Bæjarins besta - 21.12.1994, Page 23
JOLMlðL KORMÁXS
Jólasaga eftir Ólaf Helga Kjartansson sýslumann á Isafirði
Ólafur He/gi Kjartansson.
og þú hefur nú alveg sömu
skoðun, þú veizt það bara ekki.
Enda er ekki í þér sama mærðar-
vellan og séra Guðmundi á
Grímshóli” Þá brosti séra
Trausti gjarnan og svo sögðu
þeir hvor öðrum skemmtisögur
ágöngunni heim ístofutil Krist-
rúnar prestfrúr. Ekki brást
messukaffið.
Kormákur gekk inn á Aðal-
strætið og við blöstu ljósa-
skreytingar í hverjum verzl-
unarglugga, milli húsa og
gyðingaljósin í flestum íbúðar-
gluggum. I Nýja bakaríinu voru
enskar jólakökur, ásamt þýzk-
um Stollen jólabrauðum. Eitt
laufabrauð hafði villzt í skreyt-
ingu í glugganum. Islenzkir
jólasiðir eða matur, hvað var
nú það? Hjóm eitt miðað við
ensku kökurnar, sem án rot-
varnarefna héldu sér í margar
vikur. En hvað með hangiketið,
ekki skemmist það við margra
vikna geymslu? Nei, en kal-
kúninn er meira spennandi.
Snerist þetta allt orðið um að
gleyma upprunanum? Var þá
ekki bara bezt að senda alla til
útlanda um jólin? Kormákur
hugsaði enn til séra Trausta,
sem varfordómalausasti maður,
sem hann hafði kynnzt, og
rifjaði upp orð hans um það að
Islendingur mætti ekki gleyma
uppruna sínum, ekki einu sinni
Grafarsveitungur. Nei auðvitað
var það ekki rétt. En heimurinn
breytist ört. Pizzur verða vin-
sælli en hangikjöt og kókið
löngu komið fram úr sýrunni
og reyndar mjólkinni Iíka.
Af hverju að hugsa um þessa
endaleysu í þann mund að allt
er að verða heilagt? Á meðan er
unnt að ýta frá sér alvarlegri og
sárari hugsunum. Heimir og
Finna töluðust ekki við og hún
aldrei við neinn, einstaka sinn-
um við Hildi Þóru. Hún hafði
slæm áhrif á Hildi Þóru, ruglaði
um kvennapólitík, femínisma,
og venjulega þurfti Kormákur
að setja í þvottavélina daginn
sem þær ræddust við, en sem
betur fer var það orðið sjaldan.
En að setja nokkrum sinnum í
þvottavél, jafnvel þótt litur
flakkaði á milli flíka, var smá-
ræði miðað við vandamál barna
Heimis og Finnu, bæði strák-
urinn, Áki, og stelpan, Dröfn,
áttu erfitt, ekki sízt í skólanum,
en gátu verið ágæt ef hægt var
ná þeim frá móður sinni. Strák-
urinn var kominn til Heimis í
kjallaraíbúðina í Norðurmýr-
inni. Stundum fannst honum
þessi gamli vinur sinn vera nýr
og verri maður eftir skilnaðinn
og hvein þó oft í meðan hjóna-
bandið stóð. Þau höfðu verið
dæmigert íslenzkt millistéttar-
fólk með allt of miklar skuldir,
höfðu ekkert sér til sakar unnið
annað en að vera börn síns tíma,
fara í skóla og taka námslán og
kaupa sér íbúð. Auðvitað gat
engan undrað þótt Finna vildi í
háskólann að loknu framhalds-
námi Heirnis, sem vildi borga
skuldir og spara svolítið eftir
vistina í Bandaríkjunum. Finna
var hörð á því að hennar tími
væri kominn. Sjálfsagt var það
rétt, maðurinn og strákurinn
farnir og stelpan vildi helzt ekki
vera heima hjá mömmu sinni.
Baráttuhópar kvenna geta líkast
til verið góðir, en var ekki sam-
heldni fjölskyldunnar betri?
Mismunandi skoðanir Finnu og
Heimis á forgangsröðinni í
þessum efnum skildu þau bæði
eftir skuldug, á fátækramörk-
um, önug, nánast andfélagsleg
og engin leið út úr skuldum og
öðrum vandamálum. Dröfn
vildi aðheiman frá irtóður sinni
ekki síður en Áki, sem var að
gera Heimi föður sinn grá-
hærðan. Heimir vildi bara nota
sér menntunina og vera vfsinda-
maður.
“Æ ég vildi að Hildur Þóra
hefði ekki verið að bjóða Dröfn
til okkar um jólin. Við eigum
nóg með okkar táning og svo
þoli ég ekki að hlusta á upp-
hafið rausið í Finnu þegar hún
hringir til að leggja okkur
lífsreglumar”. Karl Haukur var
fimmtán ára og ekki sá auð-
veldasti viðureignar, virti
hvorki útivistarreglur yfir-
valdanna né reglur þeirra Hildar
Þóru af nægilegri samvizku-
semi. Eitt sinn hafði Kormákur
verið að því kominn að kalla á
aðstoð lögreglu við hafa upp á
drengnum þegar hann hafði
ekki skilað sér fyrir miðnætti.
Sá vissi nú að ekki væri til
hallærislegra fyrirbæri en Kor-
ntákur. Glataður faðir, skildi
ekkert, forpokaður skrifstofu-
maður hjá ríkinu, argasta blók.
Enginn annar var svona leiðin-
legur við sín börn. Þó hafði hann
heyrt svipaðar sögur á foreldra-
fundum í skólanum. Var ekki
hægt senda drenginn til Finnu í
skiptum fyrir Dröfn? Kannski
var þetta ekki svo alvarlegt. Að
vera með tvo táninga sam-
ræmdist tæplega óljósum vænt-
ingum tvíburasystranna Diljár
og Sifjar, fjögurra ára, til
jólanna. Kormákur óttaðist eitt
augnablik að komast ekki í hið
sannajólaskap framar. Kannski
var þetta ekki svo alvarlegt,
Dröfn róaðist í nærvist tví-
buranna, enda umhverfið geró-
líkt því sem hún átti að venjast
og ótrúlegt en satt hún þurfti
ekki að hafa eins mikið fyrir
því að ná athygli Hildar Þóru
og móður sinnar. Með nægri
þolinmæði lynti þeim feðguin
þokkalega.
Á árinu hafði farizt skip frá
Stakafirði og æskufélagi hans
fórst ásamt nokkrum öðrunt,
flestum fjölskyldumönnum. Á-
fallið varskelfilegt, kom honum
alltaf í uppnám. Þeir höfðu haft
minna saman að sælda sfðustu
árin, enda Aðalgeir einhleypur,
en samt var það erfitt. Upp-
lifunin minnti á kirkjubrunann
um árið, en var þó skelfilegri.
Maðurinn er svo agnarsmár
gagnvart máttarvöldunum.
Náttúran fer sínu fram. Hún
spyr engan. Sorgin var hræði-
leg og risti djúpt í Stakafirði, en
líka hér í Verfirði, þótt hér væru
menn öruggari vegna betri
hafnarskilyrða og stærri skipa.
Svo gerðist það smátt og smátt
að það var eins og voði at-
burðarins hyrfi af yfirborði, ef
ekki jarðar þá minnisins. Lausn-
in var sú að kaupa nýtt skip og
sækja áfram fiskinn í sjóinn.
Var þetta lífsspeki Hannesar á
Víðivatni í verki og ef til vill
trúarstefna séra Trausta?
“Hver veit hvað guð hugsar”
hafði séra Trausti sagt þegar
þau börnin í Grafarsveitinni
gengu til spurninga. Endahafði
guð tekið til sín eina úr hópnum
nú rétt fyrir jólin. Það er engin
sanngirni að taka nróður frá
litlum börnum sínum og það
rétt fyrir jólin. Börnunt sent
myndu aldrei kynnast inóður
sinni nema af frásögn annarra.
Var það þetta sem Kormákur
afi átti við þegar hann lýsti lífs-
baráttunni á Norðurströndum á
þann einfalda hált, að hún hefði
verið svo hörð að þeir sem ekki
gátu barizttil þrautarhefðuein-
faldlega dáið. En sjúkdómar -
fólk ræður ekki við þá. Var það
ef til vill sanngjarnari forgjöf
en að þurfa horfa upp á ung-
menni innan við tvítugt stytta
sér aldur rétt fyrir jólin og vita
ekki hvers vegna? Honum varð
hugsað til kunningja síns úr
menntaskóla, sem horft hafði á
eftirdrengnum sínum þáóskilj-
ánlegu leið. En hvað kom þetta
jólunum við? Sennilega ekki
neitt. Sjálfur y rði hann að reyna
ná sambandi við Dröfn og Karl
Hauk og njóta þeirra ásamt
þeim og Hildi Þóru, Diljá og
Sif, sem allar voru ágætar, en
nokkuð fyrirferðarmiklar, eink-
um þær yngri, en auðvelt var að
gleðja þær með litlu.
I glugga bókabúðarinnar
mátti sjá allar helztu jóla-
bækurnar. Þær freistuðu hans
ekki lengur, helzt var það bók
heimspekingsins, sem varið
hafði ævi sinni til þess að skoða
heiminn og fólkið og skildi
kannski guð og jafn vel jólin.
En ætli hann skilji fólkið, sem
er svo gersamlega laust við að
vera guðlegt á nokkurn hátt,
ekki einu sinni jólalegt? Það
getur varla verið? En bókina
þyrfti hann að lesa.
Séra Trausti hafði sagt við
ferminguna að maður væri alla
ævina að læra. Hannes hafði þá
svarað honum eftir messu á
þann veg að allt sem menn á
annað borð lærðu, lærðu þeir
fyrir fermingu. Það væri svo
undir þeim sjálfum komið hvort
þeir skildu hvað hefði lærzt og
jafnvel hvort þeir hefðu yfirleitt
lært nokkurn skapaðan hlut.
Svo hafði hann nefnt Tóta í
Þúfu, sem hokraði einn og
neitaði að meðtaka nútímann
með allri sinni tækni og vélum,
en sló allra manna bezt með
orfi og ljá. “Og enginn brýndi
betur en Tóti í Þúfu, þótt illa
hefði gengið að ferma greyið.
Hann lifir af sínu öðrum óháður
og kemur meira að segja til
kirkju séra Trausti minn, og
lærði það blessaður, sent dugar
honum” Og svo fylgdi löng
ræða um þá sem ekkert lærðu
þó þeir hefðu það að atvinnu og
á meðan drukku messugestir
kaffi og gæddu sér á meðlæti
Kristrúnar. Átti þetta ef til vill
við um Heimi eða jafnvel
Kormák sjálfan? Um hann fór
hrollur.
Á hægri hönd blasti við nýja
kirkjan, tóm af öllu, ekki bara
fólki heldur líka húsgögnum og
innréttingum. Kirkjugarðurinn
blasti við, upplýstir krossar. Sú
ísmeygilega hugsun læddist að
honum hvort ekki væri margt
betra íheimi héref fólk hugsaði
jafn vel um lifandi ættingja sína
og látna um jólin. Annars fór
alltaf ónotakennd um Kormák
nálægt kirkjugörðum í myrkri.
Kirkjan kláraðist ekki af því
peninga vantaði til þess að Ijúka
henni. Sveitarstjórnin hafði víst
lofað að útvega fé til þess að
messa mætti í henni um þessi
jól. En sú sveitarstjóm var að
mestu gengin fyrir lífsstapa
slíkra stjórna, þó hélt sáklókasti
velli, en ekkert fé fannst til þess
að ljúka innréttingum. Skyldi
guð vera að reyna sveitarstjómir
eins og annað fólk á sinn sér-
staka hátt? Hann varð feginn
að komast fram hjá kirkju-
garðinum og tómri kirkjunni,
sem óneitanlega var bara hús,
hafði ekki verið vígð og enginn
vissi hvenær það yrði.
Vinur hans hafði eitt sinn
setið í sveitarstjórninni, en
veikst og upp úr því hætt og
flutt. Nú vissi Kormákur ekki
lengur hvemig unnið var þar
eða hvort eitthvað var að gerast.
En eitt var víst, enginn hafði
hlotið varanlega hamingju af
því, ekki stjórnin eða íbúarnir
og sízt Stefán, sem ekki hafði
náð sér almennilega á strik eftir
veikindin eða vistina í póli-
tíkinni. Stefán, sem alltaf var
sjálfum sér samkvæmur og
traustur, hafði viljað sjá kirkj-
una rísa. Á því yrði samt einhver
bið “Víst eru vegir guðs ó-
rannsakanlegir, en jólin koma
alltaf á sama tíma” hafði trillu-
karlinn Dósoþeus sagt spek-
ingslega þegar Kormákur var í
sumarvinnu á skólaárunum.
"Jamm væni. þú átt nú eftir að
kynnast því, ó já góði, þau verða
ekki umflúin, svo gerðu gott úr
því vinurinn”. Þetta hafði hann
sagt eftir að Kastró Kúbufor-
seti hafði borizt í tal, en sá vildi
víst fresta jólunum.
Kormáki var nóg boðið sjálf-
um með þungum hugsunum
sínum. Þær tilheyrðu ekki
hinum sanna anda jólanna. Allir
eiga að vera glaðir í hjarta, engu
að síður mundi hann eftir jóla-
sögum sem höfðu í sér fólgin
þungan tón alvörunnar og varð
hugsað til Skipalóns og pater
Jóns Sveinssonar, Nonna. Árás
ísbjarna var sem betur fer
óhugsandi, en margs konar
óargardýr sækja enn að hugum
manna. Þau vandamál sem ekki
eru áþreifanleg eru sízt auð-
veldari en hin áþreifanlegu.
Nonni hinn ungi, lífsglaður
drengurinn lagði allt sitt traust
á guð, hann hélt því áfram sent
fullorðinn maður, katólskur
prestur. Hví skyldi nútíma fólk
ekki gera það? Kormáki létti
við lilhugsunina um Nonna,
sem alltaf hélt ótrauður áfram,
sama á hverju gekk. Auðvitað
var erfitt að keppa í hinum hraða
nútíma eftir öllum þeim gæðum
sem, ja var eiginlega skylda að
njóta. Tímasetning jólanna var
fullkomin með tilliti til sólar-
gangs, en nú færi hún hækkandi
með hverjum degi. Hinn sam-
mannlegi skilningur á náttúru-
öflunum hlaut að skila sér um
öll trúarbrögð. Hvað var eðli-
legra en að gleðjast á þessum
tímamótum og fagna fæðingu
Jesú, sem enn hafði áhrif bæði
á þá trúuðu og ekki síður þá
vantrúuðu um allan heim.
En Kormákur blessaður var
beygður yfir því að hafa gleymt
að kaupa jólagjöf Hildar Þóru.
Hann var búinn að velja og átti
bara eftir að kaupa, en hafði
gleymt sér yfir ritgerðinni fyrir
Karl Hauk, sem aldrei virtist
geta notað eðlilegt íslenzkt mál.
Þó hann hefði farið út í þeirri
von, að búðir kynnu að vera
opnar, var svo ekki eftir hádegi
á aðfangadegi. Nú kæini hann
tómhentur heim og klukkan að
verða hálf sex. Hvar voru
Neytendasamtökin núna? Hann
heyrði kirkjuklukkur hringja í
huganum. Ekki dygði einu sinni
að senda Hjálparstofnun kirkj-
unnar aura milli hátíða. Ef ekki
væru að koma jól myndi hann
blóta.
Aðeins örfáir metrar voru
ógengnir heim. Að baki blasti
við upplýstur krossinn í óvígð-
um kirkjuturninum. Það var
táknræn sjón. Mitt í áhyggjum
sínum sá hann Karl Hauk opna
útidyrnar og koma á móti sér.
Hann brosti til föður síns og
sagði: “Eg veit hverju þú
gleymdir” og hló, “En af því ég
vissi hvað mamma vildi og þú
gleymdir líka veskinu, fór ég í
morgun og keypti systrabókina,
en þú verður að skrifa á miðann
og ég segi ekki frá” Kormákur
varð forviða. I ósvikinni undrun
sagði hann aðeins “Hvað?”
Dröfn kom í dymar og sagði
“Vertu ekki að grobba þig, ég
minnti þig áog vissi hvað Hildur
Þóra vildi” hún leit þvínæst á
Kormák “Mikið var að þú
komst, heldurðu að þú sért
stikkfrí af því að þú er kall eða
hvað? Það er beðið eftir þér”
Kormákur hló og vissi um
Ieið og þau þrjú gengu innfyrir
að jólin yrðu skemmtileg og
ekki sízt vegna táninganna. Það
var annars einkennilegt hvað
fullorðið fólk gleymir því fljótt
að hafa verið táningar sjálft.
Að innan hrópuðu systurnar
gleðileg jól og sungu jólalög
skærum barnsröddum sínum.
Séra Trausti vissi sínu viti.
Uti fyrir rættist veðurspáin.
Logndrífan féll til jarðar og
undirstrikaði nærveru hátíðar-
innar. Náttúran er stundum
dásamlega duttlungafull.
Auglýsingar
ogáskríft
í símum
4560
og 4570
MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1994 23