Bæjarins besta


Bæjarins besta - 08.06.1995, Síða 6

Bæjarins besta - 08.06.1995, Síða 6
Fyrrum skipstjóri og yfirhafnarvörður á Isafirói STURLA Halldórsson, skip- stjóri og fyrrum yfirhafna- vörður á ísafirði dvelst nú á Fjórðungssjúkrahúsinu á Isa- firði, en hann hefur um tíma átt við alvarlegan sjúkdóm að stríða, sjúkdóm sem leitt hefur til þess að taka hefur þurft hluta af vinstri fæti hans, Sjúk- dómurinn hefur haldið áfram að herja á Sturla og er nú svo komið að sömu örlög bíða hægri fótarins. Sturla hefur um sjö ára skeið smíðað skipslíkön í sínum frítíma og eru skipin sem hann hefur galdrað fram orðin fjórtán að tölu. Það nýjasta lauk hann við í síðustu viku, en það er herskipið Vasa, sem fórst í reynslusiglingu sinni íhöfninni í Stokkhóimi í Svíþjóð árið 1628. „Ég byrjaði á þessu u.þ.b. fjórum árum áður en ég hætti að vinna og þetta er fjórtánda skipið sem ég smíða. Ég hef líklega byrjað þegar ég var 66 ára, því ég hætti að vinna sjötugur og verð 73 ára í sumar. Þetta skip er nákvæm eftirlíking af herskipinu Vasa sem hafði að geyma 64 fallbyssur. Þetta er hið fræga sænska herskip sem hvolfdi í reynslusiglingunni í höfninni í Stokkhólmi árið 1628. Það náðist síðan upp á þessari öld og er til sýnis í Stokkhólmi. Þarna var um að kenna vitlausum útreikningum enda fyrirfór verkfræðingurinn sér daginn eftir að skipið sökk. Svíar voru í stríði þá og menn heimtuðu alltaf fleiri og fleiri fallbyssur um borð, en ekkert sett í botninn á því í staðinn og því fór sem fór. Hjukkurnar spenntar yfirsmíðinni Smíðin hefur gefið mér geysilega mikið, ég hef haft unun af þessu. Þetta er gífurleg vinna og það er þolinmæðin sem gildir við verk sem þetta. Ég byrjaði á Vasa 1. október á síðasta ári. Ég var á Reykja- lundi í fjórtán vikur síðastliðið sumar, eftir að vinstri fóturinn á mér lamaðist og ég var búinn að ná honum þegar ég út- skrifaðist. En daginn eftir lamaðist hægri fóturinn. Þá á- kvað ég að fara á fullt í smíðina og var kominn langt á veg með skrokkinn þegar ég lagðist hér inn á sjúkrahúsið í byrjun desember á síðasta ári. Ég fór síðan heim og var þar þegar mest gekk á í veðrinu hér fyrir vestan en var lagður aftur inn á spítaiann í byrjun mars. Þá fékk ég að taka líkanið með mér og klára það hér. Þær voru svo vingjarnlegar og spenntar hjúkkumar yfirsmíðinni, að það tókst að klára verkið í síðustu viku. Líkanið af herskipinu Vasa er úr balsaviði og er 98 sm langt. Smáhlutirnir koma tilbúnir en ég varð að hita borðin í skrokk- num og beygja til þess að allt gengi upp, líkt og gert er við skipasmíðar. Núna er ég að láta smíða glerskáp utan um skipið og eikarpall undir það og síðan verður það gefið. Ég er ekki búinn að opinbera það, hvert skipið fer, en ég hef hugsað mér að skilja það eftir hér á sjúkrahúsinu. Fyrst starfsfólkið leyfði mér að klára það hér finnst mér við hæfi að það verði hér áfram.” Smíði 14. skipsins iokið klárað Vasa lýkur smíðinni hjá mér a.m.k. um tíma, því nú er ég að hugsa um að fara að mála. Ég hef málað nokkrar myndir og hyggst snúa mér að því. Þessar tómstundir hafa gefið mér mikið og hjálpað mér í veikindum mínum. Það var tekið framan af vinstri fætinum og hægri fót- urinn er að fara á sömu lund. Það er sykursýkin sem er að fara með mig og ég kemst því ekkert áleiðis nema í hjólastól. Ég veit ekki hvað ég v e rð áratuga skeið og finnst hátíðar- höld dagsins hafa farið mikið aftur á undanförnum árum. „Sjómannadagurinn er orð- inn gjörbreyttur frá því var. Samheldnin er engin í dag miðað við það sem var. Ég held því að það sé orðin tímaskekkja að halda upp á sjómannadaginn. A.m.k. í þeirri mynd sem hann er í dag. Ég var í 28 ár á sjó, þar af 20 ár sem skipstjóri, ég var í 29áráhöfninni og hefþvífylgst með öllum þeim breytingum sem átt hafa sér stað í gegnum árin. Mér finnst því hátíðar- höldin ekki vera svipur hjá sjón frá því sem var. I dag eru vandræði að fá sjó- menn til að gera eitthvað í sam- bandi við daginn, hvort sem um er að ræða undirbúning eða þátttöku í deginum. Annað hvort á að hætta þessum há- tíðarhöld- um eða þá að sjómenn verða að taka sér tak og stokka spilin upp á nýtt. Eins og þetta er í dag, þá erum við að tala um hátíðisdag landverkafólks í landi en ekki hátíðisdag sjó- manna. Það þarf að vera hugar- farsbreyting í þessum efnum sem öðrum. Sturla Halldórsson, fyrr- um skipstjóri og yfir- hafnarvöróur á ísafirði liggur nú á Fjórð- ungssjúkra- húsinu á ísafirði. Eins og að framan greinir er hér um fjórtánda skipið að ræða sem Sturla 1 hefur smíðað á síðustu sjö árum. En hvert varfyrstaskipið sem hann smíðaði? „Það var líkan af hollenskum bát sem ég skýrði Gylfa, en ég átti bát með því nafni. Síðan smíðaði ég dráttarbát, sem ég geymi heima í glerskáp. Ég hef smíðað skip sem eru allt að 120 sm að lengd og það skip fékk nafni minn í fermingargjöf í hitteðfyrra. Herskipið Vasa er það skip sem hefur tekið hvað mestan tíma hjá mér. Skipið þar á undan, „Gullna hindin” sem til er í Brixham á Suð- vestur-Englandi, skammt frá þeim stað þar sem Magnús Steindórsson, rekur kastalann sinn, tók 484 klukkustundir í smíði og á bak við smíðina á Vasa eru því a.m.k. 6-700 klukkustundir. Ég á „Gullnu hindina” heima en Magnús var búinn að biðja um skip hjá mér sem hann ætlaði að hafa á barnum hjá sér en ég hef aldrei komið því í verk. Ég var búinn að ákveða að gefa honum Bounty, sem varfræg fyrir uppreisnina í því, en gafst upp á að koma því heilu til hans. Með því að hafa h é r 1 e n g i þvíhægri fót- urinn erorðinn það sjúkur, að það þarf að öllum líkindum að stytta hann. Ég vona að ég geti haldið fætinum í skefjum þar til Þor- steinn Jóhannesson læknir kem- ur 19. júní, því ég treysti honum fullkomlega til að gera það sama við hægri fótinn og hann gerði við þann vinstri. Ég er búinn að fá staðfestingu á því að ef ég verð sendur suður, þá verður fóturinn tekinn af við kálfa. Ég hef því ekkert annað fyrir stafni en að dunda mér við áhuaamál Sjómannaðagurinn er tímaskekkja Sturla var skipstjóri til margra ára auk þess sem hann var hafnarvörður á Isafirði og yfir- hafnarvörður um 29 ára skeið. Þá hefur hann verið driffjöðurin í hátíðarhöldum sjómanna um ísafjörður Neyðarblysum stollð úr Daníel Sigmundssyni biðurallaþásemhafavitneskju Björgunarbáturinn Daníel Sigmundsson. um málið að hafa samband hið Neyðarblysum og flugeldum var stolið úr f t bátnum aðfararnótt þriðjudags. 6 FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 1995

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.