Bæjarins besta - 21.12.1994, Page 8
HÁTÍÐARMATSEÐILLINN að þessu
sinni er líkt og á síðasta ári settur saman
af matarklúbbi einum á Isafirði.
Klúbburinn sem ber nafnið „Pakksaddir
- Glaðværir” samanstendur af fernum
hjónum, þeim Þórdísi Jónsdóttur og
s
Olafi Helga Kjartanssyni, Sigrúnu Sig-
valdadóttur og Kristjáni Jóakimssyni,
/
Margréti Osk Jónsdóttur og Sævari
/ •. /
Oskarssyni og Onnu Kristínu Asgeirs-
dóttur og Gísla Jóni Hjaltasyni.
Eins og venja er með matarklúbba hafa
ýmsar tilraunir verið í gangi við matar-
gerðina og hefur útkoman í flestum
tilfellum verið eftir væntingum.
,,Pakksaddir - Glaðværir” tóku erindi
blaðsins um hátíðarmatseðil vel og er
þeim hér með þökkuð aðstoðin.
Njótið vel!
Þorláksmessa:
Kæst skata með kartöflum,
mörfloti, rúgbrauði og hveiti-
kökum. Skolað niður með
„snafs”.
Hveitikökur:
500 g hveiti
160 g smjörlíki
80 g sykur
1 egg
1 tsk. lyftiduft.
2.5 dl. mjólk
Allt hnoðað saman og flatt út
í frekar þunnar kökur í pönnu-
kökustærð og steiktar á pönnu.
Á eftir er drukkið kaffi með
konfektmolum.
Konfekt:
Döðlur lagðar í púrtvín.
Daginn eftir eru þær settar í
matvinnsluvél og hnoðaðar
saman við konfektmarsipan.
Búnar eru til litlar kúlur sent
eru hjúpaðar í suðusúkkulaði.
Skreyttar með sneið af rauðum
kirsuberjum.
Aðfangadagur:
FORRÉTTUR:
Skelfisksalat á
grapealdin f. 6
3 grapealdin, skorin í tvennt og
holuð að innan.
Fylling:
200 g majones
0,5 dl. rjómi
safi úr hálfri sítrónu
1 msk. kókosmjöl
1/2 tsk. karrý
Blandað saman og út í þetta
bætt:
1 söxuðu epli
600 g rækjur
400 g hörpufisk (soðnum)
Skreytt með sítrónubát, tómat-
bát og smjördeigshálfmána.
AÐALRÉTTUR:
Jóla-kalkún
100 g sntjör
1 flaska hvítvín
(t.d. Bláa nunnan).
Salti nuddað vel á kalkúninn
og innyflin soðin.
Um það bil 4 kílóa kalkún
bakaður í ofni í u.þ.b. tvær og
hálfa til þrjár klukkustundir við
160 til 180 gráðu hita.
Fylling:
500 g svínahakk
200 g sveppir
Salt, pipar og mirjiam
2egg
1,5 dl. rjómi
Öllu blandað vel saman, sett
í kalkúninn, fætur bundnir upp,
fuglinn nuddaður vel upp úr
smjöri og hann síðan settur á
ofnskúffuna og hvítvíninu og
soðinu af innyflununum hellt
yfir og allan tímann meðan á
steikingu stendur. Sósan er
uppbökuðog sýrðurrjómi settur
í að endingu. Borið fram með
Waldorfsalati, brúnuðum kart-
öflurn, sýrðum gúrkum og
títuberjasultu. Ef kalkúninn
ætlar að verða of dökkur er gott
að væta klút úr olíu og breiða
yfir fuglinn.
Waldorfsalat
3-4 stilkar stöngulsellerí
eða 1 lítil sellerírót
2 epli
1/2 sítróna
50 g ntajónes
1 dl. rjómi 36%
25-50 g valhnetukjarnar
Nokkur blá eða græn vínber
Undirbúningur 10-15 mínút-
ur. Skolið selleríið. Sé hvíti
hlutinn notaður þarf að brjóta
stilkana og taka seigu trefjarnar.
Skerið stilkana sniátt. Flysjið
og rífið sellerírótina og vætið
hana í sítrónusafa. Flysjið eplin,
skerið þau í femt og svo í þunnar
sneiðar. Vætiðþærí sítrónusafa.
Geymið nokkra valhnetukjarna,
saxið hina. Blandið léttþeyttum
rjóma og söxuðunt hnetum í
majónessósuna og hellið yfir
selleríið og eplin. Blandið
salatið með tveimur göfflum
svo sósan samlagist sítrónu-
safanum. Látið salatið í skál og
skreytið með heilum kjörnum
og hálfum vínberjum. Waldorf-
salat er ákjósanlegt með villi-
bráð en einnig með köldu borði
með niðursneiddu kjöti.
EFTIRRÉTTUR:
Ris a la mand með
kaldri karamellusósu
Hvít hrísgrjón soðin í léttsöltu
vatni með einni vanillustöng.
0,5 ltr. rjónti þeyttur. Kældur.
Hrísgrjónum blandað varlega
saman við rjómann. Vanillu-
sykur bætt út í eftir srnekk.
U.þ.b. 1/2 bolli af muldum
möndluflögum sett út í. 1 einni
skálinni er að sjálfsögðu heil
mandla og einhver heppinn fær
möndlugjöf.
Karamellusósa:
250 g. sykur
1 1/4 dl. heitt vatn
1/4 ltr. þeyttur rjómi
Pannan hituð og sykurinn
látinn áog brúnaður. Hræralítið
í á meðan - hristið heldur
pönnuna. Þegar þétt hvít froða
er komin á sykurinn er 1 1/4 dl.
af heitu vatni hellt á pönnuna
og hrært þar til jafnast. Gott er
að taka pönnuna af hellunni á
meðan vatnið er sett í svo það
gufi síður upp. Hellt í leirskál
og kælt alveg. Þegar hún er
alveg köld er þeytta rjómanum
bætt saman við.
Jóladagur:
AÐALRÉTTUR:
Hangikjöt
með uppstúf
Hangikjöt með kartöflum,
uppstúfi, grænum baununt,
heimalöguðu rauðkáli, laufa-
brauði eða hveitikökum. Sjá
uppskriftir að rauðkáli og
hveitikökum annars staðar.
Omissandi drykkurnteð hangi-
kjötinu er blanda af maltöli og
appelsíni.
Rauðkál:
I kg rauðkál
1 bolli vatn
I dl edik
sykur eftir smekk
Soðið þar til rauðkálið er
mjúkt í gegn
EFTIRRÉTTUR:
Heimalagaður ís með heitri
Mars-súkkulaðisósu
ís:
4 eggjarauður
1 egg
120 g sykur
Þeytt ljóst og létt. Hálfunt
lítra af þeyttum rjónta bætt
varlega saman við ásaint 1-2
tsk. af vanilludropum. Fryst.
Mars-súkkulaðisósa:
Tvö Mars eru hituð og brædd
saman í potti við einn pela af
rjóma.
2. dagur jóla:
Jólahlaðborð
Á annan í jólum höfum við
jólahlaðborð þar sem marga
rétti er hægt að útbúa fyrirfram.
A ppelsín uleginn
lax með karrí-
appelsínusósu f.15
1 beinl. laxaflak, u.þ.b. 800 g
safi af 1/2 appelsínu
0,5 dl. salt
0,5 dl. sykur
1/2 tsk. ferskmalaður hvítur
pipar
safi úr einni appelsínu
Leggið laxinn á fat. látið
roðið snúa niður. Hellið safa af
1/2 appelsínu yfir laxinn.
Blandið saman saltinu, sykr-
inurn og piparnum í skál og
stráið yfir laxinn. Breiðið plast
yfir laxinn og látið hann standa
í ísskáp í fimm klst. Skafið salt
og sykurblönduna af laxinum
og hellið safa af einni appelsínu
yfir hann.
Skerið laxinn í þunnar sneið-
ar og leggið á framreiðslufat.
Skreytið laxinn með salat-
blöðum og appelsínusneiðum
og berið fram með karrí-appel-
sínusósu.
Karrí-appelsínusósa
150 g sýrður rjótni
3 msk. majones
1 tsk. karrí
safi úr einni appelsínu
2 tsk. sojasósa
cayenne-pipar á hnífsoddi eða
nokkrir dropar Tabasco-sósa
Blandið öllu saman í skál og
kælið.
Brauðflétta
með Brieosti
H veitideig:
50 g ferskt pressuger (eða 1
bréf þurrger)
1 msk. sykur
2 dl. volgt vatn
1 msk. mjúkt sntjör
1/2 tsk. salt
4 dl. hveiti
Myljið gerið í skál og stráið
sykrinum yfir. Hitið vatnið í 37
gráður og hellið því yfir gerið.
Hrærið vel með sleif þar til gerið
er uppleyst. Bætið smjöri, salti
og 1 dl. af hveitinu í vökvann
og hrærið vel þar til deigið er
slétt og án kekkja. Bætið þá því
sem eftir er af hveitinu við og
hrærið þar til deigið er slétt og
sprungulaust. Breiðið klút yfir
deigskálina og látið standa á
volgum stað þar til það hefur
lyft sér um helming.
8
MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1994