Bæjarins besta


Bæjarins besta - 17.11.2016, Page 4

Bæjarins besta - 17.11.2016, Page 4
4 FIMMTudagur 17. NÓVEMBER 2016 Útgefandi: Athafnagleði ehf., kt. 690715-0740 Afgreiðsla og ritstjórn: Mánagötu 2, Ísafirði, sími 456 4560 Ritstjóri BB og bb.is: Bryndís Sigurðardóttir, 896 9838, bb@bb.is Ábyrgðarmaður: Bryndís Sigurðardóttir. Blaðamaður: Smári Karlsson, 866-7604, smari@bb.is Auglýsingar: Sími 456 4560, auglysingar@bb.is Prentvinnsla: Litróf ehf. Upplag: 2.200 eintök Dreifing: Íslandspóstur. Dreift án endurgjalds inn á öll heimili á norðanverðum Vestfjörðum Stafræn útgáfa: www.bb.is / facebook.com/pages/bbis Önnur útgáfa: Á ferð um Vestfirði ISSN 1670-021X Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið bb@bb.is. Auglýsingar þurfa að berast fyrir kl. 17 á mánudögum fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Ritstjórnargrein Jóskar heiðar Þær eru ófáar skýrslurnar um vanda Vestfjarða, fólksfækkun og almenn eymd og volæði og vér sem vestur hafa slæðst eða fæðst upplifum bæði skömm og leiðindi yfir að vera baggi á samfélaginu, vera hluti af þessu stóra byggðavandamáli. Hinn almenni Vest­ firðingur og verkamaður ber ábyrgð á að þær lukkulegu sálir sem eignuðust kvóta hér fyrir áratugum skuli hafa selt góssið norður eða niður og skilið hér allt eftir í kalda koli, rétt eins og óbreyttur almúginn hafi ráðið því. Eftir stendur tannlaus valdaskoltur íbúa hér á hjaranum, á miðun­ um sveima nú afkastamikil skip og verðmætin um borð koma okkur lítið við. Auðlindin var af okkur tekin. Grunnþjónusta er skorin svo við nögl að vegir milli bæja á sunnanverðum kjálkanum líkjast meira hestatroðningum en nýtísku vegum og ekki er lengur forsvaranlegt að koma nýjum Vestfirðing­ um í heiminn nema skondrast suður á troðningunum. Þar er ungum fjölskyldum boðið upp á að liggja uppi á vinum og vandamönnum, jafnvel svo vikum skiptir, með hinkrað er eftir ungviðinu. Flugsamgöngur eru nú með þeim hætti að það er kominn tími á allsherjar mótmæli, hér er flugvallarónefna inni í firði sem er svo hættulegur að honum er lýst í kennslubókum flugmanna í veröldinni víðri. Ekki er fyrir nokkurn mun hægt að treysta á flugsamgöngur ef til dæmis á að mæta til læknis í höfuðborginni, þeir sem ekki hafa önnur ráð til að koma sér suður þurfa að koma sér á áfangastað með nokkurra daga fyrirvara til að hafa borð fyrir báru. En nýjustu fréttir af þjónustufyrirtækinu Flugfélagi Íslands eru svo móðgandi og svo mikil vanvirðing við lífskjör okkar fyrir vestan að engu tali tekur. Hagsmunir okkar voru gróflega fyrir borð bornir þegar verslaðar voru vélar sem ekki geta lent á Ísafirði og notast átti við tvær skitnar vélar til að koma okkur til og frá. Ítrekað hefur ekki verið tiltæk vél til að sinna flugi og það er algjörlega óásættanlegt, svo ekki sé tekið dýpra í árinni. Nú þarf að hefja vinnu við að finna nýtt flugvallarstæði sem fækkað getur messufalli vegna veðurs en þangað til þarf að finna flugfélag sem treystir sér til að meðhöndla Vestfirðinga á pari við aðra Íslendinga. Umfram allt eiga Vestfirðingar rétt á sömu þjónustu og aðrir landsmenn. Þá, og aðeins þá, er hægt að gera ráð fyrir sjálfbærni samfélagsins. Einu sinni stóð til að bjarga íslenskri þjóð frá kulda og hungri og flytja á frjósamar jóskar heiðar og ef það er opinber stefna að flytja Vestfirðinga hreppaflutninga suður í sollinn er rétt að samfélagið allt segi það bara upphátt og geri klárt í 101 Reykjavík nú eða í Breiðholtinu. BS Forsvarsmenn Stöndum saman Vestfirðir kalla eftir keppnisskapi Vestfirðinga til að safna fyrir nýju sjúkrarúmi fyrir Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði og benda á að ef hver sá sem líkað hefur við hóp­ inn á Fésbókinni leggi til 250 krónur þá sé komin sú fjárhæð sem þarf til kaupa sjúkrarúm og dýnu. Rúmin sem fyrir eru við stofnunina eru komin til ára sinna og á meðfylgjandi mynd má sjá Lilju Sigurðardóttur Safna fyrir nýju sjúkrarúmi hjúkrunarfræðing á HVEST á Patreksfirði við eitt þeirra rúma sem er í notkun við stofnunina en talið er að það hafi verið tekið í notkun í kringum 1980 og stenst ekki samanburð við það sem best gerist í dag, en sjúklingar geta ekki stjórnað því sjálfir líkt og öllum betri sjúkrarúmum og þarf starfsfólk að breyta stillingum þess með handafli. Vilja forsvarskonur söfnunarinnar í það minnsta geta fært stofnuninni eitt nýtt rúm og segja svo oft hafa sýnt sig í verki að þegar við leggjumst öll á eitt og stöndum saman þá getum við allt. Er þetta önnur söfnun félags­ ins, en í vor færði það HVEST á Ísafirði barkaþræðingatæki og sprautudælur. Fyrir þá sem vilja leggja söfnuninni lið eru reikningsupplýsingar félagsins eftirfarandi: Kt. 410216­0190 Banki 156­26­216 annska@bb.is Lilja Sigurðardóttir við eitt af gömlu rúmunum.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.