Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.12.1994, Page 22

Bæjarins besta - 21.12.1994, Page 22
Vestfirsk bókajói Svo viróist sem fjölmargir Vestfirðingar komi fram í bókum sem útgefnar eru fyrir þessi jól. í bókinni „Fólk og firnindi” eftir Ómar Ragnarsson er rætt viö fjölmarga Vestfirðinga s.s. Óla komma á Hornbjargi, Gísla á Uppsölum og Ingólf Eggertsson og syni svo dæmi séu tekin. í bókinni „Áhrifa- menn er m.a. rætt við Guðmund Guómunds- son, framkvæmda- stjóra Hrannar hf„ á ísafirði og í bókinni „Þeir fiska sem róa” er m.a. rætt við þá skip- stjóra, Guðjón Arnar Kristjánsson og Kon- ráð Eggertsson. Þrír höfundar Að minnsta kosti þrír vestfirskir einstakl- ingar gefa einnig út bækur fyrir þessi jól. Vilborg Davíðsdóttir frá Þingeyri hefur sent frá sér sína aðra bók „IMornadómur”. Rúnar Helgi Vignisson sendir frá sér þýðingu á bók Philip Roth, „Vertu sæll Kólumbus” og Hall- grímur Sveinsson á Hrafnseyri hefur sent frá sér bók um Jón Sigurðsson, forseta, ævisögu hans í hnot- skurn. Fæddist í framsæti bifreiöar ísfirskri stúlku sem fæddist 9. desember sl. lá heldur betur á að komast í heiminn því hún fæddist í framsæti bifreiðar fyrir fram Fjóróungssjúkrahúsió á ísafirði. Stúlkan er dóttir Veigars Þórs Guðbjörnssonar og Kristjönu Birnu Marthensdóttur en þess má geta aó móóurinn lá einnig mikið á að komast í heiminn á sínum tíma og tók afi hennar, Sigurgeir Halldórsson á móti henni þvi Ijós- móðirin náði ekki í tíma. Sýning á handverki Fyrirhuguó er sýning næsta vor á íslensku handverki og hugviti er nefnist Iðir. Undir- búningur er í fullum gangi og getur hand- verks-, listiðnaðar- og hugvitsfólk um land allt tekió þátt í sýning- unni. Þeir sem áhuga hafa eru hvattir til að hafa samband við Rósu Ingólfsdóttur sem allra fyrst. Hægt er að ná í Rósu í símum 91-672282 og 91-693864. Ós/(um starfsfóÚQ. offgr og Vestfirðinfium ötfum jjtfðitfgrajóía, drs ogfriðor og pöíjfum jaftiframt samstarfog viðsíjpti d ííðandi dri RAFVERK HF. Skólastígur 4 • Bolungarvík ÓsÍQim starfsfótfj oífgr tiísjós og (otids gtfðitfgrajóía, drs ogfriðar og pöljjum jafnframt samstarf og viðspipti á Cíðandi ári ÓSVÖR HF. Bolungarvík tBæjartjórn ‘BoíungarvtfQir ósfgr ‘BoCvtfjngum og ‘Vestfirðingum öCCum gCeðiCegrajóCa og farsceCdar á pomandi ári ‘Bcejarstjórinn í BoCungarvííf Ósíjum starfsfótfj oCfgr tiCsjós og CatuCs gCeðiCegrajóCa, árs ogfriðar og pöCfumjafnframt samstarf og viðsCjpti á CíðatuCi ári 5K3 HRONN HF. Hafnarhúsinu ísafirði Pað stirndi á hjarnið og máninn glotti nærri fullur yfir firðinum, svo glampaði á spegilsléttann sjóinn. Veður- stofan gerði ráð fyrir snjókomu um nóttina. Það fannst Itonum gott. "Á jólum á að snjóaeða er ekki svo?” Reyndar fannst honum nóg um allt tilstandið um jól. Ekki var þrettándinn fyrr liðinn en örlaði á næstu jólum. “Maður kemst varla í sumarfrí áður en jólaundir- búningurinn byrjar". Árið hafði verið erfitt en að mörgu leyti gott. Skipzt höfðu á skin og skúrir. Margs var að minnast, sumt var gott annað lakara sumt var vont og sárar minningar ruddust fram af minnsta tilefni. Skyldi Jesú vita hvað rnargir stefndu fjárhag sínunt og heim- ila sinna í voða vegna þess að tvöþúsund árunt fyrr í Gyðinga- landi eða ísrael fæddist hann, frelsari mannkyns? Þar snjóar ekki einu sinni. hvað þá oftar. En til þess að minnast hátíðar frelsarans á þessari eyju norður í Atlantshafi, sem sumir fræði- menn telja hýsa þrettánda ætt- bálk gyðinga, þennan týnda, leggjast íbúarnir í eitthvert stórkostlegasta kaupæði sem um getur, að minnsta kosti sé miðað við höfðatölu. I skamrn- deginu var tvennt sem vakti athygli, hið fyrra að stór hluti þjóðarinnar rakst áfrant í ein- hverju stjórnleysi. búðarrápi, starfsmannaveizlum eða ein- faldlega hreinni ofneyzlu á öllum sviðum. Hið síðara, til viðbótar ytri upplýsingunni, jólatrjám, reyndat' upp um hús- veggi hvað þá meira, og ljósa- skreytingum um borg og bæi, varhin furðulega árátta landans til þess að afneita staðreyndum. Norður undir heimskautsbaug létu menn eins og á sólarströnd. Öll gjafajólatrén frá ótrúlega mörgum vinabæjum urn gervöll Norðurlönd, frá Hamborg og víðar að voru vissulega falleg. En seigla og þrautseigja landans lýsti sér vart beturmeð nokkrum hætti en þeint, að fjölmenna til þess að hlýða á sendherra, konsúla, borgar- og bæjarstjóra með munnherkjur af kulda flytja sömu ræðurnar frá fyrri árum. Ekki er neitt gefið eftir, kórar sungu og bar þá minna á munnherkjum þeirra en hinna. Jólasveinarnir gátu falið þær bak við hvítu gerviskeggin. Hvers vegna að vera hugsa um þetta nú þegar jólahátíðin gekk í garð með ntessum uni allt landið. Biskupinn yrði í út- varpinu og talaði ábyggilega um fyrirgefninguna. Vinahjón höfðu skilið á árinu með öllum þeim hörmungum sem fylgja venjulegu dauðlegu fólki, sem finnst gott að vita af mætti fyrir- gefningarinnar, en man hana ekki þrátt fyrir áminningar biskupsins. Enda var það víst söfnuðurinn sem átti að fyrir- gefa þeim hrösuðu, en ekki þeir sem misgert var við. Sennilega myndi kirkjan hafa nýja vídd upp frá þessu. Gott var til þess að vita fyrir Heimi og Finnu að söfnuðurinn myndi að boði biskups fyrirgefa þeim. En börnin þeirra tvö hefðu viljað að hún sneri að fjölskyldunni sjálfri og foreldrarnir héldu saman. Á hvað var að teysta? Ekkert? Hughrifin, sent greyptust óafmáanlega í Ituga allra þegar kirkjan í firðinum stóð í Ijósum logum, sóttu oft að. Trylling- urinn þegar logarnir teygðust út úr turninum og allir glugg- arnir voru upplýstir sem aldrei fyrr minnti á allt annað en biskupinn. Frekar var líkt og um væri að ræða aðsókn neðan úreinhverju óskilgreindu rúmi, þar sem ekki ríkti velvild og bræðrahugur. Risi nýja kirkjan ekki fyrren logamirgleymdust? Hver gat ekki fyrirgefið? Og hvað þurfti að gera svo líkn og máttur fyrirgefningarinnar næði yfirhöndinni? Hvers vegna guldu þeir sem ekki höfðu unnið sér neitt til sakar ávallt fyrir óskilgreindar syndir. Þegar börnin í kirkjuskólanum fóru yfir í Skriðuvík og fengu að sitja messu reis hæst í minningu þeirra að hafa kontið í kirkju, alvöru kirkju. I barnæsku var ríkur þáttur í jólahaldinu að fara í litlu sveitar- kirkjuna, kirkju sem ekki var afskræming af húsi eða bara af tjaldi. Enginn vafi var á því, að séra Trausti H. Traustason, sveitarpresturinn, sem var heimsborgari í dulargervi, gæddi messuna þvílíku lífi, að sú hugsun að kirkja kynni að vera húsið eitt hvarflaði aldrei að drengnum. En hinn fullorðni maður velti oft vöngum yfir því hvort kirkja væri húsið eitt, leyndist þar eitthvað meira? Fyrirgefningin velktist ekki fyrir neinum, hún var hluti til- verunnar, sem séra Trausti átti þátt í að skapa. eiginlega ósjálf- rátt, Lífspeki hans og trú seytlaði inn í líf drengsins sem annarrra og fyrr en varði mótað- ist heimsmyndin meðal annars af fyrirgefningunni. Sú hugsun hefði aldrei hvarflað að séra Trausta að sóknarbörn hans frentur en hann sjálfur gerðu ekki til sín kröfur sem gætu gert hann að fyrirmynd áheyr- endanna. Hver var hann eigin- lega þessi guð, sem leikið hafði vinina svo grátt á síðustu árum? Hvort skyldi það vera guð biskupsins eða séra Trausta? Höfðu vinirnir ekki skilið guð? Misskildu kaupmennirnir jóla- hátíð frelsarans og fóru í hlut- verk víxlaranna í musterinu á versta tíma? Voru það ef til vill neytendur sem höfðu misskilið boðskap Jesú Krists? Var þá vandamálið að Neytendasam- tökin og kirkjan misskildu hlut- verk hins og náðu ekki saman? Stundum mátti haldaaðjólahá- tíðin væri ein allsherjar mis- skilin skemmtan undir því yfir- skini að gleðja börnin. Slóðin var orðin löng og skyndilega varð Kormáki ljóst að hann var ekki á heimleið heldurhafði gengið stóran hring um miðbæinn, götu úr götu og ekki áttað sig á því að gyðinga- ljósin voru í hverjum glugga og villtu honurn sýn í djúpum þönkum hans og þvíhafði leiðin legið af götunni heim. Hans eigin spor blöstu við honum í snjónum. Kormákur hló upphátt “Þar hafði upphafið legið, hjá gyð- ingunt, því auðvitað var Jesú gyðingur alveg eins og ég er Islendingur” Enda skipti svo sem litlu hver merkimiðinn var. I Grafarsveitinni hafði alltaf legið í loftinu að guð hjálpaði þeim sem hjálpaði sér sjálfur. Til alls annars var hann ágætur að dórni nágranna séra Trausta, Hannesar á Víðivatni. Höfðu þeir stundum tekið snerrur að lokinn messu og séra Trausti þá oft spurt nágranna sinn hví hann kæmi til messu. “Það er gott að hlusta á þig séra Trausti rninn 22 MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1994

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.