Bæjarins besta - 17.11.2016, Page 2
2 FIMMTudagur 17. NÓVEMBER 2016
– Sjónarmið – Hafdís Gunnarsdóttir
Hið ótrúlega gerðist. Don
ald Trump var kosinn forseti
Bandaríkjanna, þrátt fyrir öll
niðrandi ummæli hans í garð
kvenna og minnihlutahópa.
Þrátt fyrir brjálæðislegar yfir
lýsingar um að reisa vegg milli
landa og tala fyrir einangrunar
hyggju Bandaríkjanna með
miklum kostnaði fyrir alþjóða
hagkerfið. Bandaríkjamenn
höfnuðu Hillary Clinton í
kosning unum og nú þarf hún
að fara í verulega naflaskoðun
til að átta sig á hvernig í
ósköpunum hún hafi tapað
fyrir Donald Trump. Hún virtist
vera með flest tromp á hendi
sér; hún hafði reynsluna sem
öldungadeildarþingmaður, for
setafrú og utanríkisráðherra.
Fjölmiðlarnir elskuðu hana,
skoðanakannanir sýndu hana
trekk í trekk sem líklegan sig
urvegara kosninganna og hinn
vinsæli forseti Bandaríkjanna,
Barack Obama, mærði hana
við hvert tækifæri. Samt tapaði
hún fyrir Donald Trump sem
notaði frekar ógeðfelda orðræðu
með stóryrðum og persónulegu
níði hægri vinstri. Að mínu mati
er líklegasta skýringin sú að
Bandaríkjamenn eru löngu orðnir
þreyttir á pólitísku ástandi þar
sem stálin stinn ríkja og koma í
veg fyrir alla umræðu um hvað
megi betur fara og hvernig hægt
sé að bæta kjör almennings.
Gjáin milli aðila er algjör og
ekki einu sinni hægt að skipa í
hæstarétt Bandaríkjanna og fólk
var tilbúið til að kjósa hvern
sem var sem boðaði einhverjar
breytingar. En þó meirihluti
Bandaríkjamanna hafi kosið
Trump eru þeir ekki endilega
fávitar, rasistar eða kvenhatar
ar. Flestir vildu breytingar og
ákváðu að kjósa Trump, en þorðu
ekki endilega að viðurkenna það
og þess vegna komu þessi úrslit
okkur svo á óvart.
Ég held að Íslendingar eigi
margt sameiginlegt með Banda
ríkjamönnum og þora ekki að
segja upphátt hvað þeim finnst
þegar kemur að kosningum. Þora
varla að segja sína skoðun þegar
þeir eru beðnir um að taka þátt
í skoðanakönnunum. Þeir sýna
það bara í kjörklefanum. Það
heyrist nefnilega ansi hátt í litlum
hluta þjóðfélagsins okkar, hluta
sem kemur úr ýmsum áttum og
hann á það ansi oft til að valtra
yfir þá sem hafa aðrar skoðanir.
Því eru margir sem tjá ekki sínar
skoðanir því þeir vilja ekki þurfa
að taka þátt í rökræðum til að
réttlæta pólitískar skoðanir sín
ar og vilja ekki vera stimplaðir
vegna skoðana sinna. Vilja ekki
eiga þá hættu að vera uppnefndir
bjánar, fávitar eða greindarskertir
einfrumungar vegna skoðana
sinna sem ríma ekki við skoðanir
þeirra sem heyrist hæst í.
Ég hef verið að velta þessu
fyrir mér þegar ég sé hvernig
fólk hefur talað um Óttarr Proppé
rúmum sólarhring eftir að Björt
Framtíð, Viðreisn og Sjálfstæð
isflokkurinn ákváðu að hefja
formlegar stjórnarmyndunar
viðræður. Óttarr Proppé, sem er
þekktur fyrir að vera vandaður
maður og síst af öllum áfjáður
í persónuleg völd, hefur fengið
holskeflu af sora fyrir að fara
þessa leið. Einn þingmaður gerð
ist svo ómálefnalegur að segja að
Óttarr yrði hataður ef hann færi
í þessa ríkisstjórn og gaf sér svo
að hann myndi styðja allt sem
Sjálfstæðisflokkurinn legði til.
Þvílík lágkúra. Það þótti ósköp
eðlilegt að Björt Framtíð reyndi
að mynda ríkisstjórn með vinstri
flokkum fyrir kosningar, þrátt
fyrir að flokkurinn staðsetti sig
sem miðjuflokk. En svo þegar
Björt Framtíð hallar sér til hægri
eru það orðin einhver svik. Og
upp gjósa svívirðingarnar og
uppnefningarnar.
Einhvernveginn minnir þetta
allt á orðræðu Trumps þar sem
aldrei er komið inn á málefnin
en persónuleg níð notuð á and
stæðinginn. Sjaldan hafa verið
meiri möguleikar á að bæta
lífskjör á Íslandi og tryggja
sterkan efnahag þjóðarinnar til
langs tíma. Það hefði mátt halda
að þeir tveir flokkar sem fengu
flest atkvæði í kosningunum
hefðu getað sett ágreininginn á
ís og sameinast til góðra verka.
Illmælgin og níðið skilar okkur
ekki áleiðis á þeirri vegferð
og aðferðir Trump eru ekki
íslenskum stjórnmálum til eft
irbreytni. Það er besta mál ef
Björt Framtíð og Óttar Proppe
sjá tækifæri til að láta gott af
sér leiða í stjórnarsamstarfi við
Sjálfstæðismenn og Viðreisn,
sama hvernig þær viðræður
enda svo. Ríkistjórnarsamstarf
er alltaf málamiðlun og ef
markmiðið er að bæta lífskjör
þjóðarinnar þarf ekki að kvíða
niðurstöðunni.
Hafdís Gunnarsdóttir
Nýja orðræðuhefðin
Á nýju ári ýtir Súðavíkur
hreppur nýju verkefni úr vör í
samvinnu við embætti landlækn
is undir yfirskriftinni „Heilsu
eflandi samfélag í Súðavík.“
Verkefnið hefur verið í gangi
hér á landi frá árinu 2013 og
verður Súðavíkurhreppur áttunda
sveitarfélagið sem tekur þátt í
því, hið fyrsta á Vestfjörðum.
Heilsueflandi samfélag miðar
að því að þróa samfélagslegan
ramma utan um markvissa og
heildræna heilsueflingu, en
verk efninu er ætlað að ná til
allra aldurshópa í samfélaginu
m.a. í gegnum heilsueflandi
leik grunn og framhaldsskóla,
vinnustaði og starf eldri borgara
og stuðla þannig að góðri heilsu,
vellíðan og auknum lífsgæðum.
Þrjár megin stoðir verkefnisins
í Súðavíkurhreppi verða: efling
líkamlegs atgervis, andlegs at
gervis og síðan efling matarræð
is. Undir formerkjum líkamlegs
heilbrigðis ætlar sveitarfélagið
að bjóða frítt í líkamsræktina í
Súðavík fyrir íbúa Súðavíkur
hrepps. Þá verður farið af stað
með frístundakort fyrir börn og
unglinga þar sem greiddur verður
20 þúsund króna styrkur með
tómstundum barna. Hvert skráð
barn í Súðavíkurhreppi hefur rétt
á styrknum. Þá er einnig verið að
skoða að efla skipulagða hreyf
ingu í starfi eldriborga þrisvar
í viku.
Til að efla andlegt heilbrigði
verður boðið upp á HAM nám
skeið fyrir íbúa Súðavíkurhrepps
á nýju ári og til að bæta matarræði
mun matseðill Jóns Indíafara, sem
meðal annars rekur mötuneyti
skólans og fyrir þá sem vilja nýta
sér góðan hádegismat, taka mið af
heilsueflandi átaki samfélagsins.
Þá mun sveitarfélagið styrkja
Geisla, ungmennafélagið á staðn
um, til framkvæmda á nýju ári, til
að útbúa hreyfiaðstöðu fyrir börn
og unglinga.
Pétur Markan sveitarstjóri
Súðavíkurhrepps segir sveitar
félagið með þessum hætti leggja
sitt af mörkum til að efla lífsgæði
og jöfnuð hjá íbúum. „Lífsgæð
in felast í fullum aðgangi að
líkamsrækt og tómstundum og
jöfnuðurinn felst í að gera öllum
börnum og unglingum kleift að
stunda tómstundir, óháð efnahag
baklandsins. Ef matur er mannsins
Súðavíkurhreppur verður
Heilsueflandi samfélag
megin, og hann hollur, skilar það
sér í öflugara og hamingjusamara
samfélagi. Fyrst og fremst er
Súðavíkurhreppur úrvalssam
félag sem vill gera vel við íbúa
sína.“ annska@bb.is
Hluti af gömlu Súðavík með Kofra í baksýn.