Bæjarins besta


Bæjarins besta - 19.04.2017, Side 5

Bæjarins besta - 19.04.2017, Side 5
MIÐVIKUdagUr 19. APRÍL 2017 5 180 milljóna króna afgangur af rekstri Ísafjarðarbæjar Samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta Ísafjarðarbæjar var rekstrar- niðurstaðan jákvæð um 179 milljónir króna en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir um 18 milljóna króna afgangi. Ársreikningur Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2016 var lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn fyrir helgi. „Þarna er um afbragðs góðan árangur að ræða – á sama tíma og rík áhersla hefur verið lögð á að bæta þjónustu við íbúa og sinna mikilvægum framkvæmd- um.,“ segir í fréttatilkynningu Ísafjarðarbæjar. Skuldaviðmið Ísafjarðarbæjar er nú komið niður í 114% og hefur ekki verið lægra frá því löngu áður en reglur um skulda- viðmið sveitarfélaga voru settar árið 2011, en sveitarfélögum er í dag ætlað að vera undir 150% í skuldaviðmiði. Samkvæmt reglum um reikn- ingsskil sveitarfélaga skiptist ársreikningur í tvo hluta, annars vegar er A-hluti, sem er almennur rekstur – að mestu fjármagnaður með skatttekjum, hins vegar er B-hluti sem eru stofnanir í eigu sveitarfélagsins og eru reknar sem fjárhagslega sjálfstæðar einingar. Undir B-hluta fellur Hafnarsjóður, Vatnsveita, Frá- veita, þjónustuíbúðir á Hlíf, Fasteignir Ísafjarðarbæjar, að- staðan í Funa og fjármögnun Hjúkrunarheimilisins Eyrar. Tap vegna Eyrar er um 38 milljónir króna og liggur skýr- ingin grunnvísitölu sem heil- brigðisráðuneytið lagði til grund- vallar leigu hjúkrunarheimilisins að lokinni byggingu þess. Að mati stjórnenda Ísafjarðarbæjar er þessi grunnvísitala óréttmæt en vísitalan er frá á miðju ári 2015, en öll grunnverð í samn- ingnum eru frá árinu 2009. Tap Ísafjarðarbæjar af þessum sökum vegna framkvæmdarinnar nemur um 2-300 milljónum króna. Rekstrarafkoma A hluta var jákvæð að fjárhæð 130 milljón- um króna en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir um 43 milljóna króna halla. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok nam 1.162 milljónum króna samkvæmt efnahagsreikn- ingi, en eigið fé A hluta nam 944 milljónum króna. Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu um 4.403 milljón króna samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi fyrir A og B hluta en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir rekstrartekjum um 4.196 milljónum króna. Rekstrartekjur A-hluta námu um 3.735 millj- ónum króna en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir rekstrartekjum um 3.540 milljónum króna. Munar þar mestu um að framlag Jöfn- unarsjóðs var um 160 milljónum kr. hærra en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Laun og launatengd gjöld sveitarfélagsins og stofnana námu um 2.092 milljónum króna en starfsmannafjöldi sveitarfé- lagsins var um 288 stöðugildi í árslok. smari@bb.is 700 þúsund í menningarstyrki Atvinnu- og menningar- málanefnd Ísafjarðarbæjar hef- ur afgreitt vorúthlutun menn- ingarstyrkja. Til ráðstöfunar voru 700 þúsund krónur. Eft- irfarandi verkefni hlutu styrk: Eyþór Jóvinsson, Arnbjörn – handrit að kvikmynd í fullri lengd, kr. 50.000,- Gláma kvikmyndafélag, Gaman myndahátíð Flateyrar, kr. 200.000,- Kvenfélagið Von, Dýrafjarða- daganefnd, Dýrafjarðadagar – barnadagskrá, kr. 100.000,- Listasafn Ísafjarðar, ljós- myndasýning á verkum Þor- valdar Arnar Kristmundssonar, kr. 50.000,- Byggðasafn Vestfjarða, sýn- ing á hljóðfærum safnsins, landsmót harmonikkuunnenda og útgáfu á geisladisk, kr. 250.000,- Byggðasafn Vestfjarða, opn- un sýningarinnar „Ég var aldrei barn“ í tilefni af 75 ára afmæli safnsins, kr. 50.000,- smari@bb.is Harmonikkusafn Byggðasafnins fékk hæstu úthlutun að þessu sinni. Auglýsingasími bb.is er 456 4560

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.