Bæjarins besta


Bæjarins besta - 17.11.2016, Síða 5

Bæjarins besta - 17.11.2016, Síða 5
FIMMTUdagUr 17. NÓVEMBER 2016 5 Fimmtudaginn 10. nóvember hófst söfnunarátak Stígamóta sem ber yfirskriftina „Styttum svartnættið“, en tíminn sem líður frá því að kynferðisbrot er framið þar til brotaþoli leitar sér aðstoðar er oft langur. Stígamót eru grasrótarsamtök sem berjast gegn kynferðisofbeldi og veita aðstoð fyrir fólk sem hefur verið beitt kynferðisofbeldi. Markmiðið með herferðinni er að safna mánaðarlegum styrktaraðilum að rekstri Stíga­ móta, en starfið er mikilvægt og við þurfum að auka þjónustuna, sem getur beinlínis snúist um Stígamót veita við- talsþjónustu á Ísafirði Ráðgjafi frá Stígamótum heimsækir Ísafjörð aðra hverja viku. að bjarga mannslífum. Söfn­ unin nær síðan hámarki með samnefndum þætti á Stöð 2 föstudaginn 18. nóvember. Í tilefni af herferðinni vill starfsfólk Stígamóta minna á að samtökin fóru í haust af stað með viðtalsþjónustu fyrir þolendur á Ísafirði. Þessari viðtalsþjónustu var áður sinnt af Sólstöfum en er nú sinnt af ráðgjöfum Stígamóta sem koma á tveggja vikna fresti til Ísafjarðar. Hægt er að panta tíma með því að hringja í 562­ 6868 eða í tölvupóst hjá karen@ stigamot.is . brynja@bb.is Grísa, lið Grunnskólans á Ísa­ firði unnu til verðlauna í FIRST LEGO League, sem fram fór í Háskólabíói á laugardag. Var það í flokknum; Besta hönnun og forritun vélmennis, sem þeir Hafsteinn Már Sigurðsson, Hlynur Ingi Árnason, Jón Ingi Sveinsson, Magni Jóhannes Þrastarson, Sveinbjörn Orri Heimisson og Þráinn Ágúst Arnaldsson hömpuðu sigri, en þeir fóru til keppninnar ásamt liðstjóranum Jóni Hálfdáni Péturssyni. Þetta var í fyrsta sinn sem Grunnskólinn á Ísafirði sendir lið til keppninnar, en hún var nú haldin í tólfta sinn og hefur notið vaxandi vinsælda frá ári til árs, en í þetta sinn tóku þátt rúmlega 200 manns í 21 liði víðsvegar af Grísa áttu besta vélmennið landinu og hefur þátttaka aldrei verið betri. Keppendur eru á aldrinum 9­16 ára og í hverju liði 6­10 börn og a.m.k. einn fullorðinn liðsstjóri. Á hverju ári er keppninni valið sérstakt þema og að þessu sinni var það samstarf manna og dýra (e. Animal Allies). Liðin fengu senda þrautabraut ásamt upplýsingum um rann­ sóknarverkefnið átta vikum fyrir keppnina og hafa þau undirbúið sig af kappi. Meðal verkefna keppenda var að forrita vélmenni úr tölvustýrðu Legoi til að leysa tiltekna þraut. Þá áttu keppendur að gera vísindalega rannsókn á ákveðnu efni tengdu þemanu og enn fremur þurftu liðin að gera grein fyrir því hvernig þau forrituðu vélmenn­ Grísa, lið G.Í. á sviðinu í Háskólabíói. Myndir fengnar af heimasíðu og Facebook síðu GÍ. in. Auk þess horfði dómnefnd til liðsheildar. Markmiðið með keppninni er að efla færni og vekja áhuga ungs fólks á tækni og vísindum, sem og að örva nýsköpun, byggja upp sjálfs­ traust og efla samskipta­ og forystuhæfni. Það var lið Myllubakkaskóla sem bar sigur úr býtum í keppn­ inni í ár og mun það í byrjun desember halda til Noregs til þátttöku í úrslitakeppni FIRST LEGO League Scandinavia. Lið Myllanna fékk einnig verðlaun fyrir besta rannsóknarverk­ efnið. Sigurvegarar í vélmenna­ kapphlaupinu voru Oreo frá Egilsstaðaskóla og Úrhelli frá Vættaskóla fékk viðurkenningu fyrir bestu liðsheildina. annska@bb.is

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.