Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.12.1994, Qupperneq 3

Bæjarins besta - 21.12.1994, Qupperneq 3
Stórt snjóflóó féll á bæinn Saura við Súöavfk Ellilífeyrispegi missti allt sitl í snjó- flóðinu - stofnaður hefur verið söfnunarreikn- ingur til handa honum ..jfc ^ STÓRT snjóflóð féll úr Traðargili fyrir ofan Súðavík og á bæinn Saura kl. 1 i á sunnudagsmorgun og eyðilagði íbúðarhús auk tveggja fjárhúsa. Einn maður, Karl Georg Guðmundsson, 76 ára ellilífeyrisþegi, bjó að Saurum og var hann innandyra þegar snjóflóðið féll á íbúðarhúsið. Honum var bjargað mjög köldum stuttu síðar og mátti litlu muna að verr færi. Karl Georg mun hafa hlotið mar um allan líkamann auk skurða en virtist við fyrstu athugun, óbrotinn. Hann var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Isafirði á mánudag, þar senr hann gekkst undir læknisrannsókn. Fimm kindur sem voru í fjárhúsunum drápust, sem og hrútur en sjö kindur fundust á lífi. „Karl Géorg var að tala í símann við frænda sinn er snjó- flóðið féll á húsið. Allt í einu slitnaði sambandið og var þá þegar farið að athuga h vað hefði gerst. Ég fékk hringingu frá björgunarsveitinni umkl. 11.30 þar sem mér var sagt að talið væri að snjóflóð hefði fallið á bæinn Saura. Hafði ég þegar samband við lögreglustjóra og Almannavarnir ríkisins og boðaði til fundar í almanna- varnanefnd,” sagði Sigríður Hrönn Elíasdóttir, sveitarstjóri í Súðavík í samtali við blaðið. „Karl Georg sagði mér sjálfur að hann hefði verið búinn að sjá að allt væri búið, hann var búinn að ákveða að sofna, en Eins og sjá má er íbúðarhúsiö að Saurum mikið skemmt eftir snjófióðið. Traðargii, þar sem fióðið féii úr er tii hægri á myndinni. þegar hann heyrir í björgunar- mönnunum ákvað hann að kalla. Þetta var bara spurning um mínútur,” sagði Sigríður Hrönn. Ibúðarhúsið sem er ein hæð Stutt er frá þeim stað þar sem húsið stöóvaðist og niður að næstu húsum í þorpinu. og ris færðist um 15 metra frá grunninum. Þegar snjóflóðið féll á húsið var Karl Georg að tala í síma eins og áður sagði, og var hann því staddur neðan til í húsinu. Talið er að það hafi orðið honum til lífs. „Þegar hann fannst var hann í snjó upp undir klof og hafði fallið fram fyrir sig og lá því á grúfu. Hann var berhandleggjaður og því orðinn mjög kaldur. Björgunar- mennirnir tóku í axlirnar á honum og drógu hann niður að næsta húsi þar sem hann fékk aðhlynningu. Hann var orðinn það kaldur og stífur að klippa þurfti fötin utan af honum,” sagði Sigríður Hrönn. Ibúðarhúsið að Saurum sem var elsta hús staðarins var ótryggt sem og allt innbú og er því tjón Karls Georgs mikið. Stofnaður hefur verið söfnunar- reikningur til handa Karli Georg og er hann nr. 1000 við Spari- sjóð Súðavíkur. Sigríður Hrönn sagðist aldrei hafa heyrt um svona stórt snjóflóð á þessum slóðum en flóðið skipti sér í Kari Georg Guómunds- son. tvennt eftir hryggnum fyrir neðanTraðargil og fórhluti þess inn á svæði sem ekki hefur verið talið til hættusvæða og þaðan niður á Aðalgötuna. Ibúar úr fimm húsum voru fluttir úr híbýlum sínum og gistu fjórar fjölskyldur á heimili sveitar- stjórans urn nóttina enda um náið skyldfólk að ræða. Hættu- ástand var enn viðvarandi í Súðavík um hádegi á mánudag en þá átti að meta aðstæður að nýju. ísafjaröarflugvöllur Vindhraðinn komst í 82 hnúta í VEÐURHAMNUM sem gekk yfir Vestfirði um helgina komst vindhraðinn í 82 hnúta á ísafjarðarflugvelli sem svarar til 14-15 vindstiga. Sömu sögu er að segja frá Bolungarvík en þar var mun jafnari vindur eða um 40-45 hnútar. „Það var mjög hvasst á milli kl. 10-12 á sunnudagsmorgun. Þá sló mælirinn a.m.k. tíu sinnum í 74 hnúta og í eitt skipti fór hann í 82 hnúta. Fárviðri er 64 hnútar eða meira þannig að þetta hafa verið svona 14-15 vindstig. Það hefur mælst hér 90 hnúta vindur, þannig að þetta er ekki það versta sem komið hefur,” sagði Slurla Páll Sturlu- son, flugumsjónarmaður á Isa- fjarðarflugvelli sem var á vakt í flugturninum um helgina. Næsta tölublað BB kemur út fimmtudaginn 29. desember. Skilafrestur efnis ogaugiýsinga er hádegi þriðjudagsins 27. des. Þakpiötur iosnuöu f Vfkinni Líkt og á ísafirói, var mjög hvasst í Bol- ungarvík um helgina og þá sérstaklega aðfararnótt sunnu- dags. Þakplötur fuku af geymsluhúsnæði við Hafnargötu og lenti ein þeirra á rúðu í nærliggjandi húsi. Þá hafði lögreglan og björgunarsveitin Ernir í nógu að snúast við að binda skip í höfninni sem losnuðu jafnóóan og þau voru fest. Þá var björgunarsveitin í fólksflutningum með gesti Víkurbæjar fram eftir nóttu en lögreglan gat ekki sinnt þeim flutningum sökum þess aó bifreið hennar er ekki búinn til akst- urs í svo miklum snjó og er í Bolungarvík í dag. Mokaö aiian sói- arhringinn Starfsmenn áhalda- húss ísafjarðarkaup- staðar hafa haft í nógu að snúast frá því síðdegis á sunnudag við að opna götur bæjarins en nánast allar göturnar lokuðust í óðveðrinu um helg- ina. Þorbjörn Jó- hannesson, verkstjóri hjá áhaldahúsinu sagði í samtali við blaðið á mánudag að mokstur hefói hafist kl. 22 á sunnudagskvöld og hefði verið unnið alla nóttina, sem og allan mánudaginn. Ráðgert er að sögn Þorbjörns að hreinsa allar göturnar vel fyrir jólahátíðina. Vfötæk ieit aö ísfiröingi VÍÐTÆK leit hefur staðið yfir á Siglufirði frá því á sunnudag af 61 árs gömlum ísfirð- ingi, Theodóri Sigurjóni Norðkvist, matsveini á rækjutogaranum Hafrafelli frá ísafirði. Að sögn lögreglunnar á Sigiufirði er skilyrði til leitar erfið vegna slæms skyggnis og kviku í höfninni en á mánudag beindist öll athygli leitarmanna að því svæði. Fjórir kafar- ar voru við leit við erfió skilyrði í höfninni á Siglufirði á mánudag en þá hafði ailur grunur beinst frá íbúðarhúsum á stað- num. Lögreglunni barst tilkynning um að Theo- dórs væri saknað um kl. 15.20 á sunnudag en síðast sást til hans nóttina áður. MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1994 3

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.