Bæjarins besta - 06.03.1996, Síða 5
Pó/s-rafeindavörur hf. á isafirði
Alsjálfvirk samvals-
vél komin á markað
Póls-rafeindavörur hf.
sendu frá sér fyrsta
eintakið af nýrri alsjálfvirkri
samvalsvél á mánudaginn
var, og fór vélin til kaup-
anda í Hollandi. Samvals-
vélar hafa verið í þróun
undanfarin tíu ár, en
alsjálfvirk útgáfa þeirra
hefur verið í þróun undan-
farið hálft annað ár, að
sögn Harðar Ingólfssonar,
markaðsstjóra hjá Póls-
rafeindavörum.
„Vélin er með sjálfvirka
innmötun, og dælir út úr
sér vigtuðum skömmtum
án þess að mannshöndin
komi þar nokkuð nærri.
Við höfum unnið á
markaði í Miðevrópu í um
tvö ár með samvalsvélar,
og okkar viðskiptavinir
óskuðu eftir alsjálfvirkri
útgáfu, en eftirspurnin á
íslenska markaðnum er
ekki eins mikil. Það er
lögð meiri áhersla á
sjálfvirkni erlendis, og
þetta er okkar svar við
þeim markaðskröfum,”
sagði Hörður, sem sagði
að íslenski markaðurinn
væri samt að þróast í átt
að meiri sjálfvirkni í
vinnslu.
Nýja samvalsvélin
kostar á milli fimm og sex
milljónir króna, og með
þeim fylgihlutum sem
bjóðast losar verð hennar
tíu milljónir króna. Þegar
hafa borist pantanir í fleiri
vélar erlendis frá, en
samkeppni á þessum
markaði er mikil, bæði frá
japönskum og dönskum
fyrirtækjum.
Lokaprófun á alsjálfvirkrisamvalsvél Póls-rafeindavara hf., lauk á mánudaginn
var. Að prófun tokinni var vélinni pakkað niður og hún sett í skip áleiðis til
Hollands.
Skóianefnd G.í. viii byggja á grunni gamia
Skólanefnd ísafjarðarkaup-
staðar hefur varpað fram þeirri
hugmynd að gamla skólahúsið,
sem byggt var árið 1901, verði
flutt af grunni sínurn að húsa-
þyrpingunni í Neðstakaupstað
og gert að byggðasafni. Starfs-
menn tæknideildar bæjarins eru
með tillögu skólanefndar til
athugunar.
Að sögn Þorsteins Jóhannes-
sonar, formanns skólanefndar
er verið að leita leiða til að
auka húsnæðiskost Grunn-
skólans á Isafirði. „Okkur
vantar húsnæði með tilliti til
nýju laganna um að skólinn
eigi að vera einsetinn í síðasta
lagi árið 2001. Það þarf að fara
að skoða það mjög alvarlega
hver framtíðarhúsnæðismál
Grunnskólans á ísafirði verða
og við komum með þá hug-
mynd að byggt verði á lóð
gamla skólans, og stungunr því
að bæjarstjórn hvort ekki ætti
að reyna að flytja hann," sagði
Þorsteinn. Þörf er fyrir átta til
tíu kennslustofur til viðbótar
við skólann, og er þá gengið út
frá því að hand- og myndmennt
fari úr skólanum, auk þess sem
aðstaða fyrir kennara skólans
er bæði léleg og þröng.
Aðspurður sagðist Þorsteinn
enn ekki hafa fengið viðbrögð
við tillögu skólanefndar, enda
málið á frumstigi. Hann sagði
jafnframt að haft yrði samstarf
við húsafriðunarnefnd og stjórn
byggðasafnsins um framhald
málsins. „Gamli barnaskólinn.
Vegna skorts á kennslurými við G.l. hefur skóla-
nefnd lagt til að gamla skólahúsið verði flutt, og
byggt á skólalóðinni. Gamla húsinu yrði fengið
h/utverk byggðasafns.
sem mörgum þykir nú vænt
um, er barn síns tíma og sinnir
ekki þeim kröfum sem gerðar
eru til skólahúsnæðis í dag.
Skólanefndin er bara að beina
þeim orðurn til bæjarstjórnar
að það sé kominn tími til að
huga að framtíðarhúsnæði
skólans, tillagan snýst í sjálfu
sér um að byggja nýtt skóla-
húsnæði á grunni gamla skóla-
hússins,” sagði Þorsteinn að
lokum.
skó/ahússins
Húsið flutt og gerll
að byggðasafni
Vesturbyggð
Lokað fyrir utanbæjar-
símtöl starfsfólks
Bæjaryfirvöld í Vesturbyggð hafa ákveðið að láta loka
fyrir utanbæjarsímtöl á nokkrum stofnunum bæjarins í
sparnaðarskyni.
Um er að ræða sautján símtæki, m.a. í skólanum og
sundlauginni. Þarf starfsfólk á þessum vinnustöðum því að
panta öll símtöl til annarra landshluta og greiða sjálft ef um
einkasímtöl er að ræða.
Boiungarvík
Eldur í putti olli tölu-
verðum reykskemmdum
Um miðjan dag á laugardag kom upp eldur í potti sem
gleymdist á eldavél að Þjóðólfsvegi 5 í Bolungarvík.
Að sögn Olafs Benediktssonar slökkviliðsstjóra urðu
nokkrar skemmdir á gufugleypi auk reykskemmda. Þar senr
slökkviliðið var skjótt á vettvang tókst að forða frekari tjóni
að sögn Olafs. Utkallið á laugardag var þriðja útkall
slökkviliðsins í Bolungarvík frá áramótum.
íslenska þjóðkirkjan og siöferðiö
Um nokkurt skeið hafa
staðið látlausar árásir á biskup
íslands, herra Ólaf Skúlason.
En hann hefur lengi sinnt
kirkjulegu starfi og hafist til
æðstu metorða innan íslensku
þjóðkirkjunnar. Nú er svo
komið að það sem lifir þessa
árs hefur ekki gengið á öðru
en deilum innan kirkjunnar.
Eðlilegt er að guðfræðingar og
prestar séu ekki svo rnjög frá-
brugðnir öðrum mannlegum
verum og lyndi ekki alltaf
hverjum við annan.
Deilurnar hafa ekki aukið
virðingu almennings fyrir
kirkjunnar mönnum. Kirkjan
sem slík hefur ekki látið á sjá,
enda er höfuð hennar ekki
biskupinn á Islandi, heldur
Kristur.
langholtskirkja
Deilurnar í Langholtskirkju
virðast hafa orðið kveikjan að
hatrömmu stríði milli fylkinga
presta þjóðkirkjunnar. Nú er það
svo að í kirkjulegu starfi jafnt og
öðru mannanna bjástri má margt
betur fara en raun ber vitni. Svo
er vafalaust með saftiarstarfið í
Langholtssókn. En sú góða kirkja
erþekkt af miklu tónlistarlífi sem
jafnframt er til fyrirmyndar í
hvívetna að mati flestra sem
þekkja til. Fyllsta ástæða er til
þess að minnast þess að tónlist
og trúariðkun fer afar vel saman.
Styður þar hvort annað hin guð-
lega tónlist sem tónskáld hafa
samið guði sínum til dýrðar og
hinn trúarlegi neisti í brjóstum
manna.
Engum dettur í hug að efast
um það að séra Flóki Kristins-
son, sem gæddur er mörgum
kostum að dómi meintra and-
stæðinga hans í Langholtssókn,
hafi rétt fyrir sér í því, að hann
einn, presturinn, ráði messuhaldi
í sóknarkirkjunni.
Sóknarbörnin eiga hins vegar
rétt á því, að þeir sem stýra eigi
iðkun guðstrúar og tónlistar í
kirkjunni nái saman um skynsam-
lega lausn kirkjustarfs. Og það
sem meira er, íslenska þjóðin á
rétt á því að íslenska þjóðkirkjan
hlífi henni við opinberum deilum
af þessi tagi. Þótt sóknarprest-
urinn hafi rétt fyrir sér ky nni samt
að fara svo að sóknarbörnin teldu
að hag sínum væri betur borgið
annars staðar.
Ásakanir á henóur hiskupi
Nú er hins vegar svo komið að
mál séra Flóka Kristinssonar og
Jóns Stefánssonar orgelleikara
fölnar í samanburði við þær
augljósu og opinskáu árásir sem
herra Ólaf Skúlason biskup yfir
Islandi má nú búa við. Engin
ástæða er til þess að allir séu
sammála um ágæti og mannkosti
biskups. Öllum má ljóst vera að
prestar þjóðkirkjunnareru klofnir
í tvennt og virðist sú skipting
fyrst og fremst ráðast af afstöðu
þeirra til biskups síns.
Biskup hefur á langri starfs-
ævi látið ýmislegt gott af sér leiða.
Margir kennimenn virðast telja
að hann sé ekki framúrskarandi
guðfræðingur í anda herra Sigur-
björns Einarssonar biskups, sem
öllum bar saman um að væri
mikill andans maður. Reyndar var
hann í þvílíku áliti að nánast mátti
líta svo á að hann væri langt yfir
aðra menn hafinn.
I samanburði við herra Sigur-
bjöm er herra Ólafur ekki á sama
stalli í guðfræðilegum efnum. En
hann var vinsæll prestur í Bú-
staðasókn og færði ýmsar nýj-
ungar í starf kirkjunnar og tókst
að laða fólk til starfs, sem ella
hefði jafnvel ekki komið að því.
Að öðrum biskupum ólöstuðum
er margra álit að herra Ólafur
Skúlason biskup sé að mörgu leyti
prýðilegur stjórnandi þjóðkirkj-
unnar að því er varðar veraldlega
umsýslu. Þjóðkirkjan hefur feng-
ið aukið sjálfstæði undir hans
stjórn og skapað sér betri að-
stæður til að rækja þá stjórnsýslu
sem fylgir svo umfangsmikilli
stofnun sem hún óneitanlega er.
Nú ásaka konur biskup um að
hafa áreitt sig kynferðislega. Þetta
eru alvarlegar ásakanir og jafn-
framt þannig að engin leið er að
verjast þeim.
Trúnaðarbrestur
Stígamúta
Sérstaka athygli vekur að
Guðrún Jónsdóttir forsvarsmaður
Stígamóta, sem höfðu unnið sér
nokkuð traust, lýsti því yfir að
nokkrar konur hefðu kvartað yfir
ágengni biskups á þeim vettvangi.
Stígamót hafa þarna fallið
mjög mikið í áliti. Hver er
trúnaðurinn? Hann er enginn.
Meginregla íslensks réttarfars er
sú. að liver maður skuli teljast
saklaus uns sekt hans er sönnuð
mimiD
með dómi. Nú hafa félagasam-
tök úti í bæ skotið svo ræki-
lega yfir markið að ekki verður
við unað.
Tölvunefnd vaknaði strax
og krafðist skýringa. Fróðlegt
verður að sjá þær. Umhugs-
unarefni er einnig að ásakanir
þessara kvenna varða atburði
er áttu að hafa gerst fyrir
mörgum árum, 17 árum og
rúmlega þrjátíu árum. Hvers
vegna nú? Hvaða erindi á það
að varpa þeim fram á þessum
tímapunkti? Sakir eru væntan-
lega allar fyrndar samkvæmt
refsirétti.
Hafi biskup orðið sekur um
eitthvað athæfi, þáerekki hægt
að sanna slíkt nú. Reyndar er
engin afstaða tekin til þess
þáttar hér. Hvaða hvatir búa
að baki þessari herferð ásakana
nú? Þjóðin og þjóðkirkjan eiga
rétt á því að fá svarið skjótt.
-Stakkur.
MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 1996
5