Bæjarins besta - 21.12.1994, Side 21
skin og skúrir. Það er ekki alltaf
auðvelt að vera gift sjómanni,
en hann hefur staðið og fallið
með öllu sem ég hef gert í
gegnum tíðina. Sjómans-hjóna-
böndum fylgir spenna. Eg
hlakka alltaf jafn ntikið til þegar
hann er á leiðinni í land og ég
elska þennan sjómann minn
þrátt fyrir allt. Hann er mér
miklu meira en eiginmaður því
við kynntumst svo ung, að við
ólumst í raun upp saman líka.
Við höfum átt því láni að
fagna að eiga góð börn: Helgu
Kristínu sem er hárgreiðslu-
meistari í dag, Gunnar Hólm
sem er smiður og Sigurð Frið-
geir sem er enn í skóla. Ég á
þrjá yndislega vini þar sem þau
eru. Þegar ég var í unglinga-
starfinu voru þau alltaf með
mér, og ég er sannfærð um að
þau hafi haft gott af því.
Barnabörnin eru orðin þrjú og
ég finn fyrir sterkum tengslum
við þau öll. Mérþykirtil dæmis
ægilega vænt um að verakölluð
„amma í fjöllunum” af einu
þeirra.”
Á öðru gelgjuskeiði
með stóra drauma
Hvernig augum skyldi Sigga
Maja h'ta framtíðina?
„Ég er ennþá að hugsa um
hvort ég hafi breytt rétt í lífinu.
Ég er enn að reyna að finna það
út hver ég er. Ég hef alltaf unnið
úti með akróba-
tíkinni, uppeldi barna
minna og heimilis-
störfunum. Frá 1987
og allt þar til sl. sept-
ember vann ég sem
aðstoðarstúlka tann-
læknis, en í dag er ég í
fyrsta skipti orðin
heimavinnandi húsmóð-
ir. Mérfinnst þettavoða-
lega notalegt - en ég hef
það ennþá á tilfinning-
unni að ég sé að skrópa
einhvers staðar. Ég nýt
þess ekki ennþá að vera heima.
Aldurinn sem ég hef náð
núna, er eins og annað gelgju-
skeið. Mér finnst þetta ofsalega
spennandi tími, og það þarf
engin kona að kvíða fyrir
honum. Maðtir þarf bara að þora
að láta sig blómstra. Ég hef til
dæmis tekið upp á því að fara
að mála myndir í seinni tíð,
sem gefur mér mikið. Ég þjálfa
litlu börnin á skíðum og hlakka
alltaf til
sumranna á
Núpi. Mínar bestu
stundir núna eru þegar
ég labba héðan innan
úr firði niður að smá-
bátahöfn og fylgist með
þegar bátarnir koma að
landi. Migdreymiroft stóra
drauma í þessum göngu-
ferðum. Mig langar til að sjá
dalina okkar tvo byggða upp
sem skíðasvæði á heimsmæli-
kvarða, og skógi vaxna. Ég veit
að Martinus Simson hefði verið
mér sammála þar. Ég vil líka
sjá Edinborgarhúsið sem lifandi
menningarmiðstöð fyrir fólk á
öllum aldri. Við getum gert svo
margt ef við bara tökum hönd-
um saman, og hættum að velta
okkur uppúr eymd og volæði,
og leyfum sérkennum hvers
einstaklings að njóta sín.”
Þegar ég stíg út í skamm-
degissortann að loknu spjallinu
við Siggu, uppgötva ég hversu
hratt tíminn hefurflogið meðan
við töluðum saman. Þar sem ég
stend og horfi út yfir Skutuls-
fjörðinn fyllist ég einhverri
óútskýranlegri þrá til að kalla
stórt JA! út milli fjallanna...og
það er eins og fjöllin heyri til
mín...
Ungliðadeild LL á ísafiröi
Frumsýnir nýtt
unglingaleikrit
- um 30 unglingar á öllum aldri koma nálægt uppfærslunni
Kertaskreytingar
frá kr. 1.200,-
Hýacinthuskreytingar
frá kr. 1.100,-
Leiðisgreinar
kr. 790,-
Fallegir
jólatréstoppar
Bitra hf. ■ Sundstræti 34
400 isafiröi • Simi 94-4013
EKKI er langt um liðið frá
því Ungliðadeild Litla leik-
klúbbsins (U.L.L.), eða Pínu-
litli leikklúbburinn eins og
krakkarnir kalla hana, var
stofnuð. Nú milli jóla og nýárs
frumsýna þau glænýtt íslenskt
leikrit með söngvum sem kall-
ast Bleikir fílar á inniskóm.
Leikritið gerist í kommúnu
ungs fólks, og áhorfendur fá að
kynnast ýmsum skrautlegum
persónum og atvikum. Inn í
þetta fléttast svo alvarlegri mál
eins og eiturlyfjaneysla og af-
leiðingar hennar. Mikið er
sungið í stykkinu - en lögin og
textarnir eru allir eftir leikrita-
höfundinn sjálfan, Jónas Friðrik
Steinsson. IJann er aðeins
tvítugurað aldri og skrifaði leik-
ritið upphaflega fyrir hóp ung-
linga í heimabæ sínum Fá-
skrúðsfirði. Þar náði það því
þó aldrei að vera sýnt fyrir
áhorfendur, og því er um frum-
flutning hjá U.L.L. að ræða.
Leikarar eru alls sextán
talsins, en að sýningunni stend-
ur annar eins fjöldi tæknifólks,
sem nánast allt eru fólk innan
við tvítugt. Leikstjóri er Vigdís
Jakobsdóttir, sem hefur nýlokið
fjögurra ára háskólanámi úti í
Kantaraborg á Englandi í leik-
listarfræðum og leikstjórn.
Bleikir fílar verða sýndir í
sal Grunnskólans á Isafirði, og
frumsýnt er miðvikudaginn
milli jóla og nýárs, 28. des-
ember. Onnur sýning verður á
föstudeginum 30. desember.
Miðapantanir fara fram í síma
3856 milli klukkan 8 og 10 á
kvöldin.
Þorláksmessuskata
ÓsÍQitn ‘Vestfirdingum öííum, tUsjós og (anás,
gíediíegm jóía, drs og friðar,
og pölfum góðar viðtötjur ú ííðandi dri.
Opnunartími:
Virka daga kl. 09-18
Þorláksmessu kl. 09 - 23
Aðfangadag kl. 09-12
MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1994 21