Bæjarins besta - 21.12.1994, Blaðsíða 14
Spiridon Luis.
Gríski þjónninn á veitingastaónum Aþenu í New-
castie á Engiandi.
Við höfðum komið okkur
saman um að borða á Aþenu,
grískum veitingastað í hjarta
Newcastle, skammt frá hótel-
inu okkar. Kvöldið var stillt.
Það var fátt á ferli og þrátt
fyrir makindalegt göngulagið
sóttist okkur vei. Það hallaði
undan fæti í átt að ánni Tyne.
Veitingastaðurinn sem ber
þetta mikilfenglega nafn,
Aþena, er til húsa í kjallara.
Það ber ekki mikið á því og
eftir eina lítilfjörlega hafvillu
römbuðum við á húsið. Við
vorum fyrstu gestirnir þetta
kvöld og augnablik flögraði
það fyrir, að við hefðum keypt
köttinn í sekknum. En þjón-
arnir, dökkir yfirlitum og glað-
værir, eyddu efasemdunum og
áttu strax hvert einasta bein í
okkur. Hvítmálaðir veggirnir
og sérstæð tónlistin fékk okkur
til að gleyma breska heims-
veldinu úti fyrir og þreytan frá
búðarrápinu fyrr um daginn lét
undan síga.
Biðin eftir matnum var
notuð til að undirbúa bragð-
laukana. Okkur lá ekkert á.
Matseðillinn var fjölbreyttur
og þegar við tókum til mat-
arins gættu þjónarnir þess að
við fengjum nægan tíma milli
rétta. Milt hvítvínið rann ljúf-
lega niður og jók vellíðanina.
Gríski geitaosturinn í t'ersku
grænmetissalatinu var kórón-
an.
Það var hæfilega margt um
manninn þetta kvöld. Um það
leyti sem gestirnir höfðu lokið
við að matast brugðu þjónarnir
sér í ný hlutverk. Kunnuglegir
tónar úr Sorba tóku að hljóma
og södd, sæl og ánægð vorum
við kunnáttusamlega leidd í
gegnum í senn flókin og ein-
föld dansspor eftir þessu
heimsfræga lagi. Þjónninn var
prýði legasti danskennari og
þolinmæðin uppmáluð þegar
fætur dansaranna tóku að
flækjast hver fyrir öðrum.
A hröðu flugi tímans þetta
kvöld fékk ég skyndilega hug-
dettu. Ég dró kassakvittun frá
leiðangri dagsins upp úr vasa-
num, páraði tvö orð á bak-
h I iðína og rétti þjóninum dans-
glaða. Hann leit á miðann,
horfði síðan á mig með spurn-
arsvip.
Það er 3. dagur ágústmán-
aðar og árið 1936. Berlín. Á
fjölförnu stræti göngum við
fram á mannfjölda. I miðri
þyrpingunni stendur miðaldra
maður. Hrukkótt, sólbrennt
andlitið ber merki langrar úti-
vistar, í fjörlegum augunum
fléttast saman lffsgleði og ró-
semi og þessi hægláti maður
Iætur sér fátt um finnast um
ákefðina í mannfjöldanum sem
veifar framan í hann bréf-
spjöldum biðjandi um eigin-
handaráritun.
Ef við kíkjum yfir öxlina á
safnaranum, sem þessa stund-
ina er við það að fá ósk sína
uppfyllta, getum við séð vinnu-
lúna, skjálfandi hönd skrá
nafniðLuis.Annaðekki. Þelta
er líka allt og sumt, sem
maðurinn kann að skrifa.
En hver er hann þessi Luis
sem ekki er síður eftirsóttur af
rithandarsöfnurum en frægustu
íþróttamenn þessa tíma? Jesse
Owens, bandaríski blökku-
maðurinn, sem Hitler gat ekki
hugsað sér að taka í hendina á
og óska til hamingju með
fjögur gull, gat ekki þverfótað
fyriraðdáendum. EnLuis,bara
Luis? Dokum ögn við.
Við setningu Olympíuleik-
anna í Berlín tveimur dögum
áðurhafði þessi sami Luisfært
Adolf Hitlerolíuviðarsveigfrá
hinu helga Olympsfjalli að
gjöf, sem tákn friðar og ein-
ingarmilli allraþeirraþjóðaer
tóku þátt í leikunum.
Erfitt er að geta sér til um
hugrenningar þessa bláfátæka
bónda þar sem hann stóð
auglitis við einvaldinn og rétti
honum lárviðarkransinn.
Áreiðanlega hefur hann ekki
grunað að maðurinn andspænis
honunr myndi þrenrur árum
síðarhrindaaf staðhinum ægi-
lega hildarleik, seinni heims-
styrjöldinni, og að þetta yrðu
síðustu Olympíuleikarnir þar
sem sigurvegarar voru krýndir
lárviðarkransi.
Nei, fátæki bóndinn, boðs-
gestur þýska ríkisins á Olym-
píuleikunum, hefur áreiðan-
lega haft um annað að hugsa.
En hver er hann þessi Luis?
Aþena árið 1896. Mars-
mánuður er senn á enda. Það
ríkti þjóðarfögnuður í Grikk-
landi. Nefnd, sem síðar varð
Alþjóða-Ólympíunefndin,
hafði fyrir tveimur árum
ákveðið að efna til fyrstu
Ólympíuleika vorra tíma í
Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Þarerum við stödd og stundin
er runnin upp.
Á þessum fyrstu leikum er
ákveðiðaðefnatil hlaups milli
Maraþon, bæjar að t'ornu á
austurströnd Attíku í Grikk-
landi og Aþenu, til minningar
um þann atburð er grískur
hlaupari færði Aþenubúum
fregnir um sigur Grikkja yfir
persneskum innrásarher við
Maraþon árið 490 f.Kr., en féll
síðan dauður niður.
Fram til þessa hefur aldrei
verið keppt í svo löngu hlaupi.
I ljósi sögunnargefuraugaleið
að Grikkjum er mikið í mun að
þeirramaðursigri íþessu fyrsta
Maraþonhlaupi og það í Grikk-
landi. Það liggur við þjóðar-
sómi.
Meðal 25 hlaupara frá ýms-
um löndum sem komnireru til
Maraþon 28. mars er maður
sem ávallt er sér á báti. Hann á
ekki samleið með þessunr
heimsþekktu hlaupurum, sem
þarna eru mættir til að etja
kappi í þessu fyrsta Mara-
þonhlaupi nútímans.
Þessi einfari er grískur geita-
smali, sem aldrei hefur tekið
þátt í íþróttakeppni og veit ekki
hvað íþróttir eru. En hann er
léttur á sér enda vanur að elta
uppi geiturnar sínar. Fregnin
um Ólympíuleikana í Aþenu
hafði ekki farið fram hjá
honum frekar en nokkrum
öðrum Grikkja og einn góðan
veðurdag þar sem hann stóð
yfir geitunum fékk hann þá
flugu íkollinn að bregða sértil
Aþenu og keppa í Maraþon-
hlaupinu. í huga geitasmalans
gat það vart verið erfiðara að
hlaupa í kapp við aðra menn,
en elta uppi geitur. Gömlu
foreldrarnir hristu höfuðið, en
sonurinn sat við sinn keip. Og
nú er hann sem sagt kominn til
Maraþon og bíður morgun-
dagsins.
Klukkan tvö 29. mars leggja
hlaupararnir af stað. Keppnin
er hafin. Þetta er heitur dagur,
meira að segja með heitari
dögum.Til að byrja með heldur
geitahirðirinn sig í miðjum
hópnum. Hann hlær að eigin
hugsun því hann ímyndar sér
að hlaupararnir í kri ngum hann
séu geitur, sem ætli sér að
hlaupa frá honum. Það er langt
síðan nokkurgeit hefur hlaupið
hann af sér og hann ákveður
að láta þessar ekki komast upp
með það heldur.
Hitinn gerir hlaupurunum
erfitt fyrir. Margir þeirra fara
að dragast aftur úr og nokkrir
gefast upp. Hópurinn riðlast.
Geitahirðirinn er vanur hita-
num. Þó kemur að því að hann
þreytist og verður þyrstur. Við
veginn þar sem hlaupararnir
fara um er ölkrá. Þótt smala-
num sé Iítið um það gefið að
sleppa „geitunum” frá sér lætur
hann það eftir sér að staldra
viðákránnþkastamæðinni og
svaia þorstanum. Af langri
reynslu veit hann að þær geitur
sem hraðast hlaupa í fyrstu eru
jafnan fyrstar til að gefast upp.
Hann hcfur því ekki stórar
áhyggjur þótt keppinautarnir
sveitist áfram; hann nýtur
vínsins og lætur aðfinnslur
landa sinna um uppgjöf, sem
vind um eyru þjóta. Ekkert er
honum fjær en að gefast upp.
Þegar geitahirðirinn hefur
lokið við vínið stendur hann
upp, veifar glaðlegur á svip til
landa sinna, sem botna ekkert
í þessum snarvitlausa smala,
og hleypur af stað, léttur í spori.
Það er korninn glampi í augun
og hnefarnir kreppast.
Á leikvanginum í Aþenu er
loftið rafmagnað. Fyrir utan
geitahirðirinn, sem enginn
reiknar með, eiga Grikkir tvo
menn í hlaupinu. Við þá eru
allar vonir grísku þjóðarinnar
bundnar. Sigur í öðrum íþrótta-
greinum skipta ekki máli. I
Maraþonhlaupinu verður
Grikki að bera sigur úr býtum.
Nokkuð langt er liðið á
þriðja klukkutímann frá því að
hlaupararnir lögðu af stað
þegar tilkynnt er á Ólympíu-
leikvanginum í Aþenu að
ástralski hlaupagikkurinn
Flack sé fyrstur og aðeins rúmir
sex kílómetrar eftir af hiaup-
inu.
Hvílíkt reiðarslag. Mann-
fjöldann á leikvanginum setur
hljóðan. I hugum Grikkja er
þetta óguðlegt ranglæti. Þetta
má ekki ske. Á þessari stundu
stíga þúsundirbæna um krafta-
verk frá brjóstum áhorfenda.
Mínúturnar silast áfram og
verða æ óbærilegri. Og með
hverri þeirra búa fleiri og fleiri
sig undir að sætta sig við
smánina, sem virðist óum-
flýjanleg.
Allt í einu birtist hann í hliði
leikvangsins, maðurinn sem
óafmáanlega skráir nafn sitt á
spjöld íþróttasögunnar með því
að sigra í fyrsta Maraþon-
hlaupinu. Eitt andartak ríkir
grafarþögn. Þá brestur stíflan.
Fagnaðaraldan fer sem flóð-
bylgja um leikvanginn, mann-
tjöldinn hreinlega ærist. Leik-
vangurinn nötrar. Hlauparinn
er enginn annar en geita-
hirðirinn Luis.
Fögnuðurinn á leikvangi-
num er aðeins upphafið. I einu
vetvangi verður fátæki geita-
smalinn að þjóðhetju. Sjálfur
Grikkjakonungur faðmar hann
að sér og smalinn er hafinn á
gullstól og borinn út af leik-
vanginum. Það er þjóðhátíð í
Grikklandi, fólkið syngur og
dansarágötum úti. Flugeldum
er skotið.
En. unt kvöldið meðan öll
gríska þjóðin fagnar hvert'ur
geitasmalinn einsamall á brott
til heimkynna sinna, heim til
fátækra foreldra, heim í sveit-
ina til geitanna, sem hann veit
að bíða hans.
Þjónninn velti miðanum,
sem ég hafði fengið honum,
fyrir sér.
-Spiridon Luis, sagði hann
svo. Já, ég þekki nafnið. Hann
var frægur Grikki. Iþrótta-
maður. Hann horfði á mig. Ég
hafði komið honum á óvart.
-Já, sagði hann aftur. Grikkir
vita hver Spiridon Luis var.
Þegar við höfðum kvatt gest-
gjafana með handabandi,
þakkað þeim fyrir góðan ntat
og eftirminnilega kvöldstund
og stóðum aftur á bresku um-
ráðasvæði ágangstéttinni fyrir
utan Aþenu, fylltist ég sam-
blandi af stolti og þjóðernis-
kennd yfir unga gríska þjón-
inum, sem greinilega var upp
með sér að ég skyldi vita deili
á landa hans geitahirðinum,
sem varð þjóðhetja fyrir tæpri
öld. Fátækum, grískum bónda,
sem jafnvel ungir Grikkir
minnast með stolti enn þann
dag í dag.
Þegar við svo fetuðum okkur
heim á leið til hótelsins varð
mér hugsað til þess hversu
fljótir við Islendingar erum að
gleyma okkar bestu sonum og
dætrum og látum okkur nægja
að varðveita nöfn þeirra milli
bókaspjalda, sem við opnum á
hátíðastundum þegar best
lætur.
Og þá varð mér aftur hugsað
til gríska þjónsins og geita-
hirðisins.
Reykjavík í des. 1994,
Sigurður J. Jóhannsson.
Fjörutíu árum eftirsigur-
inn í Maraþonhiaupinu í
Aþenu, varSpiridon Luis
heiðursgestur á Óiym-
píuieikunum í Beriín.
14 MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1994