Bæjarins besta


Bæjarins besta - 04.01.1995, Qupperneq 2

Bæjarins besta - 04.01.1995, Qupperneq 2
Hvernig verður Þrettánda gieðin Anna? Anna G. Edvards- dóttir, formaður íþrótta- og æskulýðs- ráðs Bolungarvíkur: „Þrettándagleðin verð- ur með hefðbundnu sniði og hefst kl. 20 á föstudag á Hreggnasavellinum. Gleðin tókst svo vel fyrir tveimur árum að ákveðið var að halda hana á sama stað. Þar mun álfakon- ungur og álfadrottning koma ríðandi á svæðið og þeim mun fylgja yfir fjöru- tíu furðuverur af öllum gerðum og litum. Það er töluverður undirbúningur fyrir slíka skemmtun og felst hann aðallega í æf- ingu dansa sem og gerð búninga en kvenfélagið á staðnum sér um þá hlið.” ísfirðingar og Boivík- ingarhafa skipst á að sjá um hina áriegu Þrettánda- gieði, semjafnan erhaidin á síðasta degi jóia. í ár munu Boivíkingar sjá um framkvæmd gieðinnar sem verður án efa hin giæsiiegasta ef að iikum iætur. Hvað ætiar þú að gera á heiginni? Bergmann Ólafs- son, framkvæmda- stjóri Bílatanga: „Á föstudagskvöldið ætla ég á Þrettánda- gleðina í Bolungarvík. Ég verð síðan að vinna fyrir hádegi á laugardag og eftir hádegi slappa ég af. Líkt og undanfarnar helgar vinn ég fyrir há- degi á sunnudag og það sem eftir lifir dagsins mun ég slappa af í faðmi fjölskyldunnar. Það er eini frídagurinn.” / hófinu fengu viðurkenningu fyrir árangur sinn, þau Ásta S. Haiidórsdóttir, sem tiinefnd var af Skíóaféiagi ísafjarðar, Pétur P. Grétarsson, sem tiinefndur var af Goifkiúbbi ísafjarðar, Aðaiheiður Ýr Gestsdóttir, sem tiinefnd var af Sundféiaginu Vestra og Haukur Benediktsson, sem tiinefndur var af knattspyrnudeiid Boitaféiags ísafjarðar. Kjör íþróttamanns ísafjarðar Golfari varð fyrir valinu - aðeins fjögur aðildarfélög af tíu sendu inn tilnefningar PÉTUR Þór Grétarsson, golf- ari varkjörinn IþróttamaðurIsa- fjarðar fyrir árið 1994 í hófi sem bæjarstjórn Isatjarðar hélt á Hótel Isafirði milli jóla og nýárs. Pétur vann sér það til frægðar á árinu að verða Vest- fjarðameistari í íþrótt sinni auk þess sem hann er með lægstu forgjöf vestfirskra golfara. Þá þjálfaði hann fjölmarga ísfirska unglinga í íþróttinni og var valið byggt m.a. á því starfi hans. Athygli vakti í hófinu að aðeins fulltrúar fjögurra íþrótta- greina af tíu skiluðu inn til- nefningum um íþróttamann ársins. Fulltrúar Skíðafélags Isafjarðar, knattspyrnudeildar Boltafélags Isatjarðar. Golf- klúbbs ísafjarðar og Sund- félagsins Vestra voru þeir einu sem skiluðu inn tilnefningum. „Það sem mestu máli skiptir og það sem liggur að baki valinu er að Pétur Þór hefur æft hér heima auk þess sem hann hefur lagt mikla rækt við að aðstoða yngri kylfinga og stutt þá fyrstu sporin. Valnefndin setur sér sjálf vinnureglur og við á- kváðum það núna að líta ekki einvörðungu á afrekalista íþróttamannsins, heldurað hafa með það félagslega uppeldi sem íþróttir eiga að vera. Það hefur þessi einstaklingur,” sagði Þor- steinn Jóhannesson, forseti bæj- arstjórnar Isafjarðar sem afhenti Pétri Þór viðurkenningu bæjar- stjórnar. Auk Péturs Þórs fengu þrír aðrir íþróttamenn viðurkenn- ingu frá bæjarstjórn Isafjarðar fyrir árangur sinn á árinu en það voru þau Ásta S. Halldórs- dóttir, skíðakona, Haukur Bene- diktsson, knattspyrnumaður og Aðalheiður Ýr Gestsdóttir, sundkona. Iþróttafólkinu er óskað til hamingju með viður- kenningarnar um leið og því er óskað velfarnaðar á nýbyrjuðu ári. Pétur Þór Grétarsson, kyifingur, var kjörinn íþróttamaður ísafjarðar í hófi sem bæjarstjórn ísafjarðar héit miiii jóia og nýárs. Fjórðungssjúkrahúsið á ísafirði Metár í fæðingum EITT HUNDRAÐ og fimm börn fæddust á Fjórðungssjúkra- húsinu á Isafirði á nýliðnu ári og er hér því um metár að ræða. Árið 1992 fæddist 101 barn á FSI, sem var metár a.m.k. hin síðari ár en nú hefur það met verið slegið, eins og áður segir. Stúlkur voru í naumum meiri- hluta eða 54 á móti 51 dreng. Flestar voru fæðingamar í júní en þá fæddust 14 börn. Þrettán börn komu í heiminn í október og 12 í apríl. Þegar við birtum lista yfir allar fæðingar á FSI á árinu í jólablaðinu, sem út kom 21. desember, voru slétt hundr- að börn kominn í heiminn. Hér að neðan birtist síðan listi yfir þau börn sem fæddust frá 20. desember til áramóta. 20. deseinber: Stúlka, 4.310 g. og 56 sm. Foreldrar: Sigur- veig Björg Harðardóttir, Hlíðar- vegi 26, Isafirði og Rögnvaldur Ólafsson, Skólastíg 22, Bol- ungarvík. 22. deseinber: Drengur, 4.520 g. og 58 sm. Foreldrar: Brynhildur Höskuldsdóttir og MarsellíusGuðmundsson, Vita- stíg 7, Bolungarvík. 23. desember: Drengur, 3.410 g. og 54 sm. Foreldrar: Hildur Kristín Einarsdóttir, Hjallastræti 16. Bolungarvík og GunnarTorfason, Hjallavegi 6, Isafirði. 23. desember: Drengur, 4.230 g. og 53 sm. Foreldrar: Dagný Viggósdóttir og Óskar Rúnar Samúelsson, Engjavegi 31, ísafirði. 26. desember: Drengur, 4.750 g. og 58 sm. Foreldrar: Þorgerður Karlsdóttir og Arnar Guðmundsson, Hjallavegi 23, Suðureyri. Aidrei hafa fæðst fieiri börn á FSÍ en á síðasta ári. Magnúsí innheimt- una Magnús Ólafs Hans- son frá Bolungarvík hefur verió ráðinn til starfa á bæjarskrif- stofunum á ísafirði og hóf hann störf þar um áramót. Magnús mun leysa Matthildi Helga- dóttur af, en hún hefur séó um innheimtumál bæjarins. Matthildur er á leið í barneignarfrí og sömu sögu er að segja af öórum starfsmanni bæjarins, Álfheiði Kristínu Arnórsdóttur, gjaldkera. Hefur starf hennar verið auglýst laust til umsóknar. Þá hefur starf skrifstofu- stjóra bæjarins og staógengils bæjar- stjóra verið auglýst til umsóknar og rennur umsóknarfrestur um þaó starf út á morgun, fimmtudag. Formieg opnun Funa Sorpbrennslustöðin Funi í Engidal verður formlega tekin í notkun aó viðstöddum um- hverfisráðherra og ráðuneytisstjóra nk. föstudag kl. 17. Stöðin hefur verið í notkun frá því um mánaðarmótin ágúst-september á síðasta ári og hefur starfsemin gengið vel. Auk ráðherra og ráðu- neytisstjóra verða sveitarstjórnarmenn og þingmenn viðstaddir athöfnina. Óiafur G. afhendir Það eru fleiri bygg- ingar en Funi sem veróa formlega teknar í notkun í þessari fyrstu viku ársins 1995. Á morgun, fimmtudaginn 5. janúar kl. 14 mun Ólafur G. Einarsson, menntamálaráðherra, afhenda Framhalds- skóla Vestfjaróa, verkmenntahúsið til afnota. Húsió hefur verió í byggingu frá því í haust og er nú tilbúió til notkunar. Ásta eina skíða- konan Ásta S. Halldórsdóttir frá Bolungarvík var eina skíðakonan sem komst inn á lista þeirra íþróttamanna sem Samtök íþróttafrétta- manna, þóttu skara fram úr á síóasta ári. Ásta hafnaói í 13. sæti meó 34 stig. 2 MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1995

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.