Bæjarins besta - 21.12.1994, Síða 4
m
OHAÐ FRETTABLAÐ
Á VESTFJÖRÐUM
STOFNAD 14. NÓVEMBER 1984
Oháð vikublað
á Vestfjörðum
Útgefandi:
H-prent hf.
Sólgötu 9,
400 ísafjörður
® 94-4560
□ 94-4564
Ritstjóri:
Sigurjón J.
Sigurðsson
Blaðamaður:
Hermann
Snorrason
Ábyrgðarmenn:
Sigurjón J.
Sigurðsson
og Halldór
Sveinhj örnsson
® 94-5222
Útgáfudagur:
Miðvikudagur
Bæjarins hesta er aðili að samtök-
um hæjar- og héraðsfréttahlaða
Eftirprentun, hijóðritun, notkun
Ijósmynda og annars efnis er
óheimil nema heimilda sé getið
Er ekki ráð
að staldra
við?
Stundum finnst manni líkt og allt sé gert að söluvöru
fyrir hátíðina, sem haldin er til að minnast komu hans, sem
gekk í helgidóminn, rak út alla sem voru að selja þar og
kaupa og hratt um borðum víxlaranna.
Vissulega treysta margir höndlarar á „að jólavertíðin
verði góð, helst betri en í fyrra.” Aþekkar óskir kaupmanna
hafa verið uppi undanfarin ár og verður þar engin breyting
á. Víst má orða það svo að ósk af þessum toga falli ekki að
innihaldi jólahátíðarinnar. Það er þó ansi mikil einföldun.
Einföldun af þessu tagi er heldur ekki heiðarleg. Allt
árið um kring gerum við kröfur til þeirra sem fást við
verslun og með hverju árinu sem líður verða kröfur okkar
meiri og meiri. Fyrir jólin eru þær mestar. Við megum
heldur ekki gleyma því að við sjálf höfum gert jólahátíðina
að gjafahátíð, við notum jólin til að gleðja ættingjaog vini
og færum þeim kveðjur og gjafir. Við leggjum meira í
matargerð á jólunum en endranær, þótt óneitanlega hafi
daglegar matarvenjur okkar dregið úr þeim mun frá því
sem áður var.
Jólagjafir innan fjölskyldna og milli vina eru eðlilegur
þáttur í jólahaldinu. Jólin eru gleðigjafi og fagnaðarhátíð.
Allt verður þetta þó að vera innan skynsamlegra marka.
En það er ekki laust við að annars konar sölumennska
hafi haldið innreið sína í samfélagið og ekki að sama skapi
geðfelld og þjónusta kaupmannsins á horninu. Umbúða-
laust: Hér er átt við fjölmiðla.
Örlögfjölmiðils sem ekki selst er ráðinn. Hingað til hat'a
fjölmiðlar að mestu virt óskráðar leikreglur um „hvað sé
hægt að ganga langt.” Þessar óskráðu reglur hafa fyrst og
síðast spannað friðhelgi einkalífsins, friðhelgi fjöl-
skyldunnar. En nú virðist heldur betur hafa orðið breyting
á. Þegar svo er komið að ekki er látið deigan síga vegna
þess að viðkomandi er „söluvara,” er þá ekki kominn tími
til að setja spurningamerki. Hvað ætlum við að ganga
langt? Hvar eru mörkin?
Fjölmiðlar geysast gjarnan fram undir grunnfánum sið-
væðingar. I mörgum tilfellum virkaþessarkrossfarirámóta
sannfærandi og réttlætingarnar fyrir öllum styrjöldum,
sem háðar hafa verið í nafni trúarinnar. Því miður.
íslenskaþjóðinhefurundanfarin misseri gengið í gegnum
efnahagskreppu. Núorðið binda menn vonir við að gangan
út úr frumskóginum sé hafin, villuráfinu sé lokið. Að við
rötum út úr skóginum er þó undir því komið, að við
höldum þeim áttum, sem við virðumst hafa náð.
Margt bendir til að „kreppurnar” í þjóðlífi okkar Is-
lendinga séu fleiri en tíðrædd efnahagskreppa. Það er
ómaksins vert að íhuga þetta nú þegar hátíð ljóss og friðar
gengur í garð. Er ekki ráð að staldra við?
s.h.
m
.
■ .. ö-S
.....
I
: ■:: :: ::
:
1
»
■ ■
WSmame'
d
I
:
•■: /1
.: ■ :.- ..
' ' -■•.:•.•;.••;• ..>
...........................:
:| ■":" :
■
.
: .. •
' ’ ■:
"... ■
'
■■ :||i:
■ — ■■■;.:
Bitfc.
Hk
Enn á ný líður að jólum. Ég las í blaði haft eftir
manni nokkrum að hann vildi hafa jólin annað
hvert ár. Umstangið væri orðið svo mikið að
menn þyrftu meira en ár til að jafna sig eftir
ósköpin. Það kann að vera að fleiri hugsi þannig.
Enda veit ég að margt fólk kvíðir jólunum af
ýmsum ástæðum. Vissulega þarf ýmislegt að
gera fyrir jólin, sem annars væri ekki gert. En
jólin eru Guðs útrétta hönd, mér og þér til hjálpar.
Jólin eru tækifæri sem Guð gefur til þess að
verða betri manneskja. Ef við hugsum þannig,
þá eru árleg jól nauðsynleg. Við höfum t.d.
tækifæri til að hafa samband við vini og
kunningja, sem hraði nútímalífs leyfi ekki svo
mjög hversdags. En jólin eru ekki eins hjá öllum.
Jólaloftið er þrungið eftirvæntingu. Bak við
lokaðar dyr bíður okkar jólatréð, jólagjafirnar,
söngur, félagsskapur og gleði. Þetta eru dýr-
mætar minningar og fagur raunveruleiki fyrir
mörg okkar.
En þvímiðurþáertil andstæðaþessararmyndar
í okkar samfélagi. Mynd, sem sýnir þögn, kvíða
og einmanaleika.
„Ég held að okkur vanti vonarglætu,” sagði
maður eitt sinn í útvarpsþætti og voru orð hans
komin á forsíður dagblaðanna daginn eftir. Og
það er einmitt það sem jólin boða. í boðskap
jólanna er vonarglæta, jafnvel meira en glæta,
því himnesk boð berast okkur um hver jól. Boð,
sem englar fluttu frá himnum, frá Guði, til
almúgamanna, sem voru hirðar að atvinnu. „Yður
er í dag frelsari fæddur.” Þessi boð berast ekki
aðeins til allra þeirra, sem vilja meðtaka þau.
Þaðer lítil reisn yfirkomu frelsarans íheiminn,
með veraldlegum augum skoðað. En Guð valdi
þessa leið, þegar hann kom í þennan heim. í
jötunni erekki bara venjulegtbarn,heldureinnig
Guð.
Hann hefur vitjað lýðs síns. Þegar Jesús fæddist
er það undirstrikað að það er hið smáa sem Guð
notar: María var bara fátæk ung stúlka. í guð-
spjalli Lúkasar kemur fram að María og Jósef
voru kölluð til borgar Davíðs. Þar átti Messías að
fæðast. Þeim er úthýst þegar þau koma þangað
og vísað inn í gripahús. Þar fæddist Jesús. Og
það voru hirðar sem fengu engil til sín en ekki
gistihúsaeigandinn.Viðfjárhirðannaer sagt:Yður
er í dag frelsari fæddur. Þetta er sérstök aðferð.
Um hana yrði sagt að þetta væri röng markaðs-
setning. Guð kynni engar brellur. Umgjörðin
kringum komu Jesú er engu að síður táknræn.
Gagnvart þessum atburðum verða verða mann-
eskjurnar að reiða sig á trúna eina. Trúna eina
gegn öllum ytri aðstæðum. Reiða sig á það að
Guð tali til okkar einungis í þessum syni og
engum öðrum. Og þrátt fyrir allt haldi maður fast
í þá hönd sem hann hefir rétt okkur í Kristi. Við
þurfum að geta lotið niður til þess að komast inn
í tjárhúsið og séð Maríu sem móðurina. Hér var
hvorki prinsessa frá Róm né dóttir Heródesar
kjörin til hlutverksins. Hér var myndin úr fjall-
ræðu Jesú, sælir eru fátækir í anda, sælir eru
hógværir, sælir eru réttlátir.
Og nú á jólaföstunni er það spurningin hvort
frelsarinn eigi greiðan aðgang að okkur sem
uppi erum í dag? Fæðingarfrásagan er einföld og
lýsir fátæklegum aðstæðum. Guð fyrirleit ekki
jötuna, ekki fjárhúsið, ekki fátækt heimili og
heldur ekki mitt auma hjarta. Hann getur lfka átt
bústað þar. Og hvað þýðir það? Það þýðir það að
þau sem eiga trú á Krist, treysta honum fyrir lífi
sínu, fyrir ákvörðunum sínum, fyrir áhyggjum
sínum, hjá þeim á Jesús bústað. Trúin skipar
þarna veglegan sess. Að geta kropið við jötuna
og játað „þú ert frelsarinn sem koma átti í
heiminn,” það er stórkostlegt og kraftaverk í lífi
þess sem játar. Guð gefi þér, lesandi góður, gleði-
leg jól, jól þar sem boðskapurinn fær snert þig og
blessað líf þitt.
4
MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1994