Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.12.1994, Side 20

Bæjarins besta - 21.12.1994, Side 20
Sigga Maja gat brotið hrygginn á sér alveg í tvennt - sett hausinn aftur á rass. „Þetta er guðsgjöf. Ég kann enga aðra skýringu á þessu” segir hún í viðtalinu. Þessi mynd er með þeim síðustu sem voru teknar áður en hún hætti aó sýna, eða í kringum 1976. „Jú, það kom ansi margt Lippá. Ég gleymi því til dæmis aldrei þegar ég var á Þjóðhátíð einu sinni og Guðrún A. Sím- onar kom fram og söng fyrir gesti. Það var auðvitað góð stemmning á svæðinu. og þegar hún tók Kattardúettinn fræga, létu áhorfendur sig ekki muna um að taka hressilega undir með henni. Þetta fór hins vegar eitthvað fyrir brjóstið á þeirri gömlu, því hún strunsaði út í fússi og sór þess eið að koma aldrei aftur á Þjóðhátíð - þetta fólk kynni ekki gott að meta!” Smá mistök! „Ég var einu sinni að fara að skemmta á Akranesi, og þar sem ég sit stiilt og prúð í Akraborg- inni á leiðinni yfir með hringina mína í hendinni, er ég mikið að spá í hvað ég vek eitthvað mikla athygli þarna. Ég hugsa samt ekkert meir um það og fer svo beint á hótelið þar sein ég átti að koma fram föstudags- og laugardagskvöld. Þegar ég stíg á sviðið fyrra kvöldið sé ég að í salnum eru nánast ekkert nema karlmenn. Ég fer að hugsa hvað sé eiginlega í gangi, en sýni auðvitað bara mitt prógramm. Þegar ég er búin, þá kemur vinkona mín Erna Hákonar- dóttir, sem var búsett á Akra- nesi, til mín og segir við mig: -Heyrðu Sigga Maja mín, þetta var nú ekki beint það sem þeir komu til að sjá. -Hvað meinarðu?, segi ég. -Veistu ekki hvað kom fyrir? Ég hafði ekki tíma til að koma til þín áður en þú byrjaðir, en þú varst óvart auglýst sem nektardansmær! Ég hló bara að þessu, en á seinna kvöldinu var allt fullt af bæði konum og körlurn. Þá virtist hið rétta hafa komist til skila.” Bjó bara til æfingarnar í huganum Hvernig undirbjóstu þigfyrir sýningar? „Ég þurfti ekki að æfa mig marga tíma á dag fyrir sýningar. Ég settist niður, fann góða músík, setti hana á fóninn og bjó til æfingar og samsetn- ingamaráþeim íhuganum. Svo fór ég á staðinn og framkvæmdi þetta fyrir framan áhorfendur án þess að undirbúa mig öðru- vísi. Ef mér mistókst einhver æfing, bjó ég bara til annað úr því. Ég naut þess að koma fram fyrir góðan sal, en þegar ég var búin að gera mitt fór ég alltaf beint heim. Vildi ekkert vera að trana mér fram meir. Mér fannst þeir sem voru til dæmis að syngja alltaf miklu meira listafólk en ég sjálf, einhverra hluta vegna.” Toppurinn að kynnast Ingimar Eydal Þú hefur kvnnst fullt af spennandi fólki? „Já,mjög mörgum. Fyrirmig var það þó toppurinn þegar ég fékk að kynnast Ingimar Eydal. Ég hitti hann fyrst þegar ég var að skemmta með Hljómum, en svo fór ég nokkuð oft að skemmta fyrir norðan, og hann tók alltaf vel á móti mér. Ég man sérstaklega eftir einum sjómannadegi. Þá kom sjómannadagsráð og spurði okkur hvort við værum til í að koma og skemmta fyrir fólkið á Kristnispítala. Ingimar spyr mig hvort ég sé til, og ég segist heldur betur vera til í það. Ég var yfirleitt með rnúsík á bandi, en þarna spilaði minn undir á píanó! Þetta varð svolítið óvenjulegt samspil - en að inínu mati hátindurinn á öllu sem ég gerði. Ahorfendurnir voru svo þakklátir og skemmtilegir. Pétur Pétursson var umboðs- maðurinn minn þangað til ég fór að ferðast um með Omari Ragnarssyni. Þá tók hann eigin- lega alveg við. Ég þvældist vítt og breitt með honum, og við lentum í mörgum skemmti- legum ævintýrum. Hann átti það til að hringja kannski bara á fimmtudegi, föstudegi til að bjóða mér að koma og sýna með sér um helgina.” Sýndi magadans komin þrja mánuði aleió Og þú varst búsett á Isafirði ailan tímann sem áþessu gekk? „Já, já. Hér á ísafirði var ég að ala upp mín börn, og sinnti hlutverki sjómannskonunnar. Ég var ekki nema sautján ára þegarég átti dótturmína. Seinna veitti ég gæsluvelli forstöðu, og 1976 fer ég í það að rífa upp félagsmiðstöð í Sjallanum. Þegar ég var á þessu flakki fór ég annaðhvort með börnin með mér, eða mamma passaði fyrir mig.” Hafði það engin áhrif á líkamann að eiga börnin? „Ef eitthvað var varð ég liðugri eftir að ég átti Helgu, þannig að það aftraði mér ekkert. Það aftraði mér ekki einu sinni að vera ólétt, því þegar ég var komin rúma þrjá mánuði á leið af henni sýndi ég magadans fyrir fullu húsi í Alþýðuhúsinu. Meðslæðufyrir andlitinu og öllu tilheyrandi!” Nú hlýturþú stundum að hafa þurft að hafna tilboðum sem þú fékkst afþvíað þú varst búsett hérnafyrir vestan? „Þetta var spurning um að sætta sig við hlutina, sem var oft erfitt. Óntar spurði mig til dæmis hvort ég ætlaði ekki koma suður. Það var þrýst á mig úr fleiri en einni átt. Ég þurfti að velja og hafna. Átti ég aðfaratil Reykjavíkurmeðmitt barn, sem hefði trúlega kostað það að ég væri ekki í þessu hjónabandi sem ég er í dag? Ég lét skynsemina ráða og er voða fegin í dag að ég gerði það. Ymsu var samt mjög erfitt að kyngja. Mér er til dæntis minn- isstætt þegar Ingimar hringir í mig fyrir hönd Guðna í Sunnu til að athuga hvort ég væri til í að koma til Spánar og vera þar um tíma að skemmta. Það var hræðilegt að þurfa að neita þessu, en ég átti lítið barn, og ég komst ekki frá. Þá grenjaði ég mig líka í svefn. Hljómar hringdu t.d. oftar en einu sinni og báðu mig að koma þegar ég komst ekki. Það var helst að ég gat farið til að sýna á sjómannadaginn, á páskum og slíkum tyllidögum. Þá voru ættingjar og vinir í fríi og ég gat fengið hjálp með að passa. En mér fannst aldrei sjálfgefið að stökkva frá börnunum mínum. Undir lokin var ég farin að skeinmta með dóttur mína með mér. Hún hefur þetta líka. Hún var alveg liðamótalaus sem krakki. Hún hélt þessu ekki áfram, og ég er voðalega fegin því, því þetta fer auðvitað ekkert vel með líkamann til lengdar. Ég sakna þess svolítið að koma fram, en maður getur ekki haldið endalaust áfram. Segir ekki einhvers staðar að hætta beri hverjum leik þá hæst stendur?” Unglingastarfið „Vegna þess að ég er svo opin sjálf, þarf ég voðalega lítið að hafa fyrir því að kynnast og vinna vel með unglingum. Þegar við vorum með félags- miðstöðina, þá dansaði ég bara með krökkunum, og tók fullan þátt í því sem þau voru að gera. Mér þótti svo vænt um hópinn, og ég lagði áherslu á að allir fengju að vera þeir sjálfir. Ég fékk hins vegar ekki að halda þessu starfi áfram - aðrir voru teknir fram fyrir mig. Ég veit ekki hvort það var vegna þess að ég er heimamanneskja, og þess vegna ekki nógu góð. Ég held að það hafi spilað inní. Við leitum oft langt yfir skammt. Mig langaði að gera mikið meira, en ég komst ekki að til þess. Mér fannst gengið fram hjá mér þegar félags- miðstöðin flutti yfir í Gúttó á sínum tíma, og fannst ég ekki njóta trausts íþrótta- og æsku- lýðsráðs. Því afþakkaði ég að veita félagsmiðstöðinni for- stöðu þegar hún flutti yfir í grunnskólann 1988. Ég varð öskureið þegar ég fékk neitun um félagsmið- stöðina. Þá lokaði ég fyrir þetta alveg. Ég sagði hingað og ekki lengra. Ég get ekkert meira gert - ég er bara hætt þessu.” Tilbuin unglinga- vandamál „Að geta gengið úti á götu í dag og heilsað unglingunum í bænum eins og félagi þeirra finnstmérveramikil forréttindi. Það fyllir mig bara svo mikilli reiði að sjá hvað það er lítið gert fyrir þau. Ég er búin að sjá fyrir mér, frá því 1976, opna félags- miðstöð. Það er þörf fyrir svoleiðis staði í nútíma sam- félagi. Ég vil hafa félagsmið- stöð innan skólans já, en ég vil aðra takk! Þá er ég að tala um félagsmiðstöð sem er ekki bara fyrir þá sem við köllum ung- linga í daglegu tali. Ég vil að unglingar teljist alveg frá litlu barni og upp í fullorðna mann- eskju. Héma er ekkert fyrir unglinga utan þess þrönga aldurshóps sem hafa aðgang að félags- miðstöðinni í skólanum. Þarna er hreinlega verið að búa til unglingavandamál. Þetta þarf ekki að kosta svo mikla peninga, ef það er lagt til húsnæði, hiti og rafmagn frá hendi bæjaryfirvalda, getur áhugafólk séð um rest. Kannski þetta komi með Edinborgar- húsinu - ég vona að Guð gefi að svo verði. Ég skil ekki af hverju við getum ekki nýtt þessa krafta sem við eigum hér íbænum. Ég sjálf ræðst oft hér á heimilið, þríf og djöflast því mig vantar útrás fyrir alla þessa orku. Mig langar oft að veina út í loftið. Ég er viss um að ég er ekki ein um þetta. Við erum öll svo fjarlæg í þessu samfélagi. Við verðum að ná saman og vinna í tnálunum. Annars myglum við bara hérna milli fjallanna.” Sumarbúðirnar á Núpi „Jakob Hjálmarsson, sem var þá prestur hér á Isafirði, og Jón heitinn Guðjónsson hjá Héraðs- sambandi Vestur-ísfirðinga komu til mín fyrir tólf árum og báðu mig um að koma og hjálpa sér með sumarbúðir barna á Núpi. Jón var sannkallaður guðfaðir búðanna, og það var mikill missir að honum þegar hann lést í bílslysi fyrir nokkr- um árum. Jakob hvatti mig mjög mikið og sagði við mig: „þú getur þetta alveg, Sigga”. Það endaði með því að ég sló til, og sá um búðirnar það sumarið ásamt Kötu Bjöms og sr. Döllu Þór- hallsdóttur. Síðan hef ég ekki misst úr sumar. Við Anna Bjamadóttir höfum unnið sam- an í þessu sleitulaust frá 1984. Eitt sumarið fékk ég hugdettu sem átti eftir að nýtast mér vel í þessu starfi. Þá datt mér í hug að fara með krakkana niður í fjöru og láta þau finna sér hvert sinn stein. Þau höfðu mikið fyrir að velja rétta steininn, sem við kölluðum svo svefnstein. Þau tóku hann með sér í rúmið á kvöldin, og hann hjálpaði þeim að sofa vel og gleyma allri heimþrá. í öll þessi ár hefur aðeins eitt barn farið heim með heimþrá. Krakkarnir finna sér líka happastein, sem hjálpar þeim að hoppa hærrra, stökkva lengra og almennt geta miklu meira. Það þarf að opna börnin meira í samfélaginu okkar. Ég er til dæmis eindregið þeirrar skoðunar að við verðum að lögleiða tjáningu inn í grunn- skóla. Ég vil sjá það gerast strax. Við erum öll með bamið í okkur ennþá, og það er rangt að vera alltaf að loka á þetta bam.” Amma í fjöllunum „Þó ég hafi staðið örugg á sviði og notið þess, þá er ég í raun ofboðslega lítil og við- kvæm vera. Ég er mjög auð- særð. Það er líklega þess vegna sem ég skil unglingana svona vel. Ég virka hörð því ég hef þurft þess í lífinu. Ég er sjó- mannskona, og hún verður að leika þessa hörðu týpu því hún verður að standa sig. En svo er maður bara litla mamman sem er að halda utanum allt og gera eins vel og hún getur.” Sigga Maja er gift Friðriki Sigurðssyni, kokki á Guð- björginni. Þegar talið berst að honum kemur hlýr og hugsandi svipur á hana. „Við Iddi erum búin að vera saman í 28 ár. Það er langur tími, og auðvitað hafa skiptst á Og þessi mynf er tekin af Siggu Maju 18 árum síðar, eða um síðustu heigi. 20 MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1994

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.