Bæjarins besta


Bæjarins besta - 06.03.1996, Page 7

Bæjarins besta - 06.03.1996, Page 7
borgunum. I Argentínu var síðan allt annað uppi á teningn- um, að mörgu leyti var mjög auðvelt að vera þar, ekki þessi stöðuga ógn eins og í Brasilíu. Argentínubúar voru mjög hóg- værir, öfugt við Brasilíubúa sem voru mjög opnir, og komu gjarnan til inanns að fyrra bragði. Lönd eru mjög mis- jöfn, og í Galisíu á Atlantshafs- strönd Spánar voru menn mjög kurteisir og þægilegir en fjar- rænir, og heimamenn hleyptu fólki ekki nálægt sér. Mér fannst skemmtilegasta og mannlegasta fólkið vera í Brasilíu,” segir Guðmundur. Þó svo skútusiglingar um fjarlægar slóðir hafi á sér ævintýrablæ, segir Guðmundur að lífíð um borð í skútu á hafi úti sé allt í mjög föstum skorðum. „Uti á sjó eru hafðar vaktir yfir nóttina, og matmáls- tímar eru mjög nákvæmir, og svo fær maður sér drykk öðru hverju. Til dæmis fær maður alltaf kaldan bjór á hádegi. Um fimm er kvöldverðurinn undir- búinn með fordrykk, og síðan er eldað. Um sexleytið er sólin að ganga niður og það er matast í ljósaskiptunum. Þá er sett músík á og drukkið rauðvín með matnum, eða hvítvín ef maður hefur veitt fisk. Þetta er samt allt í miklu hófi en maður fær sér samt svona til að gleðja sig. Dagurinn líður mjög hratt um borð, og síðan koma nætur- vaktirnar. Þá er skipst á að taka tveggja, þriggja tíma vaktir í senn, og í hlýju loftslagi eru næturnar dásamlegar stundir, að sitja á vaktinni og horfa á stjörnumar og tunglið. A ferðunum sér maður fjöl- skrúðugt dýralíf. Skútunum fylgja alltaf einhverjir fiskar og maður getur veitt Dorado fiska í soðið úti á reginhafi. Þegar dregur nær ströndinni koma Barracudafiskar og makrílar sem hægt er að veiða sér til matar. Svo sjást stundum h valir og höfrungar koma þegar land er í nánd, þeir bregða oft á leik og stökkva jafnvel fram- fyrirbátinn. Viðkóraleyjareins og Fernando do Noronha er allt iðandi af lífi, bæði fuglum og marglitum fiskum og skjald- bökur sjást oft. Það er hreint stórkostlegt að kafa við kóral- eyjarnar og skoða heilu torf- urnar af fiskum í öllum regn- bogans litum. Það er hægt að veiða talsvert af fiski ef maður er natinn við það, en auðvitað treystir maður ekki á þá fæðu. Maður hefur alltaf með sér allt til alls, og maður kaupir kost sem dugir til sex vikna fyrir fjögurra vikna ferð,” segir Guð- mundur. Hvein í öllu eins og flautukór Hrakningarnir sem fyrsta sjóferð Guðmundar hófst á, eru ekki þeir einu sem hann hefur lent í á flakki sínu um höfin. Hann gerir hins vegar lítið úr slíkum áföllum, og segir að þau séu ekki til annars en að vinna úr. „Auðvitað er það sjokk að lenda í slíku, og maður efast svolítið um hvort maður sé að gera rétt. En um leið öðlast maður reynslu og þegar búiðerað vinna úratburðunum, þá er maður til í slaginn aftur. I síðustu ferð lentum við Elli Skapta í óhugnanlegum stormi við Argentínustrendur. Við ætluðum að sigla suður á Eld- land, en það var einhvern veginn allt runnið út, bæði tími og peningar. Eg þurfti að leggjast undir feld og hugsa hvað ætti að gera, ég var eigin- lega lentur í sjálfheldu með skútuna, peningamálin og allt. Það endaði með því að ég á- kvað að snúa við og selja bátinn, en við höfðum nokkru áður lagt úr höfn og það var nokkurra daga sigling til næstu hafnar. A leiðinni lentum við í veðri sem var á við fellibyl, það var svo hvasst að báturinn lá alveg á hliðinni í hálftíma. Það voru engin segl uppi og við bara héldum okkur föstum og hvein í öllu eins og flautukór. Veðrið var svo ógurlegt að það mynd- uðust engar öldur, lieldur var rjúkandi særok og sjórinn nánast sléttur. Svo lægði nú veðrið og það varð bara að venjulegum stormi þegarfyrstu lætin voru gengin yfir. Við snerum við, settum upp pínu- lítil stormsegl og mótorinn á fullt og náðum til hafnar á einum fimm, sex tímum. Þegar við komum í hafnarmynnið var þar húlla sem kallað er, og þar snerumst við og sjóinn braut yfir okkur, en við komumst inn og sluppum með skrekkinn, þó báturinn yrði fyrir dálitlum skemmdum. Það var lán í óláni að við vorum ekki komnir lengra út, ef við hefðum siglt einhverjum mílum lengra áður en veðrið skall á og við snerum við. hefðum við aldrei náð höfn aftur, heldur hefði bátinn brotið á skerjum við ströndina. Við fórum óþægilega nálægt þeim þegar við vorum að berjast til hafnar undan veðrinu,” segir Guðmundur nteð jafnaðargeði. 40 feta skúta í smíöum Guðmundur eyddi suntrinu 1983 í að vinna myndlistar- verkefni við Breiðafjörð, og bjó þá að sjálfsögðu í skútunni góðu. Hann fékk styrk frá Amsterdamborg til að vinna verkefnið, sem hann sýndi ári seinna á Kjarvalsstöðum. A meðan á verkefninu stóð fékk Guðmundur þá hugmynd að smíða stóra skútu til ferðalaga með túrista við Islandsstrendur. Hugmyndin fékk að gerjast og þróast, eins og með marga góða hluti átti hún sér langa með- göngu, en svo var hafist handa árið 1994, ellefu árum eftir að hennar varð fyrst vart. „Þetta var svo skemmtileg lífsreynsla að flækjast um Breiðafjörðinn á skútu, að ég hugsaði sem svo að það hlyti fleirum en inér að þykja þetta bæði fallegt og skemmtilegt. Um þetta leyti var ég eiginlega kominn á fremsta hlunn með að hrinda því í framkvæmd að hanna og smíða skútu til siglinga með ferðamenn. En ég var líka með mína eigin skútu, og hún einhvemveginn flæktist fyrir mér, því hún kostaði töluverð fjárútlát. Eg gat ekki verið með tvennt í gangi í einu og hætti að hugsa um þetta. Þegar ég seldi svo skútuna, gat ég farið að skoða málið af alvöru, og ég ákvað einnig að nú væri nóg komið af fjalla- ferðunum, en ég er búinn að vera leiðsögumaður um há- lendið fyrir franska ferðamenn í ein fjórtán sumur. Það var kominn tími til að slá þessu saman, njóta þess að vera á skútu og vinna við ferða- þjónustu. Verkið hófst síðan fyrir alvöru 1994, þegar ég hófst handa við að hanna skútuna. Ég var með ákveðnar hug- myndir um hvernig skúta sem Itönnuð er fyrir íslenskar að- stæður ætti að vera, og ég endaði með því að teikna bát, og kynnti hann fyrir Sigurði Ólafs Jónssyni á Akureyri sem á miðjum aldri hafði skellt sér í nám í skútuteikningum. Við sendum teikningar fram og til bakaántilli ísafjarðarog Akur- eyrar þar lil skútan var full- hönnuð.” Gæluverkefni í Skipasmíðastöðinni Guðmundur segir að það hafi ráðið úrslitum í skútusmíðinni að í Skipasmíðastöðina á Isa- firði var komið fólk sem hafði mikinn áhuga á verkefninu sem er hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi. „Sigurður Jónsson framkvæmdastjóri hafði mik- inn áhuga á þessu máli og hannaði m.a. burðarvirki skút- unnar. A þessum tíma var lítið að gera í Skipasmíðastöðinni og það var kærkomið að fá nýsmíðina, sem Skipasmíða- stöðin tók sem nokkurskonar tilraunaverkefni. Ég fékk styrk upp á hálfa milljón frá Byggða- stofnun til smíðarinnar, og þá var að hrökkva eða stökkva og smíðin hófst.” Skútan er nokkuð frábrugðin hefðbundnum skútum, sem sést m.a. á því að þegar gengið er niður í stýrishúsið, er nokkurs- konar blautrými fremst og þurkkklefi, í stað stássstofu eða kortaborðs eins og oftast er. Einn maður getur stýrt skút- unni, þó hún sé fjörutíu feta löng og einnig er hægt að stýra henni innanborðs. Hún hefur svefnrými fyrir tíu manns, en Guðmundur gerir ráð fyrir að tveir verði í áhöfn og farþegar verði sex. „Ég hef hugsað hana í tíu daga ferðir um Vestfirði, frá Reykhólum til Djúpuvíkur, með viðkomu á ýmsum at- hyglisverðum stöðum á leið- inni. Það er jafnvel inni í mynd- inni að fara á henni til Græn- lands, hvort sem er með ís- lendinga eða erlenda ferða- menn. Eg er þegar kominn í samband við ferðaskrifstofu í Frakklandi sem ætlar að selja ferðir um Vestfirði á næsta ári. Af því skútan er hálfgert gæluverkefni hefur smíðin gengið með hléunt. Rétt eftir að vinnan hófst við hana, kom holskefla af verkefnum yfir Skipasmíðastöðina og hún er eðlilega látin sitja á hakanum. Það varð því ansi langt hlé þegar smíðin var hálfnuð, svo kom það líka til að ég veiktist og gat hvorki rekið á eftir né unnið nokkuð sjálfur. I janúar- lok var tekið til starfa á ný og það er stefnt að prufusiglingu í haust,” segir Guðmundur sem lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir alvarleg veikindi, en hann var skorinn upp á síðasta ári vegna krabbameins. Eftir ótrúlega stutt hlé vegna veik- indanna hefur hann tekið til óspilltra málanna við skútu- smíðina á ný. Nýlega var haldinn stofnfundur Skútu- félagsins ehf., sem verður eignaraðili skútunnar. Guð- mundur segir marga hafa sýnt verkefninu áhuga og senn verður haldið í lokaáfanga hlutafjársöfnunarinnar. ,,Ég ætla að senda nokkrum fyrir- tækjum sem ég hef augastað á, kostnaðaráætlun fyrir smíð- inni, og nokkrir vinir mega líka eiga von á óþægilegri upp- hringingu.” Draumurinn er tvær skútur ng nukkrar minni Samstarfsaðilar Guðmundar í Frakklandi sérhæfa sig í skútusiglingum með ferða- menn, og sigla meðal annars til Argentínu og Alaska. Frakk- arnirgeramiklarkröfurtil sam- starfsaðilanna, m.a. um tungu- málakunnáttu og sjóstjórnar- réttindi. Forsvarsmenn fyrir- tækisins vilja m.a. þekkja þann skipstjóra persónulega sem ber ábyrgð á viðskiptavinum þeirra. Fyrirtækið hefur þegar ákveðið að kaupa ferðir af Skútufélaginu, Islendingar eru vel samkeppnisfærir við aðrar þjóðir um slíka þjónustu, og Guðmundur telur að óhjá- kvæmilega hljóti fleiri skútur að verða smíðaðar á næstunni til slíkra ferða. Hann vantar heldur ekki bjartsýnina, því hann viðrar hugmyndir um að Skútufélagið eignist tvær stórar skútur til siglinga við landið, og jafnvel nokkrar litlar að auki sem einstaklingar geta leigt, því markaðurinn sé stór. Litla fleyið á teikniborðinu er ein- mitt angi af þeirri hugmynd. „Það verður ekki auðvelt verkefni að manna skipið á þann hátt að samstarfsaðilamir séu ánægðir, en það er hægt. Ég legg áherslu á að ferðin öll verði náttúruupplifun, ekki bara sigling. Ég vil hins vegar að farþegamir upplifi sigling- una sem skemmtilegan og hljóðlátan máta til að komast á fallega, ósnortna staði, þar sem hægt verður að renna fyrir fisk, fara í gönguferðir og borða góðan mat. Það fólk sem sækir í ferðir af þessu tagi er fólk sem v i 11 kynnast ósnortinni náttúru og jafnframt vera út af fyrir sig. Ennþá er ekki sam- keppni í slíkum ferðum innan- lands en það eru margir um hituna erlendis. Mér finnst þetta óhemju- spennandi verkefni, ekki síst af því skipið er alíslensk hönnun, og það er ótrúlegt fyrir leikmann að sjá hvaða verk- menning er til staðar í Skipa- smíðastöðinni. Ég er alveg hissa á því hversu fín smíði er á skútunni, og um leið undrandi á að það skuli ekki vera fjöldi annarra skipa í smíðum innan- lands. Það er gífurlegt öryggi í því fyrir þjóðina að eiga þessa þekkingu í landinu. Sumar þjóðir hafa áttað sig á að það þarf að standa við bakið á þessum iðnaði þegar kreppir að, og þær standa öðrum þjóðum miktu framar þegar síðan rætist úr,” segir Guð- mundur. Nú eru komnir gestir í kvöld- kaffi til Guðmundarog því tíma- bært að kveðja þennan stórhuga mann, sem er ólíkur okkur hinum að því leyti að hann situr ekki með hendur í skauti við dagdraumana, heldur brettir upp ermarnar og framkvæmir. MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 1996 7

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.