Bæjarins besta


Bæjarins besta - 16.03.1994, Side 16

Bæjarins besta - 16.03.1994, Side 16
Fljúgiö meö elsta starfandi áætlunar■ flugfélagi á íslandi FLUGFÉLAGIÐ ERNIRf ÍSAFJARÐARFLUCVELLI © 4200 • □ 4688 Á ÍSAF/RÐ/ SÍM/5267 BÍLALEIGAN (ærnir — Fyrir hann... Þor sem bílornir skipto ... og hana um eigendur 44 JÖNGB SKEIÐI 5 • ÍSAFIRÐI /lÍGUNNA © 4300 • © 4448 Ljóninu, Skeiði, ísafirði, sími 3464 Bolungarvík: BæjarsQprnin vill samvinnu á milli Osvarar og Þuríðar - bréf þess efnis hefur verið sent forráðamönnum fyrirtækjanna BÆJARSTJORN Bolungarvíkur hefur sent forráða- mönnum Osvarar hf„ og Þuríðar hf., bréf þar sem farið er fram á að fvrirtækin hefji viðræður um hugsanlegt samstarf fvrirtækjanna eða jafnvel sameiningu. Segja heimildir blaðsins að bréfið hafi verið sent er Ijóst varð að Bolvíkingar fengju ekkert af hugsanlegum fjármunum sem ríkisstjórnin hyggst veita til Vestfjarða, þar sem þeir uppfylltu ekki þau ströngu skilyrði sem þar kunna að verða sett, en þar kveður mest á um samstarf eða sameiningu fyrirtækja og sveitarfélaga. Samkvæmt heimildum blaðs- ins virðist ekki vera mikill vilji hjá Ósvararmönnum fyrir við- ræðum sem þessum en Þuríðar- menn segjast alltaf tilbúnir til að ræða málin. „Við hljótum að skoða þetta og meta. Við erum ekkert yfir það hafnir en ég sé ekki hvað málin hafa breyst frá því í október þegar þessi mál voru til umræðu nema að menn séu að bera víumar í þessa fjármuni frá ríkisvaldinu sem er reyndar lán sem veitt er með ströngum skilyrðum eftir því sem fjármálaráðherra segir. Það er svo að þegar silfrinu er útdeilt, þá vilja margir fá,” sagði Björgvin Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Ósvarar hf., í samtali við blaðið. Jón Guðbjartsson, einn eig- enda Þuríðar hf., sagðist ekki hafa séð umrætt bréf en hann kvaðst hafa heyrt af því og sagði þá Þuríðarmenn tilbúna í við- ræður. „Við svöruðum þessu bréfi játandi. Við erum tilbúnir {viðræður um samvinnu og það hefur alltaf legið fyrir hjá okkur. Við vorum í viðræðum við odd- vita bæjarstjómar um eins og hálfs mánaðar skeið í haust um allskonar uppfærslur sem þeim datt í hug og við svöruðum alltaf játandi og það svar stendur ennþá. Þá vorum við reyndar bara tveir eigendumir að fyrir- tækinu en síðan þá hefur það verið gert að almenningshluta- félagi og hluthafarnir því fleiri en við erum tilbúnir í viðræður : : g p§ | ■ ■ : ■ r f.. - : ■ . Hraðfrystihús Þuríðar hf., í Bolungarvík. Bæjarstjórn Bolungarvíkur hefur sent forráðamönnum fyrirtækisins bréf þar sem farið er fram á að þeir helji viðræður við Osvararmenn um hugsanlega samvinnu milli fyrirtækjanna eða jafnvel sameiningu. við. Við viljum gera hlutina hagkvæmari fyrir bæinn, sem og okkur. Eg hef ekki leitt hugann að því, hvaða leiðir væru til sam- einingar og hver útkoman yrði. Það verður mjög erfitt mál og ég get ekki séð hvernig það getur gerst því að alveg eins og lá fyrir strax í upphafi þá var það ljóst að togararnir þurftu meiri tekjur en eitt íshús gat látið þá hafa og það er það sem Ósvararmenn skyldu ekki í haust þegar þeir sögðu okkur að hypja okkur út en virðast vera farnir að skilja núna, því þeir eru á kafi í því að reka fyrirtækið á hæsta verði,” sagði Jón Guðbjartsson. -s. ísafjörður: Kvennalistinn hættir við sameiginlegt framboð FULLTRUAR kvennalistans á Isafirði tilkynntu fulltrúum Alþýðubandalags og Alþýðufiokks á sunnudags- kvöld að frekari viðræðunt unt sameiginlegt framboð fvrir bæjarstjórnarkosningarnar Kvennalistans og virðist því listar verði í kjöri í vor en ekki uppi unt í síöustu viku. Eins og sagt var frá hér í blaðinu í síðustu viku, ritaði Kvennalistinn Alþýðuflokki. Alþýðubandalagi og Fram- sóknarflokki bréf þar sem boðið var upp á viðræður um sameiginlegt framboð þessara flokka við bæjarstjórnarkosn- ingarnar í vor. Framsóknar- rnenn ákváðu strax að taka ekki þátt í viðræðunum þar sem framboðslisti þeirra var til- búinn en flokkarnir þrír sem í voru væri lokið að hálfu allt benda til þess að fimm tveir eins og hugntyndir voru eftir voru hittust einu sinni á sameiginlegum fundi þar sem málin voru rædd. Áður en boðað var til annars fundar hætti Kvennalistinn frekari þátttöku í viðræðunum og mun afstaða Framsóknarflokksins til málsins hafa ráðið mestu um ákvörðun kvennanna. „Þetta rann allt út í sandinn. Þeir sáu uni það Framsóknar- menn. Við rituðum bréf til flokkana þriggja sem nefndir hafa vcriðog þegar afsvar barst frá Framsóknarflokknum ákváðum við að hitta fulltrúa hinna flokkanna tveggja og það gerðum við á föstudag. Eftir að hafa rætt máiin aftur innan okkar hóps kom í 1 jós að þar var ekki áhugi fyrir þriggja flokka samstarfi og því var niðurstaðan sú að við til- kynntum flokkunum tveintur að frekari viðræðum væri lokið frá okkar hendi,” sagði Ágústa Gísladóttir, Kvennalistakona í samtali við blaðið. Agústa sent skipaði efsta sætið á iista Kvennalistans fyrir síðuslu kosningar sagðist ekki geta sagt til á þessari stundu hvenær listi Kvenna- listans yrði gerður opinber en hún sagðist ekki eiga von á að vera sjálf á listanunt. „Það er komin upp sú staða hjá mér að ég er að fara af landinu íhaustoghefþvt lítinn tíma til að sinna þessutn málum. Ég hef verið beðin um að fara til Namíbíu t Afríku en þar á ég að vera með starfs- fræðslu í frystihúsamálum í haust. Ég mun þurfa að nota sumarið til að undirbúa kennsluefni og síðan fer ég út í september og því gefur það auga leið að tíminn er lítill til að sinna bæjarmálum,” sagði Ágústa. -s. Súðavík: Vélsleða- maður ávítaður íyrir ofsa- akstur Á ÁTJÁNDA tímanum síðastliðinn föstudag bárust lögreglunni á Isafirði kvart- anir frá íbúum í Súðavík vegna glæfralegs aksturslags vélsleðamanns um allan bæ- inn. Lögreglan fór á vettvang og veitti manninum duglegt tiltal. Að sögn Súðvíkinga ók mað- urinn vélsleða sínum marg- sinnis á ofsahraða um götur bæjarins og náði lögreglan honum fljótlega eftir að hún kom í bæinn. Eftir ávítur lög- reglunnar um athæfi sitt, fór maðurinn frjáls ferða sinna á ÓHÁÐ FRÉTTABLAÐ r A VESTFJÖRÐUM ísaljörður: Ók á deilu- mann sinn KL. 02:34 aðfararnótt laugardags kom maður inn á lögreglustöðina á ísafirði og tilkynnti að hann hafi látið sig hafa það að aka á mann í bræði sinni. Skönnnu síðar kom sá sein varð fvrir bílnum einnig inn á lögreglustöðina og kærði ökuþórinn. Viðskýrslutökurkom íljós aðmennimirtveirhöfðudeilt úti á götu stuttu áður en áreksturinn varð. Eigandi bílsins gafst upp á orða- skakinu og hugðist yfirgefa andstæðing sinn ásamt félaga sínum. Þetta vildi hinn að- ilinn ekki samþykkja og fór þrjóska hans svo mikið í taugarnar á bíieigandanunt. að hann stökk upp í bflinn og keyrði deilumann sinn niður. Hinn síðamefndi slapp án teljandi meiðsla og kærði ökumanninn sem fúslega játaði verknaðinn. Málið er að fullu rannsakað af hálfu lögreglunnar á Isa- firði og verður sent Ríkis- saksóknara til umsagnar. -hþ. ísafjörður: Sprautað inn um bréfalúgu SPRAUTAÐ var inn um bréfaltigu í húsi einu á ísa- firði aðfaranótt síðastliðins sunnudags, en tilkynning þessefnis barst lögreglunni kl. hálf tíu að morgni sama dags. Ekki er vitað hverjir voru að verki, en skemmdarvarg- amir sprautuðu úr ókunnu duft-handslökkvitæki inn í forstofu íbúðarinnar. Uppi- staðaefnisinserkolsýra, sent er afar erfitt að þrífa og ekkcrt í líkingu við hveiti þó að margur gæti haldið það sam- kvæmt útliti efnisins. RITSTJORN 4560 • FAX « 4564 • AUGLYSINGAR OG ASKRIFT ** 457C

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.