Bæjarins besta - 08.06.1995, Síða 5
Guðjón Brjánsson, fulltrúi f félagsmálaráði ísafjarðar skrifar
Um vinnulagog yiðhorfí
féiagsmáiaráðiisaiiarðar
- opið bréf tii Magnúsar Reynis Guðmundssonar, formanns
ELSKULEGUR Magnús Reynir,
minn góði formaður, ég þakka þér
fyrirgreinina ísíðasta BB. Mérfannst
fremur hlýlegur tónn í henni mestan
part, allt að því föðurlegur á köflum.
Raunar hálf leiðist mér að fara að
skrifa þér bréf á þessum vettvangi en
ég gat ekki setið á mér. Það hefur
enginn fyrri klifað svo oft á nafni
mínu í einni grein á prenti, án þess að
ég verðskuldaði það og ég varð nú satt
að segja bara feiminn, þú veist hvað
ég er mikið til baka. Eftir lesturinn var
ég orðinn býsna glaður í sálinni, þetta
virkaði vel. Ég fór á kvöldgöngu og
gekk niður á bátahöfn til að anda að
mér fersku sjávarloftinu sem við báðir
metum svo mikils með öllum sínum
tilbrigðum - rétt eins og við metum
fólkið mikils sem hér býr.
Eftir ákvörðun félagsmálaráðs um
ráðningu nýs félagsmálastjóra í fyrra
mánuði sló á þig tveggja vikna grafar
þögn af tillitsemi við allt og alla. Það
er því ekki að undra nú að vænst hafi
verið góðra svara eftir leguna undir
feldinum, þ.e. staðreynda í málinu,
rökstuðnings fyrir umdeildri ákvörð-
un, án útúrsnúninga.
Og svo kom grein og yfirskriftin er
í spurnarformi, “Vísvitandi rangar
upplýsingar eða getgátur frétta-
manna?”. I þessu bréfkorni mínu ætla
ég að leitast við eins og himna-
kóngurinn framast gefur mér styrk til,
að forðast getgátur, dylgjur eða mis-
sagnir, svo ég nefni nú ekki vísvitandi
að gefa rangar upplýsingar. Þetta allt
hefðir þú lfka átt að gera í greinar-
gerðinni til bæjarbúa í stað þess að
leggjast lágt og grípa til skýringa sem
ekki eru sæmandi þér, dánumaðurinn.
Þér hefði verið sæmst að halla þér að
staðreyndum málsins og staðreyndum
eingöngu en ekki falla í þann sama
fúlapytt og virtur bæjarfulltrúinn gerði
í ræðustól á bæjarstjórnarfundi 18. maí
s.l. Þarvarþetta umræddamálendan-
lega afgreitt að viðstöddum metfjölda
áheyrandi bæjarbúa. Hann mælti
þrunginni röddu að mikil leiksýning
hefði verið sviðsett og lét að því liggja
að ég væri sjálfur leikstjórinn. Þetta
viðhorf endurspeglar ekki ýkja mikla
virðingu fyrirfrjálsri skoðanamyndun
og réttlætiskennd meðal bæjarbúa.
Þetta sama virðist skína í gegn hjá þér,
hin ásækna hugsun um að einhver
einn með horn og hala standi að tjalda-
baki og vilji illt. Minn elskulegi
formaður. Magnús, ég er ekki frum-
kvæðisaðili og gerandinn í þessu máli
- áttaðu þig á því. Undir hvaða stjórn
var allt þetta mál unnið til enda og
hvaða sakir er ég að bera á félaga mína
og hver hefur gert allt ráðið afar
tortryggilegt, eins og þú fjallar um í
greininni? Hvað með þann tug
blaðagreina sem ritaður hefur verið í
kjölfar þessarar ákvörðunar? Hvað
með undirskriftalista sem hafa verið í
gangi og þessi bylgja óánægju í
bænum? Er þetta ég? Ætlarðu mér
einum að stýra skoðunum bæjarbúa í
þennan farveg og skipa til um rétt-
lætistilfinningu fólksins? Ég er nú
víst ekki mikill fyrir mann að sjá og
víst er að engan kraft hef ég til þess að
klára svona dæmi, og kannski veistu
það nú líka innst inni í hjarta þinu,
Magnús minn. Það sem ég hef
hinsvegar til unnið er að hafa myndað
mér sjálfstæða skoðun í nefnd sem ég
var kjörinn til að sitja í fyrir fólkið í
bænum og með hagsmuni þeirra og
velferð í huga og það eingöngu. Ég
hef ekkert annað að verja í þessu máli
en samviskuna og það er létt verk fyrir
mig. Þess vegna fannst mér lítið
leggjast fyrir þig í þessari bæjarmála-
umræðu að draga mína persónu inn í
málið undir tvíræðum formerkjum og
nefna á nafn starf mitt og ráðningu að
Fjórðungssjúkrahúsinu. Þarna er langt
til seilst og mér finnst þetta vera þér til
minnkunar í stöðunni - en þér er
kannski vorkunn, kæri Magnús, ég
skal ekkert um það segja.
í viðtalinu í BB sem vitnað er til,
datt mér raunar síst af öllu í hug að
líkja vinnuferlinu í félagsmálaráði að
undanförnu við það þegar þú varst
ráðinn sem forstöðumaður fyrir sér-
hæfðu útgerðarfyrirtæki á sínum tíma
eftir áratuga ritarastörf hjá bænum.
Einhverjum hefði eflaust þótt sam-
líkingin nærtæk og sýna hvernig
skipað hefur verið með ýmsu móti í
stjórnunarstöður hjá opinberum og hálf
opinberum fyrirtækjum og stofnunum.
Og ætli hafi ekki aftur munað um
starfsreynsluna, persónuleikann og
almennu mannkostina? Leið þín í
starfið var enda greið og þar hefur þér
farnast vel og megi svo verða um alla
framtíð. En persónulegur starfs-
vettvangur okkar kemur þessu máli
bara alls ekkert við og þú hefðir betur
látið vera að skjóta þessari ör af boga
þínum, Magnús minn í varnarræðu
þinni fyrir hönd meirihluta félags-
málaráðs.
I greininni gerir þú því skóna að
ég hafi átt meira en lítinn þátt í um-
fjöllun BB um þetta vandræðamál þitt.
Skilja má sem svo að ég sé höfundur
viðtalsins sjálfur, að hluta eða í heild,
a.m.k. fóðrað blaðamann með upp-
lýsingum, vísvitandi röngum ístórum
dráttum. Enn og aftur ítreka ég það að
þér væri sæmst í stöðu þinni að leita
sannleikans og fara eingöngu með
staðreyndir. Ég geri ráð fyrir að BB
haldi trúnað við sína heimildarmenn.
Ég skal þó greina þér frá því hér að
blaðamaðurhringdi til mín þegardags-
krá bæjarstjórnarfundar nr. 587 lá
fyrir prentuð og komin í dreifingu.
Hann spurði mig um tilgreinda bókun
á félagsmálaráðasfundi 11. maí. Það
sem eftir mér er haft er satt og rétt og
við það stend ég að sjálfsögðu. Að ég
hafi kannski gefið upp eitthvað fleira
til blaðsins eru þínar getgátur og
ímyndun, nema að þú staðfestir annað.
Skýringa á því sem blaðið fjallar um í
formála viðtalsins eða annars staðar
ættirðu fremur að leita hjá öðrum ná-
tengdum félagsmálaráði en ekki
brigsla samráðsmanni þínum nánast
um brot á trúnaði á opinberum
vettvangi, minn góði formaður, það er
ekki fallegt.
I greininni er eitt atriði sem mér
fellur síst við, eins og mér finnst nú
annars þessi ritsmíð þín huppleg að
mörgu leyti. Þetta er fullyrðingin um
að enginn á félagsmálaráðsfundinum
örlagaríka 11. maí hafi verið því mót-
fallinn að taka gilda umsókn sem dag-
sett var þann sama dag, innkomin
mánuði of seint. Þetta er alls ekki rétt.
Þú stýrðir fundinum, Magnús og veist
hvaða umfjöllun málið fékk. Ég var
Guðjón Brjánsson.
mótfallinn því að fleiri umsóknir væru
teknar inn og rökstuddi það með hóg-
værri bókun. Vegna reynsluleysis lét
ég ekki í þetta sinn bóka nákvæmlega
hvernig atkvæðin féllu, en hitt stendur
eftir að samþykkt var að taka um-
sóknina gilda.
Starf félagsmálastjóra á ísafirði er
löngum starf einyrkjans, eins og það
var svo oft orðað á fundum ráðsins á
meðgöngutímanum. Starfið gerir
miklar kröfur til viðkomandi sem
vinnur mikið sjálfur og einn, þarf að
takast á við mjög persónuleg vanda-
mál, vera til þess þjálfaður að greina
vanda einstaklinga sem oft liggur ekki
á yfirborðinu, hafa til þess þekkingu
að ganga inni í fjölskylduráðgjöf, taka
á viðkvæmum barnaverndarmálum og
skipuleggja almenna félagsþjónustu í
byggðarlaginu til framtíðar svo fátt
eitt sé nefnt. Gerð er krafa til þess að
viðkomandi sé vammlaus og njóti
trausts samborgaranna til orðs og æðis.
Ég skoðaði minn hug vandlega á um-
sóknartímanum, fór yfir gögn um-
sækjenda, kynnti mér hagi þeirra,
velti fyrir mér hvert framlag þeirra
gæti orðið hér á staðnum og síðast en
ekki síst hlustaði á óm af viðhorfum
samborgaranna. Val mitt var auðvelt
en skoðanir ráðsmanna virtust þó ekki
samhljóða. Ég fékk aldrei skýringu á
því allt ferlið vegna hvers besta um-
sóknin var sett til hliðar. Þögnin ein
ríkti um það, athyglin beindist strax
að öðrum. Mér hefði þótt eðlilegt að
komið hefðu fram athugasemdir um
veikleika umsækjanda úr því svona
fór, einhverjar vísbendingar til
skýringa, t.d. að hann væri óábyrgur í
meðferð fjármála, hann væri þekktur
af erfiðu samstarfi, hann tæki ekki
tilmælum, færi sínar eigin leiðir o. s.
frv. ef um slík atriði var að ræða. Ég
hefði fagnað skoðanaskiptum af þessu
tagi, nei kæri Magnús. Eftirminni-
legustu ummælin á fundum ráðsins í
sambandi við þennan umsækjanda
komu frá þér, “þetta er prýðis piltur” -
punktur.
Það er sannfæring mín að sá
einstaklingursemég studdi til starfans
er enginn já maður, hvorki gagnvart
mér né öðrum. Hann hefði eflaust
tamið sér ákveðin vinnubrögð sem
við hefðum þurft að vega og meta og
taka afstöðu til - brjóta til mergjar,
skoðaoníkjölinn. I þessufelasteinmitt
möguleikar framfara og þróunar, ekki
stöðnunar og afturhalds. Um var að
ræða vel menntaðan mann á þessu
sérsviði, mann með framhaldsmenntun
að auki, með ágætar umsagnir frá fyrri
vinnuveitendum og þekkingu og
reynslu sem nýst hefði fullkomlega í
starfinu. Hann hefði flutt með sér
fersk viðhorf sem ríkja íkringum okkur
úr félagslegu- og efnahagslegu um-
hverfi sem er sambærilegt við okkar.
Það er fyrirsláttur af ódýrustu tegund
að telja það helstu hindrunina fyrir
ráðningu að hann skorti reynslu sem
félagsmálastjóri. Nei, kæri Magnús,
þetta vildir þú ekki. Þú vildir eitthvað
annað. Hvað vildirþúoghvers vegna?
Það er hörmulegt til þess að vita að
þau vinnubrögð sem viðhöfð voru í
félagsmálaráði við ráðningu félags-
málastjóra hafi leitt til þess að
einstaklingar sem málinu tengjast hafi
orðið fyrir ónæði, aðkasti og jafnvel
hótunum ef skilja má umræðuna rétt.
Jafnvel svo að makar ráðsmanna og
afkomendur eiga í vök að verjast. Það
er óafsakanleg framkoma og hreinasta
óhæfa að láta skaphita og tilfinningar
hlaupa með sig í gönur í tilvikum sem
þessum. Öllum berað virða lýðræðis-
lega niðurstöðu. Ég veit, Magnús minn
að við erum sammmála um þetta og að
í menningarsamfélagi eins og við
teljumst búa í, þá gera menn ekki
svona.
Um allt þetta mál hefur verið fjallað
í persónulegum stíl og mér finnst það
óréttlátt. Þú elurþóenn á þessu íþinni
grein, elskulegur með umfjöllun í
þröngum skilningi. Frá mínum bæjar-
dyrum séð er hér ekki fyrst og fremst
um afstöðu til einstaklinga að ræða,
alls ekki - heldur um vönduð vinnu-
brögð og eðlilega málsmeðferð, mark-
mið og hagsmuni íbúanna í byggðar-
laginu til langs tíma og síðast en ekki
síst, siðareglur.
Þú manst, Magnús hver voru mín
orð á síðasta félagsmálaráðsfundi áður
en ég gekk út. Þau voru ekki bókuð en
ég treysti á stálminni þitt. Ég stend
við þau og vona að samráðsmenn mínir
allir og starfsmaður geri það einnig.
Nýráðinn félagsmálastjóra tel ég hafa
starfað af samviskusemi og atorku í
afleysingum og skilað starfi sínu vel
og ég treysti henni til að gegna því
áfram með sóma. Þetta hef ég sagt við
hana sjálfa og stend á því fastar en
fótunum, þó svo að þú upplýsir í grein
þinni að auk hennar hafi einungis einn
af tuttugu og níu félagsmálastjórum á
landinu sömu menntun og núverandi
félagsmálastjóri Isafjarðar.
Það eru mörg rök sem hníga í átt til
þess að eðl i legt og sjálfsagt hefði verið
að ráða þann starfsmann sem fyrir
valinu varð. Höfuð rökin voru
auðvitað þau að hún hefur gegnt þessu
starfi í eitt ár og gegnt því með þeim
hætti að félagsmálaráð telur fullan
sóma að. Þetta er eðlileg afstaða, þótt
ekki megi skoða hana sem bindandi
og sem einhlítt viðmið. Það kom
einmitt fram hjá þér, Magnús í um-
ræðunum um þetta mál að það væri
ekki fáguð framkoma af okkar hálfu
að hafna starfandi félagsmálastjóra ef
hún sækti um, það væru kaldar kveðjur
sem hún ætti ekki skilið að fá. A bak
við þetta felst kristileg og kærleiksrík
hugsun, það verð ég að segja. Sigríður
Jóhannsdóttir sækir um starf forstöðu-
manns í Hlíf á sama tíma. Hún hefur
gegnt því starfi mánuðum saman með
prýði , og lengur í þessari óvissu en
hún hafði gert ráð fyrir vegna beiðni
ráðsins. En þegar kom að því að ráða
til frambúðar í starfið sem verður
raunar viðameira en áður, þá dugðu
ekki sömu rök og í hinu fyrra tilvikinu
- kristilegi kærleiksandinn var á bak
og burt og kveðjurnar heldur kaldar.
En hvað um það. Ráðinn hefur
verið nýr félagsmálastjóri og ég var
fyrstur manna til að óska henni til
hamingju með ákvörðun meirihluta
félagsmálaráðs. Félagsmálastjóri
hverju sinni erstarfsmaður félagsmála-
ráðs og vinnur í umboði þess og á
ábyrgð ráðsins. Félagsmálastjóri fær
inn á sitt borð margvísleg verkefni
sem þafnast jafnt skammtíma- sem
langtímalausna, sumar eru jafnvel
bindandi um ár og síð. Nú ber svo við
að í síðasta tbl. BB er upplýst að búið
sé að ráða sumarafleysingamann úr
Reykjavík fyrir félagsmálastjóra ísa-
fjarðar. Það hefur aldrei gerst fyrr og
ekki verið samþykkt á fundi félags-
málaráðs. Afleysingamál fyrirfélags-
málastjóra bar einmitt á góma snemma
í vor á fundi ráðsins. Þá bauð frá-
farandi félagsmálastjóri fram krafta
sína í sumar eftir þörfum, en það var
pent afþakkað og engin þörf talin á
því þá. Hann ítrekaði síðan boð sitt,
þetta veistu Magnús minn - enn var
afþakkað. Svo lesa ráðsmenn í frétta-
blaði staðarins að á þeirra vegum sé
væntanlegur til starfa maður í bæinn.
Hefur þú fulltingi til þess að gera
svona, Magnús minn eða eru þetta
siðareglurnar sem mér hefur sést yfir?
Ég tilkynni þér það hér með að á
meðan starfsmaður sem ráðinn ermeð
svona bolabrögðum vinnur í nafni
félagsmálaráðs mun ég ekki sam-
þykkja gjörðir þess eða sitja fundi.
Og er nema von að ég spyrji í fram-
haldinu: Hefur þú upp á þitt eindæmi
ráðið fleiri aðila til starfa á vegum
félagsmálaráðs til lengri eða skemmri
tíma eða til annarra verka, hvað með
Hlíf? Ég leyfi mér að spyrja hér,
Magnús vegna þess að nú er senn
liðinn mánuður frá því að síðast var
haldinn fundur í félagsmálaráði og ég
tel óviðunandi að búa við þann kost
einan að lesa í fréttablöðum um
ákvarðanir sem tilheyra þessu mikil-
væga ráði þar sem gagnkvæmt traust
og samstaða þarf að ríkja, eins og þú
hefur réttilega bent á.
Þessi bréfstubbur minn er orðinn
lengri en ætlað var. Mér finnst til-
efnið hvimleitt og ég eróvanur því að
standa í ritdeilum. Þær eru ekki af
persónulegum toga, minn kæri Magn-
ús. Ég virði þig sannarlega fyrir þín
fjölmörgu góðu verk og þakka góðar
stundir með þér, bæði fyrr og nú. En
forherðingin í ákvörðunum í þessu
máli er slík að ekki verður um kyrrt
setið, embættisfærslan og vinnubrögð-
in eru aðfinnsluverð. Það táknar ekki
að traust á milli aðila í samvinnu um
góð verk sé ekki lengur fyrir hendi.
Samstarfið í félagsmálaráði hefurverið
með ágætum og fullur trúnaður ríkt í
hinum viðkvæmumálum. Þaðervissa
mín að svo verður áfram og að þessir
hnökrar sem til umræða hafa verið
þoka fljótt fyrir gróandanum og
sumrinu sem er á næsta leiti.
Þinn samstarfsmaður
í félagsmáiaráði,
Guðjón S. Brjánsson.
UifJq
141 §■ jjMTT
Reykiausir
bekkir
verð-
iaunaðir
Krabbameinsfélagió
og Tóbaksvarnarnefnd
veittu nú nýlega 19
bekkjum grunnskóla á
Vestfjörðum, vióur-
kenningar fyrir aó vera
reyklausir bekkir.
Jafnframt veittu
Krabbameinsfélagið
og Tóbaksvarnarnefnd
60 nemendum ein-
staklingsverðlaun og
komu tvö þeirra í hlut
vestfirskra nemenda.
Klara Berglind Hjálm-
arsdóttir í 10. bekk
grunnskóla Bíldudals
fékk bókina „Lífsmynd
skálds” og Haukur
Gylfason í 10. bekk
grunnskólans á ísafirði
fékk háskólabol.
Ljósmynda-
maraþon-
inu frestað
Ljósmyndamaraþoni
Bókaverslunar Jónasar
Tómassonar, Hans
Petersen hf., og BB,
sem haldið hefur verið
árlega undanfarin ár
og til stóð að halda á
laugardaginn kemur,
hefur verió frestað til
laugardagsins 1. júlí
nk. Þrátt fyrir frest-
unina er hægt að skrá
sig strax í Bókaverslun
Jónasar Tómassonar,
að Hafnarstræti 2.
Sigur og ,
tap hjá Bi
Boltafélag ísafjarðar
sigraði sinn fyrsta leik í
3. deildinni í knatt-
spyrnu er liðið heim-
sótti Ægi frá Þorláks-
höfn um miðja síðustu
viku. Lokatölur leiksins
urðu 2-1 fyrir BÍ. Liðið
er nú í 4.-5. sæti
ásamt Dalvík með 5
stig eftir 3 leiki. Á
mánudagskvöld lék
liðið á móti Breiðablik,
undir 23 ára, í bikar-
keppni KSÍ og tapaði
BÍ meó þremur mörk-
um gegn einu og er því
úr leik í bikarkeppn-
inni.
Sendum vestfirskum
sjómönnum og
fjölskyldum þeirra
kveðjur og árnaðaróskir
á sjómannadaginn
íVok-rafdndavörur fif.
Sindrayjötu 10, ísafirði
UmBoð ‘Eims/q.p -jöffai
Slðafstrczti 24, ísafirði
FIMMTUDAGUR 8. JUNI 1995
5