Bæjarins besta - 08.06.1995, Side 4
/ 7 ÓHÁÐ FRÉTTABLAÐ
, 1 Á UESTFJÖRÐUM
STOFNAD 14. NOVEMBER 1984
Oháð vikublað
á Vestfjörðum
Útgefandi:
H-prent hf.
Sólgötu 9,
400 ísafjörður
•s 456 4560
□ 456 4564
Ahyrgðarmenn:
Sigurjón J.
Sigurðsson
og Halldór
Sveinbj örnsson
Útgáfudagur:
Miðvikudagur
Ritstjóri:
Sigurjón J. Sigurðsson
Bæjarins hesta er aðili að samtök-
um hæjar- og héraðsfréttahlaða
Eftirprentun, hljóðritun, notkun
ljósmynda og annars efnis er
óheimil nema heimilda sé getið
Sjómanna-
dagurinn
Sjómannadagurinn, hátíðisdagurinn sem sjómenn
höfðu frumkvæði að fyrir fimmtíu og sjö árum, en
löggjafinn sá ekki ástæðu til að viðurkenna fyrr en
nærri hálfri öld síðar, er næstkomandi sunnudag.
Síðan fyrsti sjómannadagurinn rann upp á Islandi
1938 hafa orðið stórstígar framfarir á öllum sviðum
þjóðlífsins. ísland nútímans á lítið skylt við Island
fyrsta sjómannadagsins.
A Islandi fyrsta sjómannadagsins fyrirfannst ekki
orð í tungu landsmanna, sem bannaði þeim er bátskel
áttu að sækja björg í alla jafnan fremur snauð bú, eða
fyrirbauð þeim að koma með feng að landi, bæri hann
annað nafn en samsuða reglugerðar frá hinu háaAlþingi
sagði til um.
A hinum fyrsta sjómannadegi voru kjör og aðbúnaður
sjómanna við störf þeirra á hafinu á alla vegu verri en
í dag, svo mjög að erfitt er um allan samanburð, svo
trúverðugt geti talist. Eitt gleggsta dæmið um
takmarkalausan vinnutíma og þrælkun, sem
togarasjómenn þessa tíma bjuggu við, er setning
svonefndra Vökulaga. Segir það meira en mörg orð að
sjálftAlþingi skyldi grípa í taumana með lagasetningu
til að tryggja sjómönnum lágmarks hvíld.
Togarafloti samtímans annars vegar og flotinn
frá tímum Vökulaganna hins vegar, sýnir okkur
straumhvörfin er orðið hafa í aðbúnaði
sjómanna. Má vel jafna þeim við breytingarnar,
sem orðið hafa í húsakosti þeirra er í landi kúra.
Afturhvarf til þessa kafla í sögu íslenskra
sjómanna getur enginn hugsað sér.
A hinum fyrsta sjómannadegi voru sjómenn
frjálsir þegar landfestar höfðu verið leystar. Þeir
voru herrar hafsins. Hver og einn fiskur, sem
yfir borðstokkinn kom, var vel þeginn. Yfir
sjómanninum, sem goggaði af línunni vofðu
ekki bönn er buðu honum að henda hluta at'lans
ella lögbrjótur teljast. Sjómenn þess tíma létu
ekki úr höfn með uppáskrift um fiskitegundir,
sem þeir máttu fiska og máttu ekki fiska.
Afturhvarf til þeirrar fortíðar þegar sjómenn
voru herrar hafsins kann enn að vera draumur
allra, sem landfestar leysa. Sá draumur rætist
ekki. Fiskveiðarvið strenduríslands munu aldrei
verða frjálsar í líkingu við það sem sjómenn
þekktu þegar þeir tóku höndum saman og
tileinkuðu stéttinni sérstakan frídag, sjómanna-
daginn.
Sjómönnum og fjölskyldum þeirra eru sendar
heillaóskir í tilefni dagsins.
s.h.
SnjóHóð 95 - Ráðstefna
Almannavama
HALDIN var í síðustu viku
mikil ráðstefna um snjóflóðin á
Vestfjörðum á liðnum vetri.
Vafalaust er það gott mál. En
þar var tekin fyrir skýrsla
Almannavarna ríkisins um at-
burðina og var hún til um-
fjöllunarmeðal ráðstefnugesta.
Þeir voru flestir þátttakendur í
björgunaraðgerðum síðasta
vetur og framhaldi úrvinnslu,
svo sem áfallahjálp. Fjölmiðlar
fjölluðu nokkuð um ráðstefnuna
sem von var. Búið var að segja
frá henni með löngum fyrir-
vara og við bættist að björgunar-
sveitir gáfu út skýrslu með
mikilli gagnrýni á allt og alla.
Fengu þær ágætis rúm fyrir
skýrsluna og gagnrýnina í fjöl-
miðlum. Sumum þótti nóg um
og ekki ástæða til þess að ýfa
upp slæmar minningar frá
liðnum vetri.
Mikið var gagnrýnt að varð-
skipið Týr sem fór frá Reykja-
vík síðdegis 16. janúar s.l.,
skyldi ekki hafa farið fyrr og
var helst á björgunarsveitar-
mönnum að heyra í fjölmiðlum,
að allt væri þetta því að kenna
að þeir hefðu ekki ráðið ferð-
inni. Einnig var eitthvað um
það talað að Almannavarna-
nefnd ísafjarðar hefði ekki verið
boðuð nógu snemma til fundar
þá um morguninn. Af því litla
sem fram kom í fjölmiðlum
mátti skilja að opinberir aðilar,
Almannavarnanefnd og AI-
mannavamir ríkisins hefðu ekki
brugðist nógu skjótt við. Sýslu-
maðurinn á ísafirði skýrði bæði
í sjónvarpi og útvarpi að unnið
hefði verið af kappi frá því boð
bárust um slysið að kalla út
björgunarsveitir og skip til þess
að koma þeim strax til Súða-
víkur.
Skilja mátti af því sem kom
fram hjá talsmönnum Almanna-
varna ríkisins að björgunar-
sveitirnar hafi ráðið því að sett
voru um borð í varðskipið snjó-
bílar og önnur þung og mikil
tæki sem töfðu brottför. Er það
í nokkurri mótsögn við gagn-
rýnina. Veðrið var auk þess
mjög slæmt á ísafirði og í Súða-
vík eins og annars staðar á Vest-
fjörðum. I Reykjavík var það
víst þokkalegt þennan afdrifa-
ríka morgun.
Vissulega hlýtur hið sanna
að koma í Ijós þegar farið hefur
verið yfir umræður og athuga-
semdir sem komu fram á ráð-
stefnunni. En hæst ber mál-
flutning björgunarsveitarmanna
og gagnrýni, sem þeir voru
ósparir á og fjölmiðlar tóku
fegins hendi til að koma áleiðis
til landsmanna. Fram kom í
samtali við einn björgunar-
sveitarmanninn að þeir höfðu
óskað opinberrar rannsóknar.
Skyldi hún framkvæmast af
hlutlausum aðila. Jafnframt
sagði einn talsmaður þeirra
brýnt að samræma undir eina
stjórn útkall og skipulagningu
björgunarsveita við fyrstu við-
brögðum. Rúsínan í pylsu-
endanum var því að heyra
framkvæmdastjóra Almanna-
varna ríkisins lýsa því yfir að
það hefði verið reynt árangurs-
laust vegna þess að björgunar-
sveitirnar hefðu verið því mót-
fallnar.
Ekki verðurfjallað hérfrekar
um efnisatriði enda ekki á færi
annarra en þeirra sem voru við-
staddir og tóku þátt í umræðum.
Hins vegar má velta því fyrir
sér hvort þessi aðferð að láta
nokkra tugi manna koma saman
rúmum fjórum mánuðum eftir
atburðina til þess að fara yfir
skrifaðan texta til þess að
samræma hann, geti verið rétt.
Ætla verður að allir aðilar hafi
verið beðnir um skrifaðar
skýrslur fyrir löngu og þær
hefðu því átt að leggjast fram
til kynningar og umfjöllunar og
mönnum gefist tækifæri til þess
að gera við þær athugasemdir.
■ ■ a ■
Kosturinn er hins vegar sá að
nú skal læraaf þeim björgunar-
aðgerðum sem gripið var til svo
betur megi gera framvegis ef á
þarf að halda. Og því miður
kemur að því, en vonandi ekki
með sama hætti. Einhvern
veginn virðist svo sem menn
séu alltaf jafn óviðbúnir náttúru-
hamförum og stórslysum. Snýst
ekki viðbúnaðurinn einkum um
það að æfa hugsanlegar að-
stæður og skerpa viðbrögð og
hugsa upp aðferðir til þess að
hraða fyrstu aðgerðum. Hörm-
ungamar dynja yfir h var sem er
í heiminum og ávallt fyrirvara-
laust eða lítið, svo sem jarð-
skjálftarnir f Neftegorsk á
Sjakalín eyju sýndu okkur í
síðustu viku. Maðurinn ræður
ekki við náttúruöflin. En samt
er rifist og skammast eins og
allt eigi að ganga upp. Og sjón-
arhóllinn erskrifstofumanns við
bestu aðstæður. Látum við-
brögð og gagnrýni íslendinga á
eiginaðgerðirliggjamilli hluta.
Lítum okkur fjær. Jeltsín for-
seti Rússlands vildi ekki þiggja
aðstoð Japana í fyrstu á Sjakalín
eyju. Ástæðan var pólitísk.
Japanir og Rússar hafa deilt um
yfirráð á eyjunum.
Ekki var virðingu þeirra sem
fyrirhörmungunum urðu mikill
sómi sýndur á þann hátt. En
síðar þáði Rússlandsforseti
aðstoðina og baðst afsökunar.
Auðvitað ber að gera allt sem í
mannlegu valdi stendur til þess
að koma til björgunar þar sem
snjóflóð hefur fallið eða jarð-
skjálfti hefur riðið yfir svo
aðeins tvö dæmi séu tekin um
náttúruhamfarir sem hafa
skelfilegar afleiðingar f för með
sér. Og það er nauðsynlegt að
læra af slíkum náttúruham-
förum. Af Súðavíkur ham-
förunum geta allir lært. En ekki
er ástæða til að haga sér þannig
að ákveðnir björgunaraðilar
hafi allt á hornum sér í nafni
heildarsamtaka björgunar-
sveita. Það er óvirðing við alla
þá björgunarsveitarmenn og
aðra sem lögðu Iíf og limi í
hættu og nótt við dag til þess að
bjarga þeim sem bjargað yrði í
Súðavík. Björgunarsveitar-
menn frá ísafirði og annars
staðar af Vestfjörðum ásamt
sjálfboðaliðum eiga heiður
skilið fyrir þrekvirki sitt. Þeir
eiga ekki skilið að sitja undir
gagnrýni heildarsaintakanna.
Þessir menn lögðu allt undir og
voru sjálfir í hættu.
En síst eiga Súðvíkingar og
aðstandendur þeirra sem létu
lífið að þurfa að hlusta á svo
uppblásna gagnrýni í fjöl-
miðlum. Björgunarsveitirnar
hafa tekið að sér ákveðin verk-
efni með samningum við Al-
mannavarnir ríkisins eins og
talsmennirnir bentu oft og rétti-
lega á. Þeir eiga að ræða
framkvæmd þess samnings
milliliðalaust við Almanna-
varnir. Þegar því er lokið geta
þeir baðað sig í fjölmiðlum.
-Slakkur.
Munið nýja
auglýsinga-
símann okkar
456 4560
- sniðugt
ekki satt!
(5) AuTO -TrAWL W.NCH SYSTEM
SKUTULL IS-180
GUÐBJÖRG ÍS-46
BESSI ÍS-410
JÚLÍUS GEIRM. ÍS-270
Sendum sjómönnum og útgerðarmönnum
okkar bestu kveðjur á sjómannadaginn
GUÐBJARTUR ÍS-16 PÁLL PÁLSSON ÍS-102
RB5R
RAFBOÐI - RAFUR
Skeiðarási 3, 210 Garðabæ
Sími 565 8080, Fax 565 2150
4
FIMMTUDAGUR 8. JUNI 1995