Bæjarins besta


Bæjarins besta - 17.11.2016, Side 6

Bæjarins besta - 17.11.2016, Side 6
6 FIMMTudagur 17. NÓVEMBER 2016 Í nægu er að snúast þessa dagana hjá Erni Elíasi Guð­ mundssyni, manninum að baki Mugison, en í lok síðustu viku kom út ný plata frá tónlistar­ manninum, Enjoy! Óhætt er að segja að hennar hafi verið beðið með eftirvæntingu þar sem hann hefur ekki gefið út plötu síðan að metsöluplatan Haglél kom út fyrir fimm árum síðan. Líkt og lög gera ráð fyrir er mikil vinnutörn hafin hjá Mugison og er hann búinn að vera mikið í höfuðborginni upp á síðkastið, en er nýkomin heim í Súðavíkina til að jarðtengja sig að eigin sögn. Það má segja að fyrsti í kynn­ ingaratrennu hafi átt sér stað er tónlistarhátíðin Icelandic Airwaves fór fram í Reykjavík á dögunum og spilaði Mugison þar meðal annars á vel heppnuðum tónleikum í Fríkirkjunni þar sem nýja platan var kynnt ásamt því sem gamlir slagarar fengu að óma. Örn segist hæstánægður með hvernig til tókst: „Þetta er svolítið eins og að vera nýbúinn að fara í klippingu, vera í nýjum fötum og búinn að meika sig án þess að vita alveg hvernig það fer svo, en mér fannst viðbrögðin alveg stórkostleg. Við ákváðum að taka nýtt í bland við gamalt. Ég hugsaði hvað virkaði fyrir mig sem tónleikagest og ég get alls ekki hlustað á of mikið nýtt í einu. Þrjú, fjögur ný lög og ég er dottinn út.“ Hann segir þetta hafa verið fínt tækifæri fyrir hljóm­ sveitina að finna saman taktinn í nýja efninu og fyrir vikið hafi verið enn skemmtilegra að spila gömlu lögin. Óhræddur við breytta tíma Ásamt því að vera að spila hér og þar í borginni á meðan á Airwaves stóð var nóg að gera hjá Mugison í allra handa viðtölum: „Þetta er náttúrulega bransahátíð og maður er mikið í því að hitta samstarfsaðila og vinna í tengslanetinu.“ Hann segir bransann vera að breytast mikið og flestir í raun að þreifa fyrir sér í nýju umhverfi: Disk­ urinn er í útrýmingarhættu líkt og framköllunarþjónusta fyrir nokkrum árum, en á sama tíma hefur neysla á tónlist sennilega aldrei verið meiri og aldrei ver­ ið hlustað jafn mikið á tónlist. Vandinn er hinsvegar að það er ekki alveg vitað hvernig maður á að sækja peningana, en það hlýtur að finnast leið og ég er ekkert hræddur.“ Örn segir líka á sama tíma mik­ ið búið að breytast í því hvernig tónlist verður til: „Þegar ég tók upp fyrstu og aðra plötuna mína á eitt hljóðkort og einn míkrófón, þá var það í raun alveg nýtt. Núna er Rúna (Esradóttir, kona hans) að kenna námskeið á Sónar hátíðinni fyrir krakka þar sem þau eru að læra að gera slíkt og tæknin ekkert minni. Það þarf því ekkert einhverja risa­framleiðslu til að gera frábært stöff sem mér finnst alveg geggjað.“ Enjoy! – Kominn í föstu formi Þrátt fyrir tal um útrým­ ingarhættu geisladisksins er Enjoy! þó mættur til leiks í föstu formi og fer dreifingarvinna fram um þessar munir og diskurinn fáanlegur í æ fleiri verslunum með degi hverjum, jafnframt verður öllum þeim sem kaupa miða á útgáfutónleikana afhentur diskur er þeir mæta á staðina sem þeir verða haldnir. Enjoy! fer vel í þá sem á hlýða og í plötudómi eftir Kolbrúnu Björt Sigfúsdóttur á menningar­ vefnum Starafugli segir meðal annars: „Mugison hefur sett saman plötu sem er fyrir fólk með athyglisbrest og ofvirkni, og ég meina það á góðan máta. Hvert einasta lag gæti verið eftir mismunandi hljómsveitir með sama söngvarann. Enjoy er þannig eins og „best of“ eða safndiskur, býður alltaf upp á eitthvað nýtt, níu sinnum í röð.“ Tónlistarspekúlantinn Dr. Gunni fer einnig um hann fögrum orð­ um á heimasíðu sinni og segir hann meðal annars að lögin vinni á við hverja hlustun og skríði inn í taugaendana eins og feitur köttur sem leggst í bæli með rjómaskál. Útgáfutónleikar í Edinborg Fyrstu opinberu útgáfutónleik­ arnir verða í Edinborgarhúsinu á Ísafirði þann 25.nóvember næst­ komandi og spilar Mugison þar ásamt hljómsveit lögin af nýju plötunni í bland við eldri slagara. Hljómsveitin leggur síðan upp í ferð um landið og spilar á Akra­ nesi, í Reykjanesbæ, á Akureyri og Egilsstöðum, ásamt því að spila á tvennum tónleikum í Eldborgarsal Hörpu sem þegar er uppselt á. Óhræddur Mugison kominn á fullt skrið Örn Elías og hundurinn Skuggi.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.