Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.12.1994, Blaðsíða 6

Bæjarins besta - 21.12.1994, Blaðsíða 6
ÓsÍQim starfsfóÚQ. oíf&r, viðsÍQptavinum í (Bo[ungarvífj N i. jr ojj Súgandafiröi og öðrum 11 / Vestfirðingum, píeðikgrajóía, H^ s„ drs ogfriðar o/§öHfy.m iafnframt samstarf oa „ .... „ , J \ Spansjoour Bolungarvikur Viðsfipti a ílðamti ari Sparisjóðurinn Suðureyri Ósfum Tálfnfirðingum . . jmf og Vestfirðingum ötfum, -Jp1 tiísjdvar og sveita gkðikjjrajóCa oflfarscefs nýs árs TÁLKNAFJARÐARHREPPUR Miðtúni 1 • Tálknafirði Ósfum Súðvífingum f / l og Vestfirðingum öííum, 3 tiísjávar og sveita f I \ gíeðiíegrajóía [y og farsceís nýs árs SÚÐAVÍKURHREPPUR \... y Njarðarbraut 14 • Súðavík Ósfum starfsfóÚq. o/far á og viðsfvptavinum gfeðiíegrajóía, árs og friðar, °g ýöffumjafnframt samstarf og viðsfipti ISFIRÐINGA HF. Ósfum starfsfóífi offar og Vestfirðingum öffum v L ^ gíeðifegrajóta, árs ogfriðar, ||/' og jöffumjafnframt samstarf og viðsfipti OrKUBÚ á fíðandi ári VESTFJARÐA Stakkanesi 1 ísafirði JAKOBÍNA Sigurðardóttir var löngu þjóðkunn fyrir kvæði sín og sögur þegar hún lést í ársbyrjun 1994. Þá hafði hún nýlokið við handrit þess verks sem hér birtist. Við fyrstu sýn fjallar ,.l barndómi" um Hæla- víkurbæinn á Homströndum, og líf fólksins þar um það leyti sem Jakobína er að alast upp. En þegar nánar er að gáð er þetta líka bók um barnæskuna, og um það að muna, og skrifa - segja frá bæ bernsku sinnar þegar hann er „orðinn rúst, hruninn og að mestu horfinn á vit moldar eins og ég yrði einnig innan skamms.” Þetta er ógleymanleg lítil bók um lífið, skrifuð á því tæra og fallega máli sem ásamt skýrri hugsun og næmri athyglisgáfu var að- alsmerki Jakobínu Sigurðar- dóttur. Blaðiðhefurfengiðgóð- fúslegt leyfi útgáfufyrirtækis bókarinnar, Máls og menningar til að birta kafla úr bókinni sem Jakobína tileinkar Þóru frænku sinni. Bær bernskunnar orðinn rúst Tvisvar verður maður gamalt barn, segir orðtak, sem allir kannast við. Og rétt er það á vissan hátt. Ef svo væri ætti ég nú, orðin gömul kona, að geta gengið inn í bæ barnæsku minnar og þekkt þar aftur hvern krók og kima. En svo er ekki. Því miður. Trúlega er allt að því áratugur eða meir liðinn síðan ég reyndi að komast þangað í heinrsókn, treystandi á minni, sem ég fram að þeim tíma hugði sjálfsagt og óbrigð- ult. Hugsaði nrér að ég væri að korna til Hælavíkur úr fjarveru í heimsókn til foreldra og systkina, og frændfólksins í bænum hjá Signrundi rnóður- bróður og Bjargeyju ásamt börnum þeirra. sem voru og eru í mínum huga allt ein stór fjölskylda. Af Arholtinu horfði ég heim að bænum, enn var hann á sínum stað, já, hlaðið með ræsinu blauta frá fjósdyrunum fram á hlaðvarpann og ösku- hauginn, plankar hálffúnir til að stiklast á nokkurn veginn þurrum skóm yfir þetta ræsi sem mér var alltaf fremur kalt til. Bæjardyrnar inn til pabba og mömmu á sínum stað, klinkan í útidyrahurðinni hin sama og áður, - og ég gekk inn. En þá - þá rataði ég ekki lengra. Og þá varð mér ljóst að þessi bær og ég vorum að vísu í tímanum, en ekki í sama tíma. Vel vissi ég að í rauntímanunr var bær bernsku minnar orðinn rúst, hruninn og að mestu horfinn á vit moldar eins ég yrði einnig ittnan skamms. En ég rataði ekki um þann bæ sem einu sinni var, því trúði ég varla, þó ég vissi að minnið er svikult. Og ég sætti mig ekki við þetta sem hér hafði allatíð, áöllum mínum flækingi um tínra æviára nrinna virst sjálfsagt, að ég hlyti að rata unr þennan bæ, þótt svo ég yfirgæfi hann að fullu sautján ára gönrul. Eg gat ekki leitað til foreldra minna, þá voru þau horfin heinri fyrir nokkru. En systkini mín og frændfólkið, gamli hópurinn frá Hælavík, sem dvöldust þar lengur en ég, þau hlutu að nruna betur. Til þeirra leitaði ég og til Þórleifs frænda. En þeim var líkt farið. Og þó, - einn rataði um ákveðna hlula bæjarins, annar um aðra. Þannig tíndust til brot eitt af öðru, smáhlutar eins og í púsluspili. Vandinn liinn sami, að raða þeinr rétt saman svoað úryrði heil mynd. Þetta er ég enn að berjast við, veit að myndin verður aldrei alveg fullkomin, aldrei framar mun ég rata unr þennan bæ, aldrei konra brotununr svo sanran, að myndin verði rétt og heil. Samt get ég ekki hætt. Að vísu finnst mér stundum líkt og tínri bernsku minnar standi persónugerðar álengdat' og horfi á nrig nreð stríðnisglotti. Hann um það. Eg tek í klinkuna á útidyra- hurðinni og opna. Geng inn í bæinn án þess að hirða unr hvort ég rata. Sólin skín að áliðnum degi, aðeins yfir hafsbrún. Innan skamms hverfur hún bak við Röndina. Bæjardyrnar læt ég vera opnar fyrir skini hennar á lrurðina sem veit að eldhúsi nrönrnru á hægri hönd innar- lega í dyrunum. Konrin langt að en ekkert göngunróð opna ég eldhúsdyrnar. Og eldavélin, hitagjafinn, verður fyrst fyrir sjónum mér. Kannski sendir mamma mig eftir hefilspónum franr í snríðaskúrinn til pabba, svo hægt sé að skerpa á kaffi- vatninu. Þessi Irefilspónhrúga er alltaf jafn heillandi, ævintýri að virða fyrir sér breiða, þunna spænina með ótal myndum þegar ég ber þá nróti birtu dagsins. Mér hættir til að gleyma nrér við þann leik. Kannski segir pabbi: „Attir þú að ná í spæni, elska?” Og þá man ég að ég átti að vera fljót, vöðla sanran nreð tregðu eins stóru knippi og mér er unnt. Innan stundar verður það að eldi og ösku undir kaffivatninu hennar nrönrnru. Bæirnir snúa stöfnum mót hafi og hlíð Eldhúsglugginn? Hann veit nrót Bæjarhlíðinni, en ég finn hann ekki. Þessir bæir snúa stöfnum nrót hafi og hlíð, vestri og austri, svona nokkurn veg- inn. Hve nrargar rúður eru í eldhúsglugganum? Sex, eins og í baðstofuglugganum og Hús- inu, stofunni okkar, sem erekki stofa í venjulegri nrerkingu. Jú, það eru sex rúður í eldlrús- glugganum, því hann er aðeins einn, vegna stigans upp á „loftið,” í baðstofuna, geta ekki verið þarna fleiri gluggar. Hvar borðum við? Ég finn ekkert borð, veit samt að það hlýtur að vera hér. Meðan eldað var á kamínunni uppi í baðstofu sátunr við á rúmunum nreð diskana okkar og skálarnar. Þörfnuðunrst ekki nratarborðs. Pabbi og nranrnra sátu þá við borðið undir glugganum, senr veit út að sjónunr. Og gestir, þegar þeir komu. En stólarnir? Rugl. Hér eru engir stólar. Við eldavélina er ómálaður trébekkur, sem pabbi hefir smíðað. Þar er gott að sitja við ylinn með sjóðheitt kaffið í höndununr, kaffi í enrileraðri könnu, hvítri nreð dökkblárri rönd unr barmana og handar- haldið í sama lit. Eða rósa- mynstruðum bolla, með gylltri rönd innan í barminunr, undir- skálin einnig með gylltri rönd, en engu blómi. Ég vil ekki undirskál, jú, það er þarna borð eða eldhúsbekkur, senr tekur við undirskálinni. En ég finn þau ekki. þau eru bara þarna til að taka við undirskálinni. Kannski er þarna einnig fimm- tíu punda sykurkassi eða koffort til að sitja á. Kassinn á hvolfi, tæmdur fyrir löngu. Einu sinni frammi á dyra- lofti, ef til vill fullur af sykri, molasykri, snjóhvítu og freist- andi, ef við krakkarnir vorum send þangað fram til að sækja eitthvað fyrir mömmu. Strang- lega bannað að hnupla mola. Og þó skuggsýnt væri á dyra- loftinu sá guð til manns, - út- réttri hönd kippt að sér með trgðu, samt gott að hafa ekki - þegar maður fór niður dimman og krappan stigann. Samt gat hent að, - og guð sagði engunr frá, en þrátt fyrir það - ekki gott að vita nreð guði, þó enginn annar vissi. Nei, ég rata ekki um eldhúsið. Feta mig upp stigann, upp á loftið, í baðstofuna. Aldrei fæ ég að vita hve mörg þrepin, eða höftin eins og þau eru nefnd þessa stund í tímanum, eru í þessum stiga. Um hábjartan daginn engin ástæða til að telja þau, rnaður hleypur upp hvít- þveginn stigann, kannski eru þrepin níu eða tíu, en gætu eins verið fjögur eða fimrn, en þegar skuggsýnt er og í myrkri á kvöldin gætu þau alveg eins verið hundrað. Svo ótrúlega hrekkjótturerþessi stigi ungum fótum í myrkri. Og hlerinn yfir loftsgatinu, hann ereins. Ævin- lega þungur og leðurhjarirnar á honum varasamar, en í myrkri er hann nriklu þyngri en í dags- birtu. Sarna þó mamrna sé búin að kveikja á lampanum í bað- stofunni og ljósið taki við manni strax þegar rifar undir hlerann, óratíma tekur það að komast upp loftskörina og loka á eftir sér. Ekki skella, það má ekki, loka hægt og gætilega svo að ban- settur hlerinn skekkist ekki, falli rétt í falsið svo börnum sé ekki búin hætta af að stíga á hann. Núna loka ég hægt og svipast unr í baðstofunni. Geng að austurglugganum fyrst, þeim sem veit að Bæjarhlíðinni, sé upp á Bæjarbrúnirnar, sé foss- inn í Bæjaránni sem steypist niður af Brúnunum milli Bölts- ins og Sauðahlíðar, mikill og tígulegur í mínum augum, þessi síkviki, lifandi foss. Oft hef ég stolist til að staldra við hjá honum þegar ég er að smala, oft reynt að yrkja ljóð sem hæfi honum, en ekki tekist, orðið eftirherma ljóða sem ég hef lesið eftir alvöruskáld um aðra fossa, stóra fossa senr bera merkileg nödn. Fossinn rninn er nafnlaus, bara foss í lítilli afskekktri vík, samt foss ná- komnari mér en allir heimsins fossar, minn foss. Úr glugganum sé ég líka Stórahólinn, leiksvæði barn- anna í Hælavík. Og garðinn þar sem átti að rækta rófur og kartöflur. Hlaðnir torfveggir á þrjá vegu og garðurinn innan þeirra, allt grasi gróið. Annað vildi ekki tímgast þar. Tvisvar höfðum við krakkarnir gert til- raun með aðstoð mömmu og Beggu. En rófumar urðu svo smáar, mjóar og fáar, engar kartöflur. Þar fór það. Og engar kartöflur til að bragðbæta fisk- soðninguna. Litli garðurinn á brekku- brúninni framan við skemmuna hans Munda sunnan við bæina vili heldur ekki þýðast annað en gras, ekki sinu sinni hvönn. Hvönnin kann þó við sig 6 MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1994

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.