Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.12.1994, Síða 7

Bæjarins besta - 21.12.1994, Síða 7
frammi við sjóinn. Hún er góð. Og við fáum ber, aðalbláber, krækiber svo stór og safamikil að nokkrar hnefafyllir af þeim nægja til að seðja svangan smala. En aðeins á sumrin. Þá eru berin alls staðar: á Holt- unum, í Hlíðinni, úti í Landi, uppi á Brúnunum ofan við Bæjarhlíð, Sauðahlíð og Stekkj- arhjalla, uppi í fjöllum ofar hlíðum, hjöllum og holtum, en ekki í graslendinu. Og Hunda- súrur. Og blóm - allskonar blóm. Margt ætilegt. Eg gæði mér stundum á fíflaleggjum og túngresi. Læt ekki bera mikið á því fyrir augum fullorðna fólks- ins. Enginn annar leggur sér þetta til munns. Lifandi bær Bær sem fólk á heima í er lifandi. Úr skorsteini eða röri stígur reykur til lofts frá eldi í kamínu eða eldavél, eða ofni um miðjan dag. Inni í bænum er lifandi fólk, ungt, gamalt, börn, strit, svefn, sorg, gleði, fæðing, dauði, líf. Og þótt reykur frá eldstóm hætti að stíga til lofts, þeir sem áttu heima í bænum yfirgefi hann, taki með sér föggur sínar, bærinn hrynji saman í hrúgald sem enginn Jakobína Sigurðardóttir. Hæiavíkurbær, framhiið (vestur). Riss eftir forsögn Jakobínu, 17.04.1993. Hælavíkurbærinn á Hornströndum og Iff fólksins þar ef hún kæmi ekki aftur. Þetta „ef hún kæmi ekki aftur” hafði vofað yfir okkur allt haustið og kom mér ekki á óvart. En leyndarmálið gerði mig gersam- lega ringlaða. Úti í Landinu, á stað sem mamma lýsti fyrirmér, var jarðgróinn, flatur steinn. Þar höfðu þau bundist heitum, hún og pabbi, þegar þau voru ung. Og pabbi hafði meitlað í stein- inn fangamörk þeirra og tvö hjörtu til staðfestu heitum þeirra um órofa tryggð. Var mig að dreyma? Mamma og pabbi -? Nei, ég skildi þetta ekki. Og óvön því að mamma notaði svona hátíðleg orð. En ég stalst til að virða hana fyrir mér. Hún var mjög hvít í andlitinu og dökka hárið fór henni óvenju vel. Þrátt fyrir veikindin hafði hún eins og yngst, hörundið var sléttara og það voru einhver sér- stök svipbrigði, sem lýstu augu hennar og ásýnd alla meðan hún hvíslaði þessu að mér. Og furða allrar furðu rann upp fyrir mér: pabbi og mamma höfðu einu sinni verið ung, kannski falleg og ástfangin eins og í skáld- sögu! Eg upplifði þarna á rúm- stokknum hjá mömmu eitt af þessum undranna andtökum, þegar mér hefir fundist, mitt í skilur, erþessi bærsamtásínum stað í sínum tíma. „Það mætti nú segja þetta í færri orðum,” segir mamma með glettnisbrosi. „En þetta er eftir hann Einar Benediktsson,” svara ég móðg- uð. „Og vísan var heldur ekki alveg búin - Sökkvi jarðarknörr í myrkra marinn, - mynda- smíðar andans skulu standa, -” „Nú, já, já, varstu ekki búin með þetta? Ætli ég hafi ekki hlustað nógu vel? Já, það er ekki að spyrja að hátíðleikanum hjá honum Einari.” Glettnin logar í augum og andliti mömmu, þótt hún látist vera alvarleg. Og hún, sem segir að stríðnin sé ljótur löstur. „Svo er þetta afmælisvísan hans pabba í afmælisdagabókinni hennar Boggu,” segi ég. Og mamma hættir að stríða mér. Segir að auðvitað sé þetta fal- legt, en -. Eg er viss um að mamma kann þessa vísu, af- mælisvísuna hans pabba. Kvæðið sem hún er tekin úr les ég löngu síðar. Heima er ekki til nein ijóðabók eftir þetta skáld. Mamma er einkennilega hittin á það sem hægt er að setja út á í ljóðum, þó hún tali oft eins og hún hafi ekkert vit á Ijóðagerð. Og í hvert skipti sem hún talar þannig um ljóð skálda, sem ég verð hrifin af í bernsku, finnst mér eins og ráðist sé á mig. „Þú vildir fegin vonaallt - þér var svo dauðan kalt,” þylur hún einhvern tíma upp úr ljóða- bók frá Lestrarfélaginu, sem ég et' nýbúinn að lesa og yfir mig hrifin af. I lef meirað segjatárast yfir þessu sorgarljóði. „Osköp finnst mér þetta nú eitthvað fátæklegt,” segir mamma. Og ég þegi. Ljóðið er eyðilagt fyrir mér með þessari athugasemd mömmu, ég er sneypt og man síðan aldrei neitt annað úr þessu Ijóði. Eg bið. „Mamma, viltu fylgja mér inn í Húsið?” En hún er horfin. Glettnisbrosið í augum hennar og svip enn um stund dansandi í rökkrinu, - ég ein, hvar, veit ég ekki. Eru fjögra eða sex rúðu gluggar í Húsinu? Eg er að koma heim úr fyrstu vistinni minni. Ekki alkomin, ekki strax. Þarf að tala við pabba og mömmu. Því nú er að opnast mér leið, ef þau leyfa mér, hjálpa mér. Stundum hefir mér leiðst dálítið, verið hrædd um að ég vinni ekki nógu mikið og hjónin, húsbændur mínir, vilji ekki borga mér þessar fimmtíu krónur, sem ég á að fá fyrir sumarvinnuna. En ég fæ þær og ef ég verð hjá þeim hálfan mánuð eða þrjár vikur til við- bótar, þá fæ ég sextíu krónur. Og ég á enn fimm krónur og líka tvær krónur, sem Begga mín gaf mér í fermingargjöf í vor, fimm krónur frá ein- hverjum öðrum, sem ég hef þegar gleymt hverjir gáfu mér. Ef pahbi og mamma leyfa mér! Þá er ég rík, get farið í kaup- staðinn og verið í þessum kvöld- skóla, unnið fyrir mat og húsa- skjóli. Ævintýrið svo nærri - næstum alveg að opnast. Mamma er ekki í eldhúsinu, kannski hjá Beggu. En ég get ekki beðið. Pabbi gengur um gólf í baðstofunni. Raular með lagi sem ég kann núna. Gleymi seinna. Heyri aldrei framar. - Fór ég til berja, - fyrra sunnu- dag, - fann ég fyrir stúlkukorn, - í bláu pilsi hún var. - Léði ég henni liljublað, - að leika sér að. - Eg get ekki beðið - segi honum nær óðamála hvað ég á í vændum, ef þau vilja leyfa mér, hann og mamma. Pabbi brosir við mér, ég þekki þetta bros og augnalitið eins og geislar brotni í því með sárs- auka, engum annars augum líkjast augu pabba. Hann tekur í hönd mér og leiðir mig inn í Húsið inn af eldhúsinu, að skrif- borðinu sem hann smíðaði sér ungur maður. Og nú lýkur hann upp einni af þessum leyndar- dómsfullu skúffum, sem ævin- lega eru læstar og enginn gengur um nema hann. Tekur eitthvað upp úr henni og leggur í lófa minn. Það leiftrar og lýsir í allar áttir og liggur þungt í lófa mínum. Það hlýtur að vera gullsteinn, lýsigull. „Eg á ekkert annað til að gefa þér og týndu því nú ekki,” segir hann. Draumur, sextíu ára gamall draumur, glettist tíminn álengd- ar. Hún er gengin í barndóm, kerlingin Eg er að koma heim. Þarf að tala við mömmu og pabba um það sem hjónin í Rekavík eru að bjóða mér, ef ég má vera lengur hjá þeim. En þegar ég nálgast bæinn er eitthvað breytt. Systkini mín koma ekki á móti mér fram á Arholt, ekki einu sinni út á hlað. Allt er undar- lega hljótt, en ég vil ekki sleppa voninni. Ekki fyrr en ég verð. Því mamma er veik. Pabbi leggur ekkert lýsigull í lófa minn. Og ég segi engum draum- inn minn. Eg verð að koma heim og ganga að þeim verkum mömmu, sem ég er fær um að innaaf hendi meðeldri systrum mínum. Mamma verður að liggja í rúminu og má ekkert reyna á sig. Ljósmóðirin er hjá henni, en það hefir ekkert bam fæðst. Litli bróðir er enn ekki orðinn ársgamall. Og ég veit að þess vegna getur ekkert nýtt barn verið komið hjá okkur. Eg veit að mamma er með sama sjúkdóm og konan sem ég hef lesið um í Biblíunni, blóðlát. Enginn gat læknað hana og hún hafði þjáðst í tólf ár þegar kraftaverkið gerðist - um leið og hún snerti klæðafald Jesú. Hún varð heil, segir þar. En það gerist ekkert kraftaverk hjá okkur. Læknirinn segir pabba að mamma verði að komast á sjúkrahúsið á Isafirði og gang- ast þar undir einhverja dular- fulla aðgerð, sem muni lækna hana. Til þess að hún komist þangað verður að flytja hana til Hesteyrar, því Póstbáturinn er hættur að koma norður á Horn- strandir þegar þessi ferð hennar erákveðin. Póstbáturinn gengur ekki Iengra en til Aðalvíkur að vetrinum vegna ótryggra lend- inga ogoft illviðraþarnanorður frá. Guðlaugur á Búðum, maður Imbu frænku, sækir póstinn til Hesteyrar og ber hann í Horn- strandavíkurnar allt að Horni. Þessi tími sem mamma liggur veik heima er tími mikils annríkis og ábyrgðar hjá okkur elstu systrunum. Samt getum við leitað ráða hjá mömmu og ýmislegt gerir hún í rúmi sínu. Það mun vera seint í nóv- ember sem mamma er flutt til Hesteyrar í burðarrúmi. Pabbi hefir trúlega smíðað það. Síðan er búið um það með sængum og teppum. Karlmennirnir á næstu bæjum ætla að skiptast á um að bera það úr Kjaransvík í botn Hesteyrarfjarðar. Til Kjar- ansvíkur verður farið á bát pabba, en frá Hesteyri kemur bátur til að taka á móti sjúkl- ingnum inni í fjarðarbolni. Pabbi fer til Isafjarðar með mömmu. Mundi frændi mun sjá um gegningar fyrir pabba með- an hann er að heiman. Begga mín að mjólka kúna okkar, því það verk kann ég ekki. Yngstu börnunum er komið fyrir á Búðum. Kannski er litli bróðir hjá Beggu minni, ég sé það ekki. Þó kominn sé vetur er jörð al- auðog veðurgott. En svodimmt og hljótt. Kvöldið áður en mamma fór trúði hún mér fyrir leyndarmáli, sem hana langaði til að ég vissi ringli mínu, að ég væri rétt við að skynja leyndardóm allrar til- veru, langt út fyrir endimörk mannlegrar þekkingar og skiln- ings. En eins og ævinlega fyrr og síðar, aðeins andartak. Og ég sat þama eins og hver annar kjáni, sem vissi það eitt að hann vissi harla fátt og hvíslaði: „Já, mamma, já.” Mig langaði að faðma hana og kyssa fölan vanga hennar, en ég gerði það ekki. Blíðuatlot voru mér ótöm og ekki iðkuð hjá okkur nema til að hugga börn og við kveðjur. En þá nótt sem í hönd fór svaf ég lítið. Hugsaði. Það var eins og himininn hefði hrapað niður á jörðina, skáldskapurinn niður í daglegt líf, niður til okkar. Síðar fór ég út í Land, fann steininn, las stafina og virti fyrir mér hjörtun. Kraup við þennan stein og þreifaði á stöfunum, sem pabbi hafði meitlað. Mér fannst þessi jarðgróni steinn vera helgur dómur. Og finnst það enn, gamalli konu. Afkom- endurþeirra sem bjuggu í Hæla- vík þegar mamma sagði mér leyndarmálið um steininn eiga nú þennan stein með mér og pabba og mömmu. Eg veit ekki hvað þetta unga fólk hugsar, þegar það horfir á þennan stein, þessi tákn, tekur myndir og flytur með til síns heima. Mig langar að hvísla að því: „Gangið hljóðlega, því þessi staður er heilög jörð.” Og ég heyri þau hugsa: „Hún er gengin í barn- dóm, kerlingin.” Millifyrirsagnir eru blaðsins. MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1994 7

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.