Bæjarins besta - 19.04.2017, Síða 2
2 MIÐVIKUdagUr 19. APRÍL 2017
Útgefandi: Athafnagleði ehf., kt. 690715-0740
Afgreiðsla og ritstjórn: Mánagötu 2, Ísafirði, sími 456 4560
Ritstjóri BB og bb.is: Bryndís Sigurðardóttir, 896 9838, bb@bb.is
Ábyrgðarmaður: Bryndís Sigurðardóttir.
Blaðamaður: Smári Karlsson, 866-7604, smari@bb.is
Auglýsingar: Sími 456 4560, auglysingar@bb.is
Prentvinnsla: Litróf ehf.
Upplag: 2.200 eintök
Dreifing: Íslandspóstur. Dreift án endurgjalds inn á öll
heimili á norðanverðum Vestfjörðum
Stafræn útgáfa: www.bb.is / facebook.com/pages/bbis
Önnur útgáfa: Á ferð um Vestfirði
ISSN 1670-021X
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið bb@bb.is.
Auglýsingar þurfa að berast fyrir kl. 17 á mánudögum
fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum.
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum
Staða skrifstofumanns / innheimtufulltrúa á Ísafirði
Laus er til umsóknar staða skrifstofumanns/innheimtufulltrúa á skrifstofu Sýslumannsins á Vestfjörðum á Ísafirði. Um
fullt starf er að ræða.
Helstu verkefni: Vinna við undirbúning álagningar og innheimtu vanrækslugjalds, sem embættið sér um á landsvísu,
almenn afgreiðsla auk tilfallandi verkefna hverju sinni.
Sjá má upplýsingar um helstu verkefni embættisins á vef sýslumanna, www.syslumenn.is.
Óskað er eftir skipulögðum einstaklingi sem býr yfir góðri almennri tölvu- og íslenskukunnáttu. Nauðsynlegt er að
umsækjandi sé jákvæður, þjónustulundaður, eigi gott með samskipti og geti unnið undir álagi.
Viðkomandi þarf helst að geta hafið störf sem fyrst og helst ekki síðar en um miðjan maí nk.
Starfskjör fara eftir kjarasamningi ríkisins og SFR - Stéttarfélag í almannaþjónustu.
Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um.
Frekari upplýsingar um starfið veita Jónas Guðmundsson, sýslumaður, netfang jg@syslumenn.is og Helga Dóra
Kristjánsdóttir, starfsmannastjóri, netfang hdk@syslumenn.is, bæði í s. 458 2400.
Umsóknir ásamt ferilskrá skulu berast embættinu í síðasta lagi 25. apríl nk. annað hvort með pósti eða í ofangreind
netföng.
Öllum umsækjendum verður tilkynnt þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Umsókn getur gilt í 6 mánuði ef önnur staða hjá embættinu losnar.
Embætti Sýslumannsins á Vestfjörðum var stofnað við sameiningu fjögurra embætta sýslumanna á Vestfjörðum 1.
janúar 2015 og er starfssvæði þess allir Vestfirðir. Starfsmenn eru 19 og skrif-stofur þrjár frá og með 1. júní nk.
Ísafirði, 5. apríl 2017,
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum,
Jónas Guðmundsson.
Úthlutunarnefnd Íbúðalána-
sjóðs hefur samþykkt umsókn Ísa-
fjarðarbæjar um stofnframlög fyrir
leiguhúsnæði. Gísli Halldór Hall-
dórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæj-
ar, segir að strax verði hafist handa
við að undirbúa framkvæmdir.
„Það er búið að grófhanna húsið
en það verður við Sindragötu 4a,
á gamla sláturhúsplaninu. Næsta
skref er að fullhanna húsið,“ segir
Gísli Halldór.
Ísafjarðarbær
byggir fjölbýlishús
Alls verða 13 íbúðir í húsinu, en
tvær þeirra verða seldar á frjálsum
markaði. Stofnframlag ríkisins er
vegna 11 leiguíbúða. Þar af verða
5 sem ætlaðar eru fötluðu fólki
og 6 sem ætlaðar eru fólki undir
tekju- og eignamörkum. Stofn-
framlagið skiptist í þrennt, 18%
er grunnframlag ríkisins, 6% við-
bótarframlag vegna markaðsbrests
á svæðinu og 4% vegna þeirra
íbúða sem ætlaðar eru fötluðum.
Alls er stofnframlagið metið á 57
milljónir króna.
Að sögn Gísla Halldórs verður
húsið byggt af Fasteignum Ísa-
fjarðarbæjar.
Ekkert hefur verið byggt af
íbúðarhúsnæði á Ísafirði í áratug
eða meira. „Þetta orðið allt of
langur tími og mikil þörf hefur
safnast upp,“ segir bæjarstjórinn
sem stefnir að því að húsið verði
fullbúið á næsta ári.
Hér mun húsið rísa.
Brúðkaups-
afmæli
Sunnudaginn 9. apríl
áttu þau Þráinn Eyjólfs-
son og Gréta Gunnars-
dóttir 40 ára brúðkaups-
afmæli. Það þótti þeim
ekki merkilegt og hafa
ekki í hyggju að halda
sérstaklega upp á tíma-
mótin. Afkomendur og
viðhengi þeirra senda
þeim þó baráttukveðjur.