Bæjarins besta - 21.12.1994, Side 5
ísafjaröarhöfn
Hurð skall
nærri hælum
LITLU munaði að ekki yrði
stórslys við ísafjarðarhöfn í
síðustu viku þegar verið var að
hífa40 feta gám með 20 tonnum
af fiskimjöli um borð í flutn-
ingaskipið Mælifell.
Bóma skipsins féll niður og
skall gámurinn stuttu frá starfs-
mönnum hafnarinnar á bryggj-
una eftir að hafa hafnað á
stoðum við lestarlúgu og á
öðrum gámi. Gámurinn stöð-
vaðist á hliðinni og urðu tölu-
verðar skemmdir á honum.
Starfsmenn voru að undirbúa
næsta gám til hífingar þegar
óhappið varð. Skipið átti að
lesta 15 gáma af mjöli og var
það þriðji gámurinn sem fór til
baka á bryggjuna.
Eins og sjá má skemmd-
ist gámurinn mikið við
faiiið.
Gámurinn á hafnarkant-
inum á ísafirði.
Vestf/rskur Ske/fiskur á Flateyri býður Lífeyrissjóöi
Vestfirðinga
Hlutabréf fyrir væntan-
legum skuldum fyrir-
tækisins við sjóðinn
- „höfum ekki heimild til að kaupa hlutabréf í fyrirtækinu þar sem þaö er ekki skráð á Verðbréfaþingi
íslands", segir Guðrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vestfirðinga
VESTFIRSKUR Skelfiskur hf., á Flateyri hefur sent Lífeyris-
sjóði Vestfirðinga bréf, þar sem sjóðnum eru boðin hlutabréf í
fyrirtækinu til kaups fyrir andvirði væntanlegrar iðgjaldaskuldar
fyrirtækisins við sjóðinn, sem í dag eru um tvær milljónir króna
en verða væntalega um 2,5 milljónir um áramót eins og segir í
bréfi fyrirtækisins til Lífeyrissjóðsins. Til vara óskar fyrirtækið
eftir því að sjóðurinn sjái sér kleift að breyta væntanlegri skuld
um áramót til fimm ára og styðji þannig við bakið á þeirri
nýsköpun sem Vestfirskur Skelfiskur er að hefja á Vestfjörðum.
I bréfi Vestfirsks Skelfisks
fylgirgreinargerð um fyrirtækið
og framtíðaráætlanir þess þar
sem segir m.a. að í júlí síðast-
liðnum hafi verið gerður samn-
ingur, með milligöngu Cold-
water Seafood Inc. í Banda-
ríkjunum, um sölu á 2.721 tonni
af hökkuðum kúfiski næstu þrjú
árin við stórt fyrirtæki í Banda-
ríkjunum auk þess sem fyrir
liggi drög að samningi um sölu
á allt að 35 milljóna stykkja af
tómum skeljum til trausts kaup-
anda í Bandaríkjunum.
,,Það er rétt að við höfum
fengið bréf þetta en við höfum
ekki heimild til að kaupa hlut í
fyrirtækinu þar sem það er ekki
skráð á Verðbréfaþingi en ég
reikna nreð að seinni ósk fyrir-
tækisins verði samþykkt þó svo
að það mál hafi ekki verið af-
reitt endanlega,” sagði Guðrún
Guðmundsdóttir, framkvæm-
dastjóri Lífeyrissjóðs Vest-
firðinga í samtali við blaðið.
Vestfirskur Skelfiskur var
stofnaður 18. nóvember á sl. ári
af Hjálmi hf., á Flateyri og Mið-
nesi hf., í Sandgerði. Fyrirtækið
var stofnað í kjölfar tveggja ára
þróunarstarfs í veiðum, vinnslu
og markaðsathugunum á kúskel
hjá Hjálmi og var stofnhlutafé
47 milljónir króna, sem skiptist
þannig að Hjálmur átti 45
milljónir og Miðnes 2 milljónir.
Hlutafévaraukiðí 1 10 mi lljónir
á aðalfundi fyrirtækisins sem
haldinn var 9. september sl., og
hækkaði Miðnes hlutafé sitt þá
um 8 milljónir króna. Haf hf.,
Þróunarfélag Islands hf., og
Eignarhaldsfélagið Alþýðu-
bankans hf., kornu einnig inn í
fyrirtækið á aðalfundinum með
8milljónakrónahlut, hveraðili
auk níu annarra aðila.
Þann 24. nóvember sl. höfðu
aðeins þrír þeirra sem höfðu
lofað hlutafé ekki greitt það inn
þ.e. Kristján Erlingsson, fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins,
sem skráður er fyrir einni millj.
króna, en hans greiðsla mun
koma í formi skuldabréfs, Kam-
bur hf., sem er skráður fyrir
tveimur millj. en greiðsla frá
fyrirtækinu verður að hluta til í
formi skuldajöfnunar vegna
þjónustu og Jöklar hf., sem er
skráð fyrir fjórum millj. króna
en greiðsla frá þeim verður í
fornri skuldajöfnunar vegna
flutningsgjalda. Oseld hlutabréf
eru að andvirði 10 millj. króna.
Jóiaannrfki hjá starfsf
Álagið svipað
og undanfarið
- segir Berta Guðmundsdóttir,
fulltrúi stöðvarstjóra
STARFS FÓLK Póst og síma
víðsvegar um land hefur haft í
nógu að snúast undanfarna daga
og er pósthúsið á ísafirði þar
engin undantekning. Að sögn
Bertu Guðmundsdóttur, fulltrúa
stöðvarstjóra Pósts og síina á
Isafirði hefur álagið verið
svipað í ár og undanfarin ár en
mest var það um síðustu helgi
en þá var aukaopnun á sunnu-
dag.
,,Þetta hefur verið ósköp
svipað og undanfarin ár og há-
markinu var náð um síðustu
helgi. Við höfum opið ámorgun
og á föstudag til kl. 16.30, svo
framarlega sem að okkur berst
pósturinn á réttum tíma. Verði
um seinkun að ræða verður haft
Mikið annríki hefur verið hjá starfsfóiki Pósts og síma á ísafirði undanfarið.
opið lengur svo allir geti fengið
sinn póst fyrir jólin. Við lokum
ekki á nefið á fólki,” sagði
Berta.
Póstur og sími getur ekki
ábyrgst að póstur sem kemur í
dagogámorgun komist til skila
fyrir jól en til þess að af því geti
orðið varð pósturinn að berast
til stofnunarinnar síðastliðinn
sunnudag.
Magnús
Reynir vill
sameina
í viðtalí við Verið,
sjávarútvegsblaó
Morgunblaósins í
síðustu viku, segist
Magnús Reynir Guð-
mundsson, fram-
kvæmdastjóri Togara-
útgeróar ísafjarðar viija
sjá róttækar breytingar
á högum Landhelgis-
gæslunnar og leggur
hann til að Gæslan og
Hafrannsóknastofnun
verói sameinaðar og
skipakostur þeirra og
starfsmenn nýttir betur
en nú gerist. Honum
finnst einnig eðlilegt
að taka Fiskistofu
með, því erfitt getur
verið að finna réttar
boðleiðir á milli þess-
ara aðila.
Sjúkrafiug
viö erfiöar
aðstæöur
Flugmenn Flug-
félagsins Ernis á
ísafirði fóru í sjúkraflug
til Bíldudals og Reykja-
víkur um klukkan
23.30 á laugardags-
kvöld. Ágætur vindur
var á ísafirði þegar
farið var í flugið en
skyggni nánast ekkert
og tafðist flugvélin í
um fimmtán mínútur á
brautarenda vegna
þessa. „Þá kom smá
glenna yfir bænum og
vélin komst í loftið.
Flugið vestur, sem og
suður gekk eins og
best verður á kosið
enda flugveóur hið
ágætasta á leiðinni,”
sagði Sturla Páll
Sturluson, sem var á
vakt í flugturninum á
ísafirði. Á Bíldudal var
veik kona sótt og hún
flutt á sjúkrahús í
Reykjavík. Vélin kom
aftur til ísafjarðar á
mánudag.
Hættu-
ástand í
Hnífsdai
Snjóflóðahættuást-
andi var lýst yfir í
tveimur götum í Hnífs-
dal á sunnudag, við
Fitjateig og Smárateig
auk þriggja húsa við
Heimabæ. Samtals
voru fjórtán hús rýmd í
Hnífsdal og var íbú-
unum komið fyrir hjá
ættingjum og vinum en
nokkrir þurftu að gista
i félagsheimilinu í
Hnífsdal og í heimavist
Framhaldsskóla
Vestfjaróa. Þá var lýst
yfir hættuástandi viö
Seljaland á ísafirði og
fluttu íbúar þess út í
rúman sólarhring.
Jafnframt var Brúar-
nesti lokað. Hættuást-
andi var aflýst á fundi
almannavarnanefndar
snemma á mánudags-
morgun.
MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1994
5