum, var ekki nema um ein-
stök Ijúfmenni að ræða. En ég
hafði líka vit á að halda mig
fjarri þeim stöðum þar sem
möguleiki var á að lenda í
vandræðum. Þannig að ég get
því ekki sagt þér neinar sögur
af þess háttar ævintýrum, þó
svo að ógrynni eftirminnilegra
atvika hafi komið upp.
En að loknu alþjóðlegu ferða-
ári mínu lét ég loks verða af
þeim gamla draum að flytjast
til Bandaríkjanna og New Y ork
varð fyrir valinu, en þó reyndar
ekki af neinni tilviljun því þar
átti ég fyrir nokkra ameríska
vini, og einum þeirra giftist ég
eftir skamma dvöl úti. Ég
gerðist ráðsett húsmóðir, stund-
aði ýmsa vinnu og nam nútíma-
dans. Ég var reyndar orðin allt
of gömul til að fara út í dans-
námið af einhverri alvöru en
mér fannst það bara svo gaman
að ég varð að halda áfram.
Við skildum eftirfjögurra ára
hjónaband og aftur varð ég að
treysta eingöngu á sjálfa mig.
Ég gerði mér grein fyrir að ég
yrði að ná einhverjum tökum á
mínum atvinnumálum til fram-
búðar. Ég ákvað því að fara í
háskóla, með það að leiðarljósi
að eygja síðar möguleika á
vinnu sem fullnægði mínum
óskum. Ég sótti um skólavist í
Hunter College sem er hluti af
stærri, borgarreknum háskóla,
New York City University. Ég
hafði ekki stúdentspróf og tók
því svokallað undirbúningspróf
og komst þannig inn í skólann
en það er kallað að „fara inn
bakdyrameginn“.“
- Hvernig er hægt að ná
árangri í erlendum háskóla með
einungis gagnfræðaskólapróf
að baki?
„Það kostaði mig alveg gífur-
lega vinnu, sérstaklega fyrsta
árið þar sem við „bakdyra-
nemendumir“ þurftum bókstaf-
lega að læra allt frá grunni. I
fyrstu hafði ég ekki hugmynd
um hvað mig langaði að læra
og reyndi því við dansnám, svo
stjómmálafræði og að lokum
fann ég mig íþjóðhagfræði. Þar
lærði ég nýja og klassíska hag-
fræði eins og venjan er í al-
mennri hagfræði. En náms-
deildin mín starfaði í samvinnu
við aðra deild að nafni Black
and Puerto Rican Studies og
þar kynnist ég fyrst mínum
„mentor", eða ráðgjafa, sem svo
leiddi mig inn á braut þróunar-
hagfræðinnar og ég verð honum
ævinlega þakklát fyrir það.
Hann sýndi mér nýjar víddir í
hagfræði og jafnframt að til eru
aðrar kenningar en hinar nýju
og klassísku. Og undir hans
leiðsögn, sleppti ég mér gjör-
samlega í þróunarhagfræði-
kenningum og sökkti mér á kaf
í námið. Eitt af verkefnum
mínum var rannsóknir á einu
landa Afríku, Tanzaníu, og á
meðan að ég vann við það verk-
efni rann það ljós upp fyrir mér,
að Island væri þróunarland.
Þessi uppgötvun mín varð
meðal annars til þess að ég hélt
áfram í námi, enn ákveðnari en
áður.“
- Þannig að það þróunarverk-
efni sem þú hefur unnið að
áVestfjörðum í vetur í tengslum
við atvinnumál kvenna er þá
íraun beint framhald af störfum
þínum erlendis?
„Já, það mætti eiginlega segja
það. Og ég hef alveg haldið
áfram mínu sjálfstæða námi
síðan ég útskrifaðist, fyrst í
þróunarhagfræði og síðar í um-
hverfishagfræði.
En ég stundaði nú ekki sam-
fellt nám við háskólann því ég
veiktist alvarlega á næst síðasta
skólaárinu og varð því að taka
mér hlé sem lengdist upp í tvö
ár. Ég reyndi margar tilraunir
til að hefja nám á ný en þær
misheppnuðust allar vegna
veikindanna. Og á þessu
tveggja ára tímabili bjó ég
lengst af hér heima á Islandi og
starfaði fyrst hjá Kredit-kortum
hf. og síðar hjá Hagstofu Is-
lands.
Námið gekk svo eins og í
sögu þriðja veturinn á eftir.”
- Fannstu aldrei fyrir heim-
þrá í dvölum þínum erlendis?
„Nei, ég fann sárasjaldan
fyrir henni. Ég er nefnilega
þeim skemmtilega kosti búin
að þar sem ég er hverju sinni,
finnst mér ég allt eins eiga
heima. Enda sest ég hvergi að
nema mér líki vel í upphafi.
Sama gilti um það að flytjast til
Vestfjarða síðastliðið haust. Ég
á auðveldara en ella með að
flytjast hingað vestur, því það á
svo vel við mitt lífsmynstur að
flytjast búferlum á nýja staði.
I gegnum tíðina hef ég kynnst
fjölda fólks og þessir sífelldu
flutningar hafa kennt mér að
meta fólk öðruvísi að verð-
leikum. Ég hef notið sambanda
minna við fjarlæga vini til hins
ýtrasta, því ég hef alltaf gert
mér grein fyrir að ég muni ekki
hafa þá ævilangt hjá mér, nema
í hjartanu.
Svo hef ég líka verið dugleg
við að heimsækja þá um víða
veröld.“
- Hélstu alltaf sambandi við
ættingja þína á heimaslóðum?
„Já, en í fyrstu gerði ég nú
lítið af því. En vitneskja mín af
ömmu minni og móður heima á
íslandi gerðu líf mitt bærilegra
á erfiðum tímum. Einungis það,
að vita af þessum tveimur
konum í sínu óbilandi öryggi,
var mitt lífsakkeri úti.“
New York,
New York
- Fyrir sumum er New York
heimili frægu stjarnanna, fyrir
öðrum borg fjármálanna og enn
öðrum jafnvel heimur ævin-
týranna, í hvaða mynd birtist
borgin þér?
„Mér finnst borgin óskaplega
skemmtileg vegna þess aðal-
lega að hún er svo ögrandi;
mannlífið er sífellt á hreyfingu
og borgin lætur mann aldrei í
friði. Ég bjó í henni í tíu ár og
ég náði að upplifa mjög
skemmtilegt tímabil í sögu
hennar, þegar kraftur borgar-
búa var hvað mestur og sköp-
unargáfan í hámarki. En það er
tvennt ólíkt að koma til New
York sem ferðamaður eða að
búa þar. Of margir ferðamenn
hafa mikla fordóma gagnvart
henni, og þá andúð byggja þeir
aðallega á vitneskju sinni úr
afbökuðum heimi kvikmynd-
anna.
En ég vann eitt sinn í Harlem
hverfinu á námsárum mínum
og upplifði þá hið sannagötulíf
af eigin raun. Þannig var, að ég
og nokkrir skólafélagar mínir
fengum námsleyfi til að starfa í
öðrum háskóla í borginni við
að tölvuvæða skrifstofu skólans
sem og að koma á fót sérstakri
tölvudeild, ætlaðri kennslu.
Þessi litli skóli. sem á hefur að
skipa á þriðja hundrað nem-
endum, er einungis fyrir
spænskumælandi innflytjendur.
Þar gefst nemendum kostur á
að ljúka fyrstu tveimur náms-
árunum á spænsku og læra um
leið ensku til að vera undirbúin
fyrir síðari helminginn í hinum
almenna háskóla.
Ég bjó alltaf í minni eigin
íbúð hjá Hunter skólanum og
tók lestina daglega til Harlem á
meðan að tölvuvæðingunni
stóð, eða í níu mánuði. Og í
þessu svarta hverfi ríkir sérstök
menning sem er engri annarri
lík. Ibúarnir koma svo sann-
arlega til dyranna eins og þeir
eru klæddir og eru mjög til-
finningaríkir og hika ekki við
að láta skoðanir sínar í Ijós. Og
ég, sjálfur Islendingurinn, sem
þyki öfgakennd og afar „óís-
lensk“ í mér hér heima, þótti
mjög stíf og köld að eðlisfari
meðal ameríkananna í Harlem,
sérstaklega á meðal þeirra af